Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Hverju var stolið? — hugleiðingar um frjálst útvarp eftir Eirík Jngólfsson Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um útvarp og það hvort einkaréttur Ríkisútvarpsins skuli afnuminn. Þar sem flestir þeir sem hæst hafa látið í þesari um- ræðu hafa annað hvort mælt gegn frelsinu til að útvarpa, eða flutt allt að því móðursjúkar varnar- ræður fyrir hönd Ríkisútvarpsins, langar mig til að leggja nokkur orð í belg ef það mætti verða til þess að svara einhverjum spurn- ingum og leiðrétta allt að því hættulegan misskilning, sem víða virðist skjóta upp kollinum í þess- ari umræðu. Allri umræðunni um þetta mál má eiginlega skipta í tvennt. Ann- ars vegar er umræðan um það hvort einkaréttur Ríkisútvarpsins skuli afnuminn og hins vegar moldviðrið um þær útvarpsstöðv- ar sem spruttu upp, út um allt land, í nýafstöðnu verkaflli BSRB. Mig langar til að byrja á því síðar- nefnda. Stoltið og rétturinn Hafi stoltið verið drifkraftur þeirra ríkisstarfsmanna, sem gengu frá störfum sínum nokkrum dögum fyrir boðað verkfall, þá var það ekki síður hreyfiafl þeirra sem ákváðu að láta ekki þagga niður í sér og samborgurum sínum þó einhverjir ríkisstarfsmenn væru á annarri skoðun. Neyðarréttur er orð sem flaggað hefur verið í þessu máli, með réttu eða röngu. Andstæðingar tján- ingarfrelsis hafa að sjálfsögðu snúið út úr því á marga vegu, en jafnvel starfsmenn Ríkisútvarps- ins hafa fallist á að það væri nauðsynlegt af öryggisástæðum að halda uppi upplýsingamiðlun í þjóðfélaginu. Þeir sáu það að vísu ekki fyrr en fjölmargir aðilar höfðu tekið að sér þessa nauðsyn- legu þjónustu, flestir reyndar í sjálfboðavinnu, með því að setja á stofn útvarpsstöðvar víða um land. Þar með höfðu allir aðilar þessa máls fallist á að þau sjón- armið sem gilda um neyðarrétt næðu einnig til þessa máls. Út frá neyðarréttarsjónarmiðum er það talið lögmætt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, svo sem að brjóta rúðu í annars manns húsi til að bjarga barni frá því að brenna inni. Það varðar við lög að brjóta rúður í annarra manna húsum, en þegar meira verðmæti er í húfi en rúðan sjálf, er það almennt viðurkennt að slíkt sé ekki refsivert, með öðrum orðum, neyðarréttarsjónarmið réttlæta verknað sem undir öðrum kring- umstæðum myndi vera refsiverð- ur. Það er enn ekki fullljóst, hvort þessi röksemd stenst fyllilega fyrir dómstólum, í útvarpsmálinu, en þar til dómstólar hafa skorið úr þessu máli verða borgararnir að bíða og stilla sig um að setjast í dómarasætið. Dómstóll götunnar Alþingismaðurinn Eiður Guðnason er einn þeirra sem ekki hafa getað staðist þá freistingu að setjast í dómarasætið. Undanfarið hefur Eiður lagt að velli hverja vindmylluna á fætur annarri, að hætti sögufrægra riddara, en í öll- um hamaganginum hefur honum sést yfir marga hluti, sem hann hefði sennilega betur athugað áð- ur en hann lagöi upp í þessa her- för. Þann 2. nóvember ritar Eiður grein í málgagn einnar af þessum útvarpsstöðvum, sem hann er reiður út í. Þar otar hann sverði sínu að þeim tveim stöðvum, sem hann hlustaði á í verkfallinu, nefnilega útvarpi DV-manna og Frjálsu útvarpi. í grein þessari stendur Eiður fastar á því en fót- unum, að útvarpað hafi verið úr Valhöll þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur skrifstofur eins og kunnugt er. Eiði hefur senni- lega ekki borist í hendur skýrsla miðunarmanna Pósts og síma, en í henni er ekkert sem staðfestir þann þráláta orðróm, að skrifstofa flokksins hafi breyst í útvarpsstöð á einni nóttu. Þvert á móti er það skýrt tekið fram, að