Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 19 Afmæliskveðja: Hólmfríður Björns- dóttir 100 ára í öllu því flóði afmælisgreina er þráfaldlega birtast í blöðum þykir tíðindum sæta að sjá þar kveöjur til einhvers, sem náð hefur hundr- að ára aldri. Svo fátítt er það að fólk nái svo háu aldursmarki. í dag, 8. nóvember, er þó haldið hátíðlegt afmæli einnar aust- firskrar heiðurskonu, sem þessum aldri hefur náð. Það er Hólmfríð- ur Björnsdóttir, sem lengi var húsmóðir á Nesi í Loðmundarfirði. Segja má að Hólmfríður beri þennan háa aldur vel, hún klæðist enn daglega, les blöð og grípur í útsaum þegar henni býður svo við að horfa. Það sem bagar hana hvað mest er hve heyrn hennar er biluð. Hólmfríður er Fáskrúðsfirðing- ur að uppruna, fædd í Dölum i Fáskrúðsfirði 8. nóvember 1884. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Stefánsson, sem bjó þar lengi og var þekktur sveitarhöfð- ingi á Austfjörðum, og kona hans, Margrét Stefánsdóttir prests á Kolfreyjustað í sömu sveit. Börn þeirra Dalahjóna, Björns og Margrétar, urðu sex, fimm dætur og einn sonur. Hólmfríður er yngst systkinanna, en elstur var sonurinn, séra Stefán, sem lengi var prestur á Hólmum í Reyðar- firði og fluttist síðar á Eskifjörð. Séra Stefán var um mörg ár prófastur í Suður-Múlaprófasts- dæmi. Árið 1916 giftist Hólmfríður sveitunga sínum, Halldóri Páls- syni búfræðingi í Tungu, syni Páls Þorsteinssonar hreppstjóra og konu hans. Elínborgar Stefáns- dóttur, og tengdust þar saman tvö myndarheimili, sem orð fór af víða um land, utan Fáskrúðsfjarð- ar og Austfjarða. Vorið 1917 flutt- ust þau Hólmfríður og Halldór að Nesi í Loðmundarfirði, þar sem þau síðan bjuggu í 24 ár, eða til vorsins 1941, er þau brugðu þar búi og fluttu til Suðurlands, fyrst í Saltvík á Kjalarnesi, en síðar til Reykjavíkur. Halldór, maður Hólmfríðar, lést um áttrætt. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi og búsett nú á Reykjavíkursvæðinu. Eru þau: Auður, kona sr. Jóns Kr. ísfeld, sem prestur var á Hrafnseyri, Bíldudal og víðar, Leifur, frum- mótasmíðameistari, kvæntur Ár- nýju Ingvaldsdóttur, og Björn gullsmiður, kvæntur Ester Sigfús- dóttur. 011 eru þau systkini góðrar gerðar, svo sem þeim standa ættir til. Hvar sem þau Halldór og Hólm- fríður voru búsett var heimili þeirra byggt upp af heilbrigði, smekkvísi og þeim þjóðlega mynd- arbrag er vakti athygli allra er Þannig lítur hið gáfaða skáld á störf og hlutverk hinnar góðu hús- móður, hvar og hver sem hún er. Starfsvangur Hólmfríðar Björnsdóttur var fyrst og fremst heimili hennar, og sem húsmóðir, eiginkona og móðir helgaði hún því kærleikshug sinn og starfs- krafta alla og vildi, ásamt manni sínum, skapa þar þau vé börnum þeirra og öðrum þeim, sem þar leituðu dyra, að þeim mætti til gleði og mannbóta verða. Og það þykist ég mega fullyrða að það muni börn hennar öll og aðrir, er orð hennar og lífsráð hlýddu á. sammála um, að í þeim hafi sá eldur verið, sem lýst hafi til þroska og heilbrigðs lífsmats á hálum vegum þessa svo oft villu- gjarna heims. Ég sendi Hólmfríði, börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum, svo og öðrum ástvinum hennar, innilegar hamingjuóskir með þetta stórafmæli hennar. Megi sá Guð, sem Hólmfríður á löngum lífsferli ávallt hefur trúað á og treyst, láta henni hverja ævistund, er hún enn kann að eiga ólifaða, verða sem mildasta og besta. Knútur Þorsteinsson Opinn umræðufund- ur um gróður og beit FÖiSTUDAGINN ?. nóvember gengst Líffræðifélag fslands fyrir opnum umræðufundi um gróður og beit Sérfróðir menn munu hafa framsögu og