Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 25 Hagspeki landbúnaðarins — eftirSvein Valfells í Morgunblaðinu föstudaginn 31. ágúst er vitnað í skýrslu Inga Tryggvasonar á aðalfundi Stéttar- sambands bænda. Þar segir að Ingi teiji afleiðingar af lækkun niðurgreiðslna um 180 milljónir samsvari því að 55 mjólkurfram- leiðendur hafi í reynd verið sviptir atvinnu sinni. í sömu grein kemur fram að útfluttur ostur árið 1983 sé 585 tonn og fengist hafi 19.981 þúsundir króna fyrir eða rétt rúm- ar 34 kr. fyrir kíló af osti. Á sama tíma borguðu íslenskir neytendur og skattborgarar á annað hundrað krónur fyrir kíló af samskonar osti. Fengist hefur íslenskur ostur í verslunum í New York undir nafn- inu Icelandic Baby Swiss og er hann undantekningarlaust ódýr- asti osturinn er þar fæst og kostar aðeins brot af því sem íslenskir neytendur greiða fyrir hann hér heima. Sagt hefur verið í gríni að niðurgreiðslur okkar á osti til Bandaríkjanna séu framlag ís- lendinga til styrktar fátækum og vanþróuðum þjóðum. En hvað kostar offramleiðslan? Með því að minnka niðurgreiðslur um 180 milljónir dregst salan saman sem samsvarar að 55 bændur séu sviptir vinnu sinni eða 180.000.000/55 sem eru rúmar þrjár milljónir á ári á bónda til þess að halda þessum 55 bændum við vinnu sína. Nær væri að greiða þessum 55 bændum beint full laun og spara kostnaðinn við fram- leiðsluna, olíu, áburð o.s.frv. Ef bændur vilja þiggja ölmusu af öðrum þegnum þjóðfélagsins, þá er hagkvæmara að greiða þeim hana beint og spara þannig kostn- aðinn við framleiðslu sem er um- fram eftirspurn. Núverandi landbúnaðarstefna, sem er borin uppi af skattborgur- um og neytendum þessa lands, við- gengst í skjóli þess að lýðræði er ekki virkt á fslandi, því meingöll- uð stjórnarskrá, sem á rætur sínar að rekja til erlends konungsvalds, gerir ekki ráð fyrir að allir þegn- arnir séu jafnir að rétti til kosn- inga til Alþingis. Slíkt misvægi hvort sem það er með tilliti til kynþáttar, kynferði, tekna, trú- arbragða eða búsetu er það sama og erum við ósparir að fordæma slíkt ef það gerist hjá erlendum þjóðum sbr. Suður-Afríku. Stjórn- lagaþing hefur aldrei verið kvatt saman I hinu íslenska lýðveldi, sem er löngu orðið tímabært, þar sem vonlítið er orðið að Alþingi bæti ráð sitt, enda meirihluti þingmanna fulltrúar minnihluta þjóðarinnar kosnir á ólýðræðisleg- um forsendum. Reykjavík, 1. september 1984. Sveitw Yalíells er verk- og við- skiptafræðiagur. Sveinn Valfells Frá langborði stjórnarinnar, lengst til hægri er Sigurður Haraldsson, Kirkju- bæ, ritari, þá Guðrún Gunnarsdóttir, Egilsstöðum, meðstjórnandi, Gísli B. Björnsson, Reykjavík, gjaldkeri, Stefán Pálsson, Kópavogi, formaður. Næst Stefáni sitja forsetar þingsins þeir Kári Arnórsson, Reykjavík, og Ólafur Pálsson, Hafnarfirði. samstarfi við Hagsmunafélag hrossabænda, Búnaðarfélag ís- lands, Félag tamningamanna og FEIF um að boða til alþjóðlegrar dómararáðstefnu, t.d. í sambandi við Landsmótið 1986. Tilgangur- inn með slíku námskeiði væri að samhæfa dómara frá aðildarlönd- um FEIF í íþrótta-, gæðinga- og kynbótadómum. Gullmerki LH var veitt Þorláki Ottesen, sem varð níræður á þessu ári, en hann hefur setið öll þing LH sem fulltrúi þar til nú. Siðasti dagskrárliður ársþings- ins var stjórnarkjör, úr stjórn áttu að ganga Stefán Pálsson formaður og Skúli Kristjónsson meðstjórnandi og gáfu þeir báðir kost á sér og voru endurkjörnir með meginþorra atkvæða. í vara- stjórn voru endurkosnir þeir Gunnar Egilsson, Akureyri, Guð- mundur Jónsson, Reykjum, og Gunnar B. Gunnarsson, Arnar- stöðum. Tveir nýjir menn komu inn í varastjórnina að þessu sinni þeir Sigurbjörn Björnsson, Lund- um, og Kári Arnórsson, Reykja- vík, og komu þeir í stað Árna Guð- mundssonar, Beigalda, og Jónasar Vigfússonar, Litla-Dal, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Nán- ar verður sagt frá þinginu siðar. 