Morgunblaðið - 20.11.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.11.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 45 Geimvera kastar grímunni í Strange Invaders. Geim hvað? Kvíkmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: ÓboAnir gestir — Strange Invaders * ★ Bandari.sk. Árgerð 1983. Handrit: William Condon, Michael Laughlin. Leikstjóri: Michael Laughlin. Aöal- hlutverk: Paul Le Mat, Nancy Allen, Diana Scarwid, Michael Lerner, Louise Fletcher. Skrýtin mynd atarna. Strange Invaders flýr allar hefðbundnar skilgreiningar. Eru menn ein- hverju nær ef sagt er að myndin sé eins konar lágstemmd skop- stæling á gömlum og nýjum „Vís- indaskáldskap" eins og Invasion of the Body Snatchers, It Came From Outer Space og E.T.? Ef ekki, og það kveikir samt forvitni, þá má vel skella sér í Regnbogann og skoða myndina. Hún hefur und- arlegt skemmtigildi. Upphafið gerist árið 1958 þegar engar ógnir steðja að afskekktum amerískum smábæjum, nema ef vera skyldi rokk og ról og komm- únistar, eins og segir í kynn- ingartexta. Undanskilinn þessu verður bærinn Centreville. Þar lendir geimskip, sem einna helst líkist velpússaðri öskutunnu á hlið (en tæknibrellur myndarinnar eru þeirrar náttúru að vera stundum fullkomnar, stundum hallærisleg- ar og gera jafn mikið grín að hvoru tveggja). Geimverurnar taka yfir líkama þorpsbúa og stofna þar einhvers konar ný- lendu, — með fullu samþykki bandarískra stjórnvalda, eins og síðar kemur á daginn. Berast svo böndin að deginum í dag. Paul Le Mat leikur háskólakennara í New York. Fyrrum eiginkona hans er ættuð frá Centreville. Honum hafði alltaf fundist hún svolítið skrýtin, en ekki mikið skrýtnari en hann sjálfur, og svo er um allt fólkið í myndinni: Það gæti vel verið utan úr geimnum. „Normal- asti“ maðurinn er lokaður inni á geðveikraspítala. Allt fer í steik hjá háskólakennaranum þegar eiginkonan fyrrverandi bankar uppá hjá honum. Segist þurfa að skreppa heim til Centreville og hvort dóttir þeirra megi ekki vera hjá honum á meðan. Ástæðan er auðvitað sú að geimnýlendan er farin að hugsa sér til hreyfings og F fÍestá lang er heimili landsins! hefst þá skringilegt söguferli sem ekki er unnt að lýsa í löngu máli frekar en stuttu. Allt er þetta sett fram í fúlustu alvöru á yfirborðinu, en undir nið- ri er glaðbeitt æringjaglott. Strange Invaders er prýdd skemmtilegum leikhópi, magnaðri músík eftir John Addison og ekki síst furðulegri útlitsteiknun, leikmynd og litaáferð, þar sem öll- um hlutföllum er raskað lítillega þannig að útkoman er ómótstæði- leg blanda af óraunveruleika og hversdagsleika. Ég set spurninga- merki við margt I útfærslu leik- stjóra og hefði kosið aðeins skýr- ari efnismeðferð. Myndin ein- hvern veginn rétt hangir neðan I húmor sínum og spennu. En samt... Til fundar við þig sjálfan Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján Kristjánsson, Aðalsteinn Svanur: SvartlisL Ljóð og mynd. 1984. Það er margt laglega orðað í Svartlist þeirra Kristjáns Kristjánssonar og Aðalsteins Svans. Til dæmis Tíminn: Kannski er tíminn liðinn? kannski hefur allt numið staðar orðið kyrrt hljótt kalt Þá erum við orðin of sein þessu undarlega ferðalagi lokið áður en við lögðum af stað. Höfundarnir líta á lífið sem ferðalag og yrkja oft um lokaðar dyr: að leikarlokum/komum við að luktum dyrum“ eins og stendur í Takmarkinu. Það er jafnvel ort um Læsta menn: Gangan þreytir þig - endalaus stretin erindisleysur milli lestra manna þar kemur að eitthvað lætur undan þú visnar allur innan og veist: það sem síst má glatast deyr allra fyrsL Loks þegar öll sund eru þér lokuð þú mælir þér mót — við mann og beldur til fundar við þig sjálfan. Að halda til fundar við sjálfan sig þurfa allir að gera. Veruleikinn birtist í þessum Ein af myndunum í Svartlist eftir þá Kristján Kristjánsson og Aðalstein Svan. ljóðum sem eins konar kvalræði, dauðinn ógnvekjandi, en þó lausn. {ljóðinu Um síðir er barið er talað um „þegar fyrsta skóflu- stungan/var tekin úr brjóstinu”. Að lokum kemur sá gestur sem er sjálfur svar við áleitnum spurningum. Oftar en einu sinni minntist ég orða Tómasar um gestina og hótel jörð þegar ég las þessi ljóð. En varla eru hér læri- sveinar hans á ferð. Myndirnar í Svartlist eru sumar góðar, aðrar veigaminni eins og gengur. Þær eru í nánum tengslum við ljóðin, miðla álíka stemmningu. Vandað hefur verið til bókar- EITT SIMTA og þú færð vörurnar á stórmarkaðsverði heim í stofu! Vörulistinn gefur einstaklingum, félögum og fyrirtækjum um allt land einstakt tækifæri til ódýrra og þægilegra innkaupa á matvöru, hreinlætisvöru, gjafavöru, búsáhöldum, húsgögnum og fjölmörgum öörum vöruteg- undum. Ókeypis flutningur um allt land Þú færð allar okkar vörur á föstu stórmark- aðsverði, hvort sem þú býrð á Seyðisfirði, Hólmavík eða Reykjavík. Við höfum 60 umboðsmenn um allt land sem sjá um skjóta afgreiðslu á pöntuninni, hvort sem hún hljóðar upp á einn sykurpoka eða sófasett. Sáralítil fyrirhöfn Þú byrjar á því að panta hjá okkur vörulista með öllum þeim vörum sem í boði eru. Um leið og þú hefur fengið hann í hendur getur þú gert pöntun, stóra eða litla eftir atvikum. Við sjáum um að senda þér upplýsingar um nýjar vörur jafnóðum og við fáum þær í hendur. Þetta kostar þig ekkert Um leið og þú pantar Vörulistann greiðir þú 350 krónur. Þeir peningar ganga óskertir upp ( greiðslu á vörum og nýtast að fullu þó þú notir þér aldrei þjónustu okkar, því eftir 6 mánuði átt þú rétt á endurgreiðslu hafi pöntun ekki verið gerð. Síminn er 91-19495 Hringið eða sendið pöntunarseðilinn og við sendum Vörulistann um hæl. PÖNTUN Ég óska eftir að fá sendan Vörulistann. Nafn: Heimili: Simi: Nafnnr.: □ Vinsamlegast sendið ( póstkröfu □ Hjálögð er ávísun kr. 350. Q Greiðsla beint til umboðsmanns við afhendingu Vörulistans. VÖRULISTINN Pósthólf 7089 ■ 127 Reykjavík- Sími 91-19495
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.