Morgunblaðið - 01.11.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984
Kosið hjá BSRB
7.—9. nóvember
Kjörstjórn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja kom saman
til fundar í gær til að fjalla um
Flugið að
komast í
eðlilegt horf
STARFSEMI flugfélaganna er smám
saman að komast í eðlilegt horf eftir
að verkfalli BSRB lauk. Miklar annir
eru í voruflutningum félaganna, enda
hafa vörur hlaðist upp erlendis.
Búast forsvarsmenn flugfélag-
anna við að miklir vöruflutningar
verði það sem eftir er ársins.
Snemma í gærmorgun millilenti
DC 8-þota Flugleiða á Keflavíkur-
flugvelli á leið sinni austur yfir haf
og síðdegis kom önnur þota Flug-
leiða þar við á leið sinni frá Lux-
emborg til Bandaríkjanna. Með
þotunni frá Luxemborg voru um
100 flugliðar sem sinnt hafa Amer-
ikufluginu en þotur Flugleiða hafa
sem kunnugt er ekki millilent hér á
þessari leið frá því verkfall BSRB
hófst í byrjun október.
allsherjaratkvæðagreiðslu innan
BSRB um nýgerðan kjarasamn-
ing BSRB og ríkisins. Fyrirhug-
að er að atkvæðagreiðslan fari
fram á Reykjavíkursvæðinu 7.
og 8. nóvember en Ijúki úti á
landi 9. nóvember.
Hörður Zophaníasson, formaður
kjörstjórnarinnar, sagði að hafist
yrði handa við talningu atkvæða
laugardaginn 10. nóvember en
bjóst hann við að þá yrði eitthvað
eftir af atkvæðum í póstinum og
yrði þá að skilja verulegan hluta
atkvæðanna eftir og bíða þar til
öll atkvæði hefðu borist til að
halda nafnleyndinni. Endanleg
niðurstaða ætti þvi að liggja fyrir
12. eða 13. nóvember. Hörður sagði
að atkvæðagreiðslan yrði bréfleg
og færi fram með sama hætti og
fyrri atkvæðagreiðslur BSRB.
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Samninganefndir VSÍ og landsambanda innan ASÍ komu saman til samningafundar klukkan 14 í gær. Stóð
fundurinn enn þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. Á myndinni eni Ásmundur Stefánsson, Magnús L
Sveinsson og Sigfínnur Sigurðsson að bera saman bækur sínar.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Útilokað að verja þann
kaupmátt sem fæst nú
Hafnarfirði Veldur að minnsta kosti 20 % verðbólgu á næsta ári
Bensínskip-
ið landar í
SOVÉSKA olíuskipinu, sem legið
hefur við festar á Kollafirði síðan
fyrir helgi vegna verkfalls BSRB,
var siglt inn til Hafnarfjarðar síð-
degis í gær og hafin dæling á bensíni
í olíugeyma Olíufélagsins hf.
Áður hafði bensíni og gasolíu
verið dælt yfir í olíuskipin Kyndil
og Stapafell sem sigldu áleiðis til
hafna á Vestur- og Norðurlandi.
Olíuskipið mátti ekki sigla inn til
Reykjavíkur vegna þess að
starfsmenn Reykjavíkurborgar
voru í verkfalli, en þangað á mest-
ur hluti farmsins að fara.
„ÉG fagna því að deilunni er iokið en hún hefur staðið alltof
lengi og orðið til tjóns. Samningurinn er að mínu mati mjög
erfiður og hefði að mínu mati verið skynsamlegra að fara
skattalækkunarleiöina. Ég held að það verði ákaflega erfitt,
hvað sem hver segir, að verja þann kaupmátt sem fæst í
upphafi samninganna og reyndar útilokað,“ sagði Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra þegar álits hans var leitað
á nýgerðum kjarasamningi BSRB og ríkisins.
Sjónvarp
í kvöld
I kvöld, fimmtudag, verður sjón-
varp þrátt fyrir að fimmtudags-
kvöld séu venjulega sjónvarpslaus
eins og alkunna er. Sjónvarps-
dagskráin hefst klukkan 20 með
fréttum. Sjá sjónvarpsdagskrána
á bls. 6 í blaðinu í dag.
©
INNLENT
„Það hefði verið skynsamlegra
að hafa jafnari launahækkun yf-
ir tímabilið en svona mikla í upp-
hafi,“ sagði Steingrímur einnig.
„Ef þessi samningur gengur yfir
launakerfið allt, sem ekki er
ólíklegt, þá óttast ég og tel
reyndar alveg ljóst, að hann
veldur kostnaðarhækkunum sem
þjóðartekjur standa ekki undir
eins og nú er ástatt."
— Þú átt við að hann sé verð-
bólguvaldandi?
„Ég held að það hljóti að vera.
