Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 1
U2SÍÐUR SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vetrarleg veðurblíða HorgunbUAiA/Júltus Fyrir nokkrnm dögum tíndi strákhnokki nýútsprungna fffla rið Berg- staðastnetid og úr Mýrdalnum bárust þær fréttir i vikunni ad þar hefði húsfreyjan á einum bænum verið að taka upp gulrætur. Sannarlega frábcrt veður og í takt við þá niðurstððu Hagvangskönnunar að íslend- ingar séu öðrum þjóðum fremur í sólskinsskapi. — Tjarnarmyndin hérna er enn ein sönnun blíðunnar sem við hér á suðvesturhorninu að minnsta kosti höfum orðið aðnjótandL „Byssukúlur, blóð og ofbeldi“ ekki lausnin 232. tbl. 71. irg. Farþega- þotu rænt Nairobi, Keojm, 24. ■órember. AP. SÓMALÍSKRI farþegaþotu af gerð- inni Boeing 707 var r*nt i dag á leið frá Mogadishu í Sómalíu til Jeddah í Saudi-Arabíu og snúið til Addis Ab- aba, höfuðborgar Eþíópíu. Eru þessar fréttir hafðar eftir breskum frétta- manni, sem sá flugvélina lenda. Að sðgn fréttamannsins, Mike Wooldridge, umkringdu hermenn vélina strax eftir lendingu en ekk- ert er enn vitað um fjölda farþega eða hverjir rændu henni. Yfirvöld í Eþíópíu hafa ekkert látið frá sér fara um málið á þessari stundu en grunnt er á því góða með þeim og stjórnvöldum i Sómalfu. Uruguay; Fyrstu kosn- ingar í 13 ár Montevídeo, 24. BAvember. AP. GENGIÐ verður til kosninga i Uru- guay í dag, fyrstu forseta- og þing- kosninga i landinu í 13 ár, og munu þær binda enda á herstjórn í landinu sem haft hefur völdin í rúmlega 10 ár. Kosningabaráttunni, sem lýst var sem mjög fjölskrúðugri, lauk sam- kvæmt landslögum á föstudagskvöld- ið og herma fregnir að lítið eða ekk- ert ofbeldi hafi fylgt benni, þvert á móti hafi verið góður andi svífandi yfir vötnum. Tugir þúsunda landsmanna flykktust út á götur. á föstudags- kvöldið, veifuðu fánum og hrópuðu slagorð. Allir níu forsetaframbjóð- endurnir stóðu fyrir miklum úti- fundum, þeir best sóttu voru hjá Alberto Zumaran leiðtoga Þjóðar- flokksins og Julio Sanguinetti leið- toga Colorado-flokksins. Þeir hafa mesta fylgið og búist er fastlega við því að annar þeirri verði kjör- inn forseti. Auk þess að kjósa forseta munu landsmenn kjósa varaforseta, 30 öldungadeildarþingmenn, 99 vara- þingmenn og hundruð embætt- ismanna af ýmsu tagi, m.a. sýslu- menn yfir 19 sýslur landsins. Her- stjórnin hefur samþykkt að hinir nýju valdhafar muni taka sæti 1. mars næstkomandi. Su Sihidor, Muifu, 24. ■Aranber. AP. JOSE Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, kvaðst í gær ekki sjá hilla undir vopnahlé I landinu fyrr en skæruliðar féllust á lýðræðislega þátttöku í stjórnmálum landsins og hættu að reyna að ná völdunum með ofbeldi. í Managua í Nicaragua hefur ritskoðun verid hert og hér eftir má útvarpsstöð kirkjunnar ekki flytja neitt efni, sem stjórnvöld hafa ekki samþykkL „Vopnahlé i landinu hlýtur að verða síðasti áfanginn i samning- um um frið,“ sagði Duarte, forseti, á fréttamannafundi í San Salvador í gær og bætti þvi við, að sér virt- ust skæruliðar hafa mestan áhuga á „byssukúlum, blóði