Morgunblaðið - 01.11.1984, Page 38

Morgunblaðið - 01.11.1984, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Poppe- loftþjöppur Útvegum þessar heimsþekktu loft- þjöppur í öllum stærö- um og styrkleikum, meö eöa án raf-, Bensín- eöa Diesel- mótórs. Sílyirtlatygsuitr Vesturgötu 16. Sími 14680. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SðiyirflgKUigiuiir Vesturgötu 16, sími 13280 ryksugan: + aðeins 4,7 kg + sterkbyggö, lipur og lágvær + á stórum hjólum, lætur vel aö stjórn + sparneytin, en kraftmikil + meö sjálfinndreginni snúru + meö stórum, einnota rykpoka og hleðslu- skynjara. V-þýsk í húö og hár. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Stjómmálayfirlýsing flokksráðs- og formannafundar sjálfstæðismanna: Frelsi einstaklingsins og velferð þjóðarheildarinnar Sjálfstæðisflokkurinn efndi til flokksráðs- og formannafundar 13. og 14. október á meðan blöðin komu ekki út vegna verkfalls. Á fundinum var stjórnmálayfirlýsing samþykkt cinum rómi og fer hún hér á eftir í heild: Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum vegna erfið- leika í sjávarútvegi og yfirstand- andi kjaradeilu og leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir þjóðina að gagnkvæmur skilningur og sam- staða náist milli aðila. íslendingar hafa nú um þriggja ára skeið búið við minnkandi þjóðarframleiðslu. Vegna ástands fiskistofna hefur orðið að draga úr veiðum og verð- fall og sölutregða er á erlendum mörkuðum. Mikil fjárfesting í út- gerð og fiskvinnslu hefur ekki skilað þeim arði, sem til var ætl- ast. Það er alvarlegt umhugsunar- efni að við slíkar aðstæður skuli rísa kröfur um miklar kauphækk- anir og að þeim skuli fylgt eftir með verkföllum. Það er vissulega rétt, að íslendingar búa nú við verri kjör en þeir höfðu áður van- ist, þegar betur áraði. Sú kjara- skerðing var óhjákvæmileg vegna versnandi þjóðarafkomu og hefði komiö harðar niður á öllum, ekki síst þeim lægst launuðu, ef verð- bólgan hefði fengið að geisa áfram sem fyrr. Kjaraskerðingin var ekki vegna hjöðnunar verðbólgu, heldur tókst vegna þeirrar hjöðn- unar að halda í horfinu á þessu ári, þrátt fyrir að ytri skilyrði færu enn versnandi. Því má held- ur ekki gleyma, að sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að milda áhrif kjaraskerðingar- innar hjá þeim, sem verst eru sett- ir. Brýnt er sem fyrr að því sé haldið áfram, ekki síst með því að leiðrétta það misrétti, sem stafar af úreltum skattalögum og með því að færa opinbera þjónustu í hagkvæmara horf. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst hefur til að vinna bug á verðbólgunni og vekur athygli á að stöðugleiki hefur verið í efna- hagslífinu síðustu tvö misserin. Þetta var kjarninn í stefnuskrá flokksins fyrir siðustu kosningar og grundvöllur að myndun ríkis- stjórnar. Frjálsræði í viðskiptum og aukin samkeppni í öllum grein- um hefur lagt grunn að nýskipan efnahagslífsins. Þetta hefur borið þann árangur, að æ fleiri fyrir- tæki leita inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni og takast á við margbrotnari verkefni en áður eins og m.a. kom fram á nýafstað- inni sjávarútvegssýningu, sem vakti mikla athygli. Slík vöru- þróun, sem stefnir á erlendan markað, var óhugsandi á tímum örra gengisbreytinga. Frumkvæði Sjálfstæðisflokks- ins