Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUB 8. NÓVEMBEB 1984 31 Nicaragua: Herflugvélar í sovésku skipi? Wuhtnolnn 7 nniomW AP ^™" Waííhingutn, 7. nóvember. AP. Bandaríkjamenn hafa undanfarn- ar vikur fylgst gaumgæfilega með sovésku flutningaskipi, sem nú er sennilega komið til hafnar einhvers staöar í Nicaragua, en talsmenn Hvíta hússins segja, að ekkert liggi fyrir sem sanni að um borð í skipinu séu sovéskar orrustuflugvélar af gerðinni MIG 21. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hafði það í gær eftir heimild- armönnum sinum innan banda- risku leyniþjónustunnar, að bandarísk yfirvöld teldu sennilegt að orrustuflugvélar væru um borð og ef það reyndist rétt hefðu þau í hyggju, að stoðva skipið með ein- hverjum ráðum. Sendiráð Nicaragua í Washing- ton hefur vísað þessari frétt á bug og segir ekkert hæft í því að skipið flytji herflugvélar. Jafnframt saka talsmenn sendiráðsins Bandaríkjastjórn um að búa til tylliástæðu fyrir árás á Nicar- agua. Larry Speakas, blaðafulltrúi Reagans forseta, sagði í Los Ang- eles í gær að hann gæti ekki upp- lýst hver farmur fluntingaskips- ins væri. Ef orrustuflugvélar væru um borð liti Bandaríkjastjórn svo á, að um alvarlega ögrun væri að ræða. Simamynd AP. L Móðir Teresa harmi slegin Móðir Teresa er miður sín er hún yfirgefur shika-heimili eitt í Trilokpouri-hverfinu í Nýju Delhi. Hún var að kynna sér ástand mála eftir að óeirðunum sem fylgdu i kjölfarið á morði Indiru Gandhi lauk. Þrjú brunnin lík voru í húsi því sem Teresa er að yfirgefa á myndinni. Arthur Scargill: Segir verkfallið ekki að splundrast Edinborg, 7. BÓvember. AP. ARTHUR Scargill, leiðtogi verka- lýðsfélags kolanámuverkamanna í Bretlandi lét hafa eftir sér í dag, að það væri af og frá að hið 8 mánaða gamla verkfall væri að fara út um þúfur. Hélt Scargill þrumandi ræðu á starfsraannafundi í Edinborg og var vel fagnað af viðstöddum. Fund- urinn var einn af fimm áætluðum sem haldnir verða til að stappa stál- inu í námumenn. „Sannleikurinn er sá, að 131 námur hafa stöðvast i verkfallinu og 80 prósent félaga okkar eru í verkfalli. Tölur þær sem atvinnu- rekendur hafa gefið upp um þá sem haldið hafa aftur til vinnu eru villandi," sagði Scargill. Umrædd- ar tölur hljóðuðu upp á 1200 kola- námumenn sem hefðu mætt til vinnu tvo fyrstu daganna í vik- unni, eftir að atvinnurekendur höfðu boðið þeim háar sérgreiðsl- ur í jólamánuðinum. Scargill út- listaði ekki á hvern hátt umrædd- ar tölur hefðu verið „villandi". Á hinn bóginn fréttist að i dag hefðu 350 námuverkamenn til viðbótar bæst í sívaxandi hóp þeirra sem byrjað hafa vinnu á ný. Margareth Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í þing- ræðu í gær, að stjórnvöld hefðu ekkert frekar fram að færa til kolanámumanna, þau hefðu boðið þeim raunhæfar kauphækkanir með hliðsjón af stoðunni í efna- hagsmálum. „Ef Scargill og hans lið gengur ekki að þessu er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort deilan kunni að standa í raun og veru út af allt öðru en kaupi og kjörum launþeganna sem eru í'verkfallinu, þ.e. að astæðurn- ar fyrir verkfallinu séu af póli- t likum toga," sagði Thatcher. Ekki er allt sem sýnist Sparifjáreigendur eiga nú fleiri kosti en nokkru sinni fyrrtil að ávaxta pening- ana. Og um leið verður allur samanburður á innlánsformum flóknari og erfiðari. Gylliboðin með lýsingarorðum í hástigi birtast úr öllum áttum, en pegar að er gáð bá ©f ekki allt sem sýnist. Hvað barf til að ná hœstu ávöxtun? Hvaða áhrif hefur úttekt? Boð okkar er hœkkun vaxta á 6 mánaða reikningum. Þannig fœst 27,2°/o ársávöxtun sem er sambœrileg við hámarksávöxtun hjá peningastofnunum almennt. Einfalt mál. Fóið samanburðinn í Sparisjóðnum. SPARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna ra NYTT ra GROHE LADYLUX - LADYLINE létta eldhússtörfin Ladylux og Ladyline eru heiti á nýrri kynslóð eldhúsblöndunartækja frá Grohe. Fáanleg í fjölbreyttu litaúrvali sem einnar handar eöa tveggja handa tæki. Margvíslegir notkunarmöguleikar: Breytilegur uöi, skafa eða bursti sem tengja má við tækin með einu handtaki. Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki í eldhúsið. GROHE = öryggi, ending og fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. RR BYGGINGAVORUR HE Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.