síðan verða umræður bæði á palli og úr sal. Það hefur löngum verið deilt um áhrif beitar á gróður hér á landi sem annars staðar. Má minna á að í sumar varð töluverð umræða um þessi mál í tengslum við upprekst- ur hrossa á Auðkúlu- og Eyvind- arstaðaheiði. Enginn neitar því að mjög hefur gengið á landið síðan menn settust hér að, en deilan snýst um það hversu áhrif mann- anna, bæði bein og óbein, eru mik- il í því sambandi. Niðurstöður ýmissa fræði- manna, sem rannsakað hafa beit- arþol og ástand gróðurs, liggja nú fyrir, en skortur hefur verið á því að þær hafi verið ræddar nægilega mikið opinberlega. Félagið boðar þvi til opins fundar þar sem þessi mál verða rædd á fræðilegum grundvelli. Fundurinn verður haldinn i ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst kl. 15. Framsögn hafa: Hörður Krist- insson, prófessor í grasafræði, sem talar um: „Náttúrulegt gróð- urfar og áhrif sauðfjárbeitar"; Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri gróðurfarsdeildar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, sem talar um: „Áhrif beitar á gróður- far"; Ólafur Dýrmundsson, land- nýtingaráðunautur Búnaðarfélags Islands, sem talar um: „Beitarnýt- ingu og skipulagningu beitar- mála". Auk framsögumanna taka þátt í pallborðsumræðum þeir Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búfj- árdeildar Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins og Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri. Fundarstjóri verður Þorsteinn Tómasson, aðstoðarforstjóri Ran- nsóknastofnunar Landbúnaðarins. (K'rétUlilkynnine) Hólmfrídur Björnsdóttir þar bar að garði. Og rausn þeirra og gestrisni brugðust aldrei. Hólmfríður er að eðlisfari listhneigð og handlagin og eru verk hennar á sviði útsaums og kvenlegrar hándavinnu rómuð meðal allra, sem séð hafa. Hefur hún prýtt og fegrað heimili sitt með ógrynni slíkra listmuna og svo hugleikin hefur henni verið þessi listmunasköpun, að aldrei var tómstund sleppt er gafst frá heimilisstörfum til að sinna henni og enn í dag grípur hún til slíkra starfa er þrek og heilsa leyfðu. Á svo stóru og óvenjulegu ald- ursafmæli, sem Hólmfríður Björnsdóttir á nú í dag, verður það eðlilega margt, sem á hugann leit- ar, margt, sem vert væri að skrifa um, hundrað ára lífsferill, sem borinn hefur verið uppi af at- hafna- og eljusemi þjóðfélags- borgara, sem af bestu getu og trúmennsku við Guð og menn hef- ur viljað leysa hvert sitt hlutverk af hendi, skapar svo margar minn- ingar, sem kært er að rifja upp, en sem ógerlegt er í stuttri afmæl- iskveðju. { einu góðkvæða sinna, „Hús- móðirin", kemst Davíð Stefánsson svo að orði: „Um allt er barist, völd og fé og fjöll, um fisk á miðum, sprek á eyðisandi. En jörðin yrði fögur friðarhöll, ef fengi ráðið hennar kærleiksandi. Án verkalauna vann hún störf sín öll, en vígði sína krafta þjóð og landi. í bænum hennar bíður eldur falinn, til bjargar þeim, sem leita heim í dalinn.' Vinsælu ensku ullarúlpurnar (Duffel Coat) dömu-, herra og barnastærðir komnar aftur. Verð frá 898.- MICROLINE tölvuprentari á aðeins kr. 9.900! Við höfum flutt starfsemi okkar í nýtt og rúmgott húsnæði að Skeifunni 11. Af þessu tilefni höfum við ákveðið að bjóða tölvueigendum Microline 80, tölvuprentara á sérstöku tilboðsverði, kr. 9.900- og gildir tilboðið út nóvember. Við viljum ennfremur benda á að vegna hagstæðra innkaupa hefur verð á flestum gerðum Microline prentara lækkað um allt að 15%. MICROLINE Mest seldu tölvuprentarar á íslandi. MÍKRO Skeifunni 11 Sími 685610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.