í stóriðjumálum hefur þegar skilað skjótari og betri árangri, en flestir þorðu að vona. Þannig hef- ur orkuverð til álversins tvöfald- ast og nú eru til umræðu ýmsir stóriðjukostir, þar sem ekki var eftir leitað eða íslendingar komu að lokuðum dyrum, meðan ráð- herra Alþýðubandalagsins sat í iðnaðarráðuneytinu. Einungis með auknum afrakstri þjóðarbúsins er unnt að bæta kjör hvers og eins. Saga Islendinga og reynsla annarra þjóða sýnir að saman fer frelsi einstaklingsins til athafna og velferð þjóðarheildar- innar. Fundurinn leggur áherslu á, að ekki megi glata þeim árangri, sem náðst hefur með stuðningi þjóðar- innar allrar. Hann lýsir yfir stuðningi við samkomulag stjórn- arflokkanna frá 7. september sl. og leggur áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Jafnvægi í efnahagslífinu verður að treysta með gagn- gerum aðgerðum á sviði pen- inga- og ríkisfjármála. Feli þær m.a. í sér aukið frelsi og ábyrgð viðskiptabankanna og geri það kleift að gengi krón- unnar haldist stöðugt og jafn- vægi haldist í viðskiptum við útlönd. 2. Tekið er undir hugmyndir rík- isstjórnarinnar um að greiða fyrir lausn kjaramála með af- námi tekjuskatts á almennar launatekjur og að skattleys- ismörk verði hækkuð. Það er þýðingarmikill þáttur í því, sem að skal stefnt, að dag- vinnutekjur einstaklings nægi til framfærslu meðalfjöl- skyldu. Tekjum hjóna verði skipt á milli þeirra fyrir álagningu skatts. 3. Erlendar skuldir þjóðarbúsins vaxi ekki nema undir þeim verði staðið með nýjum gjald- eyristekjum, svo sem af orku- sölu til stóriðju eða nýiðnaði og nýjum atvinnugreinum. 4. Hafist verði handa um endur- mat á hvers konar starfsemi, sem kostuð er af almannafé til þess að koma við nútímalegri hagræðingu og sparnaði, m.a. með því að leggja niður eða sameina stofnanir og með til- færslum á starfsfólki. Þá ber að gaumgæfa að hve miklu leyti þjónusta sem nú er á opinberum vegum sé betur komin í höndum einkaaðila. Þeim sparnaði, sem þannig næst fram, skal m.a. varið til að mæta skattalækkunum og bæta starfsaðstöðu og kjör opinberra starfsmanna. 5. Sjávarútveginum verði skapaður eðlilegur starfs- grundvöllur. í því sambandi er mikilvægt að leitað verði leiða til að draga úr rekstrarkostn- aði og auka fjölbreytni í fram- leiðslu sem fylgt verði eftir með öflugu markaðsstarfi. 6. Koma þarf á frjálsræði í inn- flutningi og sölu á bensíni og olíuvörum, þannig að tryggt sé að sjávarútvegurinn og aðrir notendur geti notið lægsta fá- anlegs verðs á hverjum tíma. 7. Vinna ber að áframhaldandi uppbyggingu stóriðju og kanna iðnaðarkosti sem geta notað jarðgufu beint til fram- leiðslu sinnar. 8. Fundurinn lýsir ánægju yfir gangi viðræðna við Alusuisse um álverið í Straumsvík, en samningur hefur verið gerður um stórhækkað raforkuverð og í sjónmáli er lausn deilu- mála, sem að undanförnu hafa verið rekin fyrir gerðardómi. Haldið verði áfram samning- um við Alusuisse um breytt skattkerfi og stækkun álvers- ins í Straumsvík. 9. Búvöruframleiðslan verði sem næst þörfum innlenda mark- aðarins, en lögð aukin áhersla á gagngerar umbætur í vinnslu, sölu og markaðssetn- ingu landbúnaðarvara innan lands og utan. Stuðlað verði að loðdýrarækt til útflutnings en áhersla lögð á fjölþætta at- vinnuuppbyggingu í byggðum landsins. 