Morgunblaðið - 20.11.1984, Síða 55

Morgunblaðið - 20.11.1984, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 63 Mikið fjör hjá fallegustu ömmunni Tina Turner, sem stundum er kölluð fallegasta amma í heimi, er nú komin á fulla ferð með hljómleikahaldið en á því varð nokkurt hlé þegar hún var við upptökur á myndinni „Mad Max 3“ þar sem hún fer með aðal- kvenhlutverkið. Tinu hefur gengið dálítið mis- jafnlega eftir að hún skildi við mann sinn, Ike Turner, en nú virð- ist hún hafa fundið rétta tóninn með breiðskífunni „Private Danc- er“, sem komist hefur hátt á vin- sældalistunum. Tina er hálf- fimmtug, en segist aldrei hafa verið fjörugri en einmitt nú. RÆTT VIÐ BIRGI GUNNLAUGSSON, EN HLJÓMSVEIT HANS SPILAR NÚ Á EFRI HÆÐINNI í SIGTÚNI Spilaði fyrst 12 ára í Gamla Sigtúni Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Frá vinstri: Birgir Gunnlaugsson, Ólafur Garðarsson, Gunnar Jónsson og Gunnar Bernburg. Hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar hefur verið ráð- in til þess að spila í nýuppgerð- um sal á efri hæð Sigtúns. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár, sem ráðin er hljómsveit þangað. Blm. Mbl. hringdi til Birgis á dögunum og spurði hann um ald- ur og fyrri störf hljómsveitar- innar. „Hljómsveitin byrjaði að spila í Skiphóli fyrir 14 árum, en við höfum svolítið fært okkur á milli staða, þó ekki hafi það verið mikið miðað við árafjölda. Við höfum spilað í Sigtúni, Glæsibæ COSPER og Hótel Sögu. þar sem við störf- uðum í 5 ár í Atthagasalnum. En nú erum við aftur komnir í Sig- tún og munum spila á efri hæð- inni. Þar er nýbúið að breyta salnum og gera hann mjög skemmtilegan. Ég hef nú alltaf taugar til Sigtúns og Sigmars. En það var einmitt í gamla Sig- túni sem ég fyrst spilaði opin- berlega. Þá var ég 12 ára gam- all.“ En hvernig skemmtistaður verður þarna? „Við ætlum okkur að gera þetta að skemmtistað fyrir ald- urshópinn 25 ára og uppúr. Við leggjum áherslu á rokklögin en auðvitað munum við spila ný, vinsæl lög líka. Það er mjög áberandi hvað þessi aldurshópur er að verða útundan á skemmti- stöðum borgarinnar og ætlum við að bæta úr þessu. Það væri gaman að fá til okkar fólk, sem hér í eina tíð stundaði Sigtún.“ Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skipa auk hans, Gunnar Bernburg, Ólafur Garðarsson og Gunnar Jónsson. Birgir sagði að Gunnar Jónsson væri nýliði I þessum bransa. „Við fundum hann í bílskúr, en hann er ungur og efnilegur maður á frama- braut,“ sagði Birgir að lokum. - Ég vil fá herbergi með sturtu. Panasonic ★ Hinar velþekktu National Super-rafhlööur eru nú seldar undir gæöamerkinu Panasonic Super. botninum. ★ Spyrjiö næsta fagmann um gæöi Panasonic- rafhlööunnar Rafborg s«. ' marimekkd Prjónakjólar úr 100% ull, bómullarkjólar og töskur, mikið úrval. KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SIMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.