Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 33

Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Fulltrúar stórveldanna hittast Nú er rétt ár síðan sovésku fulltrúarnir í afvopnun- arviðræðunum um kjarnorku- vopn gengu frá samningaborð- inu og létu í það skína, að þeir ætluðu aldrei aftur að ræða við fulltrúa Bandaríkjastjórn- ar, að minnsta kosti ekki á meðan Ronald Reagan sæti í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir þau stóru orð og heitingar í garð Bandaríkjamanna á undan- förnum mánuðum bendir nú margt til þess að Kremlverjar hafi skipt um skoðun og séu fúsir til að taka upp þráðinn að nýju án óaðgengilegra skil- yrða. Skýrt hefur verið frá því að George P. Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og Andrei Gromyko, sovéski ut- anríkisráðherrann, ætli að hittast í Genf í byrjun næsta mánaðar og ræða leiðir til að hefja afvopnunarviðræður að nýju. Mikið áróðursstríð hefur verið háð um vígbúnaðarmál undanfarin misseri. Sovét- menn ætluðu að einoka meöal- dræg kjarnorkuvopn í Evrópu. Þegar Atlantshafsbandalagið ákvað að koma í veg fyrir það, reyndu Kremlverjar að hindra að sú ákvörðun yrði fram- kvæmd. Þeir töpuðu í þeirri orrustu. Þá sögðust Kreml- verjar ekki vilja ræða um takmörkun kjarnorkuvopna, gengu út og skelltu á eftir sér. Þeir lifðu í þeirri von að Ron- ald Reagan næði ekki endur- kjöri í forsetakosningunum og ætluðu að nota ósigur hans sér til framdráttar. Þegar við blasti að sú von myndi bregð- ast sneru Kremlverjar við blaðinu og undanfarnar vikur hafa þeir verið að fikra sig f átt til afvopnunarviðræðna á nýian leik. I grein sem Henry Kissinger ritaði nýlega um sigur Reag- ans í forsetakosningunum og þau tækifæri sem hann hefði í utanríkismálum komst hann að þeirri niðurstöðu, að forset- inn hefði nú betra tækifæri en nokkur forveri hans frá því strax eftir síðari heimsstyrj- öldina til að hafa áhrif til góðs á alþjóðavettvangi. Og fáir forsetar hefðu haft betri að- stöðu til að láta að sér kveða með það að leiðarljósi að þjóð- um miðar ekki fram á veg með innanlandsófriði heldur sátt- um milli ólíkra skoðanahópa. Sovétmenn þyrftu umþóttun- artíma. Bandamenn Banda- ríkjamanna biðu frumkvæðis þeirra og þróunarríkin hefðu áttað sig á því að framfarir hjá þeim byggðust á banda- rískri efnahagsstarfsemi. Þessi ummæli stangast harkalega á við þá mynd sem þeir draga er vilja veg Banda- ríkjanna sem minnstan. Hins vegar má færa að því fullgild rök að Sovétmenn meti stöð- una með svipuðum hætti. Þeim hefur mistekist að reka fleyg milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna, þeim hefur mistekist að snúa stjórnmála- þróun í lýðræðisríkjunum sér í hag, þeim hefur mistekist að laða þróunarríkin til fylgis við sig og hafa ekki bolmagn til að veita þeim neina efnahagslega aðstoð. Þess er ekki að vænta að skjót umskipti verði í sambúð stórveldanna. í hálfgerðu valda-tómarúmi í Kreml verða ekki teknar neinar ákvarðanir sem sköpum skipta. Hinu ber að fagna að fulltrúar stórveld- anna tali saman. Spennan milli þeirra hefur ekki aðeins spillt fyrir á alþjóðavettvangi heldur einnig hrætt marga í lýðræðislöndunum og ýtt und- ir þann hættuiega misskilning að friðkaup við kommúnista- ríkin séu betri kostur en hik- laus varðstaða um frið með frelsi. Ríkið hirðir allt ISvíþjóð vekur það nú reiði og undrun að dánarbú ein- nar auðugustu konu landsins hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta vegna þess að með erfðafjárskatti vill ríkið taka til sín meira en nemur öllum eignum búsins. Blöskrar jafn- vel Svíum það Jafnrétti" sem í þessu felst. I skoðanakönnun Hagvangs um gildismat íslendinga kem- ur fram þegar menn eru beðn- ir að gera upp á milli frelsis og jafnréttis að íslendingar velja jafnréttið í ríkara mæli en aðrir Norðurlandabúar. Á hinn bóginn vilja Islendingar til dæmis ekki frekar en aðrar þjóðir ríkiseign á fyrirtækj- um. Orðið jafnrétti gefur Islend- ingum ekki þá hugmynd að i því felist að ríkisvaldið gíni yfir hvers manns hlut og leit- ist við að skipa öllum á sama bás. Atburður eins og gjald- þrot dánarbús ríku ekkjunnar í Svíþjóð vegna öreigapólitík- ur í nafni jafnréttis stangast á við réttarvitund íslendinga. Hann er til marks um það hvernig fer þegar ríkið kann sér ekki hóf. Leikfélag Akureyrar Starfsemi Leikfélags Ak- ureyrar hefur vakið vax- andi