10. Fiskræktartilraunir verði efldar og greitt fyrir því að einstaklingar geti lagt fé sitt í fiskrækt og fengið jafnframt eðlilega lánafyrirgreiðslu svo að hún geti á skömmum tíma orðið öflugur atvinnurekstur líkt og þegar er orðið hjá ná- grannaþjóðunum. 11. Arðsemissjónarmið verði látin gilda, þegar ráðist er í nýjar fjárfestingar. Fjárfestingar- lánasjóðum atvinnuveganna verði fækkað og lánveitingar þeirra fari í gegnum hið al- menna bankakerfi. Linað verði um tök ríkisvaldsins á banka- kerfinu og ríkisbönkunum breytt í hlutafélög með það fyrir augum að bankarnir komist í eigu einstaklinga og fyrirtækja. 12. Skilin milli verkefna ríkis og sveitarfélaga verði skerpt og beina skattheimtan færð í hendur sveitarstjórnum. 13. Afnumin verði óþarfa íhlutun og afskipti ríkisvaldsins af at- vinnurekstrinum. 14. Auka þarf framleiðni atvinnu- lífsins. Til þess að ná því markmiði ber m.a. að bæta þekkingu og örva frumkvæði starfsfólks og stjórnenda og fjárfesta í rannsóknum, vöru- þróun og markaðsstarfi. At- huga ber hvernig opinber stuðningur geti nýst til þessa. Mikilvægt er að efla Háskóla íslands og aðrar stofnanir, sem fyrir eru á þessum svið- um, og korna á nánara sam- starfi milli atvinnulífsins og menntakerfisins. 15. Ríkiseinokun á útvarpsrekstri verði afnumin. 16. Tryggja verður betri nýtingu fjármagns og skilvirkari af- greiðslu húsnæðislána úr Byggingasjóði ríkisins, eink- um til þeirra sem örðugast eiga. 17. Auka þarf gæði menntunar. Leggja þarf áherslu á sér- menntun, sem er undirstaða nútíma atvinnu- og lífshátta. Tæknibylting stendur nú yfir í öllum þróuðum þjóðfélögum. Hraða þarf viðbúnaði mennta- kerfisins í því sambandi. Til þess að auka þjóðartekjurnar og bæta lífskjörin þarf vel menntað fólk með frumkvæði og nýjar atvinnuhugmyndir. Ef menntakerfið á að geta gegnt hlutverki sínu vel er nauðsynlegt að efla menntun kennara og endurmeta kjör þeirra. 18. Lögð verði áhersla á að varð- veita þann árangur, sem náðst hefur í heilbrigðismálum. Gera þarf langtíma áætlanir í heilbrigðismálum og vinna að auknu forræði sveitarfélaga. Efla ber heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Kostir einka- rekstrar og frjálsra félaga- samtaka í heilbrigðisþjónustu verði betur nýttir. Sjálfstæðismenn hafa sem fyrr forystu í landhelgismálum. Þjóðin verður að standa sameinuð vörð um réttindi þau, sem hún á að þjóðarrétti. Nú stendur baráttan um að tryggja hafsbotnsréttindi á Roekall-hásléttu og Reykjanes- hrygg. Samhliða því að gæta samningsbundinna réttinda á Jan Mayen-svæðinu. Þessi barátta á m.a. að beinast að sameign, sam- nýtingu og varðveislu nyrstu svæða Atlantshafsins í samræmi við fjölmargar ályktanir Alþingis. Formanna- og flokksráðsfundur ítrekar stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í varnar- og öryggismálum sem byggist á varðstöðu um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar í samvinnu við vestrænar lýðræðis- þjóðir. Ráðstefnan fagnar tillög- um utanríkisráðherra um að ís- lendingar verði virkari en verið hefur í varnarsamstarfi innan Atlantshafsbandalagsins og auki hlut sinn í eftirlitsstörfum f lofti og á legi við ísland. Hvatt er til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi á Alþingi forystu um mótun sameiginlegrar stefnu allra flokka í friðar- og