Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Niðurstöður skýrslu Iðntæknistofunar ekki nothæfar til ákvarðanatöku — segir Guðmundur Einarsson, fráfarandi stjórnarformður Sjóefnavinnslunnar Línuritið sýnir feril þróunarverkefnis miðað við tíma, áfangastig, fjárfestingu og ágóða. Bogalína efst sýnir uppsafnaðan stofnkostnað. Að sögn Guðmund- „SAMKVÆMT inngangi skýrslunn- ar fól iðnaðarráðherra Iðntækni- stofnun að láta fara fram athugun á rekstri og framtíðarmöguleikum Sjó- efnavinnsiunnar á Reykjanesi með bréfi dagsettu 24. aprfl 1984. Vænt- anlega hefur iðnaðarráðherra haft í huga að hann fengi skýrslu, sem hægt væri að leggja til grundvallar ákvarðanatöku um rekstur og fjár- raögnun Sjóefnavinnslunnar. Niður- stöður skýrslunnar eru ekki þess eðlis, að þær séu nothæfar til ákvarðanatöku um framhald Sjó- efnavinnslunnar. Umsögn skýrsl- unnar um rekstur og framtíðar- möguleika Sjóefnavinnslunnar hlýt- ur að verða að miðast við þær grunn- forsendur, sem eigendur lögðu til grundvallar, og koma fram í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá í marz 1981. Það eru niðurstöður nefndar, sem sett var í gang til að meta árangur tilraunaverksmiðju um sjóefnavinnslu á Reykjanesi,“ sagði Guðmundur Einarsson, verkfræð- ingur og fráfarandi stjórnarformað- ur Sjóefnavinnslunar, er Morgun- blaðið innti hann álits á skýrslu Iðn- tæknistofnunar um rekstur og fram- tíð Sjóefnavinnslunnar. „Stærstu frávik frá upphaflegri skýrslu eru verðbólga og gengis- skrið. Vísitala janúar 1981 var 626 stig og í janúar 1984 2.298 stig eða hækkun um 267%. Bandaríkja- dollar var 1. janúar 1981 4,80 krónur, en fyrsta janúar 1984 25,07 krónur eða 422% hækkun. Þar sem aðallán félagsins eru f dollurum, hefur þetta orsakað það, að 44% af heildarkostnaði verk- smiðjunnar í dag er framreikn- aður gengismunur og verðhækk- anir. Fisksalt hefur lækkað inn- anlands vegna verðstríðs milli Eimsalts hf. og Saltsölunnar hf. og er það vegna lækkunar á fragt, en salt hefur hækkað erlendis. Þessi mismunur er metinn um 14% miðað við upphaflegar for- sendur. Tilraunarekstur hefur tekið lengri tíma en áætlað var eða um eitt ár og var það meðal annars til að ná kornastærð og styrkleika á kornum til þess að vera samkeppnisfær til saltfisk- verkunar. Jákvæðu þættirnir, sem voru ófyrirséðir eru þessir: Saltið er roðagerlafrítt. Saltið inniheldur kalsíumklóríð, sem gefur fiskinum hvítara yfirbragð. Kalsíumklóríð vinnur á móti losi í fiski. Kalsí- umklóríð bindur betur eðlisvökva í holdi fiskins og gerir hann þar með stinnari og bragðbetri. Áhrif þessara þátta hafa verið mæld af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og koma fram í tæknitíðindum þeirra númer 145 og hafa gefið möguleika á að verðmeta þessi áhrif, sem reyndust vera 2,6% af verðmæti fisksins, sem gæti þýtt allt að 60 milljónir á ári, væri þetta salt notað i alla framleiðslu. Eiginleikar saltsins gefa einnig möguleika á að nota það f aðra matvælaframleiðslu, meðal ann- ars þar sem það er snefilefnafrítt og laust við alla þunga málma, ar Einarssonar er Sjóefnavinnslan segja á stigi tilraunaframleiðslu. sem er ein af kvöðum þróaðs mat- vælaiðnaðar. Ennfremur gefa þessir eiginleikar möguleika á notkun þessa salts sem heilsusalts og er slíkt salt innflutt f dag og selt á 164.000 krónur lestin í eins kílós pakkningum. Sjóefnavinnsl- an er í sambandi við