Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984
33
Við útför Sanjays: Indira og Raijv Gandhi, sem var að móður sinni
látinni kjörinn forsætisráðherra.
reyna að berja niður sjálfstæðis-
baráttu Austur-Pakistana. Bangla-
desh varð til eftir þennan sigur og
indverska þjóðin fagnaði foringja
sínum af mikilli ákeft.
En styrjöldin átti mikinn þátt í
að leggja veikburða efnahag Ind-
verja í rúst. Milljónir flóttamanna
komu til Indlands eftir stríðið,
þurrkar og hungursneyð herjuðu á
og milljónir sultu til bana. Lífskjör
Indverja höfðu ekki verið bærileg
en versnuðu stórlega og vinsældir
Indiru dvínuðu. Upphófst nú mikil
gagnrýni á hana og árið 1974 var
Jayaprakash Narayan, roskinn
menntamaður og fyrrverandi
kommúnisti, talsmaður þeirra afla
sem börðust gegn Indiru. Næstu
mánuði komust á kreik sögur um
spillingu, mútuþægni og manndráp
sem forsætisráðherrann átti að
hafa staðið að. Þann 12. júní 1975
úrskuröaði undirréttur í Allahbad
að Indira hefði misnotaö aðstöðu
sína í kosningunum 1971. Indiru var
tilkynnt að hún mætti ekki gegna
ábyrgðarstöðu næstu sex ár. Radd-
irnar um afsögn hennar gerðust æ
háværari og átök blossuðu upp víða
um land. í lok júní 1975, eða 2 vik-
um eftir að dómur undirréttar
hafði gengið, lýsti Indira Gandhi
yfir því að í gildi væru gengin neyð-
arástandslög um allt landið og
Narayan og þúsundir andstæðinga
hennar voru settir I fangelsi og
borgararéttindi skert, ritskoðun
komið á. Þetta ástand stóð næstu 20
mánuði og vel það. Stjórnin herti
tök sín á öllum sviðum þjóðlífsins,
framkvæmdar voru þúsundir
ófrjósemisaðgerða á fólki, oftast
gegn vilja þess, og lítið mátti út af
bera til að fólki væri ekki varpað í
dýflissu.
öllum að óvörum aflétti Indira
neyðarástandslögunum 1977 og
efndi til kosninga. Stjórnarand-
staðan myndaði Janata-bandalagið
gegn henni og hún beið ósigur. Hún
lét ekki deigan síga þrátt fyrir and-
streymi og hrakspár og kom Congr-
ess I á laggirnar sem vann síðan
hverjar aukakosningar af annarri.
Hún vann síðan kosningarnar
1980 og margir, bundu vonir við
endurkomu hennar. Innan Janata-
bandalagsins höfðu stjórnað gamlir
menn. Þar var hver höndin upp á
móti annarri og óstjórnin og ring-
ulreiðin var með eindæmum.
Þau fjögur ár sem síðan eru liðin
hafa verið Indverjum þung í skauti.
Varla á nokkru öðru tímabili síðan
landið fékk sjálfstæði hefur eymd-
in, sundrungin, stéttarígurinn,
spillingin, trúardeilur og svo mætti
lengi telja, verið meiri. Svo virtist
sem Indira Gandhi hefði misst
þann kraft sem henni var léður á
fyrstu stjórnarárum hennar. Gald-
urinn Indiru var ekki lengur. Það
var henni mikið áfall þegar Sanjay
sonur hennar lést í flugslysi í júní
1980. Hann hafði ekki aðeins verið
eftirlæti hennar og augasteinn,
heldur hafði hún einnig á prjónun-
um áform um að hann yrði eftir-
maður sinn. Eftir andlát Sanjays
spruttu svo upp deilur milli Indiru
og ekkju Sanjays, Maneku Gandhi,
meö þeim afleiðingum að Maneka
ákvað að stofna sinn eigin flokk og
keppa við tengdafólk sitt. Raijv
Gandhi, eldri sonur Indiru, hæglát-
ur maður og frábitinn stjórnmála-
vafstri, lét undan þrábeiðni móður
sinnar og gekk til liðs við hana í
stjórnmáíum og tók við fram-
kvæmdastjórastarfi Congress I.
Indira Gandhi tók ómjúklega á
aðgerðum sikha eins og margsinnis
hefur verið frá sagt og bakaði sér
hatur og illan hug þeirra. öryggis-
varsla um hana hafði verið efld
vegna líflátshótana.
