Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1984 Táknrænt fyrir Meistaramótið í Þýskalandi. Önnur langhiið hringvallarins undirlögð vatni og eru það fimm efstu keppendur í tölti sem þarna vaða elginn. Frá vinstri talið: Andreas Trappe á Torfa, Anne Kegelmann á Rjúkanda, Bernd Vith á Örvari, Andrea Janisch á Gylfa og Þýskalandsmeistarinn, Hans Georg Gundlach, á Skolla. Staldrað við á þýska meistaramótinu í hestaíþróttum: Framfarir í skeiöi og fímmgangi greinilegar hjá Þjóðverjum Hestar Valdimar Kristinsson Hafi menn staðið í þeirri trú að hvergi vaeri slæmt veður á hestamót- um nema á íslandi þá er það hinn mesti misskilningur. Veðrið hefur að vísu oft sett leiðinlegan svip á ýmis stærri mót sem haldin hafa verið hérlendis og ber þar hæst „Flóð- hestamótið" svokallaða, öðru nafni Fjórðungsmót austfirskra hesta- manna sem haldið var á Fornustekk- um 1977. Einnig mætti nefna ís- landsmótið í hestaíþróttum 1983 og undanfarin stórmót sem haldin hafa verið á Hellu. Ég undirritaður átti þess kost að fylgjast með Meistaramóti Þýskalands i hestaíþróttum á ís- lenskum hestum snemma i sept- ember sl. og komst ég þá að raun um að víðar getur rignt en á ís- landi. Þrátt fyrir mikil vatnsveð- ursmót hér heima sló þetta þýska mót öll met því segja má að allt hafi rignt í kaf þessa tvo daga sem mótið stóð yfir. Þegar líða tók á sunnudag var um ‘A af hringvell- inum undirlagður rúmlega ökkla- djúpu vatni. Auk rigningar fengu mótsgestir og keppendur vænan skammt af roki þannig að það var engu líkara en maður væri kominn heim. Þrátt fyrir öll þessi ósköp var í senn fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með keppninni, sjá nýja hesta og knapa sem ekki hafa keppt á Evrópumótum fyrr og þar af leiðandi lítið þekktir hér heima. Þegar mig bar að garði um tvö- leytið á laugardag var nýbyrjuð forkeppni í fimmgangi. Ekki var hægt að koma bíl að áhorfenda- stæðunum og fylgjast þar með keppninni svo maður varð að skríða í skjól sem reyndar var af skornum skammti og ekki gerði það hlutina auðveldari að hafa skilið stígvélin eftir heima á Fróni. Myndavélin fékk að mestu hvíld í von um að betur viðraði á sunnudeginum. Keppnisreglur eru að ýmsu leyti frábrugðnar í Þýskalandi miðað við það sem gerist hér heima og það fyrsta sem ég veitti athygli var að röðun gangtegunda í for- keppninni var frjáls líkt og er í gæðingakeppninni hjá okkur. Virtust sumir keppendur ekki hafa gott vald á skeiðinu þótt margar undantekningar fyndust og þær góðar. Hefur veður og allar aðstæður þarna vafalaust haft sitt að segja en eigi að síður sáust oft snilldartaktar eins og t.d. þegar Walter Feldmann jr. sýndi stóð- hestinn Prata fra Hlöðutúni sem er vægast sagt mjög erfiður keppnishestur. Var oft á tíðum teflt á tæpasta vað og við lá að hesturinn stykki út úr hringnum. En í úrslit komust þeir eftir mik- inn darraðardans. Þarna var líka mættur Kerly Zingsheim með stóðhestinn Fifi, sem dæmdur var úr leik á síðasta Evrópumóti fyrir meinta ólöglega lyfjagjöf. Vakti hesturinn þar mikla athygli og var talinn mjög sigurstranglegur. Fifi er lágvaxinn og frekar hálsstuttur en með úrvals brokk og stökk, ágætis tölt og skeið. Tæplega held ég þó að hesturinn þætti boðlegur stóðhestur hér heima. Ekki var eins mikill glans yfir honum nú enda kannski ekki heiglum hent að vera ávallt með hest í sliku formi sem hann var í Roderath. í öllum greinum voru tvöföld úrslit þ.e. keppt var í 1,—5. sæti og 6.