Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 15

Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 15
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 15 Hamrahlíðarkórinn hlaut L verðlaun í keppni æskukóra: Sverre Lind afhenti Þorgerði Ingólfsdóttur verðlaunin, sera er silfurhlutur með árituðu nafni kórsins og verður í vörslu hans í eitt ir. „Kom okkur algjör- lega í opna skjöldu“ sem semja fyrir kórinn, þau þurfa að taka mið að þessari stöðugu endurnýjun. Það var ósk mín með stofnun Hamrahlíðarkórsins að geta sýnt annað en uppeldi. Þegar nemendur hafa lokið námi við Hamrahlíð eiga þeir kost á inn- göngu inn i Hamrahlíðarkórinn. Það er ekki þar með sagt að ekki séu miklar breytingar á þeim kór, t.d. sá hópur sem söng á tónleik- unum á laugardaginn við verð- launaafhendinguna var ekki sami hópur og tók þátt í keppninni, sumir höfðu aldrei komið áður fram með kórnum og margir sem tóku þátt í kepninni eru hættir i bili. I eldri kórnum eru töluvert önnur vinnubrögð en í þeim yngri, þar eru mun hraðari og markviss- ari vinnubrögð. Kórstarf byggist fyrst og fremst á samvinnu sem ekki er hægt að ná nema að milli félaganna sé vin- átta, þetta unga fólk eflist í þessu samstarfi sem er mjög þroskandi. Þau tengjast sterkum vináttu- böndum sem mér finnst afar mik- ilvægt. Sú reynsla sem þau öðlast er fjársjóður sem þau leita til i blíðu og striðu, fjársjóður sem aldrei verður frá þeim tekin. Þetta fólk hefur lagt ótrúlega mikið á sig en það tekur oft mörg ár að æfa lítið lag, sem tekur svo ekki nema 50 sekúntur í flutningi, hver einstaklingur leggur hart að sér. Kórfélagarnir hafa staðið mjög vel saman i blíðu og stríðu, þau syngja fyrir hvort annað hvort heldur við brúðkaup eða við jarð- arfarir, á slíkum stundum sér maður hvað vináttan er einlæg." Á borðinu fyrir framan Þor- gerði liggur fjöldi heillaóska- skeyta, sem hún hefur fengið í til- efni verðlaunanna, hún réttir mér eitt litið sem komið er að utan. Það er frá einum kórfélaganna sem var i keppninni en er erlendis núna og þetta skeyti lýsir kannski best andanum í kórnum en i því stendur: „Sál mín er með ykkur ása.“ - SN Sjá tónlistargagnrýni Egils Frióleifssonar bls. 16. - segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins EINS og kunnugt er vann Harara- hlíðarkórinn til fyrstu verðlauna í al- þjóðlegri söngvakeppni æskukóra „Let the People sing — 1984“ „Leyfið þjóðunum að syngja“, en keppnin var haldin af Evrópusam- bandi útvarpsstöðva í Köln síðast liðið vor. Sl. laugardag voru verð- launin afhent í sal Menntaskólans v/Hamrahlíð á hátíðartónleikum en þeim var jafnframt útvarpað beint. Sverre Lind afhenti stjórnanda kórsins verðlaunin en á hátíðar- tónleikunum á laugardaginn töl- uðu þeir Jón örn Marinósson tón- listarstjóri og Guðmundur Gilsson varatónlistarstjóri og sögðu að þessi árangur markaði tímamót í sögu íslenskra kóra. „Það kom okkur algjörlega i opna skjöldu að við skyldum vinna þessa keppni," sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins, þegar blm. hitti hana í tilefni þessa glæsilega sigurs. „Það hvarflaði aldrei að okkur að við næðum svona langt en aðal- atriðið var að vera með í keppn- inni. Það er líka mikilvægt fyrir ríkisútvarpið að senda fulltrúa sinn í keppnina því í staðinn getur það fengið ótal tilbúna þætti sem gerðir eru í sambandi við keppn- ina. Það er mjög lærdómsríkt að fá slíka þætti fyrir okkur íslend- inga.