Indira Gandhi fullyrti alltaf, að
hún hefði tekið við arfleifðinni og
hagur Indlands væri það sem hún
bæri mest fyrir brjósti. Margir
drógu þá staðhæfingu í efa hin sið-
ari ár og sögðu að valdið hefði eyði-
lagt dómgreind hennar og réttlæt-
iskennd. Seinna kveður svo sagan
upp sinn dóm.
misreiknað sig. „Á undan er
margt gengið, efnahagskreppa
hafði haldið heiminum í heljar-
greipum, ókyrrð innanlands hafði
magnazt... Eftir setningu lag-
anna fékkst ráðrúm til að vinna.
Það tókst að draga úr verðbólgu
og atvinnuleysi og efla framleiðsl-
una. Allt kostar sitt, það vita þeir
sem standa í stjórnmálum og þora
að sýna ábyrgðartilfinningu og
dirfsku, fremur en það sem gæti
leitt til stundarvinsælda... Því
gekk ég til kosninga með góðri
samvizku. Nú fór sem fór, ég fár-
ast ekki yfir því frekar en sigri
minum nú. Það sem hlýjar mér
mest er fögnuður fólksins. Á
hverjum degi síðan við unnum f
kosningunum hefur fólk þyrpzt að
heimilinu. Hún talaði lágt, hló
aldrei, enda út af fyrir sig ekkert
til að hlægja að, brosti oft. Strauk
sér oft yfir hárið. Ég sagði henni
að sonur minn safnaði eiginhand-
aráritunum, hvort ég mætti
kannski biðja hana að skrifa nafn-
ið sitt. Heldurðu að hann kannist
við mig? Drengur uppi á íslandi?
Ja, hérna, þaö er aldeilis skemmti-
legt, sagði hún og bætti því við að
hún hefði einu sinni átt þess kost
að fara til íslands, en þá hefði
staðið svo á að það hefði verið
ógerningur. Hún sagðist hafa lesið
mikið um Ísland og dáðist að þeim
menningarverðmætum, sem lægju
eftir þessa litlu þjóð.
„Það var mikil andstaða gegn
mér og er enn og andstæðingar
mínir hafa sakað mig um margt,
eins og þið kannski vitið. Samt
staðhæfi ég að ég hef alltaf reynt
að vinna i þeim anda sem faðir
minn innrætti mér og enginn hef-
ur borið hann ávirðingum."
Þá daga sem eftir lifðu Delhi-
dvalar voru blóm send frá hótel-
inu upp á herbergi mitt og bréfs-
efni með nafninu mínu gulletruðu.
Ég hafði hitt Indiru Gandhi...
það var hvorki meira né minna.
Nokkrum mánuðum siðar töluð-
um við saman í sima eftir að
Desai-stjórnin hafði beðið ósigur
á þingi. „Meirihluti þjóðarinnar
vill afsögn Desai,“ sagði hún og
varð sannspá. Ég sendi henni
Moggann og lauslega þýðingu á
samtölum okkar. Mánuði seinna
fékk ég handskrifað bréf frá
henni, þar sem hún þakkaði fyrir
og sagði siðan: „Ég man ekki hvort
ég minntist á það, þegar við hitt-
umst, að ég las i gamla daga sögu
Jules Verne um Snæfellsjökul.
Síðan hugsaði ég oft um það, barn
í hitunum hér, hvað hlyti að vera
stórkostlegt að eiga heima á ís-
landi og geta andað að sér svölu
lofti. Kannski fæ ég seinna tæki-
færi til að koma til Islands...“
Dregíð
i 7 flokkí 6.november
Vinningar í 7. flokki eru:_krónur
1 vinningur til íbúðarkaupa 500.000
8 vinningar til bílakaupa hver á 100.000
40 utanlandsferðir, hver á 35.000
f jöldi húsbúnaðarvinninga
á 10.000 og 2.500 krónur hver.
MIÐI ER MÖGULEIKI
Happdrættí 84-85
MIÐ BJOÐUNV
METRINU
BYRGINN
ZtMDGESTOnE
Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE
radial og diagonal vetrarhjólbarðar á
vörubifreiðar með hinu frábæra IRIDGE-
STONE ÍSGRIPS-mynstri
Sérlega hagstætt verð.
ISGRIP
BÍLABORGHF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99