35. ársþing Landsambands hestamannafélaga: Samþykkt að LH verði aðili að væntanlegri reiðhöll — þingið ályktaði að setja beri reglur um útflutning á sæöi úr stóöhestum voru til afgreiðslu að þessu sinni og setti það óneitanlega svip á samkom- una. Bryddað var upp á nýjung í þinghaldinu. Voru það tvennar pallborðsumræður og efni þessara umræðna var hestamennskan í næstu framtíð og hrossaræktin staða og stefna. Fjórir framsögu- menn voru í hvorri umræðu og að framsöguerindum fluttum var al- menn umræða um málefni með fyrirspurnum úr sal. Af helstu samþykktum þingsins má nefna nýjar agareglur til notk- unar á hestamótum. Þá var sam- þykkt nýtt árgjald 170 krónur fyrir hvern félaga og renna 35 krónur af þessu árgjaldi til vænt- anlegrar reiðhallar. Þá var einnig í framhaldi af því samþykkt að LH yrði aðili að reiðhallarbygg- ingunni með 7% hlutafjárframlag miðað við 10 milljóna króna hluta- fé. Á þinginu kom fram eftirfar- andi tillaga, sem var samþykkt. 35. ársþing LH lýsir þeirri skoðun sinni að þegar i stað beri að setja reglur um fyrirkomulag á útflutn- ingi hestasæðis. Er í því sambandi vakin athygli á þeirri ójöfnu að- stöðu, sem íslensk hrossarækt hef- ur þegar sæðingar fara að tíðkast, því útilokað er að um gagnkvæma nytsemi yrði að ræða fyrir ís- lenska og erlenda ræktendur. Þá voru gerðar breytingar á reglum úm úthlutun reiðvegafjár þannig að nú verður færri félögum úthlutað í hvert skipti og er miðað við allt að fjögurra ára tímabil á úthlutun og fer það eftir eðli og umfangi verkefnisins hverju sinni. Með þessu er talið að meira verði úr peningunum og hægt að gera stærra átak við verkefnin, sem eru næg. I sambandi við erlend samskipti var samþykkt að LH leiti eftir ÁKVEÐIÐ hefur verið að Kvenfélag Neskirkju hefji á næstunni aukna þjónustu í safnaðarheimili kirkjunn- ar fyrir aldraða. Er sú þjónusta aðal- lega hugsuð fyrir sóknarfólk, sem býr eitt, en vill gjarnan komast út á meðal annarra um stund. Athvarfið er hugsað sem einskonar heimili í kirkjunni, upplyfting og samfélag við annað sóknarfólk, sem líkt er ástatt um. Til afþreyingar verður ýmislegt, útvarp verður á staðnum svo hægt verði að hlusta á hádegisfréttir, dagblöðin munu verða til reiðu. Spil og töfl eru fyrir hendi, hljóðfæri til að taka lagið á sér til hressingar, framhaldssaga og myndasýningar koma til greina. Handavinna mun verða kennd á þriðjudögum. Athvarfið verður opið tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, frá klukkan 12 á hádegi til klukk- an 17. Heita máltíð verður hægt að fá í hádegi fyrir um það bil 100 krón- ur. Panta verður á mánudegi fyrir þriðjudag og fimmtudag. Ef ein- hver forfallast verður að afpanta daginn áður ef mögulegt er. Þeir sem óska eftir siðdegiskaffi frá 15.30 til 16 með eða án meðlætis geta fengið það og verður verði stillt í hóf. Konur úr kvenfélagi Neskirkju munu annast þetta starf undir stjórn formanns félagsins, Hrefnu Tynes. Símaviðtalstími hennar verður á mánudögum frá 10 til 11 í síma 13726 og þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 16 til 17 I síma 16783 í Neskirkju. Starf þetta hefst fimmtudaginn 15 nóv. Þeir sem vilja láta skrá sig hringi eins og að framan greinir og sem fyrst. Kostnaður er enginn fyrir utan máltíðir og handa- vinnuefni. Tíðindalitlu ársþingi Landsam- bands hestamannafélaga lauk um fjögurleytið á laugardag. Var þetta þing hið 35. í röðinni og sá hesta- mannafélagið Sörli um framkvæmd- ina. Lítið var um stórmál sem tekin Neskirkja Athvarf fyrir aldraða opnar á næstunni NÝJUNG I ! Hkamsrækt ' Ekki aðeins þrekhjól heldur einnig róðrartæki « Model 17 er topptæki á ótrúlega lágu verði. Fyrir þá \ sem er annt um líkama sinn og vilja halda þynqdinni í ' skefjum. Lítil fyrirferð og algjörlega lokaö drif sem kemur í veg fyrir óþrif og slysahættu . _ Reidhjolaverslunm. ORNINN Spítalastig 8 viö Óöinstorg. Símar 14661 og 26888. BH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.