“ Hamrahlíðarkórinn fékk í keppninni sérstaka viðurkenningu fyrir flutning nútímakórverka. Kórinn hefur líka lagt sig sér- staklega eftir því að flytja sam- tímakórverk eftir íslenska höf- unda og hefur starf kórsins verið hvetjandi fyrir íslensk tónskáld sem hafa samið fjölda verka sér- staklega fyrir kórinn. í keppninni söng Hamrahlíðar- kórinn m.a. tvö kórverk eftir ís- lensk tónskáld, „Kveðið í bjargið" eftir Jón Nordal og kórverk eftir Snorra Sigfús Birgisson. „Það sem mér þótti svo vænt um var hversu vel þessi íslensku verk náðu til dómnefndarinnar," sagði Þorgerður. „Þessi verk voru öll flutt á íslensku og hafði dóm- nefndin aðeins lauslega þýðingu á textanum og skildi því ekki hvern- ig orðin eru lituð tónum. Okkur þótti því mjög vænt um að finna hvað þessi tónverk standa á göml- um merg og ná yfir orð, þessi verk eru á heimsmælikvarða. Það hefur verið samið mjög mikið fyrir kórinn af verkum sem eru mjög áhrifamikil og við erum mjög þakklát fyrir að vinna að slíkum sköpunarverkum með tónskáldum. Það er núna orðin hefð að frumflytja íslenskt verk við hver skólaslit á vorin, sem hef- ur verið mjög hvetjandi. Mér hef- ur þótt einna vænst um þá vinnu, sem hefur farið í nútímaverkin, og vinnuna með tónskáldunum og finna það traust sem þau hafa sýnt okkur. Það hefur líka verið gaman að sjá hve mikla ánægju kórfélagarnir hafa haft af þessu starfi og hve oft það hefur vakið áhuga þeirra á ljóðum og bók- menntum." Kórinn hefur gert víðreist um dag- ana en í sumar fór hann til Japan, þar frumflutti kórinn verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann samdi sérstaklega fyrir þessa ferð, hvernig féll það Japönum í geð? „Verkið vakti mikla hrifningu vægast sagt, en Atli virðist í þessu verki hafa náð að finna leið sem höfðar bæði til þeirra sem alist hafa við vestræna tónlistarhefð og austræna. Við vorum valin til þessarar ferðar af Evrópusam- bandi ungra kóra til að kynna norræna músík og fengu islensk tónverk mikinn hluta af þeirri kynningu, segja má að við höfum verið með þverskurð af íslenskri kórmúsík." Nú eru starfandi 2 kórar kenndir við Menntaskólann við Hamrahlíð, kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, af hverju? „Það er mjög erfitt að vera með skólakór að því leyti að á hverju hausti kemur stór hópur nýliða inn, oftast krakkar sem ekki hafa verið i kór áður og þarf að þjálfa frá grunni, ég hef stundum likt vinnu minni við það að vera að byggja hús og um leið og það er tilbúið hrynur það, þegar krakk- arnir eru farnir að geta sungið þá eru þeir farnir. Þetta setur líka tónskáldum ákveðnar skorður, liamrahlíðarkórnum var vel fagnað á laugardaginn á hátíðartónleikunum. Fengu gjöf frá vina- bæ Hafnarfjarðar FYRIR helgina kom hingað til Reykjavíkurhafnar danska eftirlitsskip- ið Ingolf. Kom það úr tveggja mánaða gæslusiglingu við Grænland og er á leið til Danmerkur. Skipherra eftirlitsskipsins kom með kveðju til bæjarstjóra og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá vinabæ Hafnarfjarðar í Grænlandi, Jakobshavn, á vesturströndinni. Skipherrann á Ingolf bauð bæjarstjórnarmönnum um borð í skip sitt á laugardaginn og afhenti þar keðjuna frá bæj- arstjóranum í Jakobshavn. Var það bók um bæinn og mannlíf þar. Kvaðst skipherrann, Otto Lichtenberg, vonast til þess að bæjarstjórnarmönnum Hafn- arfjarðar gæfist tóm til að sækja fróðleik í bókina um hinn nýja vinabæ Hafnarfjarðar á Grænlandi. 1 ráði er að sendi- nefnd fari frá Hafnarfirði þangað næsta sumar. Verða það fyrstu beinu samskiptin milli þessara vinabæja. Arni Grétar Finnsson, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, tók við bókinni og bað skipherrann að færa borgarstjóranum í Jak- obshavn kveðjur og þakkir fyrir hana og kveðjuna næst er skip hans kæmi til hafnar í bænum. fbúatalan í bænum er rúmlega 3.800 manns. í dag heldur eftirlitsskipið för sinni áfram til Danmerkur. Morgunblaðið/ OI.K.Mag. Einar I. Halldórsson bæjarstjóri Hafnarfírði, Otto Liehtenberg, skipstjóri og Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.