Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 47 Melgerðismelum í fyrra. Norbert Stelzer keppti á Litla-Stjarna frá Stóra-Hofi en nokkuð er um liðið síðan hann var seldur til Þýska- lands. Litli-Stjarni á núgildandi Þýskalandsmet í 250 metra skeiði, sem er 23,0 sek. og var sett í Neu- bronn í sumar. I þessum sama spretti skeiðaði Prati á 23,1 sek. og sýnir þessi árangur að Þjóðverj- arnir eru óðum að saxa á forskot íslendinga í skeiðinu og aðeins tímaspursmál hvenær þeir brjóta 23 sekúndna múrinn. Einn íslend- ingur var meðal keppenda, Gunn- ar Örn ísleifsson, sem stundar dýralæknanám í Hannover. Keppti hann á hesti sem kallast Eiríkur-Rauði og var hann eitt- hvað í keppni hér heima. Ekki er hægt aö ljúka þessari upptalningu án þess að nefna Fjölni frá Dýr- finnustöðum sem keppti í skeiði á síðasta Evrópumóti fyrir Þýska- land. Hefur hann um árabil verið einn fljótasti skeiðhestur Þjóð- verja. En úrslit urðu þau í 250 metrunum að þar sigraði Walter Feldmann á Vini frá Víðidal og tíminn var 26,6 sek. Annar varð Hannes Dipold á Fjölni á 27,0 sek. og í þriðja sæti athyglisverður dú- ett, Vera Reber á Frosta sem ekki er vitað hvaðan er þó mun víst að hann sé fæddur á ísiandi. Frosti þessi er ákaflega jafnvígur á allar gangtegundir og voru þau í úrslit- um í fimmgangi. í gæðingaskeið- inu sigraði Walter Feldmann jr. á Prata frá Hlöðutúni, annar varð Karly Zingsheim á Fifi og í þriðja sæti Hannes Dipold á Fjölni. í fjórgangnum skeðu þau undur og stórmerki að Hans Georg Gundlach, Evrópumeistari í tölti og fjórgangi, varð að láta í minni pokann fyrir Andreu Jánisch sem keppti á þýskfæddum stóðhesti sem kallaður er Gylfi og er þar á ferðinni yfirburðahestur. Ef reyna á að lýsa þessum hesti má segja að hann sé ekki óáþekkur Byl frá Kolkuósi en þó töluvert betri en hann var þegar hann var upp á sitt besta. Ekki er ósennilegt að þessi hestur eigi eftir að keppa á næsta Evrópumóti fyrir Þýska- land. í það minnsta þarf mikið til að vinna þá Gundlach og Skolla jafnvel þó Skolli hafi ekki verið jafngóður og hann var á Evrópu- mótinu í fyrra. í töltinu héldu þeir Gundlach og Skolli sínu. Það eru svo sem ekki neinar fréttir að Þjóðverjar séu góðir í tölti og fjórgangi og standi öðrum þjóðum framar í þessum greinum. Er því ekki að neita að þetta fer svolítið í taugarnar á íslendingum og bíður maður spenntur eftir því að einhver geri eitthvað í málun- um þó ekki væri nema bara til að minnka bilið á milli okkar og Þjóðverja. Hér hefur aðeins verið minnst á tvo þeirra sem voru í úrslitum en þarna voru fleiri góðir hestar. Bernd Vith, fyrrverandi Evrópumeistari í fjórgangi og tölti, var með hestinn örvar og urðu þeir þriðju bæði í tölti og fjórgang. 1 Þýskalandi er mönnum leyfilegt að vera með meira en einn hest í keppni og var Gundl- ach með annan í úrslitum í tölti, Torfa sem fæddur er í Þýskalandi og er undan Hrafni 737 frá Krögg- ólfsstöðum. í töltúrslitum sat Andreas Trappe Torfa og urðu þeir í fimmta sæti og að síðustu má minnast á hestinn Rjúkanda, sem Anne Kegelmann keppti á en þau voru í úrslitum bæði í tölti og fjórgangi. Einkum var það yfir- ferðin sem var góð hjá Rjúkanda og virtist hann geta hrist alla keppinautana af sér. Anne Keg- elmann varð fjórða í báðum grein- unum. Þá hefur verið minnst á helstu keppnisgreinar mótsins og jafn- framt þær sem keppt er í hér heima. En það var fleira á boðstól- um þarna í Gut Ellenbach og má þar nefna sérstaka töltkeppni sem Þjóðverjar kalla, aus aus, og er sú keppni ætluð fyrir ung hross og hross sem ekki eru komin langt á veg í töltþjálfun svo og fimm- gangshesta sem sjaldan komast f úrslit í tölti því fjórgangshestarn- ir eru oftast sterkari á þeim víg- stöðvunum. Samkvæmt skrá átti að keppa í því sem Þjóðverjar kalla tölt, rennen. Fer sú keppni fram á hringvellinum og er kapp- reið á tölti. Tveir hestar eru inni á vellinum í einu og er tekinn tími á þeim. Átti þessi keppni að fara fram á sunnudag að loknum úr- slitum í hinum hefðbundnu grein- um. Flúðu flest allir áhorfendur af svæðinu eftir úrslitin og sá er þetta skrifar líka svo ekki er vitað hvort þessi keppni hefur farið fram eður ei. Unglingar voru þarna í keppni og var gaman að horfa á þá því greinilegt er að þeir hafa hlotið góða menntun og þjálfun í reiðmennsku og sýndist manni þeir standa