Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 213. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vargöld ríkir á Indlandi: Shíkar falla í hundruða tali fyrir æstum hindúum Vargöld ríkir í Indlandi í kjölfarið á morði Indiru (iandhi. Myndin að neðan er frá höfuðborginni Nýju Delhí í dag. Hermenn fylgjast með breiðgötu þar sem vörubifreið stendur í Ijósum logum. Það voru óaldarflokkar hindúa sem lögðu eld að farartæk- inu. Þeir hafa framið óhugnanleg fjöldamorð i shíkum síðustu dag- ana, myrt marga með því að berja þá fyrst til óbóta og leggja síðan eld að beim. r Slmamynd AP. Nýja Delhí, 2. aívember. AP. MIKLAR ÓEIRÐIR og vaxandi hafa verið víðs vegar um Indland og hápunktinum var náð í dag, er æstir hindúar fóru í hópum um hverfi sbíka, börðu þá, limlestu og drápu fjölda þeirra. AMt frá morði Indiru Gandhi, hafa shíkar orðið fyrir barðinu á hindúum í hefnd- arhug, en í dag höföu alls um 500 manns verið drepnir í óeirðum í landinu, lang flestir peirra shíkar. Verstu dæmin hafa verið er hindúar hafa farið um borð í lestir, drepið eða slasað alla shíka um borð og skipt síðan um lestir. Sums staðar voru dauðir shíkar bornir frá borði lesta í hverri stöð. Þá voru rúmlega 90 shíkar myrtir á einu bretti í shíkahverfi einu í Nýju Delhí og skoðun manna er sú að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi fjöldamorðin. „Drepum alla shíka" öskraði hindúamúgurinn, en Rajiv Gandhi, hinn nýskipaði forsætis- ráðherra, ávarpaði þjóð sína í út- varpi og sjónvarpi. Þar sagði hann m.a.: „Eg líð ekki þessi morð og óeirðir, ég skal sem forsætisráð- herra binda endi á óöldina og tryggja öryggi allra Indverja með engu tilliti til uppruna þeirra og trúar." Rajiv hefur í samráði við stjórn sína sett á útgöngubann víða í stærstu borgunum og fyrir- skipað að þeir sem virði það ekki eða brjóti af sér á annan hátt verði umsvifalaust og formála- laust skotnir. Sá orðrómur hefur gengið fjöll- um hærra í Indlandi í dag, að upp hafi komist um meiri háttar sam- særi og morðið á Indiru Gandhi hafi aðeins verið hluti þess. 1 raun hafi staðið til að myrða einnig Rajiv Gandhi og forseta landsins Zail Singh. Talsmenn varnarmála- ráðuneytisins og innanrikisráðu- neytisins hafa borið þessar fregnir til baka, sagt engan fót fyrir þeim. En læknir nokkur sem gerði að sárum annars árásarmanns Ind- iru Gandhi lét hafa eftir sér að skotmaðurinn hafi sagt sér frá áætluninni. Útför frú Gandhi fer fram á morgun, laugardag, og munu hundruð þúsunda Indverja fylgja þjóðhöfðingja sínum til grafar. Þúsundir her- og lögreglumanna munu sjá til að allt fari fram í friði og spekt. Sjá nánar frétt bls. 21. Hungursvæðin f Afríku: Neyðarástand í flóttamannabúðum Gea', 2. ¦óremhrr. AP. NEYÐARÁSTAND hefur skapast í flóttamannabúðum á vegum Sam- einuðu þjóðanna í Afríku, nærri hungursvæðunum í Eþíópíu, eftir því sem forstöðumaður þeirra, Leon Ný skoðanakönnun: Fylgi forset- ans minnkar Wukia(toa. 2. *ÓTrnbrr. AP. SPÁNNÝ skoðanakönnun gerð á vegum Louis-Harris stofnunar- innar bendir til að fylgi Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, sé enn talsvert meira