afvopnun- armálum er taki mið af þátttöku Islands í Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfinu við Banda- ríkjamenn annars vegar og sí- felldri útþenslu sovéska herflot- ans á Norður-Atlantshafi hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á nauðsyn þess að brotist sé út úr þeim þröngu skorðum, sem einhæft atvinnulíf hefur sett þjóðinni. Það er kjarn- inn í þeirri breyttu efnahags- stefnu sem mótuð var við stjórn- arskiptin á sl. ári. Erfiðleikarnir nú eiga rætur sínar að rekja til þess, að ekki var safnað í verðjöfn- unarsjóði í góðærunum og sjávar- útveginum skapaður traustur rekstrargrundvöllur, sem öll efni stóðu til að gert væri. Það þrengir svigrúmið nú til að mæta áföllun- um, að utanríkisverslunin hefur verið rekin með halla öll árin síð- an 1971 nema eitt, árið 1978, og erlendar skuldir þjóðarinnar hafa vaxið jafnt og þétt. Á verðbólgu- áratugnum varð gífurleg eignatil- færsla í þjóðfélaginu, sem gróf undan siðgæðisvitund, ruglaði verðmætamat og ýtti undir óarð- bæra fjárfestingu, en hagræðing og almenn vöruþróun sat á hakan- um. Við stjórnarskiptin á sl. ári var verðbólgan um 130%, lífskjör höfðu farið versnandi og verulegt atvinnuleysi blasti við nema söðl- að væri um í stjórn efnahagsmála. Þó tókst að skapa atvinnuvegun- um viðunandi rekstrargrundvöll með fjölþættum ráðstöfunum sem tóku til allra þátta efnahags- lífsins. Full atvinna hélst, en óhjákvæmilegt var að viðurkenna að lífskjörin væru þegar skert og að rjúfa vítahring víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa á ýmsum sviðum iðnaðar og þjón- ustu. Á hinn bóginn varð til nýr vandi í sjávarútveginum sem gerir nauðsynlegt að hann lagi sig að breyttum aðstæðum og að arðsem- issjónarmið verði meir ráðandi en verið hefur í rekstri og fjárfest- ingu. Traust staða framleiðsluat- vinnuveganna er grundvöllur heil- brigðrar byggðastefnu. Það er ljósasti votturinn um árangur efnahagsráðstafana rík- isstjórnarinnar, að á síðustu tveim misserum hefur ríkt meiri stöðugleiki I efnahagsmálum en uppvaxandi kynslóð lslands hefur þekkt í meir en áratug. Það getur verið mönnum umhugsunarefni og ekki síður hitt hvaða gildi það hef- ur í uppeldislegu tilliti. Frá efnahagslegu sjónarmiði ræður áframhaldandi stöðugleiki úrslit- um um samkeppnishæfni atvinnu- veganna og er forsenda þeirrar nýsköpunar, sem ein getur staðið undir vaxandi kaupmætti í fram- tíðinni. Fyrir launafólk er mik- ilsvert að frá síðustu áramótum, eða eftir að stöðugleikans fór að gæta, hefur almennt vöruverð og hækkun launa nánast haldist í hendur og hagur hinna verst settu verið bættur sérstaklega. Við lausn kjaradeilnanna nú er knýj- andi að samningsaðilar einbeiti sér að því að finna leiðir til að varðveita kaupmátt án nýrrar verðbólgu, enda séu skatta- lækkanir og aukið aðhald í fjár- málum ríkis og sveitarfélaga liður í þeirri lausn. Þjóðarsátt á þessum grundvelli yrðu farsælar lyktir þeirrar kjaradeilu, sem nú ógnar afkomu ailra landsmanna. Á umbrotatímum er það hlut- verk Sjálfstæðisflokksins að vera kjölfesta I þjóðmálaumræðu og byggja brýr milli stétta og hags- munahópa. Flokksráðs- og for- mannafundurinn treystir því að þingmenn og ráðherrar flokksins fylgi fram þessu meginhlutverki Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.