Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 07.11.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 53 Minning: Kristófer Ólafs- son Kalmanstungu Stefán Kristófer Scheving eins og hann hét fullu nafni, var fædd- ur í Kalmanstungu 29. maí 1898, sonur hjónanna þar Ólafs Stef- ánssonar og konu hans, Sesselju Jónsdóttur frá Galtarholti. Var Ólafur sonur Stefáns bónda í Kalmanstungu Ólafssonar, er nefndur var stúdent Björnssonar á Esjubergi Ólafssonar, stift- manns í Viðey. Föðuramma Kristófers var Anna, systir Þór- unnar langömmu móður hans. Voru þau foreldrar hans bæði af Stefánungakyni þar sem amma þeirra systra Þórunnar og önnu var Anna systir Ólafs stiftmanns, er gift var Vigfúsi Scheving sýslu- manni á Víðivöllum. Er þaðan Schevings nafnið. Um sín fyrstu kynni af ólöfu Magnúsdóttur frá Fljótstungu, föðurömmu Kristóf- ers, og Stefáni afa hans, farast Kristleifi á Stóra-Kroppi svo orð í bókinni „Úr byggðum Borgar- fjarðar“: „Minniíeg er mér fyrsta koma mín að Kalmanstungu. Þá var ég sjö ára. Ég gekk þangað með mömmu minni heiðskíran vetrardag. Var þá Ólafur þriggja ára. Hófst þá fyrsta kynning okkar. Allt var fólkið svo ástúð- legt, að á betra varð ekki kosið. Þá var enn siður að heilsa og kveðja hvern mann með kossi, bæði karla og konur, unga og gamla. Þetta gerði ég eins og aðrir. Þegar ég kvaddi Stefán stakk hann ljóm- andi fallegum kíki í vasa minn og fannst mér mikið um. En þegar ég kvaddi Ólöfu, lagði hún þrjá ríkis- dali í lófa minn. Var það ekki lítið fé á þeim árum, enda réð ég mér ekki á heimleiðinni fyrir monti blandinni ánægju." Sesselja móðir Kristófers var dóttir Jóns bónda í Galtarholti, Jónssonar, sama stað, og konu hans Þórunnar Kristófersdóttur á Stóra-Fjalli Finnbogasonar, Teitssonar, er Teitsætt er frá komin. Kona Kristófers á Stóra- Fjalli var Helga dóttir Péturs Ottesen sýslumanns Borgfirðinga og Þórunnar Stefánsdóttur Schev- ing er fyrr var getið. Jón í Galtarholti, afi Sesselju, var sonur Jóns Þórðarsonar bónda á Smiðjuhóli og víðar og konu hans, er var Sesselja Guðmunds- dóttir Jónssonar bónda í Eskiholti og konu hans, Rósu Sigurðardótt- ur. Má vera að einhverjum þyki nú orðin nóg ættfræðin en aðrir hafa gaman af, enda er ættfræðiáhugi vaxandi. Kristófer ólst upp hér í Kal- manstungu ásamt systkinum sín- um, þeim Ólöfu, síðar húsfreyju á Hamraendum, og Stefáni, sem síð- ar bjó ásamt honum I Kalmans- tungu. Hann var áhugasamur ungmennafélagi í æsku, kenndi sund á vegum ungmennafélagsins og þeir bræður voru æði oft meðal þeirra sem héldu uppi dansmúsik á vegum félagsins því þeir voru góðir harmonikkuleikarar, eins og ðlöf systir þeirra var einnig. Hann gekk í Hvítárbakkaskóla og síðar Hvanneyrarskóla og var síð- ar um tíma í Danmörku að kynn- ast landbúnaði þar. Hann var því vel undir það búinn að hefja bú- skap en það gerði hann árið 1930, ásamt Stefáni bróður sínum. Höfðu þeir bræður raunar keypt Kalmanstungu af föður sínum, Ólafi, nokkru fyrr þó hann teldist fyrir búi uns hann lést 7. mars 1930, eftir nærri 40 ára búskap þar, 65 ára að aldri. Hér í Kalmanstungu bjó Krist- ófer í 42 ár, til ársins 1972, er hann seldi búið í hendur Ólafi syni sínum og flutti suður til Reykja- víkur. Bjó hann eftir það á ðldu- götu 7A til dánandægurs 5. okt. 1984. Kristófer kvæntist árið 1930 Lísbeth Zimsen, dóttur Jes Zim- sen, kaupmanns og útgerðar- manns í Reykjavík, og konu hans Ragnheiðar Björnsdóttur. Eru börn þeirra auk Ólafs, sem fyrr er getið, Ragnheiður, húsfreyja á Gilsbakka hér í Hvítársíðu, og Ólöf, húsfreyja og kennari á Út- görðum í Hvolhreppi. Barnabörn- in eru orðin 12 og langafabörnin 4. Um Kristófer má segja að hæfi vel orð Kristleifs