Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 52

Morgunblaðið - 07.11.1984, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Sigurður Þorsteins- son — Kveðjuorð Fæddur 11. apríl 1946 Dáinn 20. október 1984 Þriðjudaginn 30. október var til moldar borinn ástkær vinur okkar, Sigurður Þorsteinsson, kallaður Diddi af vinum sínum. Diddi var sonur Þorsteins Sig- urðssonar, útgerðarmanns, og konu hans, Ágústu Valdimars- dóttur. Auk hans áttu þau eina dóttur, Þóru, sem nú er enn á lífi. Leiðir okkar Didda lágu fyrst saman fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar hann hóf búskap með Gústu, vinkonu okkar, Ágústu Vigfúsdóttur. Þau gengu í hjóna- band þann 25. desember 1955, og áttu seinna fimm börn saman: Þorstein (kvæntur Kolbrúnu Héð- insdóttur), Kristínu (gift Aðal- steini Sigurjónssyni), Vigfús, Lindu Ósk og Ágúst, sem nú er aðeins tíu ára, og sér ekki aðeins á bak góðum föður, heldur einnig fé- laga sínum og vini, þvi samband þeirra feðganna var einstaklega gott. Auk þessara barna átti Gústa einn son fyrir, Bjarna Þór, og gekk Diddi honum i föður stað. Reyndist Diddi sérlega góður fað- ir, og hann var fjölskyldumaður mikill. í fjölskylduna hafa þegar bæst fjögur barnabörn, sem sakna nú afa síns, en hann var þeim ætíð ljúfur leikfélagi. Þar sem börnin þeirra Gústu og Didda eru á svip- uðu reki og okkar, höfum við haft gott samstarf með uppeldið, og skipst á að gæta þeirra. Diddi var ávallt kátur og hress í góðra vina hópi, og hafði á tak- teinum skemmtisögur og hnyttin orðatiltæki, enda heimsóknir hans ætíð kærkomnar, og margar ánægjustundirnar höfum við haft saman gegnum árin. Okkur brá því við fyrir rúmu ári, þegar Diddi fékk hjartaáfall, og var fluttur í sjúkrahús, þar sem hann dvaldi nokkurn tíma. Hann jafnaði sig þó aftur ótrúlega fljótt, og héldum við að hann hefði náð heilsunni á t SÓLVEIG ELÍSABET JÓNSDÓTTIR frá Stóra-Sandfelli, Hátúni 12, Reykjavík, lést í Borgarspitalanum. sunnudaginn 4. nóvember. Systkini hinnar látnu. t Eiginmaöur minn, LÝDUR GUDMUNDSSON, loftskeytamaöur, lést á heimili sínu, Flókagötu 10, sunnudaginn 4. nóvember. Guðrún Siguröardóttir. t Faöir okkar, SVEINN EINARSSON, veióistjóri frá Miðdal, er látinn. Jarðarförin veröur auglýst síöar. örn Sveinsson, Sigrióur Sveinsdóttir, Valgerður Sveinsdóttir, örlygur Sveinsson, Einar Sveinsson. t Eiginkona mín, móöir, fósturmóöir og amma, SIGRÍÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, Reynimel 92, er andaöist þann 25. október, var jarösungin föstudaginn 2. nóv- ember. Þökkum innilega auösýnda samúö. Sigurjón Jónsson, Ingibjörg Sturludóttir, Ástþór Einarsson, Ragnheióur Þorvaróardóttir, Einar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og mágkona HÓLMFRÍDUR JÓHANNESDÓTTIR, sjúkraliði, Gautlandi 19, lést 5. september sl. Jarðarförin hefur fariö fram. Viö þökkum öllum þeim er heiöruöu minningu hennar og vottuöu okkur samúö. Jóhanna Margrét Jóhannesdóttir, Sigurgeir Jóhannesson, Geróur Guómundsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum Innllega auösýnda samúö vlö andlát og útför JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR, hjúkrunarkonu. Guófríóur Bjarnadóttir, Bjarni Björnsson, Ingibjörg Garóarsdóttir, Bragi Björnsson, Katrln Magnúsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför GfSLA GESTSSONAR, fyrrv. safnvaróar. Anna Gísladóttir, Geir Kristjánsson, Sigrún Gísladóttir, Jóhann Már Maríusson, Gestur Gíslason, Erla Halldórsdóttir, Margrát Gísladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför RUNÓLFS ÍVARSSONAR, kaupmanns, Stýrimannastíg 11. Fyrir hönd vandamanna, Ragna fvarsdóttir, Oddur Sigurósson. t Þökkum innilega öllum þeim mörgu sem auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför GUÐRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Kársnesbraut 55, Kópavogi. Einnig þökkum viö öllum þeim sem léttu henni sjúkdómsleguna. