Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 28

Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Öryggismálaráðstefna Evrópu: Búist við að samkomulag takist um starfsáætlun á starfstímabilinu sem nú er hafið í Stokkhólmi Stokkhólmi. 6. nóvember. AP. í DAG hófst fjórða starfstímabil ör- yggismálaráðstefnu Evrópu, sem haldin er í Stokkhólmi, og "hvöttu fulltrúar beggja þýsku ríkjanna til þess að ráðstefnan k«mi sér a.m.k. saman um verkefnaáætlun til að vinna eftir. Hingað til hefur lítið miðað í starfi ráðstefnunnar og ekki náðst samkomulag um neitt þau þrjú starfstímabil sem liðin eru. Fundurinn í dag var lokaður blaðamönnum eins og fyrri fundir ráðstefnunnar og ræðurnar ekki birtar. En eftir fundinn kváðust vestrænir fulltrúar hafa greint Mondale óánægð- ur með áhrif skoð- anakannana Ncw York, 6. nóvember. AP. „ÚRSLIT kosninga ráðast ekki í skoðanakönnunum,“ var haft eftir Walter Mondale, forsetaefni banda- rískra demókrata, í dag. „Það eru kjósendurnir sjálfir, sem hafa síð- asta orðið,“ bætti hann við. Mondale dró ekki dul á óánægju sína með þá almennu ályktun, að úr því allar kannanir bentu til yf- irburðasigurs Reagans forseta væri leikurinn tapaður fyrir for- setaefni demókrata. Hann hefur að undanförnu hamrað mjög á því, að úrslit forsetakosninga í Banda- ríkjunum hafi áður orðið gagn- stæð við það sem kannanir bentu til, og sagst fullviss um, að svo verði einnig í þetta skipti. Raunar er Mondale ekki einn um að hafa áhyggjur af því að niðurstöður skoðanakannanna hafi áhrif á kjósendur. Reagan og samherjar hans óttast t.d., að þær kunni að letja ýmsa, sem kjósa mundu forsetann, til að fara á kjörstað. Þessir kjósendur hugsi sem svo, að óþarfi sé að greiða atkvæði úr því úrslitin séu þegar ráðin. breytingu hjá formanni austur- þýsku sendinefndarinnar, Gunth- er Buhring, sem lagði áherslu á nauðsyn þess að komast að sam- komulagi um starfsáætlun. Öryggismálaráðstefna Evrópu hófst 17. janúar sl. og er ætlað að standa í a.m.k. tvö ár. Meðal þátt- takenda eru Sovétríkin og öll Evr- ópuríki önnur en Albanía, svo og Bandaríkin og Kanada. Áður en öðru starfstímabili ráðstefnunnar lauk í júlí sl. lögðu níu hlutlaus ríki fram drög að til- lögu um starfsáætlun. Bandaríkin og önnur vestræn ríki féllust á til- löguna en Sovétríkin og fylgiríki þeirra sögðu þvert nei. Þegar þriðja starfstímabili ráðstefnunnar lauk, hinn 12. októ- ber sl., tóku fulltrúarnir heim með sér tillögur sem finnska sendi- nefndin hafði lagt fram og hafði einnig að geyma þætti úr tillögu- gerð hlutlausu ríkjanna. Var álitið að hin nýja útgafa gæti orðið að- gengilegri fyrir Austur-Evrópu- ríkin og bjóst bandaríski full- trúinn við að mál þetta myndi leysast á starfstímabili því sem nú er hafið, en því lýkur 14. des. nk. Elísabet Englandsdrottning var í fullum drottningarskrúða þegar hún flutti hásætisræðuna. Þótti athöfnin mjög virðuleg og glæsileg en einkennast þó af mjög strangri gæslu. Hásætisræða Englandsdrottningar: Dixville í New Hampshire: AÐ venju var Dixville Notch, sem er smábær í New Hamp- shire, fyrsti staðurinn í Banda- ríkjunum til að ljúka kosningu i forsetakjörinu þar í gær. Þar Obreytt stefna í peningamálum Símamynd AP tonald Reagan Bandaríkjaforseti og Nancy kona hans á kjörstað í Solvang í [aliforníu í gær. Reagan fékk 29 atkvæði af 30 vann Ronald Reagan forseti yf- irburðasigur yfir Walter Mon- dale, forsetaefni demókrata, hlaut 29 atkvæði af 30. Mondale fékk eitt atkvæði. London, 6. nóvember. AP Elísabet II Bretadrottning flutti í dag hásætisræðu sína, sem er stefnuræða stjórnarinnar. Kom þar fátt á óvart, en meginstefið var að áfram yrði haldið á þeirri braut, sem stjórnin hefði markað sér. Drottn- ingin kom frá Buckingham-höll