spori framar í þessum efnum en jafnaldrar þeirra hér á fslandi. Veldur þar sjálfsagt hinn mikli aðstöðumun- ur til reiðkennslu, þýsku krökkun- um í vil. Eftir að hafa fylgst með þessu þýska meistaramóti fékkst enn ein sönnun þess að Þjóðverjar eru hægt og sígandi að saxa á forskot okkar í fimmgangi og skeiði og miðað við að ekkert verði gert í málunum eigum við enga mögu- leika á móti þeim í fjórgangi og tölti. Það er ekki nóg að tala um að hér sé nóg af góðum fjór- gangshestum, sem gætu staðið í öllum þessum þýsku hestum, það verður að gera eitthvað I málun- um. Sennilega eru tvær megin- ástæður fyrir því hvernig komið er fyrir okkur á þessum vettvangi. í fyrsta lagi virðast fáir eða engir tíma að senda okkar sterkustu fjórgangshesta erlendis á Evrópu- mót og í öðru lagi hefur sú fram- för sem hófst í reiðmennskunni upp úr 1970 stöðvast og hefur ríkt stöðnun og jafnvel afturför hin síðustu ár. Það er ekki nóg að rjúka upp til handa og fóta eftir hvert Evrópumót og uppgötva þá staðreynd að við séum að missa af lestinni eins og gerst hefur eftir tvö síðustu Evrópumót. Sú skoðun meöal erlendra að íslendingar eigi ekki til nógu góða fjórgangshesta virðist eiga vaxandi fylgi að fagna og er það ekkert skrýtið. Það var á aðalfundi Félags tamningamanna fyrir nokkrum árum sem segja má að áðurnefnd stöðnun hafi náð hámarki. Tveir félagar komu með tillögu þess efn- is að félagið gengist fyrir því að ungur og efnilegur reiðmaður yrði sendur erlendis í reiðskóla með stórum hestum og myndi læra þjálfun grunngangtegundanna, (fet, brokk og stökk) til hlítar og kæmi siðan heim til útbreyðslu þeirrar visku sem hann yrði að- njótandi í náminu. Það er skemmst frá því að segja að þessi tillaga var kolfelld og viðhöfðu ýmsir þekktir reiðmenn stór orð um að við hefðum ekkert að læra af þessum útlendingum og gáfu jafnvel ýmsir í skyn að það væru frekar þeir sem gætu lært ýmis- legt af okkur. Var einnig á það minnst að við ættum frekar að kynna okkur „Western" reið- mennsku heldur en að sækja kunnáttu í klassíska reiðskóla á meginlandinu. Ekkert hefur bólað á þeirri línu ennþá hérlendis, sem sagt, ekkert var gert í málinu. Síðan þetta átti sér stað hafa þessir sömu menn og fleiri verið að uppgötva smátt og smátt mik- ilvægi grunngangtegundanna í íþróttakeppni og einnig hitt að út- lendingarnir, þá sérstaklega Þjóð- verjar, standa okkur einnig feti framar í þjálfun töltsins, sem ekki telst til grunngangtegunda og þeir eru sífellt að ná betri tökum á skeiðinu og er aðeins tímaspurs- mál hvenær þeir ná okkur. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að við stöndum okkur vel á Evrópumót- um sérstaklega en þessi mót eru ein mesta auglýsing sem við eigum kost á varðandi útflutning hrossa héðan. Því miður virðast yfirvöld ekki gera sér fulla grein fyrir þessu ef marka má stuðning hins opinbera við þátttöku íslands í Evrópumótum og hestamennsk- una í landinu. Væri í þesssu sam- bandi fróðlegt að gera samanburð á hestamennskunni og öðrum íþróttagreinum og má jafnframt benda á að aðrar íþróttagreinar standa ekki í jafn nánu sambandi við neina atvinnugrein og hesta- mennskan gerir. Einnig mætti hagsmunafélag hrossabænda gefa þessum hlutum meiri gaum því það er fyrst og fremst þeirra hag- ur ef útflutningur hrossa eykst að einhverju marki. Það er ljóst að þátttaka íslands í Evrópumótum er ekki einkamál fárra manna með ólæknandi hestadellu. Með léttri músik, vel útferðum efingum og fallegu brosi leysti þessi stúlka vel af hendi frjálsu hlýðniefíngarnar sem njóta mikilla vinselda ytra. Tjaldið fellur eða svona allt að því. Allveglegt tjald var sett upp fyrir áhorfendur en það stóðst ekki veðurhaminn enda stóð vindurinn beint inn í það. Einn íslendingur var meðal keppenda, Gunnar Örn (sleifsson, sem hér sést fyrir miðri mynd reða við tímaverði að loknum fyrra spretti í skeiðinu. Það er Hannes Dipold, kunnur skeiðreiðarmaður, sem snýr baki í Ijósmyndar- ann. Ný kynslóð SfiyiFdmiigjiyiD ,Gj&0ö®©<3>tRl Sx Vesturgötu 16, sími 1 3280. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Sfiyjuímcgjiuiir <J)(£:irc®©®irii VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Kartöfluflögur Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf Nýlendugötu 21 Sími 12134

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.