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem hún naut ein- stakrar umönnunar hjá í veikindum sinum. Góöur Guö blessi ykkur öll. Guójón Jónatansson og aórir aóstandendur. t Þökkum innilega öllum þeim sem velttu okkur aöstoö og hluttekn- ingu viö fráfall eiginmanns, fööur og tengdafööur, ÁSMUNDAR EIRÍKSSONAR, Ásgaröi, Grímsnesi. Sigríóur Eiríksdóttir, Eygló Lilia Ásmundsdóttir, Hermann Brynjólfsson, Gunnar Aamundsson, Þórdís Ásgeirsdóttir, Eiríkur Ásmundsson, Guömundur Ásmundsson, Margrét Ásmundsdóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Kjartan Már Ásmundsson. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem auðsýndu okkur samúö og vináttu viö andlát JÓNS M. GUÐMUNDSSONAR, Grund í Garöabæ, er lézt þann 3. október 1984. Halldóra Skúladóttir, Arndía J. Jónsdóttir, Siguröur Siguröarson, Ragnheióur Jónsdóttir, Pátur Einarsson, Gerður Helga Jónsdóttir, Herjólfur Guöjónsson, Guðmundur Jónsson, Jón Halldór Jónsson, Dóra Björg Jónsdóttir. ný, þar sem hann bar sig vel og lét fátt á sig fá. Nú seint í sumar eyddu þau hjónin með okkur fimm yndisleg- um dögum í sumarbústaðnum okkar, og nutum við þess tíma sér- staklega vel, því þar var glatt á hjalla og mikið spjallað. En skjótt skipast veður í lofti. Nú þegar haustaði, og laufin tóku að falla, fölnaði lífsblóm Didda, og þegar síst varði skall slagið aftur á. Hann lést fáum dögum seinna. Elsku Gústa okkar, Gústi litli, og þið hin, sem eftir sitjið með sáran söknuð í hjarta. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar, og megi minning okkar um góðan mann og kæran vin ætíð vera með okkur. Hilmar, Sísí og fjölskylda MinningarsjóÖur Brynjars Valdemarssonar: Færði Krist- neshæli hjarta- línuritstæki Akureyri, 2. nóvember. í G/ER, 1. nóvember, á 57. afmæl- isdegi Kristneshælis í Eyjafirði, var því fært að gjöf vandað hjartalínu- ritstæki. Gefandi var Minningar- sjóður Brynjars Valdemarssonar, fyrrum yfirlæknis Kristness, sem lést 27. maí sl. Brynjar hafði starfað á Kristnesi í 25 ár samfleytt, þegar hann lést, að undanskildu einu ári, sem hann var við framhaldsnám. Bjarni Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri Kristness, þakkaði gjöfina og minntist Brynjars með nokkrum orðum. Hann sagði hann hafa verið „læknir af köllun", helgað Kristnesi starfskrafta sína og alla tíð fylgst sérlega vel með á þeim sviðum sem sjúklingum Kristness kom best. GBerg Fjölbreytt skólalíf í Stykkishólmi StTkkinhólmi. 31. okL SKÓLARNIR í Stykkishólmi hófu starfsemi sína í sepL eins og venju- lega. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði. Gunnar Svanlaugsson sem áður hefir kennt við Reyk- holtsskóla, hefir verið ráðinn yfir- kennari Grunnskólans, en skóla- stjóri er hinn sami og áður Lúðvfg Halldórsson. Nýja skólabyggingin þokast vel áfram enda unnið þar eftir getu og standa vonir til að hún komi öll í gagnið næsta haust ef allt fer svo sem áætlað er. Hluti hennar hefir þegar verið tekin í notkun fyrir handavinnukennslu. Tónlistarskólinn er nú að hefja sitt 20. starfsár og eru þar tveir fastráðnir kennarar og þrír stund- akennarar. Nú er í undirbúningi samningur um rekstur framhalds- skóla Vesturlands. Er gert ráð fyrir að framhaldsdeildir grunn- skótanna verði hluti þess fram- haldsskóla. Fréttaritari. Bréfapóstur í eðlilegt horf Allur bréfapóstur landsmanna á nú að vera kominn í eðlilegt horf eftir þá röskun sem varð á póst- samgöngum í verkfalli BSRB, að því er póstmeistarinn í Reykjavík, Björn Björnsson, tjáði blm. Mbl. í gær. „Allur bréfapóstur sem barst í verkfallinu og fram á þennan dag á að vera kominn út,“ sagði Björn. „Hins vegar erum við ekki búin að koma út þeim sjópósti og flug- bögglapósti, sem hefur borist eftir að verkfalli lauk og erum nú að vinna að því. Starfsfólk hefur lagt mikið á sig til þess að koma póstmálum í eðlilegt horf sem fyrst, unnið á tvöföldum vöktum alveg frá verkfallslokum og alla helgina," sagði póstmeistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.