engar áþreif- anlegar sannanir séu fyrir því, að útvarpað hafi verið úr Valhöll. Reyndar ruddust miðunarmenn óboðnir inn í einhver þeirra fyrir- tækja, sem hafa skrifstofur í Valhöll, en eins og þeir sögðu sjálfir frá var ekkert sem benti til að útsendingar færu fram þaðan. Ef Eiður Guðnason veit eitthvað um rekstur og starfsemi þessara útvarpsstöðva, sem hvorki sérmenntaðir miðunarmenn Pósts og sírna, né Rannsóknarlögregla ríkisins vita, þá ber honum að gefa um það skýrslu og láta síðan dómstóla skera úr um lögmæti. Annars er Eiður að hylma yfir það sem hann sjálfur kallar lögbrot og slíkt sæmir ekki alþingismanni. Eiður ætti líka að gefa skýrslu um þá ólöglegu útvarpsstarfsemi sem kjósendur hans í þéttbýliskjörn- um á Vesturlandi hafa stundað í skjóli þingmannsins um nokkurra ára skeið, í formi myndbandak- erfa, sem sýna meðal annars frétt- ir og fréttamyndir sem gamlir vinnufélagar Eiðs á Sjónvarpinu, ættu lögum samkvæmt að hafa einkarétt á. Kvennapólitík En það hafa fleiri látið í sér heyra í þessu máli en Eiður Guðnason. Fimmtudaginn 1. nóv- ember birtust í DV tvær greinar um útvarpsmálið. Greinarnar eiga Eiríkur Ingólfsson „Litlar líkur eru á ad Ríkisúlvarpiö verði lagt niður. Það er hins vegar hugsanlegt að það breytist lil batnaðar í kjölfar samkeppninnar. Ef frelsi verður veitt til að útvarpa munu vænt- anlega margir vilja spreyta sig." að minnsta kosti tvennt sameigin- legt. I fyrsta lagi eru þær báðar ritaðar til þess að kasta rýrð á þá ákvörðun að láta ekki verkfalls- menn þagga niður í sér og til að halda uppi vörnum fyrir Ríkisút- varpið, og í öðru lagi eiga þessar greinar það sameiginlegt, að byggja á misskilningi, sem ég tel skylt að leiðrétta. Steinunn Jóhannesdóttir túlkar á skemmtilegan, en alrangan hátt, þau neyðarréttarsjónarmið sem stofnendur útvarpsstöðvanna héldu á lofti. Þar sem ég hef fyrr í þessari grein vikið nokkuð að þessu atriði, mun ég ekki fjalla frekar um það í þessu sambandi, en vekja þess í stað athygli á málflutningi, sem mér finnst í aðra röndina hjákátlegur, en fyrst og fremst lýsandi fyrir alla þessa umræðu. Steinunn er nefnilega ein af þeim sem í fyrsta lagi vill •» frjálsar útvarpsstöðvar feigar og í öðru lagi að þær vandi meira dagskrárgerð og val á starfsfólki. Þessum tvískinnungi má líkja við það að í ööru orðinu er hrópað: Hengjum þjófinn, en síðan er sagt við þjófinn: Úr því þú þurftir nú endilega að vera að því að brjóta login, þá gastu nú reynt að vera svolítið skemmtilegri! Flestar ef ekki allar þær útvarpsstöðvar sem tóku til starfa í verkfallinu höfðu aðeins tvo til þrjá daga til undir- búnings. Flestir skilja sennilega það sjónarmið aðstandendanna að leggja ekki strax út í miklar fjár- festingar í hljómplötum. Og þegar allur útsendingarbúnaðurinn þarf að komast í tvær ferðatöskur, eru ákveðin takmörk fyrir þeim tæknibúnaði sem hægt er að nota. Einnig stóðu aðstandendurnir frammi fyrir því að vanir lesarar, svo sem leikarar og útvarpsþulir, voru í verkfalli, svo menn urðu að láta sér nægja að búa við það sem hendi var næst. Ragnheiður Davíðsdóttir skrif- ar í sama blaði, um sama mál. Hún gerir sig að vísu ekki seka um tvískinnungshátt, aðeins fáfræði. Ragnheiður er ein af þeim sem greinilega hefur ekki minnstu hugmynd um raunverulegan kostnað við rekstur mismunandi fjölmiðla. Það verður að vísu að segja henni til málsbóta að hún hefur ekki aðrar tiltækar heimild- ir um útvarpsrekstur en rekstur Ríkisútvarpsins, en sú stofnun verður víst seint nefnd í sömu andrá og orðin hagsýni og sparn- aður. Því þótt það hafi kostað skattborgara eins og Ragnheiði Davíðsdóttur