Morgunblaðið - 01.11.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984
„Þá
nægðu
suðurgluggarnir
Wiðurinn spunninn í sokkana.
Nú þakka börn
varla fyrir
Það eru gullfallegar greinar í
þessu kveri sem börn hafa gott af
að læra þótt gagnrýnt hafi verið.
Þetta var upp á það að manni
leggst alltaf eitthvað gott til, ég
held að sumu leyti að það sé nauð-
synlegt að börnunum sé kennt um
það. Það er margt ólíkt með börn
nú og fyrr, þá máttu þau ekki vera
fröm og foreldrar höfðu meira
vald yfir börnum en nú, en þá voru
börn hins vegar feimin og kúld-
urslegri. Bil beggja væri ef til vill
gott. Þó finnst mér að börn hafi
verið mun þakklátari áður. Maður
var sendur á bæi og skilaði þá
formlega kveðju frá mömmu eftir
að hafa heilsað og þegar maður
bað einhvern var sagt: viltu gjöra
svo vel. Nú er varla þakkað fyrir
ef börnum er gefið, þetta er
slæmt. Allt er ákaflega umbreytt í
þessari veröld. Ég er náttúrulega
ákaflega þröngsýn og er ekki fær
um að dæma um þetta nema út frá
mínum sjónarhól. Ég hef aldrei
lært uppeldisfræði, en ég held
samt að það sé betra fyrir börnin
að kenna þeim góða siði. Hvaða
unglingur léti kúga sig nú til þess
að hátta snemma kvölds út á að
vakna snemma til vinnu að
morgni dags. I minu ungdæmi var
farin ein skemmtiferð á sumri, út
á Möðruvelli, austur í Skóg eða
fram að Hólavatni, til skiptis á
þremur árum og fólk bjó lengi að
þessum skemmtiferðum. Að auki
var farið riðandi i kirkju og það
þótti sport og svo lyftu menn sér
nokkuð upp milli bæja. En það er
nú alltaf verið að pumpa upp þetta
sama í viðtölum við gamalt fólk,
svo það tekur því varla að vera að
minnast á þetta. Ég þekkti ekki
torfgólf i baðstofum né lýsis-
lampa, en við höfðum heimatilbú-
in kerti fyrir jól. Mér finnst sumt
eldra fólk fara með öfgar f sam-
bandi við það að áður fyrr hafi
verið hér hálfgerðir skrælingjar.
Margt yngra fólk sem er að skrifa
þetta finnst mér svo öfgakennt, ég
þekkti þetta ekki að minnsta kosti.
Ég man að um 1890 fóru að koma
eldavélar fjarskalega víða og þá
var sett lúga úr eldhúsinu og inn í
baðstofu til þess að unnt væri að
kippa henni frá eftir þörfum.
Þetta var ófullkomin upphitun, en
skárri en ekki neitt. Það var eldað
á hlóðum fyrstu árin á Stokka-
hlöðum en 1892 var fengin eldavél
og sex rúða suðurgluggi var settur
á. Rósótt léreft var keypt og búin
gardina fyrir gluggann. Þá voru
settar upp rimlaskýlur, rósótt i
gluggakistuna, borð undir glugg-
ann og stólar í kring. Þetta þótti
heldur fínt, því mest var setið á
rúmum og koffortum. Séra Jakob
Björnsson í Saurbæ kom í heim-
sókn skömmu eftir að dýrðin var
komin. Hann gekk um gólf og
sagði að það væri algjört lífs-
spursmál að fá sólina inn. Þetta
þóttu miklar framfarir, þá nægðu
suðurgluggarnir, nú fara menn til
Kanarí og Mallorca. Svo var opn-
anlegur gluggi settur á til loft-
ræstingar. Og aldrei var kvartað
um þrengsli og fólkið gat unað sér
saman án rifrildis. Seinna komu
vatnsleiðslurnar á bæi, en hér var
sá kostur að lækur er rétt hjá
bænum og vatn var leitt í stokk
inn í fjós og síðan var það borið í
eldakompuna. Ég sá um það í
mörg ár að bera vatn í bæinn í
gegnum fjósið og eldhúsgöngin
með tveimur skellihurðum. Ég er
búin að bera margar vatnsföturn-
ar um ævina, en þetta þótti lúxus
frá því að bera úr læknum. Ef 6x í
læknum varð að bera út úr fjóa-
inu, því það bunaði þá svo að kýrn-
ar stóðu 1 vatni. Ef fraus fyrir
báru karlmenn vatn úr læknum.
