Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 64
gr$p«M&§>i§i SlAÐfESriAMSTRAUST OPIÐ ALLA DAGA - - ÖLL KVÖLD -Æ/fo 4tt tnl Chff /'&óerée'Bj AUSTUFISTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SIMI 11340 FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER 1984 VERÐ I LAUSASOLU 25 KR. Skautað í vetrarsól MorKunblaðiA/Ól.K.M. Islenskir læknar: Gífurleg aukning húðkrabbameins Ungar konur sem nota sóllampa í miklum meirihluta Tillaga í stjórn Jökuls á Raufarhöfn: Kaupfélögin eignist meirihluta hlutafjár STJÓRN Jökuls hf. á Raufarhofn hefur nú til athugunar tillögur fram- kvæmda.stjóra og .stjórnarformanns fyrirtækisins um að stofnað verdi nýtt fískvinnslufyrirtæki á staðnum, sem yrði að meirihluta í eigu kaupfé- iaganna á Raufarhöfn og Kópaskeri. Raufarhafnarhrcppur á um 94% hlutafjár í Jökli. Kyrirta-kið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum á und- anfórnum árum. „Verði stofnað nýtt fyrirtæki um fiskvinnslu hér á Raufarhöfn er hugmyndin sú, að hreppurinn, eigandi Jökuls, leggði til frysti- húsið og eignir þess, að togaranum Rauðanúpi undanskildum," sagði Gunnar Hilmarsson, stjórnarfor- mrtður Jökuls og sveitarstjóri á Raufarhöfn, í samtali við blaða- mann Mbl. í gærkvöldi. „Hug- myndin, sem komið hefur upp í viðræðum okkar framkvæmda- stjórans við kaupfélagsstjórana og fleiri aðila, er að hlutafé þessa nýja fiskvinnslufyrirtækis yrði samtals um 15 milljónir. Það er einnig hugmyndin að byggja hér - nýtt frystihús, sem brýn þörf er á. Málin eru rétt að komast á um- ræðustig og þau á eftir að ræða og samþykkja í viðeigandi stjórnum — stjórn Jökuls, hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps og stjórnum viðkomandi kaupfélaga. Á meðan það hefur ekki verið gert tel ég ekki rétt að fjalla mikið um málið á opinberum vettvangi." Þorgeir Hjaltason, stjórnar- maður í Jökli, sagði að á stjórnar- fundi í fyrirtækinu í gær hefði verið lögð fram skýrsla um við- ræður, sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri hefðu átt í. „Hugmyndin virtist vera að pressa þetta í gegn á fundinum en við í minnihluta stjórnarinnar fengum því afstýrt og höfum fengið frest til að athuga málin. Það er enda hreppsnefndin, sem hlýtur að taka um þetta endanlega ákvörðun frekar en stjórn Jökuls." Hann sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir að hreppsfélagið myndi eiga 40% í væntanlegu nýju fisk- vinnslufyrirtæki, Kaupfélag Norð- ur Þingeyinga á Raufarhöfn önnur 40% og að 20% hlutafjárins yrði boðið út. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem lögð var fram á fund- inum, hefði Kaupfélag Langaness á Kópaskeri lýst sig reiðubúið til að kaupa verulegan hluta þess hlutafjár. A ÞESSU ári hefur orðið gífur- leg fjölgun tilfella af húðkrabba- meini hérlendis. Um er að ræða tegund húðæxla, sem kölluð eru illkynja litaræxli. I langflestum til- vikum um að ræða ungar konur, sem hafa stundað sóllampa. „Við hljótum að spyrja hvað sé hér um að vera, því að á þessu ári hefur fjölgun húðkrabbameinstil- fella verið slík, að við höfum haft til meðferðar á lýtalækningadeild Landspítalans sama fjölda tilfella og á fjórum til fimm árum saman lagt fram að þessu," sagði Árni Björnsson, skurðlæknir á lýta- lækningadeild Landspítalans i samtali við Mbl. í gær. „Þegar við bætist, að í flestum tilfellum er um að ræða ungar konur, sem hafa notað sóllampa, fer ekki hjá því að mann gruni að þarna á milli sé orsakasamband, eins og reyndar hefur verið bent á áður bæði hér á landi og annars staðar," sagði Árni. „Það hlýtur að vera svo, enda veit ég ekki hvort þessi mikla sól- lampanotkun hér á landi á sér nokkurs staðar hliðstæðu og þess- arar skyndilegu aukningar á húðkrabbameinstilfellum hefur ekki orðið vart á hinum Norður- löndunum. Hins vegar er erfitt að sanna að einstök tilfelli af þeirri tegund húðkrabbameins, sem hér um ræðir, séu tilkomin vegna notkun- ar sólarlampa, frekar en hægt er að sanna að krabbamein í lungum stafi af reykingum, þó að orsaka- sambandið þar á milli sé svo greinilegt að engum detti í hug að neita því að það sé til staðar." Árni kvað lækna á lýtalækn- ingadeild Landspítalans hafa sent landlæknisembættinu bréf um málið og væri ákvarðanataka um aðgerðir því nú í höndum þess. „Ef orsakasamhengið milli notkunar sóllampanna og illkynja húðæxla reynist vera til staðar," sagði Árni Björnsson að lokum, „þá eigum við eftir að sjá gífur- lega aukningu á þessum tilfellum á næstunni, til viðbótar því sem þegar er orðið." 