—10. sæti. Keppendur í fimm- gangi komu mun betur út í úrslit- um, kom það manni á óvart hversu góðir skeiðreiðarmenn Þjóðverjar eru að verða. í úrslitum um 1.—5. sæti voru þeir Walter Feldmann á Prata, Karly Zingsheim á Fifi, Vera Reber á Frosta, Heins Pins- dorf á Dýra-Rauð og Gert Schimpe á Black. Varð röðin í samræmi við það sem hér er upp- talið. Milli keppnisgreina dundaði maður sér við að skoða skrána og taldi ég saman hversu margir keppnishestanna, sem skráðir voru, eru fæddir hér heima. Var niðurstaðan sú að af þeim 105 sem skráðir voru til leiks reyndust 54 vera fæddir á Islandi, 45 fæddir í Þýskalandi, 4 fæddir í Danmörku og einn fæddur í Hollandi. Sýnir þetta svo ekki verður um villst að þýsk hrossarækt er í örum vexti og virðist sem hlutur íslensk fæddra hesta fari sífellt minnk- andi. Eftir fimmganginn var keppt í frjálsum hlýðniæfingum og voru keppendur þar frekar fáir. Greini- legt var að áhugi fyrir hlýðni- keppni var mikill í Þýskalandi ef marka má þann fjölda sem með fylgdist og æfingarnar voru út- færðar af smekkvísi og kunnáttu. Meðal keppenda var eldri kona, sennilega milli fimmtugs og sex- tugs, og fór ekki á milli mála að sú kunni á þessu tökin. Sýndi sig þarna að aldurinn þarf ekki að vera þrándur í götu þegar keppt er í hlýðniæfingum. Hlýðnikeppni á vaxandi vinsældum að fagna hér heima og verður það að teljast jákvæð þróun því þær eru undir- staða góðrar reiðmennsku. Síðast á dagskrá laugardagsins var skeið og fór það fram spotta- korn frá hringvellinum við hliðina á stórum kornakri og þurftu menn að ganga mestan hluta leiðarinar og það í leirdrullu. Jarðvegurinn þarna er mjög leirkenndur og þeg- ar vætir verður úr þunnfljótandi leðja. Það reyndust fleiri illa skó- aðir en tíðindamaður Morgun- blaðsins og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá léð stígvél reyndist það útilokað. Keppt var í 250 metra skeiði, gæðingaskeiði, og var skeiðbraut- in túnræma við hlið akursins. Var hún mjög þung yfirferðar og tím- arnir eftir því lélegir. Annars er það frekar algengt að brautir þær sem keppt er á í Evrópu á íslensk- um hestum séu frekar slæmar, lausar í sér og þungar yfirferðar. Af þeim hestum sem kepptu I skeiðinu má nefna nokkra sem kunnir eru hérlendis. Karl Arnold, maður um sextugt, keppti á Eljari. Walter Feldmann jr. keppti á tveimur stóðhestum þeim Prata frá Hlöðutúni, sem 1 áður var minnst á, og Vini frá Víðidal, sem sýndur var á Fjórðungsmótinu að Það sýndi sig best hversu þrautþjálfaðir bestarnir eru því þegar þeir komu á fullri ferð í pollana var undantekning að hestur tapaði takt á töltinu. Hér eru það Hans Georg Gundlach og Skolli sem láta sig hafa það á móti vatni og vindi. Tvö nýstirni skutu upp kollinum á þessu móti, þau Andrea Janisch og Gylfi sigruðu í fjórgangi og urðu númer tvö í tölti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.