Morgunblaðið - 20.11.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.11.1984, Qupperneq 31
Noregur: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 31 Veiddu 300 kílóa lúðu Obíó, 19. ■óvember. Frá Ju Erik- Lure frétUriUra Mbl. EFTIR mikil átök tókst tveimur bræðrum frá Andenes I Norður- Noregi sð innbyrða stórfiskinn um borð í bát sinn og reyndist það vera einhver stærsta lúða sem veiðst hef- ur, því hún vó 300 kfló. Lúðuna seldu bræðurnir á 300 krónur norskar. Reyndist hún 2,64 metra löng og 1,32 á breidd. Þegar búið var að afhausa hana og slóg- draga vó hún 229 kfló. Samkvæmt upplýsingum haf- rannsóknarmanna í Bergen fara sögur af risalúðum sem vegið hafa allt að 500 kílóum, en ekki er vitað til þess að veiðst hafi lúða sem verið hafi meira en 300 kíló. Flugvélin skildi flugmanninn eftir: Hóf sig til flugs og hvarf á haf út Títasville, Flórfda, 1». névember. AP. EKKERT hefur enn spurst til eins- hreyfils Cessna-flugvélar, sem hóf sig á loft án þess að nokkur maður væri um borð, þar sem flugmaður- inn, sem gangsetti flugvélina með því að snúa loftskrúfunni með hand- afli, komst ekki um borð er hún hún hrökk í gang og rann af stað. Flugvélin sást síðast fljúga i austurátt út á Atlantshaf og gerði það herflugmönnum og flugum- ferðarstjórum leitina erfiða að hvorki var kveikt á siglingaljósum né senditæki. Flugvélin hóf sig á loft af Tit- usville-Cocoa-flugvellinum, sem er í 22 km fjarlægð frá Kennedy- geimvísindastöðinni, klukkan 10:44 að staðartíma. Hækkaði hún flugið hægt og sígandi. Búist var við að hún brotlenti, en ekki hve- nær, þar sem flugmaðurinn veit ekki hvert flugþol hennar var. Bannað að mjálma á lögregluhunda Jórrík, 19. nóvember. AP. Brezkur þingmaður fordæmdi í dag dómara í Jórvík, sem á föstu- dag dæmdu 18 ára pilt til að borga 100 sterlingspunda sekt fyrir að mjálma til lögregluhunds. „Ætli þeir handtaki ekki næst einhvern fyrir að baula að gæs,“ sagði Tom Torney þingmaður Verkamannaflokksins. Hefur hann ritað Hailsam lávarði, æðsta manni brezka dómskerfis- ins, og mótmælt úrskurðinum. Tildrög málsins eru þau að Larry O’Dowd og félagar hans voru helzt til óstýrilátir á götu- horni í Jórvík. Lögregluþjónninn Fred Taylor reyndi að stökkva piltunum á brott og við það tækifæri, að sögn Taylors, mjálmaði O’Dowd til hundsins. Við vitnaleiðslur sagði Taylor að sér hefði þótt mjálmið ögr- andi og þvi handtekið piltinn. Lögmaður O’Dowd mótmælti því að orðið „mjá“ væri „klúrt, ögr- andi eða móðgandi", einkum ef því væri beint til hunda, en dóm- ararnir voru á öðru máli. Argentma: Herrétturinn sagði af sér vegna gagnrýni Bnenos Aires, 15. nórember. AP. ÆÐSTI herréttur I Argentínu sagði af sér í gær, en hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að fylgja slælega eftir málum gegn fyrrum embættismönnum herstjórnanna, sem sakaðir hafa verið um mann- réttindabrot. Dómararnir við herréttinn voru tíu talsins, forseti hans og þrir frá hverri grein heraflans, og sögðu þeir allir af sér vegna óánægju með gagnrýnin skrif um herrétt- inn í blöðum og vegna þess, að Raul Borras varnarmálaráðherra hafði ekki viljað hlusta á kvartan- ir þeirra. Fyrir tíu dögum sendu dómar- arnir Borras bréf þar sem þeir mótmæltu þvi sem þeir kölluðu „ófrægingu" í blöðunum og Borras svaraði þeim og sagði i öðru bréfi, að stjórnin virti ritfrelsið i land- inu og að ef eitthvað hefði verið gert á hlut dómaranna skyldu þeir leita á náðir borgaralegra dóm- stóla. Gagnrýni blaðanna stafaði einkum af því, að herrétturinn gat ekki komist að neinni niðurstöðu i málum níu manna, sem sæti áttu i þremur herstjórnum á árunum 1976—82. Voru þeir sakaðir um mannrán, pyntingar og aðild að drápi þúsunda manna, sem grun- aðir voru um vinstrimennsku. Borgaralegur dómstóll tók málið gegn mönnunum loks frá herrétt- inum og sakaði hann um leið um „óréttlætanlega töf“. PtolpmMiifttfr Metsölublad á hverjum degi! Puls-Aid er fáanlegt sambyggt með ESAB Mig/Mag suðuvélum eða sem sjálfstæð eining á afriðla af gerðinni LAH, LAG, LAE eða Speeder Compact. Puls-Aid er mjög auðvelt tæki í notkun. Með Puls-Aid næst framúrskarandi árangur t.d. við suðu í ál. Sprautufrír Ijósbogi og áferðarfallegar suður í öllum stellingum. Puls-Aid gefur möguleika á að nota svera víra í þunnt efni í álsuðu, sem þýðir minni kostnað í vírakaupum og óþarfi að skipta um vírsverleika við suðu á mismunandi efnisþykktum. 1 ♦t 4»55M *»m*l §p i # i t I | ESA8 LAH 315 P HÉÐINN VÉLAVERSLUN, SEUAVEGI2 REYKJAVÍK, SÍMI 24260 ESAB •H KOMATSU ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR LYFTARA FRÁ KOMATSU Venjulegt mastur Opið mastur Opna mastrió á Komatsu- lyfturunum veitir óhindraó útsýni. Eigum til afgreiöslu nú þegar 2'Æ tonna rafknúna lyft- ara. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Margar stæröir af diesel- og rafknúnum lyfturum væntanlegar á næstunni. Nú eru á annaö hundrað KOMATSU lyftarar í daglegri notkun á íslandi og tryggir það fullkomna varahluta- og viðhaldsþjónustu. •HKOMATSU á Islandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiðshöfða 23. Sími 81299
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.