Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984
Stokkahlaðir og garður Aldísar frá aldamótum.
Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN
Hjá Aldísi á
Stokkahlöðum í Eyjafirði
sem er 100 ára í dag
Þau Arndís Baldvinsdóttir og Þorsteinn Eiríksson
koma vikulega til Aldísar með helstu nauðsynjar.
Aldís í Stokkahlöðum, 100 ára í dag.
suðurgluggamir,
nú fara menn tíl
Kartöflugarður Aldísar er uppi í fjalli
skammt frá fossinum.
Kanarí og Majorka“
Aldís á Stokkahlöðum er sérstæð kona,
býr yfír heimspeki reynslunnar, því sí-
gilda sem gengur fram af huga og hendi
vinnunnar. Stokkahlaðir skaga í þjóð-
veginn í Eyjafírði, skammt fyrir innan
Hrafnagil. Þar býr Aldís ein á býli sínu,
100 ára, í þriggja hæða húsi með fögrum
trjágarði, sem hún hóf að rækta fyrir
nær 80 árum, hún er með kartöflugarð
uppi í fjalli, prjónar sokka og selur á
Akureyri, en fyrst og síðast lifír hún
sínu lífí í Eyjafírði, því hann hefur verið
henni góður. Þegar ég spurðist fyrir um
Aldísi vegna þess að ég hugðist heim-
sækja hana og ræða við hana, var mér
bent á að hún gæti verið nokkuð stygg í
þeim efnum, því hún hefði aldrei verið
fyrir það að tjá sig opinberlega, enda
hefði aldrei verið tekið viðtal við hana
þótt rífleg ástæða væri til. Ég ákvað því
að byrja á garðinum hennar, trjánum
sem hafa notið hlýju hennar í nær heila
öld og teygja sig yfír þriggja hæða hús
hennar og háalofti betur.
Enginn svaraöi þegar ég barði
dyra á Stokkahlöðum, en dyrnar
voru ólæstar. Ég fór inn í húsið og
kallaði. Ekkert svar. Þá skaust ég
upp stigann á efra loftið og kall-
aði, án árangurs, en þá heyrði ég
umgang niðri á hæðinni. Við
mættumst í ganginum, hún hafði
lagt sig, ég kom óboðinn í hús
hennar. Við heilsuðumst með því
að horfast í augu.
„Mikið er garðurinn þinn falleg-
ur,“ sagði ég.
„Ein og ein hrísla," svaraði hún.
„Þetta hefur kostað mikla
vinnu,“ hélt ég áfram.
„Allt vex ef að er hlúð,“ svaraði
hún.
„Mig langar að ræða nánar við
þig um garðinn þinn,“ sagði ég.
„Gjörðu svo vel,“ svaraði Aldis á
Stokkahlöðum og bauð mér til
stofu í bænum.
„Þeir vilja víst
gera Island
að skemmtigarði“
1 gluggunum var blóm við blóm,
vaxnar jurtir og afleggjarar sem
teygðu sig mót birtunni, það
sönglaði i trekkspjaldinu á stofu-
þilinu, eilífðarsinfónía vindsins.
Útsýnið voru hin frambærilegu
fjöll Eyjafjarðar, grónar hliðar og
grundir, áin eins og Níl Egypta-
lands. Rúm voru uppbúin með
prjónuðum og hekluðum teppum,
mynd af séra Hallgrími Péturs-
syni var á sínum stað, prjónles af
sokkaplöggum á lokastigi lá á stól,
gamalt skrifpúlt við vegg eins og
ankeri liðins tíma, fjölskyldu-
myndir á veggjum, myndir frá
þeim tima þegar það var hátið aö
láta taka af sér mynd, enda leyna
sér ekki- persónuleikar í þeim
myndum. Þægilegur ylur var frá
ofninum, þytur frá þjóðveginum
af umferð bíla og ríðandi manna
og ljósbrotið frá sólu spásseraði
inn um gluggana. íslandssagan
leyndi sér ekki í þessu húsi og þeg-
ar við vorum að koma okkur fyrir
hafði ég á orði að nú væru uppi
raddir um það að leggja niður ís-
landssögukennslu. „Já, þeir vilja
víst gera ísland að skemmtigarði
yfir sumarið," svaraði Aldís á
Stokkahlöðum um hæl. Það fór
ekkert á milli mála að hún fylgdist
vel með. Hún var 16 ára um síð-
ustu aldamót, flutti í Eyjafjörð
barn úr Skagafirði, hefur alla tíð
lifað heilbrigðu lífi, hannyrðir
hennar eru rómaðar, enda fellur
henni aldrei verk úr hendi og hef-
ur reyndar unnið hörðum höndum
alla ævi. Hún les og skrifar þrátt
fyrir háan aldur og er einstaklega
minnug og hress með 100 ár að
baki.