á Stóra-Kroppi um föður hans er hann reit til minningar um hann fyrir 54 árum: „Ólafur í Kalmanstungu var ein- hver allra glæsilegasti bóndi þessa héraðs. Hann var bæði stór og karlmannlegur og fríður hvar sem á hann var litið. Bar hann þess merki að hafa aldrei bognað undir erfiðum lífskjörum, enda virtist hann jafnan sitja þeim megin sem hamingjusólin skein í heiði." Ungur var Kristófer fríður og glæsilegur, söngmaður góður, dansmaður og vel máli farinn, hagmæltur og skemmtinn og kunni sig hið besta. Hann var einnig íþróttamaður að þeirrar tíðar hætti og segir Guðmundur Böðvarsson af góða sögu í afmæl- isgrein, er hann reit um Kristófer sjötugan. Þess mun hafa verið far- ið á leit við Kristófer að hann gæfi sig að stjórnmálum en hann var svo hygginn að sjá að slíku var ekki hægt að sinna með búskap í Kalmanstungu og afþakkaði það. í búskap var Kristófer hygginn búmaður, lagtækur á tré og járn svo sem verið hafa margir frænd- ur hans af Galtarholtskyni og hinn mesti hirðumaður. Hafa svo sagt mér ýmsir þeir, sem hjá hon- um unnu í æsku, að af honum hafi þeir lært snyrtimennsku um aðra hluti fram. Að þeim hafi einnig þótt vænt um hann og hans heim- ili, ber það einnig vitni hve margt af því fólki kom að útför hans sem gerð var frá Gilsbakkakirkju þann 20. október síðastliðinn. Við Kristófer bjuggum saman í Kalmanstungu um 15 ára skeið. Þar er því margs að minnast og margt að þakka. Minnist ég margra ánægjustunda á heimili Kristófers, bæði hér í Kalmans- tungu og einnig á Öldugötu 7A. Það var oft glatt á hjalla, tekið I spil eða slegið upp á léttara hjal. Seinustu árin var við ýmsan heilsubrest að eiga, eins og verða vill. Það er hverjum manni lán er svo er komið, að heilsan er farin, að hverfa á vit æðri heima. Kristófer fékk hægt andlát á heimili sínu 1 Reykjavík. Við í Kalmanstungu 2 minn- umst frænda með hlýjum hug og vottum konu hans og fjölskyldu samhygð. Kalman Stefánsson, Kalmanstungu Lára Thoraren- sen — Minning Fædd 29. september 1913. Dáin 28. september 1984. Það var í ágúst sl. að sú fregn barst til okkar frá Danmörku að Lára frænka væri veik og á leið heim. Lára var lögð inn á Land- sptítalann, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Lára lést 28. sept- ember, en daginn eftir hefði hún orðið 71 árs. Hún varð ekki gömul, enda bjóst hún ekki við því sjálf að verða það, en samt fannst mér dauðinn ótímabær og of fljótur á sér. Þrátt fyrir veikindi um árabil og Iitla heilsu var Lára alltaf svo ótrúlega kjarkmikil og dugleg. Hún fór í sumar sína árlegu ferð til Silkiborgar í Danmörku og heimsótti meðal annars sína góðu vini Katrínu og Nils, sem þar búa og hafa reynst Láru svo vel. Þótt þróttur líkamans færi þverrandi, var viljinn sterkur og mikill. Allt hennar líf einkenndist af þessum viljastyrk, sem við vinir hennar og ættingjar sóttum til hennar. Lára hét fullu nafni Boghildur Lára Thorarensen, fædd vestur I Dölum 29. september 1913. For- eldrar hennar voru Bogi Thorar- ensen og Guðrún Guðmundsdóttir. Þegar Lára var aðeins kornabarn, dó faðir hennar af slysförum. Fór hún þá til föðursystur sinnar, Hildar Thorarensen Jónsdóttur, og manns hennar, Ketils Ketils- sonar, er bjuggu á hinu merka út- gerðarheimili Kotvogi í Höfnum. Þar ólst Lára upp á þessu menn- ingarheimili, sem átti stóran þátt í að móta hana og gera úr henni þá víðsýnu heimsmanneskju sem hún var. Hildur fóstra hennar, eða Hildur amma, eins og við kölluð- um hana, átti ekki bðrn sjálf, en hún átti gott hjarta og næga hlýju til að taka að sér fimm fósturbörn og er móðir mín eitt þeirra. Milli Láru og móður minnar, Rögnu (Lóu), var alla tíð náið samband, sem ég og bróðir minn fórum ekki