Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 33 Mótar Jesse Helms utanrík- isstefnuna? Wasfeiaftoa, 7. DÓvember. AP. STKKNA sú, sem Bandaríkjastjórn kemur til með að fylgja í viðskiptum sínum við Sovétríkin, Mið-Ameríku og Mið-Austurlönd, eftir endurkjör Reagans forseta, veltur mjög á þeim monnum, sem valdir verða til for- mennsku í utanrikismálanefndum deilda þingsins. Búist er við því, að repúblik- aninn Jesse Helms, sem er ein- dreginn hægrisinni, muni taka við formennsku í utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar af Charles Percy, sem náði ekki endurkjöri. Nafn Richard Lug- ars hefur þó einnig verið nefnt. Þá er t.alið líklegt að demókrat- inn David Obey taki við for- mennsku í utanríkisnefnd full- trúadeildarinnar af Clarence Long, sem ekki var í framboði. Nefndin hefur mikið að segja um efnahagsaðstoð við erlend ríki. Helms, sem er kunnur and- kommúnisti og hefur verið gagnrýndur fyrir samskipti sín við einræðisherra í Rómönsku Ameríku, mun að líkindum leggja að Reagan forseta, að sýna Sovétmönnum enga lin- kind í afvopnunarmálum. Stuðningsmenn ísraela í Bandaríkjunum segja, að hann hafi meiri samúð með málstað araba en ísraela í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Helms hefur oftsinnis gagnrýnt stjórnvöld í ísrael, lýst sig and- vígan Camp David-samkomu- laginu og hvatt til þess, að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Obey hefur haft miklar efa- semdir um réttmæti hernaðar- aðstoðar stjórnar Reagans við ríki í Mið-Ameríku og einnig er talið að hann sé ekki jafn ein- r á móti föður sínum, er hann kom til samkomu- tenndi ósigur sinn fyrir Reagan. ingsmönnum hans, er hann játaði ósigur sinn. Mondale hugðist halda flugleið- is til Washington í dag, en síðan fer hann til Karíbahafs i tveggja vikna orlof. dreginn stuðningsmaður ísraela og fyrirrrennari hans. Repúblikanar náðu ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og þeir stefndu að, og er því sýnt að Reagan forseti á eftir að eiga í útistöðum við deildina á komandi kjörtímabili, eins og á því fyrra. Mikil andstaða er í deildinni við frekari aukningu útgjalda til hermála og við efnahags- og hernaðaraðstoð, sem forsetinn vill veita þeim stjórnum í Mið-Ameríku, sem eiga í baráttu við vinstri sinn- aða skæruliða. Slmamynd AP Á Ferraro sök á óförum demókrata? GERALDINE Ferraro, varaforsetaefni demókrata, eftir að ljóst varð að hún og Walter Mondale höfðu beðið ósigur í forsetakosningunum. Á myndinni, sem tekin var í New York, eru f.v. Antonetta, móðir hennar; John, sonur hennar; dætur hennar, Donna og Laura og tengdamóðirin, Rose Zaccaro. Það kom fram í viðtölum, sem fréttamenn sjónvarpsstöðvanna CBS og NBC áttu við kjósendur á kjörstöðum víðs vegar um Bandaríkin í gær, að þeir töldu Ferraro eiga mestan þátt í óförum demókrata í kosningunum. Sem kunnugt er af fréttum hefur nafn hennar verið nefnt í tengslum við ýmis vafasöm fjármálaviðskipti og eignaumsvif eiginmanns hennar, John Zaccaros, og samstarfsmanna hennar í verkalýðsfélögum í New York. Heillaóskaskeytum rigndi yfir forsetann: Felst tilboð í viðbrögd- um Sovétstjórnar? „Heiiagt stríð" hyggst bera nafn með rentu New York, Wnti^lK 7. aÓTembrr. AP. HEILLAÓSKASKEYTI bafa streymt til Ronalds reagan, sem var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í gær mt'rt miklum meirihluta atkvæða. Voru skeytin flest ef ekki öll á einn veg, hjartkærar kveðjur með von um vel heppnaða og vasklega framgöngu. Skeyti barst frá sovéskum stjórnvöldum, undirritað af Konstantin Chernenko, aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins, og forseta landsins. Þar sagði meðal annars að Sovétmenn væntu þess að breyting til hins betra í samskiptum þjóðanna yrði á komandi árum. „Það yrði báðum þjóðum til framdráttar, svo og heimsfriði," stóð í skeytinu. Frá „Heilögu stríði Islams" barst annars konar boðskapur, en „Jihad" eins og hópurinn skuggalegi nefnist á