Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 61

Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 69 Eftirprentanir eftir Baldvin Árnason Fyrir skömmu komu í markaðinn veggspjöld með eftirprentunum í myndum eftir Baldvin Árnaaon. Um er að rœða þrjár myndir, sem hann hefur málað á þessu ári. Eftirprentanirnar verða til sölu hjá Baldvini Árnasyni. Fjórðungssamband Norðlendingæ Fjölbreytt starf SEXTÁN manna hópur viðs vegar af Norðurlandi lagði af stað til Kaup- mannahafnar 30. október, í þeim er- indagerðum að skoða iðnsýninguna „Industri — kontakt" sem nú stend- ur yfir í Bella Center, að því er segir í frétt frá Fjórðungssambandi Norð- lendinga. Iðnráðgjafi Fjórðungssam- bandsins, Friðfinnur K. Daníels- son, hefur skipulagt þessa kynnis- ferð og er jafnframt fararstjóri. Þetta er í annað skipti sem slík ferð er farin fyrir milligöngu iðn- ráðgjafans, en á síðasta ári var skoðuð sýning í Þýskalandi. Hefur þetta framtak fengið mjög góðar undirtektir og er ekki ólíklegt að haldið verði áfram á sömu braut. Tilgangur slíkra ferða er að kynnast nýjungum á sviði iðnað- arframleiðslu, en heimsóknir á iðnsýningar verða oft til þess að menn koma auga á möguleika til að bæta sina eigin starfsemi, eða fá hugmyndir að nýrri. Fjórðungssambandið leggur nú aukna áherslu á fræðslustarf er varðar fyrirtæki á Norðurlandi. Verður reynt að hafa milligöngu um að ýmis fyrirtækjanámskeið sem boðið er uppá í Reykjavík verði boðin á Akureyri og fleiri stöðum norðanlands. Hefur verið tekið upp samstarf við Stjórnun- arfélag fslands, og er stefnt að því að 4—5 af námskeiðum félagsins verði boðin Norðlendingum í vet- ur. Hið fyrsta þeirra er ritaran- ámskeið sem var á Hótel KEA 9.—10. nóvember, en síðan á að bjóða námskeið um tollskjöl og verðútreikning, stjórnun, og áætl- anagerð í fyrirtækjum. Áskriftarsíminn er 83033 _____Nýjung í hártoppagerð____________ Nýr hártoppur með nýjum fyUingarhárum við svörðinn - hreint ótrúlega eðlilegt útlit! „Baby hairline“ er byltingarkennd nýjung í hártoppagerð. Aukin fylling við svörðinn gefur eðlilegra útlit en nokkru sinni fyrr, svo það er gjörsamlega ómögulegt að sjá annað en þú sért með þitt eigið hár. Þú syndir, þværð þér um hárið, þurrkar það og greiðir án þess að þurfa að taka hártoppinn af þér. Lífið verður leikur einn með „Baby hairline“ hártoppnum. Þú ættir að líta inn eða panta tíma í síma 22077, gera samanburð og þiggja góð ráð. Kynning: Norski hárgreiðslumeistarinn Roy Rismoen, Norðurlandameistari í hártoppagreiðslu, kynnir „Baby hairline“ hártoppinn hjá okkur dagana 21.-25. nóvember. 3000 kr. kynningarafsláttur! Greiðslukort velkomin. • • • Greifinn • • • HÁRSNYR TISTOFA GARÐASTRÆTI6 SÍMI22077. mV. MEIRI LYSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/ meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst hjá HINN VELUPPLÝSTI MAÐUR ERMEÐ PERUNAÍ LAGI OSRAM TlMABÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.