Ég held að það geti hver maður
spurt sjálfan sig að því hvort
fiskvinnslufólkið og sjómennirn-
ir, svo dæmi sé tekið, sætti sig
við minna. Sagt er að staða fisk-
vinnslunnar sé ákaflega erfið í
dag, þetta hefur meðal annars
komið fram hjá stjórnarandstöð-
unni og er vissulega rétt, og því
ber hún ekki svona miklar kostn-
aðarhækkanir án þess að fá
hækkun á verðlagi."
— Hvað telur þú að þetta leiði
mikla verðbólgu af sér?
„Ég skal ekki segja til um það.
Vitanlega vilja stjórnvöld leita
allra leiða til að draga úr áhrif-
um svona samnings í efnahags-
lífinu. Það er ekki enn búið að
semja á milli VSÍ og ASÍ og því
erfitt að gera þetta fullkomlega
upp. í þjóðhagsáætlun var gert
ráð fyrir 9 til 10% launahækkun
á milli ára og þá var gert ráð
fyrir að verðbólga á árinu 1985
yrði 12 til 13% frá upphafi til
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra
loka ársins. Þessir samningar
hafa tvöfalt meiri kostnaðarauka
fyrir atvinnulífið í för með sér og
lauslega reiknað gæti þetta vald-
ið verðbólgu sem væri á næsta
ári að minnsta kosti yfir 20%.
Líklega veldur þetta þó meiri
verðhækkunum í upphafi ársins
því að samningarnir eru þannig
að launahækkanirnar koma mest
í upphafi samningstímabilsins.
Vitanlega verður ríkisstjórnin
nú að endurskoða efnahags-
stefnu sína og hún er ákveðin í
því að gera þær ráðstafanir sem
leiða aftur til minnkandi verð-
bólgu. Það má ekki gefast upp við
það, því það er þjóðinni lífsnauð-
syn að ná verðbólgunni niður á
svipað stig og er í nágrannalönd-
unum. Þeirri baráttu verður að
halda áfram."
Qlympíumótið í bridge:
ísland í sjötta sæti
EFTIR átta umferðir á ólympíumótinu í bridge, sem fram fer í Seattle í
Bandaríkjunum, eru íslendingar í sjötta sæti í sfnum riðli með 142 stig.
Argentínumenn eru efstir í riðlinum með 162,5 stig, Svfar í öðru sæti með 162
stig, Indónesía í þriðja sæti með 156 stig, Norðmenn fjórðu með 149 stig og
ítaiir fimmtu með 142 stig. Þá eru Bandarfkjamenn ekki langt undan, en
þeir hafa hlotið 136 stig.
tslendingar léku síðustu tvo
leiki sína gegn Hollensku Antillu-
eyjunum og Noregi. Fyrri leikur-
inn vannst 20—10, en leikurinn
fegn Norðmönnum tapaðist 5—25.
gær átti liðið að spila gegn Kína,
Filippseyjum og Pakistan.
Staðan í A-riðli eftir átta um-
ferðir var sú að Pólland hafði tek-
ið forystu með 172 stig, en Frakk-
ar komu fast á hæla þeirra með
171 stig. Næstir koma Danir með
144,75 stig, ísrael og Japan með
144 stig, og Bretar Kanadamenn
og Hollendingar jafnir með 143
stig.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæóisflokksins:
Sé ekki aö launahækk-
anirnar feli í sér raun-
verulegar kjarabætur
„Mér er eins farið og mörgum
öðrum að mér er létt að þessu langa
verkfalli skuli lokið. Hitt er annað
mál að þessir kjarasamningar hafa
breytingar í för með sér til hins
verra,“ sagði Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, er
blaðamaður Morgunblaðsins spurði
hann álits á kjarasamningum BSRB
og ríkisins.
„Ég sé ekki að launahækkanirn-
ar feli í sér raunverulegar kjara-
bætur og því síður að þær bæti
stöðu þeirra sem lakast eru settir.
Það eru komnar upp nýjar að-
stæður f efnahagsmálum, sem
gera að litlu þann mikla árangur
er náðst hafði í baráttunni við
verðbólguna. Sjálfstæðismenn
höfðu forustu um að gera tillögur
til lausnar verkföllunum, er höfðu
það að markmiði að viðhalda
Þorsteinn Pálsson
jafnvægi, tryggja kaupmátt
ráðstöfunartekna og treysta stöðu
þeirra er lökust hafa kjörin.
Ég hlýt auðvitað að harma að
forustumenn BSRB skuli ekki
hafa haft skilning á því að með
þeim hætti var best hægt að
tryggia hagsmuni umbjóðenda
þeirra. En þeir höfðu afl til að
knýja fram lausn með þeim gamla
hætti, sem ég hygg að flestir hafi
í raun verið orðnir þreyttir á.
Þetta samkomulag markar að
þessu leyti þáttaskil bæði í efna-
hagsmálum og í stjórnmálalegu
tilliti."
Aðspurður um uppsagnar-
ákvæði samningsins sagði Þor-
steinn Pálsson, að í raun þýddi
það einungis styttri samnings-
tfma.