móðurmálinu, líbönsku, brast við endurkjöri Reagans með því að hringja í dagblað í Beirút og boða þá stefnu sína að sprengja upp öll bandarísk mannvirki á líbanskri grund og drepa alla Bandaríkjamenn. En ef vikið er aftur að skeyti Sovétstjórnarinnar, þá stóð þar m. a. að Sovétmenn væru reiðubúnir að „vinna að bættri sambúð, vin- semd og virðingu þjóðanna í milli, og að draga úr stríðshættu í heim- inum með meiri samvinnu," eins og þar stendur. Þessi orð þykja að mati sérfræðinga vera viðbrögð við þeim orðum Reagans strax og hann lýsti yfir sigri, að hann vildi endilega hitta Chernenko að máli sem allra fyrst til að freista þess að draga úr spennu í samskiptum þjóðanna. Skeyti sem bárust frá stjórn- völdum í Vestur-Evrópu voru öll af sama tagi, árnaðaróskir til Re- agans yfir unnum sigri. Stjórnar- andstaðan í sömu löndum var hins vegar uppfull af gagnrýni á Reag- an og stjórnarstefnu hans. Frá Asíu bárust mörg heilla- skeyti. Nakasone, forsætisráð- herra Japans, fagnaði því að geta um sinn haldið áfram að þróa batnandi samskipti Japans og Bandaríkjanna. Við sama tón kvað hjá Ferdinand Marcos forseta Fil- ippseyja. Af öðrum löndum sem nefna mætti eru Kína, Indland, Israel og Egyptaland. Austur-Evrópuþjóðirnar létu lítið frá sér heyra, rétt gátu endurkjörsins í útvarpi og sendu ekki skeyti, a.m.k. ekki mestu harðlínulöndin. T.d. Tékkoslóv- akía, en í útvarpinu þar í landi var inntak fréttarinnar, að „furðu margir Bandaríkjamenn hefðu trúað því að Ronald Reagan myndi standa við gefin kosningaloforð, einkum um afvopnunarmál, þrátt fyrir að ekkert í stjórnarstefnu hans síðustu fjogur árin bendi til að hann hafi hinn minnsta áhuga á öðru en aö hleypa æ meiri spennu í kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupið". Kínverjar sögðust vænta þess nú, að Bandaríkin stæðu við örð sín að klippa á allt samneyti við Taiwan og viður- kenna endanlega alþýðulýðveldið sem hið eina og sanna Kína. Á fáeinum stöðum var efnt til mótmæla fyrir framan bandarísk sendiráð, t.d. í Englandi, Vestur- Þýskalandi og Filippseyjum. Til alvarlegra óeirða kom þó ekki. P.W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, sendi Reagan skeyti og óskaði honum innilega til ham- ingju með árangurinn. Ritaði Botha í skeyti sitt að hann vænti þess að endurkjör Reagans yrði til þess að hjálpa til við uppbyggingu og friðarhald í Suður-Afríku, ekki síður en í öðrum löndum. Forystumenn Evrópuþingsins og Evrópubandalagsins tóku til máls í heillaóskaskeytum til for- setans, lýstu þar „mikilli ánægju" og „innilegri gleði" með endurkjör Reagans. Pierre Pflimlin, forseti Evrópuþingsins ræddi um „hina miklu vináttu Bandaríkjanna og hinnar frjálsu Evrópu sem myndi halda áfram að eflast við kjör Reagans". Sovéska fréttastofan Tass greindi frá kosningasigri Reagans og var fréttin bæði stutt og smá- atriðasnauð. Inntakið var að Reagan hefði unnið stórsigur vegna þess, aðallega, að bandarísk alþýða hefði ekki haft neitt úrval. Pravda, flokksmálgagnið birti samtöl við nokkra sovéska borg- ara, sem blaðið sagðist hafa valið af handahófi á götum úti. Inntakið hjá þeim var yfirleitt á einn veg: Það hafi ekki verið við öðru að búast og það væri slæmt, þvi Reagan og stjórnarhættir hans væru hættulegir heimsfriðnum. Pravda bætti við: „Reagan hlaut að vinna sigur, því Mondale bauð ekki upp á mótvægi." Nancy Reagan datt á stól Lm Aa«elei, 7. H? AP. FRÚ Nancy Reagan forseUfrú missti jafnva-uið tvisvar sinnum á þriðjudag og var þá nær dottin á hnén á tröppum þyrlu, sem flutti hana. Er þetta talið stafa af höfuð- mciAslum, sem hún hlaut fyrir tveimur dögum. Sheila Tate, blaðafulltrúi for- setafrúarinnar, segist hafa það eftir henni, aö hún hafi misstigið sig, er hún steig fram úr rúmi sinu um miðja nótt. Rakst hún þá með höfuðið í stól, en maður hennar, Reagan forseti, tók þá ísmola og bar hann að höfði konu sinnar til þess að draga úr meiðslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.