heldur en Walters Mondale, frambjóðanda Demókrataflokksins, hins vegar hafi munurinn minnkao. Úrtak stofnunarinnar var 3.007 kjósendur og reyndust 57 prósent styðja Reagan, en 41 prósent fylgdu Mondale að málum, eða 16% munur Reag- an í hag. Munurinn hefur minnkað frá því að þessi sama stofnun sendi frá sér niður- stöður 30. október síðastliðinn og þá var munurinn 19 stig Reagan í hag. Sjá nánar i bls. 24—5. Davico, sagði í dag. Það er vegna þe8s að hungrað fólk er farið að flykkjast til þeirra í von um mat. Umræddar flóttamannabúðir hafa til þessa verið notaðar af fólki sem er landflótta vegna stríðs eða ofsókna í heimalöndum sínum. Vandamálin eru sjöþætt, 50.000 Chad-búar eru á leið til búða í Mið-Afríkulýðveldinu, 42.000 Chad-búar eru i búðum í Súdan, 35.000 Eþíópiumenn í búð- um í Austur-Súdan, 53.000 Eþíóp- íumenn í búðum í norðvestur- Sómalíu, 30.000 Angólamenn í Za- ire, 1.500 Angólamenn í Zambiu og 65.000 Mózambique-menn í Zimb- abwe. Davico sagði ennfremur: „Fólk sækir í búðir okkar af ýms- um ástæðum, en nú er allt að verða gersamlega yfirfullt vegna hugursneyðarinnar og við vitum eiginlega ekki hvernig við eigum að bregðast við." Mikið af villidýrum hafa fallið í þurrkunum miklu, gíraffar, fílar, nashyrningar og margar fleiri tegundir. Nokkrar tegundir eru í útrýmingarhættu vegna þessa, m.a. svarti nashyrningurinn. Það ber vel í veiði hjá veiðiþjófum sem ganga að máttförnum dýrunum, þurrum fótum yfir skrælnað fyrr- um mýrlendið þar sem dýrin gátu falið sig fyrir þeim. Utför pólska prestsins á morgun: Háttsettir lögreglu- foringjar handteknir Varaji, í afecaher. AP. Pólsk stjórn völd leystu í dag fri embætti lög regluforingja og handtóku tvo lögregluofursta **V ^"*8 1 fyrir meinta aðild * að morðinu á prestinum Jerzy Popieluszko. Áð- ur höfou þrír logreglumenn verið handteknir og einn þeirra sér- staklega bendlaður við morðið. Á morgun verður útfbr prestsins og er búist við að hundruð þúsunda Pól- verja fylgi honum til grafar. Séra Popieluszko Það var hin opinbera fréttastofa PAP sem greindi frá þessum síð- ustu tíðindum í morðmáli prests- ins. PAP sagði að lögregluforing- inn hefði verið settur af fyrir „af- skiptaleysi í starfi" en hinir tveir séu grunaðir um alvarlegri aðild að ódæðinu. Þessi síðustu tíðindi renna stoðum undir þá skoðun margra sérfræðinga, að umfangs- mikilla hreinsana megi vænta inn- an pólska kommúnistaflokksins áður en langt um liður. PAP sagði ennfremur að báðir ofurstarnir störfuðu við „sömu deild innanrík- isráðuneytisins", en fór ekki nánar út í þá sálma. Lögreglumennirnir þrír sem áður voru handteknir, einn höfuðsmaður og tveir lautin- antar, hafa verið sviptir titlum sínum „með engu tilliti til hvernig gangur málsins fer", sagði PAP. Séra Popieluzsko verður til moldar borinn á morgun, en dag- lega síðan að lík hans fannst hafa þúsundir Pólverja safnast saman við kirkju hans og skreytt með kertum, blómum og fleiru. Búist er við að tugþúsundir fylgi honum til grafar og er búist við miklum viðbúnaði pólska hersins og lög- reglunnar. Sjá nánar bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.