Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 3 Óvíst um áfram- hald síldveiða Söltun um það bil að ljúka SÍLDARSÖLTUN upp í fyrirfram- samninga lýkur á næstu dögum og fer þá að verða brýnt að ákveðið sé verð á síld til frystingar svo hægt sé að hefja frystinguna. Gert hafði ver- ið ráð fyrir, að fryst yrðu nærri 20 þúsund tonn af síld á yfirstandandi vertíð, sem væri sambærilegt við að í fyrra voru fryst um 37 % afheildarafl- anum, skv. upplýsingum Sfldarút- vegsnefndar. Heildarkvótinn í ár er 53 þúsund tonn. Síldveiði og -söltun á undan- förnum dögum hefur gengið mjög vel og hefur þegar verið saltað í 195 þúsund tunnur. Er ósaltað í um 35 þúsund tunnur auk sérverk- aðra flaka fyrir Svíþjóðarmarkað. En hvað tekur við þegar söltun er lokið, Jón B. Jónasson, skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu? „Það er eiginlega allt i lausu lofti," svaraði hann. „Menn sjá ekki að það allt verði selt sem átti að veiða og enn er ekki búið að færa að landi nema um 30 þúsund tonn. Menn halda að sér höndum á meðan ekki hefur verið ákveðið verð og það verður varla ákveðið á meðan ekki er ljóst hvort hægt verður að selja allan aflann. Bátar eru jafnvel að hætta veiðum án þess að vera búnir með sinn kvóta. Einhverjar stöðvar hafa þó verið að taka á móti síld í frystingu og gefið upp eigið verð. Þetta er allt mjög erfitt viðureignar og óljóst. sem stendur, en ég sé ekki að það verði veidd þessi rúmlega 50 þús- und tonn, sem átti að veiða,“ sagði Jón B. Jónasson. Bókasendingar: Skattleysis- mörkin hækk- uð í 500 kr. ÞANN 10. nóvember næstkomandi verður hætt að innheimta söluskatt í tolli af erlendum bókum sem menn flytja inn til eigin nota ef tollverð þeirra er innan við 500 krónur en hingað til hefur verið innheimtur söluskattur af bókum sem kostað hafa meira en 250 krónur. Flestar venjulegar bækur eru taldar falla innan 500 króna marksins. Einnig er í undirbún- ingi einföldun á framkvæmd toll- afgreiðslu slíkra sendinga og er meðal annars verið að einfalda alla skýrslugerð. Ríkisstarfsmenn: Borgað eftir nýja samningnum LAUNADEILD fjármálaráðuneytis- ins hefur nú greitt út laun allra þeirra ríkisstarfsmanna sem áttu að fá greitt út um síðustu mánaðamót. Þeir ríkisstarfsmenn sem fá laun sín greidd fyrirfram fengu greitt samkvæmt nýgerðum kjarasamningi BSRB og rikisins, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, deildarstjóra í launadeildinni, þó að ekki sé búið að staðfesta kjara- samninginn. Hinsvegar fá ríkis- starfsmenn ekki þær föstu krónu- tölugreiðslur sem um var samið, sem var um 6.500 krónur, fyrr en kjarasamningurinn hefur verið staðfestur. Sagði Indriði að sú greiðsla kæmi til útborgunar viku eftir að samningurinn hefur verið staðfestur. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, stendur við hluta úr gamla pípuorgelinu, sem í gær var flutt af lofti Dómkirkjunnar í Þjóðminjasafnið. Horgunbia&ið/Júifus Fyrsta orgel Dómkirkjunn- ar flutt í Þjóðminjasafnið í GÆR var fyrsta orgel Dómkirkj- unnar flutt í Þjóðminjasafnið. Þetta er pípuorgel, sem sett var í kirkjuna árið 1840 og var í notkun til ársins 1894. Þá var orgelið orðið mjög illa farið, vegna Iftils við- halds og fékk Dómkirkjan harmóníum, sem notað var næstu tíu árin. Síðan hafa verið í Dóm- kirkjunni tvö pípuorgel. Annað var í kirkjunni frá 1904 til 1934, eða þar til núverandi orgel var sett upp. Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Þjóðminja- safninu hafi verið gefið þetta fyrsta pípuorgel Dómkirkjunnar árið 1932 af félögum í Oddfellow. „Safnið hafði þá ekki aðstöðu til að taka við gjöfinni, þar sem það bjó við mikil þrengsli," sagði Þór. „Og sennilega hefur orgelið verið geymt á lofti Dómkirkj- unnar allan þennan tíma. Það þarf að skoða orgelið vel og hreinsa áður en séð verður hvort hægt er að koma því sam- an. Sennilega þarf það mjög mikla viðgerð og mikla endur- smíði til þess, því mikið virðist vanta í það. Vonandi verður hægt að hafa það sem sýningar- grip hér, svo ég tali nú ekki um ef tækist að spila á það. Þetta er mjög einfalt orgel með aðeins einu borði og engu fótspili og þykir mjög frumstætt miðað við það sem nú gerist og jafnvel þá, því orgel voru orðin mjög vönduð og fullkomin á þeim tíma.“ Einnig var flutt I Þjóðminja- safnið harmóníum það, sem kom í Dómkirkjuna árið 1894 . Þór Magnússon sagði að miklu minna vantaði í það. Einnig verður reynt að koma því upp í safninu, en það þykir ekki eins merkilegur gripur og pípuorgel- ið. VIKA FYRIR KR. 14.059EÐA HELGIFYRIR KR. 9.936.- Tíminn stendur hvergi í stað, síst af öllu I heimsborginni London. En þó líður hann furðu hægt, jafnvel í hringiðu alls þess sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Ef þú átt sæmilega heimangengt og eitthvað eftir af sumarfríinu þá er tilvalið að kynna sér lífið í London. Skildu9til5rútínunaeftirheimaogsökktuþéráhyggjulaustí menninguog apdrúmsloft sem þú finnur ekki á gamla Fróni. Úrval hefur árum saman skipulagt viku- og helgarferðir til London og smám saman náð frábærum samningum við fjölmörg hótelþar í borg. Við getum boðið sannkallaða Úrvalsþjónustu á Úrvalsverði. f London verður sérstakur starfsmaður sem sér um að útvega miða í leikhús, á óperu, hljómleika og knattspyrnuleiki, auk þess að veita farþegum okkar alla mögulega aðstoð, t.d. í verslunarleiðöngrum. Þá verðum viðnú, í fyrsta skipti, meðsér- stakar ferðir milli flugvallar og ákveðinna nótela. Dæmi um verð: Vika Helgi Cumberland kr. 17.865.- kr. 11.792.- Westmoreland kr. 15.472.- kr. 10.767.- Whlte House kr. 14.993.- kr. 10.561,- Royal Kensington kr. 15.412.- kr. 10.793.- Innifalið: Flugfar og gisting fyrir einstakling í 2ja manna herbergi. Bæklingar um London og hótelin liggja frammi á skrifstofu okkar við Austurvöll. London er sannarlega vikunnar virði. Vertu samferða! FERÐASKRIFSTOFON URVM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.