Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Launin skert nær ár- lega frá stríðslokum — segir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, um nýgerða samninga „MKSTl ávinningurinn í þessum samningnum felst í því að geta eytt tvöfalda kerfinu á jafn skömmum tíma og samningurinn gerir ráð fyrir," sagði Bjarni Jakobsson, for- maður Iðju, í samtali við blaðamann Mbl. um nýgerðan heildarsamning ASÍ og VSÍ. Bjarni sagðist telja að samning- urinn væri „eftir atvikum góður miðað við það, sem á undan var gengið. Þegar BSRB, prentarar og fleiri höfðu samið á sömu nótum var ekki um aðra leið að velja fyrir okkur," sagði hann. „Að sjálfsögðu vildi ég, eins og margir aðrir samherjar mínir, heldur fara skattalækkunarleiðina. Þá hefði frekar verið möguleiki að tryggja kaupmátt umsaminnar kauphækkunar. Við vitum," sagði Bjarni, „að ríkisstjórnir hafa tilhneigingu til að skera af laununum, sama hver er við stjórnvölinn. Samkvæmt at- hugun, sem ég gerði fyrir nokkr- um árum, hafa laun verið skert á hverju ári — að tveimur árum undanskildum — allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar." Alþjóðahafrannsóknaráðið: Leggur til 50 til 100%aukningu á loðnukvótanum Alþjóðahafrannsóknaáðið hefur nú gert það að tillögu sinni, að leyfi- legt aflamagn úr loðnustofninum við ísland og Jan Mayen verði aukið til bráðabirgða um 50 til 100%. Áður var leyfilegt að veiða 300.000 lestir úr stofninum. Það er síðan viðkom- andi ríkisstjórna að taka endanlega ákvörðun um aflamagnið. Jakob Magnússon, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef af þessu yrði þýddi það 450.000 til 600.000 lesta veiði til bráðabirgða eða þar til niðurstöð- ur úr yfirstandandi loðnuleiðangri lægju fyrir. Útlendingar hefðu tekið 120.000 lestir úr stofninum á haustmánuðum, þannig að okkar hlutur gæti orðið 480.000 lestir miðað við hærri mörkin. Hæpið væri að loðnan væri nú veiðanleg utan fiskveiðimarka landsins og því kæmi þetta allt í okkar hlut. Hins vegar myndu Norðmenn, samkyæmt skiptingu stofnsins milli Islands og Noregs, eiga inni 15% viðbótarinnar, þegar veiðar hæfust að nýju við Jan Mayen síðla næsta sumars. Jakob sagði ennfremur, að leið- angursskipin væri nú komin á haf- svæðið norður af Kolbeinsey. Hefði leiðangur þeirra gengið vel, en ekkert væri hægt að segja um rannsóknirnar sjálfar að sinni. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að tillaga Alþjóða- hafrannsóknaráðsins væri nú til umræðu hjá íslendingum og Norð- mönnum, en endanleg ákvörðun um aflamagn lægi ekki fyrir. Hins vegar legði hann áherzlu á að veið- arnar röskuðust ekki nú, þar sem loðnan væri mjög feit og verðmæt um þessar mundir og gæftir góð- ar. Það væri því mikilvægt að halda veiðunum áfram. Þessi til- laga væri aðeins til bráðabirgða og því kæmi til greina að bíða með ákvörðun um aflamagnið, þar til einhverjar niðurstöður væru komnar úr yfirstandandi loðnu- leiðangri. Fló FEF um helgina Félagsstarf vetrar að hefjast Haustflóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra verður nií um helg- ina, laugardag 10. og sunnudag 11. nóvember, frá kl. 2—5 báða dagana í húsi FEF á Skeljanesi 6. í fréttatilkynningu segir, að markaðurinn sé með nokkuð ný- stárlegu sniði og vöruúrval fjöl- breyttara og meira en fyrr. Meðal þess má nefna mikið af gömlu leirtaui, postulíni, silfurmunum og hvers kyns búsáhöldum, auk skrautmuna. Þá verða seldir sér- stakir smábarnafatapakkar, einkar vandaðir, auk þess sem fatnaður er af öllum gerðum, aldri og stærðum á alla fjölskylduna. Húsgögn eru fyrirferðarmikil, stólar, borð, ryksugur, bónvélar, ritvélar svefnbekkir og hvaðeina. Sértilboð helgarinnar eru tveir glæsilegir skinn-cape, svo og kín- verskt silki ofl. Félag einstæðra foreldra er fimmtán ára um þessar mundir og gefur í því tilefni út veglegt af- mælisrit, sem er í vinnslu. Því verður dreift til skuldlausra fé- laga og víðar. Aðalfundur FEF verður þann 19. nóvember í Skeljahelli og nokkru síðar heldur skemmtinefnd FEF barnabingó, sem verður auglýst sfðar. Félagar eru hvattir að taka jólakort til sölu og eru þau afgreidd á skrif- stofunni og loks má geta þess að jólamarkaður félagsins er í undir- búningi og verður einnig greint frá honum síðar. í fréttatilkynningu FEF segir að fundur um framfærslukönnun á vegum félagsmálaráðuneytis hafi verið haldinn í september og tekizt vel. Mikið líf sé í félags- starfi og væntanlega eitthvað við sem flestra félaga hæfi. Vetrartískan í Broadway VETRARTÍSKAN verður sýnd í veit- ingahúsinu Broadway í kvöld klukk- an 21.00. Tískusýning er á vegum versl- unarinnar Goldie og nýr sýningar- flokkur, Hollywood-models, sýnir fatnaðinn. Boðið verður upp á skemmtiatriði, jassballett og grín- þátt. Á eftir verður dansað til klukkan 01, segir í frétt, sem Mbl. hefur borist. — Hefur þú trú á, að launþegar geti haldið þessari kauphækkun út samningstímabilið? „Samningurinn heldur eitthvað, spurningin er hversu lengi. Astandið er ekki bjart ef maður lítur yfir efnahagslífiö, ekki síst sjávarútveginn. Gengi hefur verið stöðugt tiltölulega lengi en nú virðist blasa við, að sjávarútveg- urinn þurfi á gengisfellingu að haltla," sagði Bjarni Jakobsson. Forsætisráðherra um hækk- anir almannatryggingabóta: I samræmi við kjara- samningana „HEILBRIGÐI& og tryggingaráo- herra mun gera tillógur til ríkis stjórnarinnar um hækkanir al mannatryggingabóta. Þeim verður breytt til samræmis við samninga ASÍ og VSÍ að minnsta kosti og þær breytingar koma til mjög fljótlega," sagði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson. Bjarni Jakobsson, formaður Ioju. Nú bjóöum viö » Einnig pottþéttir stórir jakkar, peysur, stórar skyrtur o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.