Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 59

Morgunblaðið - 07.11.1984, Síða 59
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 59 m.FsTfit íllíiM 7/ w/ Jl tftk^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nvTlJAfnini~LiKi\ // if Að höggva Páll H. Árnason skrifar: Nú er lengi búið „að höggva stórt“ á hendur ríkisstjórninni og málefnum hennar, frá þeim boð- aða baráttudegi 1. sept. Og af því tilefni minnist maður þess, að á hátíðisdegi verkamanna, 1. maí í vor, hvíldi enginn friðarandi yfir ræðuhöldunum á Lækjartorgi: „Við viljum engan frið, það geta fleiri höggvið stórt en stjórnin, og það skal sýnt þann 1. sept.“ Líklegt er að skæruliðaforingj- ann, er svo mælti, hafi þá verið að dreyma um endurheimt vald til þess að geta uppvakið gamalt herbragð sitt, að setja afgreiðslu- bann á útflutningsvörur okkar, eða eitthvert annað álíka þjóðhollt bjargráð. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast", sagði eitt góðskáldið okkar, og gaf okkur þar með heil- ræði, sem lífsnauðsyn var að framfylgja. En þjóðin fór með heilræðið líkt og kirkjan með kærleikann, þegar hún setur á oddinn að dýrka sem heilagan sannleika, „Guðs orð,“ allt hið misvitra málskrúð Biblíunnar, sem lætur algóðan Guð varpa fyrstu helsprengjunum er sagnir skýra frá, beint af sínum blikandi himni, yfir óþægu börnin sín í Só- dómu og Gómorru, svo að allt líf og gróður varð að rjúkandi eyði- mörk, að sögn Abrahams. Og kona Lots varð að saltstöpli af því að hún leit við á flóttanum og sá eyð- inguna. Mér hefir stundum hvarfl- að í hug hvort hugmyndin að nátttröllunum okkar eigi þangaö rætur að rekja. Og Drottinn laðar sjaldnast til hlýðni við sig með kærleika, heldur hræðir og þving- ar með hryllilegustu plágum; svo sem breytir vatni í blóð og myrðir alla framburði í heilu þjóðfélagi, bæði fólks og fénaðar. Og kristnin er látin viðurkenna grimmdina með hinum dáðu orðum „guð- hræðsla" og „guðsótti", sem tákna rétta trú og eilífan helvítiseldinn í baksýn, fyrir þá fordæmdu. Þvílík stjórnunarfyrirmynd þjóðhöfðingjum hnattar okkar, er hafa líka kunnað að nota sér þrælsóttann. Já þvílíkur regin- munur á slíkum vítisverkum eða kærleiksboðun og þjónustu Jesú frá Nasaret, er virðist hafa komið til að umskapa Guðsmyndina. En Móðir Theresa er raunsannasti fulltrúinn fyrir kenningar hans, enda nú bjartasta sólin í allri kristindómsmóskunni. Hún sér Guðs blessað barn í hverjum óhrjálegasta aumingja, sem á vegi hennar verður og hagar lífi sínu í samræmi við það, honum til hjálp- ar. Ættum við nógu marga hennar líka myndi ekkert hungur til á jörðinni, engar helsprengjur til, ekkert kynþátta- og trúflokkahat- ur og engin banvæn barátta þríf- ast milli „hægri“ og „vinstri" stefna, er skipta þjóðunum nú, meira en nokkuð annað, í fjand- samlegar fylkingar. Líklegt finnst mér að rætur þess fjandskapar sé að rekja til Biblíu- legra hugmynda um Dómsdag, þar sem dómsvaldið dregur menn að- eins í tvo dilka, til hægri og vinstri, Himnaríkis eða Helvítis. Og þó er óhugsandi annað en í sérhverju friðarríki búi þessar tvær stefnur saman jafn réttháar, rétt eins og hægri og vinstri hönd þjóna í eindrægni sama líkaman- um. Hvenær á íslenska þjóðin ekki í einhverjum innbyrðist ófriði? Virðist það ekki oftast mesta hjartans mál hverrar stjórnar- andstöðu að bregða fæti fyrir ríkj- andi stjórn og stjórnarathafnir og koma henni frá, hvað sem það kann að kosta þjóðarheildina. Það heyrist oft og mikið raupað af framtaki og dugnaði þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun og mikil hafa umbrotin verið, en grunnurinn og innviðirnir ekki eins traustir og skyldi. Er ekki líkast því að for- ystumenn okkar á hinu háa Al- þingi hafi með margri sinni marg- stórt feldislagasetningu ekki gert sér í upphafi ljóst hvert hún myndi leiða í framkvæmd. Til dæmis niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur, sem áttu að leysa vanda er án slíkra laga hefði sennilega lagað sig sjálfkrafa að þörfum þjóðfélagsins í einfald- leika sínum. Eða vísitöluöngþveit- ið, sem engin stjórn gat búið við án þess að falsa. Enda hugmynda- fræðileg formúla sett á svið til að reikna laun eftir, burtséð frá raunhæfri greiðslugetu þjóðfé- lagsins. Þjóðin þannig í áraraðir vanin við að lifa eftir fölskum kaupmætti og svo allt sukkið falið með erlendum eyðslulánum, jafn- vel í mesta góðæri. En ófullkomið menneðlið sannar að það tekur fljótar við sér til óhófseyðslu en til einfaldra