Víða var komið upp vatnsbrunn-
um eins nálægt bæjum og unnt
var, þá þótti nóg að hafa kalt vatn
í krana, en nú er það heitt einnig
og það er mikið þægilegt. Það er
margt sem mannvitið hefur tekið í
þjónustu sína síðustu árin, nýjar
eldhúsinnréttingar og uppþvotta-
vélar. Nú vill enginn þvo upp og
þótt góðar eldhúsinnréttingar séu
í húsum eru þær rifnar niður fyrir
nýjar og maður veit ekkert hvað
til bragðs á að taka.
Þegar ég var á Akureyri 1902—
1904 voru það vatnskarlarnir sem
báru vatn í tunnum i eldhúsin.
Engin vatnssalerni voru þá til, að-
eins útikamrar. Síðan er mikið
vatn runnið til sjávar og þrifnaði
hefur farið stórkostlega fram. Ég
álít þó að það hafi verið útmálað
allt of mikið að það væri óþrifnað-
ur f sveitum fyrrum miðað við í
bæjum og enn er lúsin alltaf að
stinga sér niður í bæjum ennþá.“
Ég er búin að játa“
Það var farið að halla að kvöldi
á Stokkahlöðum, en ekki þótti mér
spjallað nóg við Aldísi, svo ég
hafði á orði að gjarnan vildi ég
hitta hana aftur næsta dag.
„Ég er búin að játa og get ekki
tekið það aftur, ég skal hafa bæ-
inn opinn í morgunsárið," svaraði
þessi aldraða kona sem virtist
mörgum áratugum yngri en
kirkjubækurnar sögðu til um.
Árla næsta dag renndi ég í hlað
á Stokkahlöðum og gekk í bæinn.
„Ég er hrædd um að ég hafi lent á
glapstigum, að þú hafir teymt mig
of langt með góðu viðmóti, ég fór
að hugsa um þetta í gærkvöldi
þegar þú varst farinn," sagði Aldís
á sinn hæverska hátt.
„Ekki kannast ég við það að við
þurfum að skammast okkar fyrir
neitt,“ svaraði ég. Hún brosti og
bauð í bæinn. Ég hafði á orði að
sveitin væri skáldleg þennan dag í
veðurblíðunni. Hún fór með erindi
úr kvæðinu Aldamótin eftir
Hannes Hafstein:
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér f fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,
það er Að elska byggja og treysta á landið.
Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna,
fósturjörð vora reisa endurborna.
Þá munu bætast harmasár þess horfna,
b’jgsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.
Þetta var hugsun ungmennafé-
laganna, afskaplega hrífandi
kvæði. Þá voru ekki svona margir
stjórnmálaflokkar, þá var það
valtýskan og og Sjálfstæðisflokk-
urinn með Hannes Hafstein. Þetta
var miklu þægilegra, hvað þýðir
að vera að brölta með alla þessa
flokka. Hannes Hafstein og Stefán
frá Fagraskógi voru þingmenn í
Eyjafirði. Þeir komu og héldu
ræður og menn voru afskaplega
hrifnir. Slíkir fundir fóru fram á
Grund hjá Magnúsi, fyrst í stofu
gamla hússins, sem nú er búið að
hólfa sundur, síðar f kirkjunni. Yf-
irleitt var fólk hér með Hannesi
fremur en Valtý. Hannes stóð nær
fólkinu, en Valtýr var í útlöndum
og kom aldrei hér, en vissulega var
hann mikilhæfur maður og margt
maklegt sem hann sagði. Ég hef
alltaf verið frásnúin pólitík, ekk-
ert lagt mig eftir því fagi. Pabbi
og Pétur á Hranastöðum keyptu
blöðin saman og þau gengu á milli
og þeir ræddu fram og til baka um
málin og höfðu gaman af. Pétur
var einn greindasti maður síns
tíma. Ég heyrði Hannes halda
ræður, hann var ákaflega hreint
góður ræðumaður. Ég sá líka séra
Matthfas oft, hann var prófdómari
hjá okkur i landafræði og gaf
ævinlega afskaplega vel fyrir,
mun hærra en við áttum skilið.
Hann var öðlingsmaður og mikill
persónuleiki og það var skemmtun
af að hitta hann. Séra Matthías
heilsaði alltaf virðulega og spjall-
aði svo, „eru þetta ekki stúlkurnar
hans Steingríms míns“, sagði
hann alltaf þegar fundum okkar
bar saman.