varhluta af. Lára sýndi okkur allt- af mikla umhyggju, sérstaklega eftir að faðir okkar dó árið 1956. Þá var Lára vakandi yfir velferð okkar, hvort sem það var vel- gengni í skóla eða úti í atvinnulíf- inu. Lára varð fyrir þeirri raun að fá berkla ung að aldri og dvaldi hún mörg ár á Vífilsstöðum, en einka- sonur hennar, Björn, ólst upp hjá Hildi ömmu til unglingsára. Löng sjúkrahúsvist var þung raun ný- giftri konu með ungan son, en Lára sagði oft, er hún rifjaði upp vist sína á Vífilsstöðum: „Allir þeir samferðamenn og öll hin löngu samtöl og rökræður við skemmtilegt fólk var óborganlegt og mikið lærði ég á þessum árum.“ Eftir að Lára fékk heilsuna, hellti hún sér af kappi út í starf hjá SÍBS og var um árabil sölu- stjóri hjá samtökunum. Vegnaði henni vel í starfi og varð vel til vina. Aftur fór Lára til dvalar á sjúkrahúsi. í þetta sinn fór hún til Noregs og var nokkurn tíma í Lillehammer, en þess staðar minntist hún oft með mikilli hlýju. Noregur átti hug hennar þá og síðar Danmörk, en hún starfaði í nokkur ár rétt utan við Silkiborg. Eftir að Lára tók þá ákvörðun að flytja heim til íslands 1973, var hún nokkurn tíma að aðlagast þessu sérkennilega íslenska þjóð- félagi. Hún var orðin Skandinavi í sér og hafði búið við nokkuð stöð- ugt efnahagslíf í Noregi og Dan- mörku. Er Lára kom alkomin til Islands, voru ráðamenn islensku þjóðarinnar, mennirnir sem við kusum, rétt um það bil að hrinda okkur út í hrunadansinn mikla, sem virðist engan enda ætla að taka. Hafði Lára af því miklar áhyggjur, hvernig komið væri í ís- lenskum þjóðmálum. Lára, sem var með fróðari og skemmtilegri konum, sem ég hef þekkt um ævina, hafði yndi af að ræða um stjómmál, menn og mál- efni. Menningar- og listviðburðir fóru heldur ekki fram hjá henni og fannst Láru fátt skemmtilegra en að fara í leikhús. Oft vakti það undrun mína, hversu vel hún var heima í óskyldum málum. Lára hafði mjög ákveðnar skoð- anir í stjórnmálum og dró enga dul á að hún var sjálfstæðiskona. En ekkert þótti henni skemmti- legra en hressandi samræður og rökræður við sína fjölmörgu vini, sem voru á hinum kantinum í póli- tíkinni, jafnvel mjög róttækir. Við hjónin stríddum Láru stundum góðlátlega og spurðum hana hvort það segði henni ekki dálitla sögu, hve margir af hennar skemmtileg- ustu og bestu vinum væru and- stæðingar hennar I pólitíkinni. Margra slíkra vina, sem hurfu á undan henni, minntist hún oft með söknuði. Ég nefni aðeins fáa, þá Jón Rafnsson, Árna Einarsson og Björn Svanbergsson. Börnum mínum sýndi Lára allt- af mikla umhyggju og artarsemi. Mundi eftir þeim á afmælum og tyllidögum. Arni sonur minn var henni einkar kær og var það gagn- kvæmt. Manni mínum, Sveini, og Láru varð vel til vina og sátu þau löng- um og töluðu um landsins gagn og nauðsynjar og ekki síst um stjórn- mal. Var þá oft mikið fjör og hiti í . Láru. Það er ekki ósjaldan, sem við hjónin höfum minnst á það, hve miklu Lára miðlaði okkur og mörgum öðrum með sínu frábæra minni á fólk, ættir og atburði. Þessu erum við ekki hvað síst þakklát, því við, kynslóðin fædd eftir stríð, erum oft illa að okkur og vitum of lítið um ýmsa þætti þjóðfélagsins frá þeim árum er Lára og hennar kynslóð voru að hefja sína lífsbaráttu. Gott var að leita til Láru til að fræðast um þessa tíma. Mikið erum við fátækari nú, er Lára frænka er horfin. Móðir mín saknar hennar sárlega, þar sem þær voru nær daglega í sambandi og ég veit að eins er um fleiri nána vini. Við hjónin sendum syni hennar, tengdadóttur og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur, en huggum okkur við dýrðlegar minningar um ógleymanlega konu. Sigrún Hermannsdóttir Einar G. Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 12. nóvember 1893 Dáinn 9. október 1984 Tengdafaðir minn, Einar G. Guðmundsson, er látinn og útför hans hefur farið fram. En minn- ingin um hann sækir á hugann og örfá orð vil ég festa á blað og tjá með fátæklegum orðum þakklæti mitt fyrir kynnin við hann, vin- áttu hans og góðan hug til min og minna. Einar Guðmann Guðmundsson hét hann fullu nafni, fæddur 12. nóvember 1893. Hann var sonur hjónanna Sesselju Jónsdóttur og Guðmundar Einarssonar í Eiðis- sandvík í Sandvíkurhreppi í Flóa. Þar ólst Einar upp í stórum systrahópi, en þau voru 8 systkin- in sem upp komust, Einar og sjö systur. Nú er aðeins ein systranna eftir á lífi, það er Halla, því að hinn 24. október síðastliðinn var Þóra syst- ir Einars jarðsungin frá kapell- unni í Fossvogskirkju. Hún dó viku á eftir honum. Ég og fjöl- skylda mín viljum nota þetta tækifæri til að votta aðstandend- um Þóru innilega samúð og hlut- tekningu. Einar G. Guðmundsson var einn af þessum skapmiklu dugnaðar- mönnum, sem aldrei lágu á liði sínu og lögðu metnað sinn í það, að hvert verk sem þeir önnuðust væri sem best af hendi leyst. Vinnudagurinn hjá Einari varð því oft mjög langur. Oft var unnið af kappi myrkranna á milli og ekkert slakað á. Jafnframt var Einar glöggur á hvernig best var að haga hverjú verki og var eftir- sóttur til vinnu. Hinn 19. júlí 1924 kvæntist Ein- ar Guðbjörgu Jónsdóttur, en hún lést fyrir tæpum þremur árum. Þau hjónin voru mjög samhent og þoldu saman súrt og sætt í meira en hálfa öld. Einar og Guðbjörg eignuðust fjögur börn sem upp komust, Guð- mund, Jón Þorbjörn, Harald og Sigríði. Þau ólust upp í ástríki for- eldra sinna á Vesturvallagötu 7 í Reykjavík. Þar bjuggu þau Guð- björg og Einar allan sinn búskap. Húsinu á Vesturvallagötu 7 kom Einar upp með fádæma dugnaði og áræði, því að lítil voru efnin og tímarnir erfiðir. Afkomendur þeirra Einars og Guðbjargar eru nú orðnir 29 talsins. Einar G. Guðmundsson varð að vinna hörðum höndum á kreppu- tímum til þess að sjá sér og sínum farborða. Honum varð fljótt Ijóst að verkafólk varð að standa sam- an í lífsbaráttunni og sækja sinn rétt með þátttöku og starfi í verkalýðsfélögum. Hann gerðist því tryggur Dagsbrúnarmaður og var ætíð ör- uggur og ákveðinn þátttakandi í réttinda- og kjarabaráttu félags- ins. Af þessu tók hann mark og mið í afstöðu sinni til þjóðfé- lagsmála, sem hann lét sig miklu skipta. Réttur hins smáa og um- komulausa í samfélaginu var hon- um heilagt mál. Einar var félagslyndur maður, trauátur og trúr með afbrigðum og óbilandi vinur vina sinna. Hann var einn af stofnendum óháða safnaðarins í Reykjavík og bar mjög velferð hans fyrir brjósti. Einar var bundinn átthögum sínum mjög traustum böndum og fólkinu þar. Hann átti stóran hlut í félagsstarfi sveitunga sinna sem fluttir voru til Reykjavíkur og hafði oft forystu um að þeir hitt- ust og skemmtu sér saman. Einar tengdafaðir minn var kröfuharður maður, bæði við sjálfan sig og aðra. Manndómur, áræði og dugnaður voru eðliskost- ir sem hann mat mikils. Hann bar velferð barna sinna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna ætíð og ævin- lega fyrir brjósti og fylgdist vel með þeim allt til hins síðasta. öll söknum við hans mikið, ekki síst börnin. Öllum þeim sem hlúðu að Einari og hjúkruðu honum hin síðustu æviár hans flyt innilegar þakkir frá mér og mínum. Ég vil þar sér- staklega nefna hjúkrunarfólkið í Hafnarbúðum. Og Haraldi mági mínum þakka ég einstaka fórnfýsi og umönnun sem hann ávallt sýndi föður sínum. Guð blessi góða minningu um Einar G. Guðmundsson, ævi hans og störf. Stefán Trjámann Tryggvason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.