þýzka fyrir- tækið Bio-Maris, sem hefur óskað eftir samstarfi um framleiðslu á slíku salti, vegna sérstakra eigin- leika þess. Þessi þáttur hefur verið nú stödd a tæknistigi 5 til 8. Það er að látinn bíða þess, að 8.000 lesta fisksaltsáfanganum væri lokið. Til viðbótar óvæntum eiginleik- um saltsins, hafa borunarfram- kvæmdir skilað eindæma árangri, þar sem borhola númer 9 er stað- fest í dag sem aflmesta borhola f heimi, með 180 kílóa rennsli á sek- úndu, sem er fjórfaldur árangur miðað við upphaflegar reiknifor- sendur. Ef svo tekst til, að menn sjái ekki leiðir til þess að nýta þennan árangur, er hægt að af- skrifa allar umræður um nýtingu jarðvarmans til iðnaðarfram- leiðslu, þar sem ekkert háhita- svæði er nær sjó en þetta. Ef eig- endur sjá sér ekki hag í þvi, að halda þessu verkefni áfram, sem byrjunarverkefni á alhliðaefna- framleiðslu, tel ég næsta skrefið að kanna hvort erlend fjölefnafyr- irtæki sjái sér ekki hag í því að kaupa fyrirtækið. Sjóefnavinnslan hefur samning um hitaréttindi á Reykjanesi til 25 ára fyrir fast afgjald, sem er 0,5% af öllum verðmætum, sem eru sköpuð þar hvort sem um efnaiðn- að eða orkusölu er að ræða. Allt mat á verðgildi þessa mikla árangurs í borun, orku- og efna- öflun vantar í skýrsluna. Auk þess má benda á að þegar er hafin orkusala til iðnaðar- framleiðslu, sem fyrirtækið Strandir hf. notar við framleiðslu á fiskimjöli. í samanburði við fiskimjölsframleiðslu með olíu virðist vera grundvöllur til að sækja hráefni hvert sem er á suð- vesturlandi til framleiðslunnar. Einnig er þegar svo mikil eftir- spurn eftir salti verksmiðjunnar til síldarsöltunar, að beðið er eftir hverju tonni, sem framleitt er. Grindvíkingar hafa keypt upp alla framleiðsluna, en þeir gerðu til- raunir með notkum saltsins við síldarsöltun á síðustu vertíð," sagði Guðmundur. — Hvert er álit þitt á framtíð Sjóefnavinnslunnar að þessu at- huguðu og er rétt að halda áfram fjárfestingum í rekstrinum? „Ég tel að þau frávik, sem eru frá upphaflegum markmiðum, er alþingi setti í apríl 1981, séu vel innan þeirra marka, sem megi bú- ast við í nýiðnaðarverkefni sem þessu og stærsta óvissuatriði þá var talið að væri gufuöflun, en endurmat á arðsemi miðað við Umræður á Kirkjuþingi: Kirkjur liggja undir skemmd- um vegna ónógrar upphitunar SAUTJÁN mál voru lögð fram fyrir Kirkjuþing á mánudag. Meðal þeirra var tillaga um að biskup hefji umræður beint við orkumálaráð- herra um hagkvæmari gjald.skrá raf- veita til kirknanna. Fram kom að ýmsar kirkjur liggja undir skemmd- um vegna ónógrar upphitunar, en fámennir söfnuðir hafa ekki efni á að greiða rafmagnskostnað við upp- hitun, en kirkjurnar greiða rafmagn eftir sama taxta og bankar. Fulltrúar Norðurlands eystra, séra Birgir Snæbjörnsson og Gunnlaugur Kristinsson flytja til- lögu um könnun á skráningu manna í trúfélög, en i ljós hefur komið við prestskosningar, að Frumsýning i Bæjarbiói fimmtudaginn 8. nóv. kl. 17:00 önnur sýning laugardaginMO. nóv. kl. 14:00 forsala aðgöngumlða hefst á miðvikudag. Miöapantanir í-stma 50184 BPifh 16 leikstjóri SAGA JÓNSDÓTTIR leikmynd BALDVIN BJÖRNSSON tónlist JÓN ÓLAFSS0N söngtextar KARL ÁGÚST ÚLFSS0N Leikendur: Július Brjánsson Þórir Steingrlmsson Guörún Alfreðsdóttir Margrét Akadóttir Sólveig Pálsdóttir Guðrún Þóröardóttir Bjarni Ingvarsson Ólafur Örn Thoroddsen o.fl. ýmsir, sem telja sig til safnaðar- ins