Ég hef allt bærilegt að segja um
unglingsárin, ég er á yngra ald-
ursskeiði en ólöf frá Hlöðum. I
Eyjafirði var engin kotnungs-
byggð. Hér voru margir og miklir
greindarmenn, Páll í Möðrufelli og
bræðurnir Ingimar á Litla-Hóli og
Júlíus á Munkaþverá, Hall-
grímssynir, Júlíus giftur Kristínu
Jónsdóttur frá Munkaþverá, en
það var mikið menntaheimili. Hér
bjó Jóhann á Botni, faðir Lárusar
Rist, eins konar dýralæknir. Hann
lærði doðalækningar og var mjög
laginn á dýr. Kristján Hannesson
í Víðigerði var ákaflega hagur
maður, sjálflærður og gat gripið í
hvað sem var. Hann hjálpaði fólki
talsvert. Hér var lögferja yfir ána
frá Stokkahlöðum. Þegar fé var
flutt var hver kind bundin í sauð-
band og siðan bundin við bátinn.
Fyrst var hér bátur og síðan
dragferja um skeið. Allir ná-
grannar mínir voru gott fólk,
greindarfólk og laghent I vefnaði
og smíðum.
í mínu ungdæmi voru unglingar
látnir vinna, en það var alltaf séð
um að þeir fengju nóga hvild, það
var ekkert útifjoll þá. Einnig var
séð um að þeir fengju að líta í bók
ef bókhneigð var fyrir hendi. Þá
voru ekki eins miklar kröfur og
nú. Oft á vetrum var haldið uppi
söngkennslu í hreppnum. Hall-
grímur Hallgrímsson var fenginn
til þess að kenna unglingum söng.
Þetta voru einn til tveir hópar og
mikil gleði fyrir unglingana. Hann
spilaði á fiðlu og var ákaflega vel
gerður maður, mikill söngmaður
og hafði ánægju af þessu. Við
greiddum 3—4 krónur fyrir
kennsluna. Söngnámskeið voru
byrjuð um 1894, fjórraddaður
söngur, unglingar í millirödd og
svo fullorðnir. Það var mikil
skemmtun að koma saman ti)
skiptis á bæjum og fólki var gefið
kaffi annað hvort I baðstofunni
eða framhúsinu. Það var aldrei
verið að kvarta þá á dögum, alltaf
fundin einhver bjargráð, sungið i
göngum eða bæjardyrunum. Á
sumrin var oft sungið á Grund eða
Laugalandi, en það var aldrei seld-
ur aðgangur að svona samkomum.
I þá daga söng fólk heima hjá sér,
í fjósinu eða eldhúsinu, en nú þor-
ir enginn neinu, það er slæmt."
Ég spurði um álit hennar á bæj-
arbragnum nú til dags í sveitinni.
„Ég er náttúrulega einsetukerl-
ing, en það virðist ganga þannig
til að fólk er lítið heima, þessar
ákaflega góðu vélar hafa útrýmt
fólkinu. Ég hef ekkert nema gott
um unga fólkið að segja, en hef
minna sálrænt samband við það,
það hefur önnur viðhorf til lífsins
en mínir jafnaldrar og ég skal
ekkert segja um hvort er betra.
Maður er líklega búinn að missa
sína dómgreind þegar maður er
kominn á þennan aldur. En margt
hefur farið á annan veg en maður
ætlaði. Skriftir minnkuðu þegar
útvarpið kom, ég les alltaf, en nú
finnst mörgum að þeir þurfi ekki
að lesa og láta bulla í sig enda-
laust. Ég fylgist annars ósköp lítið
með heimsfréttunum, en held að
það hljóti að vera óskaplegt með
þessi stríð alltaf hreint, menn
treysta minna á forsjónina en áð-
ur, held ég. Forsjónin er best þeg-
ar allt er að fara i öngþveiti.
„Ætli maður fari
nokkuö að flækjast
úr þessu“
Ég hef verið afskaplega þröng-
sýn, aldrei farið út fyrir landstein-
ana og ekki getað fylgst með þessu
hringsóli öllu. En maður verður
víst að láta þetta afskiptalaust,
enginn má við margnum. Mig hef-
ur reyndar aldrei langað til út-
landa, svo ég hef ekki látið reyna á
það hvort það yrði ástríða eins og
hjá svo mörgum, en það er ómögu-
legt að segja hvað ég hefði orðið ef
ég hefði hleypt mér út í þetta. En
ætli maður fari nokkuð að flækj-
ast úr þessu, þetta er nú orðinn
hár aldur og ef til vill vegna þess
að ég hef aldrei reykt eða drukkið
og svo er hár aldur eitthvað í ætt-
inni, sérstaklega minni móðurætt.
Maður hefur ekki hugmynd um
hvernig þetta spilast, sér engan
tilgang í því að verða svona gam-
all, gerir ekkert gagn, en þetta er
eitt af þvl sem er óskiljanlegt á
sama tíma og ungt og dugmikið
fólk deyr.