„Jú, þetta er víst einn fyrsti
garðurinn í firðinum, en á Skriðu í
Hörgárdal og Lóni ytra voru sett
niður einhver tré upp úr aldamót-
um,“ svaraði Aldís," frá því laust
eftir aldamót," en upp úr því fór
þetta að aukast, sérstaklega eftir
að Sigurður búnaðarmálastjóri
fór að halda námskeið í Gróðr-
arstöðinni á Akureyri, en þar
vann ég í hópi átta stúlkna árið
1909 og einnig hluti af Hóla-
piltum. Þá var unnið með hest-
verkfærum og Hólapiltar unnu við
plægingu og þess háttar erfiðari
störf. Páll Jónsson frá Reykhús-
um, Kristján Jónsson frá Nesi og
Sigurður skipulögðu daginn og
stundum unnu karlmenn og konur
saman. Áður en vinnan hófst dag
hvern voru ævinlega fyrirlestrar í
eina klukkustund, oftast fluttir af
Sigurði um trjárækt og við skrif-
uðum. Stundum fórum við að
skoða villiblómin með Páli, en
Kristján hafði aðallega með kart-
öfluræktina að gera. Við unnum
kauplaust, höfðum að vísu eina
krónu á dag, en það átti að duga
fyrir fæði og húsnæði. Það þótti
ágætt. Ég var um tíma á kvenna-
skóla nokkrum árum áður og þá
kostaði fæði og húsnæði 80 aura á
dag. Þá voru nokkrar skólasystur
mínar hjá séra Matthíasi og borg-
uðu eina krónu. Það þótti dýrt, en
þær voru aðeins tvær f herbergi og
þóttu fríðindi, því venjulega voru
fjórar saman í herbergi.
„I»að varð ofur-
lítil vakning“
Um þetta leyti byrjaði ég á
garðinum, einhverja hnausa fékk
ég með mér heim og setti niður um
hvítasunnuna 1909. Ekki var það
nú gert eftir neinni teikningu og
ég hafði ekki efni á að drífa upp
neina skógrækt að ráði. Fólk hér í
kring varð mjög hrifið, það varð
ofurlítil vakning og fólk fékk mig
til þess að setja niður svolítið,
sumt hefur lifað af því. Upp úr
þessu hófust einnig matreiðslu-
námskeið í Gróðrarstöðinni. Þá
kom talsvert til skjalanna Guðrún
Björnsdóttir frá Veðramóti, hún
var sígild garðyrkjukona og var
yfir garðræktinni í fleiri ár eftir
Sigurð. Hún var kona Sveinbjörns
Jónssonar. Þessi námskeið gerðu
mjög gott.
Jú, víst hefur garðurinn dafnað
vel, hér var áður kartöflugarður
síðan í fyrndinni. Hann var stung-
inn upp, njólanum var ekki Iiðið
að vaxa. Um aldamótin var stofn-
að Ræktunarfélag Norðurlands og
það höfðu margir áhuga á þessu.
Ég var þó aldrei ráðin garðyrkju-
kona hjá neinum, en oft var ég
ráðin á bæi, í Saurbæjarhrepp, í
Núpufell, að Möðruvöllum og til
séra Gunnars Benediktssonar í
Saurbæ. Ég var þó lítið þar, en
nokkuð sinnti ég kirkjugarðinum
á Grund og eitthvað lifir af því.
Það varð vissulega skógrækt-
arvakning. Frúrnar vildu eiga
hríslu og allt var kallað hríslur,
það var eðlilegt, fólk þekkti ekki
nöfnin á þessu. En svo kom þetta,
það var kennt um nöfn á ýmsu og
uppruna í Gróðrarstöðinni og
lengi var þar baslað við eplatré til
dæmis. Sigurður var alveg sér-
stakur áhugamaður og eldhugi.
Ungmennafélagið hér setti á stofn
Ungmennafélagsreitinn, sem
Framtíðin í Hrafnagilshreppi
stofnaði og ég annaðist um árabil.
Jakob Líndal var þá fram-
kvæmdastjóri í Gróðrarstöðinni
og var fenginn til þess að skipu-
leggja þetta allt saman. Hann
kom hingað fram eftir og þetta
vakti áhuga. Allir komu saman
einu sinni á sumri og þá var slegið
og hreinsað. Oft voru fyrirlestrar
úti að sumrinu til, hlaðnir stallar
til að sitja á að fyrirsögn Jakobs.