22 þúsund tonn af kartöflum upp úr görðum: Uppskeran 8 þúsund tonn- um meiri en ársneyslan UPP ÚR kartöflugörðum lands- manna komu í hausl um 22 þúsund tonn af kartöflum samkvæmt yfirliti sem Eðvald B. Malmquist, yfirmats- maður garðávaxta, hefur tekið sam- an. Telur Eðvald að nýtanleg upp- skera hjá bændum hafi verið 150 til 160 þúsund tunnur og áa-tlar að heimilisræktun hafi numið 60 til 65 þúsund tunnum, eða nálægt 220 þús- und tunnum alls, sem er um 22 þús- und tonn. Kr þetta um 8 þúsund tonn- um meira en áætlað er að landsmenn neyti á ári. Samkvæmt þessu hefur orðið metuppskera í kartöflum í sumar en til samanburðar má geta þess að í fyrra komu aðeins um 37 þúsund tunnur upp úr kartöflugörðum landsmanna. Eðvald telur að kart- öfluneysla landsmanna sé vart meiri en 130 til 150 þúsund tunnur á ári og er því um verulega offramleiðslu aö ræða. Eðvald taldi að ef vel væri að málum staðið ættu landsmenn að geta fengið góðar kartöflur alveg fram á næsta haust og gerði sér vonir um að kartöfluneyslan gæti aukist eitt- hvað vegna betri og heilbrigðari vöru en áður og fjölbreyttara úr- vals. Straumsvík: Milljónasta áltonnið var fram- leitt í gær í GÆR framleiddi íslenska álfélagið í Straumsvík milljón- asta tonnið af áli frá stofnun verksmiðjunnar árið 19fi9. í þessu tilefni hefur öllu starfs- fólki ÍSAL verið boðið í sam- sæti en vegna fyrirkomulags vakta verða þeir að njóta góð- gerðanna í þrem hópum og stendur hófið því fram yfir helgi. Soffanías Cecilsson, formaður Félags fiskvinnslustöðva: Þörf á 30 % gengisfellingu Vorum að kaupa okkur frið með undirskrift samninganna við ASI „FISKVINNSLAN var komin í þrot fyrir þessa samninga. Nú kemur til 24% hækkun launa og í kjölfarið hlýtur að fylgja svipuð hækkun fiskverðs. Það liggur því í loftinu þörf fyrir allt að 30 % gengisfellingu eigi fískvinnslan ekki að stöðvast Fiskvinnslan þolir alls ekki þessar kostnaðarhækkanir. Stefnan í kjarasamningunum var tekin af opinberum starfsmönnum og fulltrúum rikisins og með undirskrift samninganna við ASÍ vorum við einfaldlega að kaupa okkur frið," sagði Soffanías ('erilsson, formaður Félags fískvinnslu- stöðva, er Morgunblaðið innti hann álits á áhrifum nýgerðra kjarasamninga VSÍ og ASÍ. Soffanías sagði ennfremur, að fyrir þessa samninga hefði fisk- vinnslan í heild staðið i járnum, en verulegt tap hefði verið á salt- fiskverkun og rækjuvinnslu svo ekki væri minnzt á skreiðina. Fiskvinnslan gæti aldrei staðið undir þeim launahækkunum, sem nú hefði verið samið um, og í kjöl- farið hlyti að fylgja svipuð hækk- un fiskverðs. „Ef verð þess gulls, sem við geymum í frystigeymslunum, verður ekki leiðrétt, hljótum við að stöðva reksturinn eins og gert var í Vestmannaeyjum í sumar. Ef við stoppum fer þjóðfélagið á hausinn og því er ljóst að geng- isbreyting þarf að koma til. Gullið í geymslunum er ekki rétt verð- lagt, það kostar meira. Gengis- breyting bætir hins vegar ekkert úr stöðu þeirra, sem mest skulda, aðeins þeirra, sem þokkalega eru staddir. Ég sé enga aðra leið til bjargar en þá, að við sem öflum gjaldeyrisins fáum að halda hon- um og ráða verðinu á honum. 12 til 14% gengislækkun myndi fleyta þeim fyrirtækjum, sem minnst skulda, eitthvað áfram, en þá er ég aðeins að tala um kostn- aðaraukninguna vegna kjara- samninganna. Svipuð fiskverðs- breyting hlýtur að fylgja í kjöl- farið og því liggur í loftinu þörf á allt að 30% gengisfellingu, en hún þarf ekki að koma öll í einu. Ég tel að það séu tvær leiðir til að rétta þjóðfélagið af; að skera niður ríkiskerfið um helming og stórauka aðhald að þjónustufyr- irtækjum," sagði Soffanias.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.