Morgunblaðið - 20.11.1984, Side 60

Morgunblaðið - 20.11.1984, Side 60
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Aáeins kr. 49,900fyrir Suzuki véihjói Við höfum til afgreiðslu strax nokkur Suzuki TS50ER vélhjól til aksturs fyrir 15 ára og eldri. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Suzuki umboðið SUZUKI UMBOÐIÐ Suðurlandsbraut 6, sími 83499. RÉTT STAOSETT ENDURSKINSMERKI VIÐ FÖRUM MISLAN Á EINNI SEKÚNDU - eðlilega ræður hraðinn því hversu langan tíma tekur að NEMA STAÐAR ÞAU FAST VIÐA: m.a. í apótekum um allt land í mörgum mjólkursölustöðum og nokkrum ritfanga- og bókabúðum. 1 metrl 5 metrar 14 metrar HUGLEIÐUM VANDA ÖKUMANNA! mÉUMFERÐAR Uráð Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur: Eignaskatti verði af- létt af íbúðarhúsnæði HINN 21. september sl. var aðal- fundur Húseigendafélags Reykja- víkur haldinn. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi þrjár álykt- anir: Ályktun um skattamál húseigenda Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að létta þegar eignaskatti af íbúð- arhúsnæði. Eignaskattar hafa hækkað rniklu meira en kaupgjald í landinu að undanförnu og taka æ stærri hlut af minnkandi ráðstöf- unartekjum heimilanna. Mesta og almennasta áþján hús- eigenda er þó fasteignaskattur sveitar- og bæjarfélaga, sem hækkaði síðast um 50% á milli ára meðan laun hækkuðu um 20%. Verði ekki létt á þessu oki þegar á næsta ári, er viðbúið að margur húseigandinn verði þess ekki megnugur að halda sínu húsnæði. Skorar aðalfundur Húseigendafé- lags Reykjavíkur á borgaryfirvöld að lækka þessa skatta svo um muni. Það hefur verið meginmarkmið Húseigendafélags Reykjavíkur að fasteignir verði sem tryggust eign. Núverandi skattastefna stofnar því markmiði í hættu. Það er stjórnvalda að gæta að því að hag- ur borgaranna verði ekki borinn fyrir borð í þessu máli og að ís- lendingar geti almennt búið áfram í eigin húsnæði. Ályktun um lánamál húseigenda Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að búa lánamarkaðnum þau skil- yrði, að lánamál húseigenda kom- ist á traustan og varanlegan grunn. Hann varar við ráðstöfun- um eins og því að taka fjármagn frá lífeyrissjóðunum, sem lánað hafa umtalsvert fé til húsbyggj- enda, og flytja það í Byggingar- sjóð ríkisins. Slíkt eykur ekki heildarlánsfé til húsbyggjenda. Stuðla þarf að jafnvægi á lána- markaðnum með því að hætta niðurgreiðslu á lánsfé nema í mjög litlum mæli. Fundurinn telur að lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins til kaupa á notuðum íbúðum eigi að vera jafn- há og með sömu skilyrðum og lán til byggingu nýrra íbúða þannig að fjármagni verði ekki stýrt frek- ar til nýbygginga en til eldri íbúða. Einnig átelur fundurinn framkomnar hugmyndir um að niðurgreiddu lánsfé verði veitt til leiguíbúða til hátekjumanna undir yfirskini félagslegra markmiða. Slíkt hljóti að koma niður á al- mennum húseigendum eins og staða lánamála er í dag. 3. Ályktun um leiguíbúðir Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur skorar á stjórn Leigj- endasamtakanna aö taka höndum saman við félagið um að forða leigumarkaðinum frá hruni. Frjáls leigumarkaður er nauðsyn- legur í nútíma þjóðfélagi en marg- ir þættir stuðla nú að því að leigu- húsnæði er að hverfa. Það er þjóðhagsleg nauðsyn að frjáls leigumarkaður sé áfram fyrir hendi því annars aukast kröfur á hendur opinberra aðila, ríkisins og bæjarfélaga, að þeir sjái borgurunum fyrir leiguhús- næði, sem greitt verður niður með fé skattborgaranna. 1. Hækkandi raunvextir gera það að verkum að leiga þyrfti að vera svo há að enginn getur greitt hana. Raunvextir eru nú komnir upp fyrir 10% og íbúð, sem kostar um tvær milljónir, þyrfti að gefa af sér 200 þús. á ári eftir skatta til þess að gefa sama arð og áhættulítið spar- ifé. 2. Leiga er tekjuskattsskyld en vextir og verðbætur af sparifé eru ekki tekjuskattsskyld. Þetta þýðir það, að leigan í dæminu hér að framan þyrfti að vera um 350 þús. á ári. 3. Bankainnstæður og spariskír- teini eru eignaskattsfrjáls en eignaskattur leggast á fasteign- ir. Þetta þýðir um 0,8% kostnað af verði húseignar. 4. Fasteignagjöld og önnur gjöld sveitarfélaga nema um 0,7% af verði fasteignar. 5. Viðhald og afskriftir íbúðar- húsnæðis ér ekki undir 2% af verði ibúðar. Alls er hér um 13% til 14% að ræða, sem eignin þarf að gefa af sér til þess að standa jafnfætis annarri fjárfestingu. Að teknu til- liti til tekjuskatts þýðir þetta að leiga þyrfti að vera yfir 20% af verði fasteignar eða yfir 400 þús. fyrir tveggja milljón króna eign. Það þýðir um 35 þús. á mánuði. Slík leiga er ekki á færi venjulegs fólks og það ætti því að vera sam- eiginlegt hagsmunamá! húseig- enda og leigjenda að létt sé álög- um af húseigendum. Það ætti því að vera sameigin- legt hagsmunamál leigjenda, hús- eigenda, ríkis og sveitarfélaga að húsaleigutekjur fái sömu skatta- lega meðferð og vaxtatekjur, því að með slíkri ráðstöfun mundi leiguíbúðum í einkaeign hætta að fækka. Fjöldi íbúða, sem í dag standa ónotaðar eða litt notaðar vegna þess að eigendurnir sjá sér ekki hag í útleigu vegna skatt- anna, yrðu leigðar út á ný. Formaður félagsins var endur- kjörinn dr. Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri. Aðrir stjórnar- menn voru kjörnir: Alfreð Guð- mundsson, forstöðumaður, Sveinn Jónsson, lögg. endurskoðandi, dr. Kristín Halla Jónsdóttir, lektor, og Guðrún Eggertsdóttir, við- skiptafræðingur. í varastjórn voru kjörnir: Eyþór Þórðarson, vélstjóri, Leifur Benediktsson, verkfræðingur, og Guðmundur R. Karlsson, fulltrúi. Frétutilkrniiing frá HAneigendn- félagi Keykjavíkur. Morgunblaðið/Albert Söfnuöu á Fáskrúðsfirði KáskrúÓHfirdi, 12. nóvember. Þessar ungu stúlkur á Fáskrúðsfirði söfnuðu á dögunum 2730 krónum og afhentu til styrktar aldraðra á staðnum. Frá vinstri eru Guðrún Valsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, IVtaría Ragnarsdóttir og Harpa Pálmarsdóttir. GOÐ TÆKIFÆRISGJÖF Kom,Qufr hannkaUan SÖLUSTAÐIR: Fíladelfía forlag, Hátúni 2. Kirkjuhúslö, Klapparstíg 27. Vegurinn kristiö samfélag, Síöumúla 8. Nýtt líf, Brautarholti 28. Ungt fólk meö hlutverk, Stakkholti 3. Kirkjubraut 20, Innri-Njarövík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.