finnast ekki á skrá eða geta ekki verið á staðnum á kjördegi og fá því ekki að kjósa. Sköttun heimavinnandi foreldra Séra Þorbergur Kristinsson flytur tillögu um breytingu á skattalögum, að þau fyrirheit verði framkvæmd, sem gefin voru, að þau heimili búi ekki við verri hlut skattalega séð, þar sem að- eins annað hjónanna vinnur utan heimilis, oft vegna þess að um- hirða barna eða vanheilsa kemur í veg fyrir það. Samkvæmt upplýs- ingum rfkisskattstjóra, er vinna heimavinnandi maka einskis met- in við sköttun og núgildandi Klæðum og bólstrum! gomul húsgögn. Gott' úrval af áklæðum : BÓLSTRUN ! ÁSGRÍMS. ‘ Bergstaðastræti 2, í Simí 16807. skattalög ganga því á hlut þeirra heimila. „Heimilið stendur höllum fæti 1 nútímanum," sagði flutn- ingsmaður, „og hlýtur kirkjan að láta sig það varða." Kirkja fyrirfinnst engin íbúðarhverfi með tugum þús- unda íbúa geta verið án kirkju- húss áratugum saman hérlendis og kynslóðir geta vaxið upp án þess að kynnast kirkjulegu lífi eða starfi," sagði séra Hreinn Hjart- arson, er hann mælti fyrir tillögu um að slíku verði forðað í framtíð- inni og benti sérstaklega á vænt- anlega stórbyggð við Grafarvog í Reykjavík. Fagnað stóraukinni útbreiðslu Biblíunnar Kirkjuþing fagnar mikilli út- breiðslu og víðtækri kynningu Biblíunnar á Biblíuárinu segir i tillögu sem biskup flytur ásamt fleirum á Kirkjuþingi, og hvetur alla landsmenn til að gefa gaum að hinu ritaða orði Guðs og láta það verða f raun leiðarljós f dag- legu lífi. Lei kmannastefna kirkjunnar Séra Halldór Gunnarsson flutti tillögur um útgáfu árbókar kirkj- unnar, ráðningu fjármálastjóra hennar og aukna áherslu á ferm- ingu og fermingarfræðslu innan kirkjunnar. Einnig að efnt verði til leikmannastefnu kirkjunnar þar sem, fulltrúar úr prófasts- dæmunum fjalli um mál leik- manna innan kirkjunnar. Einingarstarf kirkjunnar Skýrsla Alkirkjuráðsins: „Skírn — máltíð Drottins — þjónusta," felur í sér tjáningu á trú kirkjunn- ar. Hún er árangur af áratuga starfi Alkirkjuráðsins og er nú kynnt í aðildarkirkjum þess. Skýrslan er komin út í íslenskri þýðingu dr. Einars Sigurbjörns- sonar og var lögð fram á Kirkju- þingi í gær. Lagt er til, að hún verði send umsagnar og kynningar sem flestra aðila innan þjóðkirkj- unnar og annarra kirkjudeilda og verði síðan tekin til afgreiðslu á Kirkjuþingi 1984. í gær hlutu allmörg mál af- greiðslu á Kirkjuþingi. Samþykkt var að hefja undirbúning undir 1.000 ára afmæli kristintöku árið 2.000 á Þingvöllum og verði fyrstu hugmyndir um það kynntar á næsta kirkjuþingi. Kirkjuþing fylgir því fast eftir að umræður hefjist við stjórnir Ríkisspítalanna og Borgarspítal- ans um að ráðnir verði sjúkra- húsprestar til starfa þar. Lög voru samþykkt fyrir 14 árum á Alþingi um ráðningu sjúkrahúsprests en fjárveiting hefur enn ekki fengist. Þá var samþykkt á Kirkjuþingi að fela Kirkjuráði að gangast fyrir átaki í öldrunarþjónustu kirkj- unnar, bæði í þjónustu við hina öldruðu sem og í fræðslu þeirra sem með þeim skulu starfa. Kirkjuþing heldur áfram í dag en lýkur á fimmtudag. Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Bisk- upsstofu: Sá 6% innheimtukostnaður sem tekinn er af innheimtu kirkju- garðsgjalda rennur óskiptur í rík- issjóð, en ekki til innheimtu- manna ríkisins, eins og fram kom á kjrkjuþingi og greint var frá I fréttum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.