Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
19
Margt er í fsðunni falið.
um er snerta innflutt matvæli.
Þar af leiðandi er innflutningur
matvæla eftirlitslaus. Neytendur
er gjörsamlega óvarðir þegar á
markað koma menguð matvæli
eins og matarolía. Það má einnig
benda á að enginn veit hvaða
skordýraeitur eða rotvarnarefni
eru notuð við ræktun og geymslu á
innfluttu grænmeti og ávexti. Eft-
irlit með því hve mikið magn er
notað á íslenska framleiðslu er
mjög takmarkað.
í sambandi við reglur, sem ís-
lensk matvæli eru metin eftir, má
benda á að til eru lögbundnir
staðlar fyrir hámarksgerlainni-
hald vatns og baðvatns, mjólkur
og mjólkurvara. Viðmiðunarregl-
ur gilda um hámarks gerlagróður í
matvælum. Þær eru ekki lög-
bundnar heldur settar af viðkom-
andi ráðuneyti. Síðan eru viðmið-
unarreglur til um gerlagróður i
matvælum sem framleiðendur
setja sér sjálfir.
Með ekki veigameiri löggjöf
hlýtur að vera hætta á að óæskileg
efni og efnasambönd eigi auðvelda
leið á matarborð okkar með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum.
Þar sem við neytendur vitum
næsta lítið um hvaða efni eru til
umræðu þegar minnst er á auk-
efni eða aðskotaefni í matvælum,
þá var Guðlaugur Hannesson beð-
inn að lýsa þessum efnum og um
leið mikilvægi efnarannsókna í
matvælaeftirliti.
Guðlaugur sagði, „efnaákvarð-
anir og efnagreining á matvælum
gegna mikilvægu hlutverki í að
meta efnisleg gæði matvæla með
tilliti til almennra efnasamsetn-
ingar, næringargildis, hollustu og
heilnæmis".
Öll efni sem finnast í matvælum
heyra undir eftirfarandi flokka:
efnisþætti, aukefni og aðskotaefni.
í efnisþáttum eru öll nauðsynleg
efni sem eru í matvælum, nær-
ingarefni og ómeltanleg trefja-
efni. Næringarefni eru eggjahvíta,
kolvetni, fita, vítamín, sölt o.fl.
Aukefni (aukaefni) eru efni sem
sett eru í matvæli i þeim tilgangi
að gera þau næringarríkari,
bragðbetri, girnilegri og til að
hindra skemmdir. Þau skiptast í
tæknileg aukefni og skynverkandi
aukefni. Tæknileg aukefni eru sýr-
ur, basar, sölt, rotvarnarefni
(nitrit, nitrat) o.fl. Skynverkandi
aukefni eru litarefni og bragðbæt-
andi efni.
Aðskotaefni eru ósækileg efni
sem finna leið inn i matvæli án
þess að gegna þar sérstöku hlut-
verki. Þau skiptast í smærri
flokka; aðskotahluti, eiturefni, fram-
andi efni og aðskotalífverur. Að-
skotahlutir eru framandi eða
dauðir hlutir af lífrænum eða ólíf-
rænum uppruna. Eiturefni og
hættuleg efni eru efni eins og
þungmálmar (kvikasilfur, blý,
cadmíum o.fl.), skordýraeitur
(lindan, tiabendazól o.fl.). Fram-
andi efni eru óæskileg efnasam-
bönd eins og sápuleifar, olíu,
smurólía o.fl. Aðskotalífverur eru
skordýr og lifandi örverur (smit-
andi mengun).
Þegar saga íslendinga frá 17.
öld er lesin, þá er Ijóst að óvægir
sjúkdómar ásóttu landsmenn og
voru sjúkdómar þessir ekki ætíð
afleiðing náttúruhamfara eða
harðindaára. Það eru aðeins rann-
sóknir síðustu ára á sömu fyrir-
brigðum erlendis, sem gefa til
kynna að þar hefur verið um
margítrekaðar matareitranir að
ræða, eitranir vegna mengunar í
matvælum. Þær hafa sennilega
gert meira en flest annað til að
gera landsmenn duglitla og ræna
þá dómgreind.
t dag viðgengst alls kyns íblönd-
un framandi efna í matvæli lands-
manna, umdeildra efna og efna
sem vitað er að geta valdið heilsu-
skaða. Má þar nefna nitrat og
nitrit, sem í of stórum skömmtum
geta breyst í nítrósamin og eru
þau talin geta valdið krabbameini.