og ofbeldi". Sumir leiðtogar skæruliða, þeir, sem kenna sig við kommúnisma, segja skæruliðahreyfinguna vera fulltrúa fyrir alþýðu manna í land- inu og að þess vegna sé ekki ástæða til að leyfa nema einn flokk og fleiri flokkar óþarfir. Þeir hafa líka sett það skilyrði fyrir friði, að skæruliðar, sem þeir vita einir tölu á, verði teknir í stjórnarherinn. Nýjar viðræður eru fyrirhugaðar milli stjórnvalda og skæruliða á næstunni og hefur Duarte falið Arturo Rivera y Damas, erkibisk- upi i San Salvador, að vera milli- göngumaður. Skæruliðar hafa sak- að hann um að taka málstað stjórnvalda en Duarte hafði um það að segja, að ef ekki væri hægt að treysta kirkjunni eftir öll þessi ár, þá væri engum treystandi. Damas, erkibiskup, hefur alla tið gagnrýnt stjórnvöld mjðg harðlega jafnt sem skæruliða. Stjórnvöld í Nicaragua hafa ákveðið, að hér eftir megi út- varpsstöð kirkjunnar ekki flytja neitt efni, sem þeim er ekki þókn- anlegt, hvorki messur né annað. Verður því að taka upp allt efni fyrirfram og afhenda ritskoðurum stjórnarinnar til athugunar. Getur það tekið þá nokkurn tíma. Nokkuð var slakað á ritskoðuninni í kring- um kosningarnar 4. nóvember en nú er augljóst, að það átti ekki að verða til frambúðar. Lögreglu- maöur myrt- ur á Spáni Su SebuUu. 24. ■Araaber. AP. Grímuklæddir óbótamenn myrtu í gær spænskan lögreglu- mann og særðu tvo til viðbótar, þar af annan lífshættulega, nærri borginni Irun skammt frá frönsku landamærunum. Lögreglumaðurinn sem lést var þriggja barna faðir og fer- tugasta fórnarlamb pólitisks ofbeldis á Spáni á þessu ári. Tal- ið er víst að liðsmenn ETA, að- skilnaðarhreyfingar Baska, hafi staðið fyrir morðinu. Þeir vörp- uðu handsprengju að lögreglu- bifreið sem hinn látni og félagar hans tveir óku. Nýtt stig hreinsana í Kína: Skírteini 40 milljón félaga endurskoðuö Pektag. 24. aAranber. AP. KÍNVERSK stjórnvöld hafa lýst yfir að fyrir dyrum standi meiri háttar aðgerðir í landinu, þ.e. end- uskráning í Kommúnistaflokkinn, en hann skipa 40 milljónir manna. Er talið að um aðför að öfgasinn- uðum andstæðingum Deng Xiao- pings forsætisráðherra sé að ræða. Háttsettir embættismenn inn- an flokksins sem vildu ekki láta nafns síns getið sögðu dagsetn- ingu ekki hafa verið ákveðna. Einnig sögðu þeir þetta ekki svo flókið mál og þyrfti ekki að taka lengri tíma en svo sem mánuð. Vestrænir stjórnarerindrekar segja þetta líklega lokastig að- farar Dengs forsætisráðherra Deng Xiaoping forsætisráðherra Kína. gegn „óþekkum" flokksmönnum, aðför sem hófst á síðasta ári er margir flokksmenn voru reknir fyrir meint lagabrot og „fyrir að sverta flokkinn", eins og það var orðað. Hreinsanirnar áttu að standa yfir i þrjú ár, eða svo hafði Deng sagt og er ekki ljóst hví þetta lokaskref er stigið nú. Einn vest- rænn stjórnarerindreki sagði: „Nú standa flokksmenn and- spænis orðstir sínum i flokknum og taka annaðhvort við hóli eða svara fyrir gagnrýni. Eða eru reknir með skömm. Þetta verður trúlega viðkvæmasti iiðurinn í hreinsunum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.