Morgunblaðið - 24.11.1984, Side 4

Morgunblaðið - 24.11.1984, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Miðstjóm ASÍ ályktar um atvinmimál: Vandinn stafar m.a. af skipulagsleysi í sjávarútvegi Á FTJNDI miðstjórnar Alþýðusambands íslands 20. nóvember sl. var eftirfar- andi ályktun samþykkt samhljóða: „A undanförnum vikum hefur atvinnuástand á fjölmörgum stöð- um versnað mjög mikið. Binkum er ástandið alvarlegt á stöðum þar sem takmarkaður afli og fjár- hagsvandi veldur því að fisk- vinnsla hefur stöðvast eða dregist verulega saman. Þetta á m.a. við í Hafnarfirði, við Eyjafjörð og á Seyðisfirði, svo nokkrir staðir séu nefndir. Ljóst er að vandi sjávarútvegs og atvinnuleysi landverkafólks stafar að hluta til beint af skipu- lagsleysi í greininni. Jafnframt liggur fyrir að staða fyrirtækja er mjög misjöfn og hana verður að jafna með millifærslu frá þeim greinum sem betur standa. Stjórnvöld verða að bregðast við þessum vanda og gera ráðstafanir til þess að treysta atvinnuástand- ið. Þær ráðstafanir verða að felast i öðru en gengislækkun, sem hækkar erlendar skuldir, sem og annan rekstrarkostnað án þess að leiðrétta það misræmi sem er milli sjávarútvegs og annarra greina og innbyrðis milli fyrir- tækja í sjávarútvegi." Haraldur Þ. Richter látinn f GÆR lést í LandspíUlanum í hárri elli Haraldur Þ. Ricther er lengi itti heima á Sólbergi við Langholtsveg (nú horfið). Ilann var 91 irs. Á árun- um uppúr 1930 rak hann dilítinn búskap i Sólbergi, en brá búi laust upp úr 1940. Nokkrum irum síðar varð hann starfsmaður Morgunblaðs- ins og starfaði þar um langt irabil. Var hann aðstoðarmaður í prentsaln- um er Mbl. var prentað í gamla ísa- foldarhúsinu við Austurstræti og þeg- ar blaðið og prentsmiðja þess flutti i Aðalstræti. Hafði hann lengi með böndum blaðasölu i laugardags- kvöldum er blaðið var selt um söluop I afgreiðslu. Var Haraldur mikill trúmennskumaður í starfi sínu hji blaðinu. Munu margir fulltíða bæj- arbúar minnast hans fri þessum ir- um við blaðalúguna. Börn Haralds, er varð ekkju- maður árið 1958, voru fjögur. Þau eru nú þrjú á lífi. Var hann i skjóli þeirra uns hann varð vistmaður á Hvftabandinu við Skólavörðustig. Hann varð fyrir áfalli fyrir skömmu og var fluttur i Landspít- alann, en þar lést hann, sem fyrr segir, í gær. Eskifjörður: Þegar síldarilmurinn hvarf tók loðnan við UúfirM, 22. a«re>ber. STANSLAUS loðnulöndun hefur veríð hér síðan síðastliðinn föstu- dag. Hefur veríð landað allan sól- arhringinn en landað er úr tveim skipum í einu. Skipin stöðvast Iftið i miðunum og eru fljót að fylla sig. Nú er búið að landa um 30 þúsund tonnum og fer nú að þrengjast um þróarrými hji verksmiðjunni. Stærri skipin fara nú að klára kvótann sinn. Til dæmis var Jón Kjartansson að koma hingað úr sinni síðustu veiðiferð í haust. Má segja að um leið og sildar- ilmurinn hvarf hafi loðnuilmur- inn tekið við, og ráði nú rikjum hér á Austurlandi. Ævar. „Mikill heiður að fá að vinna með þessu hæfí- leikaríka fólki“ segir Kurt Lewin sem stjórnar tveimur tónleik- um íslensku hljómsveitarinnar nú um helgina KURT LEWIN nefnist sænskur hljómsveitarstjórí sem kominn er hingað til lands til að stjórna tveimur tónleikum Íslensku hljómsveitarinnar nú um helgina, f dag i Akranesi og i morgun f Reykjavík. Blm. hafði tal af Lewin og forvitnaðist ninar um hagi hans. nÉg stjórnaði jólatónleikum Íslensku hljómsveitarinnar á síðasta starfsári og líkaði það svo vel að þegar mér bauðst að koma aftur nú, hugsaði ég mig ekki um tvisvar,* sagði Lewin. Aöspurður kvaðst hann hafa al- ist upp í Berlfn þar sem hann lagði stund á tónlistarnám en árið 1943 fluttist hann til Svi- þjóðar. í 18 ár starfaði hann sem fyrsti víóluleikari Fílharmóníu- sveitar Stokkhólms en nú kennir hann kammertónlist við Tón- listarháskólann þar { borg auk þess sem hann er leiðbeinandi ýmissa hópa og hljómsveita. Undanfarin misseri hefur hann starfað með kammerhljómsveit- um i Frakklandi, Póllandi og á Norðurlöndunum. Lewin sagði að sér lfkaði ákaf- lega vel að vinna með íslensku hljómsveitinni, meðlimir hennar væru allir sérlega hæfileikarfkir MorgunbUAið/Bjarni Kurt Lewin og léku allir af miklum áhuga. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þessu fólki og bjóðist mér það einhvern tímann aftur, mun ég taka þvi boði heils hugar,” sagði Lewin. C A| IV G\æs\\eg y_J I I A honnun trésmidian vidir°hf HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 2 KÓPAVOGI Glæsileg SALIX vegghúsgögn úr Ijósu beiki, eöa hvítlökkuö meö hvítum, rauöum, bláum, og beiki forstykkjum. Vegghúsgögn sem gefa möguleika á ótal mismunandi upprööun. Mjög aögengilegir greiösluskilmálar. Leöursófasett Úrval af belgískum leðursófasettum — stórfallegum. Optö í dag frá kl. 9—17. HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 2 - KÓPAVOGI SÍMI45100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.