á fjórða tug milljóna að koma á fót hinni margfrægu Rás 2, hjá Ríkisútvarpinu, hefðu margir aðilar treyst sér til að setja á stofn 10—15 litlar út- varpsstöðvar fyrir þá fjárhæð. Það er nefnilega rangt, að það sé dýrara að setja á stofn litla út- varpsstöð, en að stofna dagblað. Tækjabúnaður til þess að setja á stofn litla útvarpsstöð kostar á bilinu 1—1,5 milljónir og er þá miðað við ný tæki, og stöð af þeirri stærð sem nægði til að senda út yfir höfuðborgarsvæðið, eða Eyja- fjarðarsvæðið, Vestmannaeyjar, eða aðra þá landshluta sem ekki væru sérstaklega erfiðir til út- sendinga, af landfræðilegum ástæðum. Það er sem sé alveg ljóst að frelsið til að sigla á öldum ljósvakans er frelsið undan fjár- magninu og hreint engin afbökun eins og Ragnheiður Daviðsdóttir kallar það. Afbökunin í þessu rnáli hefur verið í höndum starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem í bókstafleg- um skilningi hafa vísvitandi af- bakað hugverk samstarfsmanna sinna á niðurlægjandi hátt og þannig þverbrotið allar reglur um hlutleysi. Og það sem meira er, er að þessa niðurlægingu máttu höf- undarnir þola, án þess að fá upp- reisn æru sinnar, án þess að afsök- un, eða leiðrétting hafi birst og án þess að nokkuð hafi í raun verið gert til að koma í veg fyrir að sag- an endurtæki sig. Er þetta Ragn- heiðarréttlætið sem koma skal? Ólafs þáttur Sigurðssonar Nýjasta innleggið í þessa um- ræðu birtist svo í Morgunblaðinu laugardaginn 3. nóvember. Þar er á ferðinni atvinnuspyrillinn ólaf- ur Sigurðsson, sem að þessu sinni tekur að sér að svara eigin spurn- ingum. En þar sem þær niðurstöð- ur sem Ólafur kemst að í grein sinni, eru vefengjanlegar, finnst mér óhjákvæmilegt að leggja orð í belg. Olafur byrjar á þvf að fjalla um allar þær reglur sem nauðsynlegt sé að setja um frjálsar útvarps- stöðvar, til þess að vernda þjóðina fyrir sjálfri sér. Ekki verður ann- að séð en Ólafur telji löggjöf landsins áfátt, hvað varðar reglur um óréttmæta viðskiptahætti, að minnsta kosti telur hann þörf á sérstökum reglum fyrir Ríkisút- varpið (og þá væntanlega fyrir aðrar útvarpsstöðvar), en hinn al- menni borgari verður að Iáta sér nægja að treysta á landslög ein sér, þegar aðrir fjölmiðlar eiga í hlut. Ólafur víkur síðan að þeirri skyldu sem hvílir á Ríkisútvarp- inu að gæta hlutleysis í frétta- flutningi. Ólafur viðurkennir að þegar til skamms tíma er litið, til dæmis til fjögurra vikna eða eins sjónvarpsþáttar, þá kunni frétta- stofur útvarps og sjónvarps að gera sig sekar um hlutleysisbrot. En það sem Ólafur telur réttan skilning á þessari hlutleysisreglu er, að fréttaflutningur sé hlutlaus, bara er litið er til nógu langs tíma. Hversu lengi eigum við að bíða? Ástæðan fyrir því að þjóðin fylgir ekki öll sömu stjórnmála- stefnu er ekki sú að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi fylgt ein- hverri langtíma-meðaltalshlut- leysisreglu, heldur sú að aðrir fréttamenn hafa líka sagt frá sömu atburðum á annan hátt í öðrum fjölmiðlum. Lykillinn að hlutleysinu Hggur nefnilega í því, að margir aðilar segi á sama tíma sína hlið á málinu, hversu hlut- dræg sem hún kann að vera og hlustendur dragi síðan eigin ályktanir af mismunandi skoðun- um, en láti ekki Ólaf Sigurðsson eða aðra fréttamenn segja sér hvenær þeir séu búnir að ná „lang- tímahlutleysi" í fréttaflutningi, með því að vera á hverjum tíma „skammtímahlutdrægir". Þjóðþrifaverkið Ólafur krefst þess af aðstand- endum þeirra útvarpsstöðva, sem hófu rekstur þegar Olafur tók sér frí, að þeir geri grein fyrir skiln- ingi sínum á orðinu þjóoþrifaverk. Eg skal með glöðu geði segja