til þingsins í hestvagni og einkenndist öll athöfnin af glæsileik og strangri gæslu. í hásætisræðu drottningar sagði, að stjórnin ætlaði hvergi að víkja frá stefnu sinni í peninga- málum og öðrum þjóðmálum þrátt fyrir mikið atvinnuleysi. Boðuð voru lagafrumvörp um afnám borgarstjórnar Stór-Lundúna og sex annarra borga, en það mál er sem eitur í beinum Verkamanna- flokksmanna, sem ráða í öllum viðkomandi borgum. „Ríkisstjórn mín mun áfram Stórsigur Reagans á „Harrys Bar“ Piris, 6. nóvember. AP. RONALD Keagan Bandaríkjafor- seti var endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða í hefðbundnum kosningum á frægu öldurhúsi í Par- ís sem heitir „Harrys New York Bar“. Hlaut Reagan 61 prósent at- kvæða hinna fjölmörgu bandarísku viðskiptavina Harrabars. öldurhúsið hans Harra skipar ákveðinn sess í bandarískri kosn- ingasögu í seinni tíð, „kosningin” sem þar fer fram jafnan og lýkur að morgni kjördags, hefur alltaf farið fram síðan árið 1924, að 1940 og 1944 undanskildum. Og aðeins einu sinni hefur útkoma könnun- arinnar verið röng, en það var þegar Jimmy Carter sigraði Ger- ald Ford árið 1976. Núverandi eigandi knæpunnar, Andy Machelone, sagði að venju- lega væru greidd milli 400 og 550 atkvæði, en að þessu sinni hefði verið margt um Bandaríkjamenn í París og kosningin því náð 600 at- kvæðum. Kjörið hófst 25. október. Machelone er eigandi annars „Harrys Bar“ í Munchen. Þar fer fram sams konar kosning eða könnun. Reagan hafði enn meiri yfirburði meðal bandaríkjamanna þar, 349 atkvæði gegn 170, eða 67 prósent gegn 33 prósentum. hafa að leiðarljósi í störfum sín- um heilbrigða peningastefnu og litlar opinberar lántökur," sagði drottning en bætti því við, að stjórnin hefði miklar áhyggjur af þeim þremur milljónum manna, sem nú eru atvinnulausir. Með Elísabetu drottningu voru þau Karl, ríkisarfi, og Diana, prinsessa, og var höfð á þeim gíf- urlega ströng gæsla. Alla leiðina milli Buckingham-hallar og þing- hússins voru skyttur á hverju strái og sérfræðingar hers og lög- reglu höfðu áður grandskoðað nærliggjandi götur og byggingar. Indland: Kyrrð á yfirborðinu en ólga undir niðri Nýj« Delhi, 6. nóvember. AP. LEIÐTOGAR stjórnarandstödunnar f Indlandi og ýmsir trú- arleiðtogar vöruðu í dag stjórnina við og sögðu, að ástandið í höfuðborginni væri enn sem í púðurtunnu. Hvöttu þeir Rajiv Gandhi, forsætisráðherra, til að sýna festu og vernda sikha gegn ofsóknum hindúa. Indverski herinn virðist hafa fulla stjórn á gangi mála í Nýju Delhi og öðrum helstu borgum landsins eftir fjöldamorð og fjögurra daga hefndaræði hindúa í kjölfar morðsins á Ind- iru Gandhi. Undir niðri er þó enn mikil ólga og ótti við, að upp úr sjóði á ný. Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra, sagði á fundi með 10 leiðtogum stjórnar- andstöðuflokkanna, að bætt yrði það eignatjón, sem orðið hefði í óeirðunum og að til athugunar væri, að það fólk, sem hefði orð- ið að flýja heimili sín, fengi að setjast að annars staðar. Stjórnarandstöðuleiðtogarnir hafa sakað ýmsa frammámenn í Kongress-flokknum um að hafa tekið þátt í ofsóknunum á hend- ur sikhum og einnig segja þeir aðstæður í flóttamannabúðum sikha vera fyrir neðan allar hellur. Indverska blaðið „The States- man“ sagði í dag, að sjúkrabíll, sem að venju hefði verið til taks við heimili Indiru heitinnar Gandhi, hefði verið notaður til að flytja burt dauðvona morð- ingja hennar en hún sjálf flutt á sjúkrahúsið í aftursæti einka- bifreiðar. Hefur blaðið það eftir læknum á sjúkrahúsinu, að þótt Indira hefði verið flutt strax með sjúkrabílnum hefði allt komið fyrir það sama, en „við eigum ekki orð yfir vitleysuna og mistökin", sagði einn þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.