og heilbrigðra lifnaðar- hátta á ný. Og svo ötullega var gengið að verki með rýrnun krón- unnar að einn daginn var strikað yfir 99 aurana hennar og hún gjörð að 1 eyri og þúsundkallinn að tíkalli. Allir sjá hvað slík efnahagskoll- steypa býður uppá mikið svindl. Nú hefur ríkisstjórnin, fyrir augnablikið, fest krónuna í sessi og greitt verðbólgunni rothögg (þó ekki til dauða, því miður). Þá rís öll stjórnarandstaðan upp með hagsmunahópaforingja i broddi fylkingar og heimtar kjarabætur í krafti verkfallsþvingunar, sem út- lit er fyrir að leiði verðbólgu og vísitöluvíxlhækkunarskrúfu, til vegs í þjóðfélaginu á ný. Og ekki skal gleymd þessi sjálf- sagða prósentuhækkun launa, sem í flestum verkföllum er látin reka lestina, til þess að auka launa- mismuninn og traðka á þeim lág- launuðu. Ég hefi alltaf verið lág- tekjumaður og vanist við að lifa mig inn í þau gömlu sannindi að „nóg á sá, sér nægja lætur“, en áhyggjuleysi vegna einfaldra lifn- aðarhátta mun eiga stóran þátt í lífsgleði og háaum aldri margra. Kerfið og Steindórsstöðin SÆv. bflstjóri á BSR skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um hið svokallaða Steindórsmál og úthlutun atvinnuleyfa til leigu- bílstjóra. Steindórsmenn hafa haldið uppi lúmskum áróðri í þessum málum og oft mjög ósmekklegum og óspart reynt að höfða til samúðar fólks. Þeir hafa meðal annars sagt að verið sé að svipta stóran hóp manna atvinn- unni. Þessi stóri hópur eru 24 menn, sumir í annarri atvinnu, með aksturinn sem aukavinnu. (Það er ekki beðið um samúð t.d. þó fólki í fiskvinnu sé sagt upp störfum svo hundruðum skiptir.) Þeir hamra stöðugt á því að kerfið leiki þá grátt og heimta að því verði breytt þeim í hag, svo að þeir geti grætt á því. Það er leitt til þess að vita að þessir menn skyldu ekki virða dóm Hæstaréttar íslands, eins og raun ber vitni. Því miður í skjóli sam- gönguráðherra, með áróðri og þrýstingi í nafni samúðar og písl- arvættis. Þessir menn vilja ekki hlýta lögum og reglum. Þeir vilja vera forréttindahópur, sem vill braska með réttindi, sem aðrir verða að ávinna sér með aðlögun- artíma, eftir röð. Steindórsmenn tala um slæma þjónustu við fólk og að þeir einir aki þegar færð versnar. Þarna er enn einn lúmski áróðurinn. Þó svo að allir þeirra bílar séu í akstri, en ekki nema helmingurinn af hinum stöðvunum, eru það 24 bílar frá þeim, en 270 frá öðrum stöðvum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, þykjast þessir menn bjarga öllu. Lágkúrulegar eru aödróttanir þeirra um að aðrir leigubílstjórar, upp til hópa, stundi sprúttsölu. Al- varlegastur er þó sá áróður og þrýstingur þeirra að reglugerðin um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík verði afnumin og allur leigubílaakstur verði stjórnlaus og gefinn frjáls. Þá er ég hræddur um að kvartað yrði um slæma leigubílaþjónustu í Reykjavík þeg- ar minnst væri að gera. Það myndi þýða að rekstrargrundvöllur þeirra rúmlega 540 leigubíla, sem nú eru starfræktir í Reykjavík, brysti og Steindórsbílanna líka, ef til kæmi. Þáttur samgönguráðuneytisins í síðustu úthlutun, eins og svo oft áður, er til skammar. Þeir létu kolbrjóta reglugerðina til að þókn- ast lögbrjótunum á Steindóri. Samkvæmt reglugerðinni voru að- eins 7 leyfi laus til úthlutunar, en ráðuneytið lét úthluta 33 leyfum. Eru reglugerðir sem ráðherra undirritar bara ómerk plögg? Þetta hlýtur að teljast furðuleg framvinda mála. Samgönguráðu- neytið höfðaði mál á hendur Bif- reiðastöðinni Steindóri sf. og vann það, en ráðherra hefur sýnt lög- brjótunum mikið umburðarlyndi og undanlátssemi, sem Stein- dórsmenn hafa lítið þakkað, nema síður sé. Þessir hringdu . . Jólarós í óskilum Kona í Kópavogi hringdi og hafði þetta að segja: Síðastliðinn laugardag var kom- ið með jólarós heim til mín og hún skilin þar eftir ómerkt. Ég var ekki heima og tóku börn við send- ingunni. En ég er alveg sannfærð um að þessa jólarós hefur einhver annar átt að fá og er líklegast að sá sem kom með hana hafi farið húsavillt. Það er mér mikið kappsmál að blómið komist í hendur réttra að- ila og vona því að sá, sem kom með það í rautt hús við Hlégerði í Kópavogi hafi samband I síma 42682. Rósin Hönnun: Rolt Sinnemark Töfrar ljósbrotsins njóta sín til fulls í tærum Kosta Kristal. Bankastræti 10, sími 13122 íböda) V____I_J Blaöburöarfólk óskast! í eftirtalin hverfi: Skeifuna og lægri tölur viö Grensásveg. s Metsö/ublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.