Einnig leyfist hér notkun plast-
íláta undir fituríka matvöru eins
og mataroíu, mayonese, smjör,
smjörlíki o.fl. Það er talið að feiti
og olíur geti leyst óæskileg efni úr
plastinu og eru sum þessara efna
talin krabbameinsvaldar. Hér eru
einnig notuð umdeild litarefni í
matvæli, varhugaverð bragðefni I
sælgæti o.fl.
Fyrir neytendur er ástandið
óviðunandi. Hér þarf öflugri mat-
vælalöggjöf og hert matvælaeft-
irlit svo fyrirbyggja megi mengun
matvæla til að verja neytendur
skaða og heilsutjóni.
Heimildir að söguþætti.
Sigurdur Pétursson, 1975, Tímarit Verkfrœð-
ingafélags íslands.
Mary Kilbourn Matossian, 1984, The Sciences.
Jón Aóils, 1971, Einokunarverslun Dana á ls-
landi.
Sigurjon Jónsson, 1944, Sóttarfar og sjúkdóm-
ar á íslandi 1400—1800.
Hvernig líkaði gestunum maturinn?
Akranes:
Óvissa um verkefni í
skipasmíðaiðnaðinum
ATVINNUÁSTANDIÐ í skipasmíðaiðnaðinum hefur að undanfórnu
ekki verið upp á það besta í landinu og hefur Skipasmíðastöð
Þorgeirs og EUerts hf. á Akranesi ekki farið varhluta af því. Þó má
segja að ástandið hafí ekki verið eins slæmt og á horfðist fyrr á
þessu ári en óvíst er með áframhaldið.
Að sögn Guðjóns Guðmunds- gert tilboð í ýmis verkefni og
sonar skrifstofustjóra Þorgeirs
& Ellerts hf. hefur atvinna hjá
þeim verið nokkuð góð en óvíst
er með áframhald þess. „Við höf-
um haft töluvert af viðgerðar-
verkefnum og svo tókum við að
okkur að byggja verksmiðju-
húsnæði fyrir Henson hf. en það
fyrirtæki er að láta reisa 800 m2
byggingu á Akranesi. Við höfum
höfum náð góðum árangri í þeim
en óvíst er um hvernig þau mál
þróast. Við vonumst samt eftir
því að fá einhver þeirra. Þannig
stöndum við nú í viðræðum við
Magnús Gamalíelsson hf. á
Ólafsfirði um breytingar á
skuttogara þeirra, Sigurbjörgu
ÓF-1. Ætlunin er að honum
verði breytt í frystitogara og
verður sett í hann fiskvinnslu-
kerfi og búnaður til að frysta
afla um borð.“
Eitt raðsmíðaverkefnið svo-
kallaða hefur verið í byggingu á
Akranesi en ekkert hefur verið
unnið við það sl. hálft ár. Guðjón
sagði að ekkert nýtt væri að
frétta af því. Nokkrir aðilar hafa
sýnt áhuga á kaupum á skipinu
en enn hefur ekki orðið af sölu
og á meðan svo er verður ekki
unnið i skipinu. Smíðinni er að
mestu lokið en eftir er að setja
siglinga- og fiskileitartæki í það.
JG
SUZUKI
SENDIBÍLAR
SUZUKI ALTO
Burðarþol 375 kg.
Framhjóladrif.
Eyðsla 5L pr. 100 km.
Verð kr. 175.000.-
SUZUKI ST90 Háþekjubíll
Byggður á sjálfstæðri grind.
Burðarþol 625 kg.
Eyðsla 7L pr. 100 km.
Verð kr. 198.000.-
SUZUKI sendibílar eru fyrir þá
sem þurfa rúmgóða og snúningslipra
sendibíla en er samt annt um að halda
rekstrarkostnaði í lágmarki.
SVEINN EGILSSON HF. SUZUKI
Skeifunni 17. Sími 685100.
SUZUKI ST90
Burðarþol 625 kg.
Byggður á sjálfstæðri grind.
Eyðsla 7L pr. 100 km.
Verð kr. 188.000.-