Ólafi og öðrum hvað ég tel þjóðþrifa- verk í þessu sambandi. Ég get ekki svarað fyrir aðra „útvarpsmenn", né heldur get ég ábyrgst að sá hluti þjóðarinnar sem hlustaði á þessar stöðvar sé á sömu skoðun og ég, enda tek ég ekki að mér að búa til skoðanir fyrir aðra. Þjóð- þrifaverkið fólst að mínu mati í því að sýna þjóðinni fram á að það væri ekkert náttúrulögmál að rík- ið hefði einkarétt á útvarpi og sjónvarpi. Það væri ekkert nátt- úrulögmál að þjóðin skyldi bara halda kjafti, úr því Jón Múli og Ólafur Sigurðsson fengu ekki út- borgað fyrir þann tíma sem þeir unnu ekki. Það væri ekkert nátt- úrulögmál að plötuspilari í út- varpsstöð þyrfti að kosta bílverð og aðeins auðmenn gætu stofnað slíkt fyrirtæki. Það væri ekki Opið bréf til alþingismanna um Framkvæmdasjóð aldraðra — eftir Sigurbjörn Sueinsson Fyrir fáum árum komuð þér á fót sjóði nokkrum, er hlaut nafnið Framkvæmdasjóður aldraðra. Mikil umræða hafði átt sér stað um aðbúnað aldraðra, fjölda þeirra á komandi árum og aðgerð- arleysi opinberra aðilja í þeirra þágu. Nokkur sveitarfélög höfðu þó reynt að bæta þar úr skák, þ.á m. Reykjavíkurborg, en mikið skorti á að vel væri. Einhver upp- bygging hjúkrunardeilda var á prjónunum, þar sem ríkissjóður bar stærstan hluta kostnaðar, en dvalarheimili og íbúðir fyrir aldr- aða höfðu átt erfitt uppdráttar um árabil. Nú skyldi bæta um betur. Hinn nýi sjóður yrði burðarás mikillar sóknar á þessu sviði. Skattur var lagður á hvern skatt- þegn, svokallaður nefskattur. Rík- issjóður skyldi og leggja í sjóðinn það fjármagn, sem til þurfti til að standa við eWri reglur um bygg- ingu hjúkrunardeilda. Þó skattar séu einatt óvinsælir má segja með nokkrum rétti, að þjóðin hafi gengið fagnandi undir þetta nýja skattaok. Flestir gerðu sér grein fyrir þeim árangri, sem ná mátti með skjótum hætti á þennan veg. Skilningur þjóðarinn- „Látið fjármuni aldr- aðra í friði. Látið Fram- kvæmdasjóð aldraðra í friði með sinn tekju- stofn og sín verkefni." ar var ríkur. En Adam var ekki Iengi í Para- dis. Það gerðist, sem margir höfðu óttazt. Skattinum var stolið. Við af- greiðslu síðustu fjárlaga dró ríkis- sjóður að sér hendur, þannig að 15 milljónir voru teknar af nefskatt- inum til að standa við skuldbind- ingar ríkissjóðs við byggingu hjúkrunardeilda. Fimmtán millj- ónir voru teknar af þeim fjármun- um, sem þjóðin greiddi í þeirri góðu trú, að þeim yrði varið til dvalarheimila og íbúða fyrir aldr- aða. Þér létuð yður þetta í léttu rúmi liggja. Þetta var afgreitt við síðustu umræðu fjárlaga, þannig að engin umræða gat farið fram utan veggja Alþingis. Þegnarnir gátu hér engin áhrif haft. Það gerðist, sem margir höfðu óttazt. Yður var ekki treystandi fyrir mörkuðum tekjustofni til ákveðins verkefnis. Hér var vand- inn hægur og freistingin of mikil að seilast í vasa þeirra, sem áttu sér fáa málsvara eða ármenn á æðri stoðum. Þjóðin tók glöð við hinum nýja skatti. Hún taldi að verja ætti honum til nýrra verkefna í þágu aldraðra en ekki létta oki af mæddum ríkissjóði. Þessi skattur hafði meðbyr, hefur hann enn og mun hafa, verði hann látinn gegna sínu hiutverki. Góðir alþingismenn. Minnugur þess, að svo má brýna deigt járn að bíti, birti ég yður bréf þetta. Látið fjármuni aldraðra í friði. Látið Framkvæmdasjóð aldraðra í friði með sinn tekjustofn og sín verkefni. Hækkið heldur nefskatt- inn nokkuð umfram aðra skatta. En ráðstafið því, sem þannig afl- ast, á þann veg, að ekki orki tví- mælis. Höggvið ekki aftur í sama knérunn. Með beztu kveðju. Sigurbjörn Sveinsson er læknir í Búdardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.