athygli á undanförn- um árum. Það hefur um nokkurt árabil verið rekið sem atvinnuleikhús, þótt á ýmsu hafi gengið í þeim rekstri, eins og við er að búast. Á síð- astliðnum vetri kom berlega í ljós, hvað menningarstarfsemi getur leitt af sér mikil viðskipti, þegar fólk hópaðist til Akureyrar úr öllum landshlutum til þess að sjá sýningu leikfélagsins á My Fair Lady. Sú sýning hlaut mikið lof og jók mjög farþegaflutninga Flugleiða og ýmissa smærri flugfélaga til og frá Ak- ureyri. Viðskipti á hótelum og veitinga- húsum bæjarins og önnur viðskipti urðu margfalt meiri vegna þessara sýninga. Sjálfsagt hefur það verið svo, að flestir hafi hagnazt meira i peningum á þess- ari sýningu en Leikfélag Akureyrar og leikararnir. Þetta er óvenjuskýrt dæmi um það að umtalsverð viðskiptaleg um- svif geta leitt af menningarstarfsemi. Á þessu hausti hefur Leikfélag Akur- eyrar sýnt þekkt leikrit eftir Noel Cow- ard, Einkalíf. Leikrit þetta vakti gífur- lega athygli í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, þegar hinir heimsfrægu leikarar, Elisabeth Taylor og Richard Burton léku aðalhlutverkin fyrir fullu húsi víða í Bandaríkjunum. Sýningar Leikfélags Akureyrar standast saman- burð við sýningar atvinnuleikhúsanna í Reykjavík og er það umtalsvert afrek í ekki stærri byggð en á Akureyri og við Eyjafjörð. Leikfélag Akureyrar hefur verið starfrækt frá 1917 og er því gamalgróið félag, sem tengist nú upphafi nútíma- leiklistar á Islandi með sérstökum hætti. Um og eftir síðustu aldamót var Stefanía Guðmundsdóttir sú leikkona hér sem mesta athygli vakti og mikið orð fór af. Um leik hennar segir Anna Borg, dóttir hennar, í endurminningum sínum: „Listaferill mömmu var óvenju- legur og leikgáfa hennar að sama skapi óvenjuleg. Meiri hæfileika og^ glæsi- legri getur ekki," sagði íslenzki rithöf- undurinn og leikritaskáldið Einar Kvar- an, þegar hann — sem búsettur var í Ameríku — kom til Reykjavíkur og sá mömmu á leiksviði. Mamma hafði aldrei hlotið neina tilsögn i leiklist. Hún varð sjálf að segja sér allt. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna eftir að ég fæddist, sem hún var part úr ári í leikskóla Konunglega leikhússins." Anna Borg átti eftir að verða ein þekktasta leikkona í Danmörku á sinni tíð og starfaði við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn og tvær systur henn- ar, Þóra Borg og Emilía Borg, settu svip á íslenzkt leikhús i áratugi. Nú er merki þessarar merku leikhefð- ar Stefaníu Guðmundsdóttur og dætra hennar haldið á loft með glæsibrag hjá Leikfélagi Akureyrar, þar sem sonar- dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur, Sunna Borg, er ein helzta leikkonan. Vafalaust er það fátítt ef ekki einsdæmi, að sama fjölskylda komi svo mjög við sögu listgreinar og hér hefur orðið. Athyglisvert sjónvarpsleikrit Fyrir skömmu sýndi sjónvarpið leik- rít eftir ungan rithöfund, Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem fjallaði um viðfangs- efni úr daglegu lífi okkar íslendinga, sem flestar fjölskyldur í landinu þekkja sennilega, þ.e. vandamál ungra hús- byggjenda. Ohætt er að fullyrða, að margir sem þetta leikrit sáu þekktu ýmis atvik úr daglegu unhverfi sínu. Línurnar voru dregnar með sterkum litum. Höfundin- um hefur vafalaust þótt það nauðsyn- legt til þess að koma efni verksins til skila. Sjónvarpsleikrit þetta vekur ýms- ar spurningar um stöðu æskufólks i okkar samfélagi. Höfundur þessa Reykjavíkurbréfs hittir ár hvert mikinn fjölda af ungu fólki að máli, sem ýmist er að ljúka stúdentsprófi eða háskólaprófi og er i atvinnuleit. Sérstaka athygli vekur hin síðari ár, hvað þetta unga fólk er óráðið um það, hvað það ætlar að taka sér fyrir hendur að stúdentsprófi loknu. Það virðist regla fremur en undantekning, að æskufólkið geti ekki gert upp hug sinn. Margir kjósa þá leið að vinna fyrsta árið eftir stúdentspróf eða ferð- ast um heiminn. Nokkur ungmenni lögðu í ferð í haust austur á bóginn um Síberíu og til Kína og fleiri landa i Suð- austur-Asíu til að kanna ókunna stigu. Aðrir skrá sig í háskóla til málamynda og telja sér nauðsynlegt að fá umþótt- unartíma áður en örlagarík ákvörðun er tekin um framhaldið. Æskufólkið hefur litla trú á, að hefðbundnar háskólagreinar tryggi at- vinnu og góða afkomu i framtíðinni. Ungur maður hafði orð á því á dögun- um, að andrúmsloftið meðal náms- manna við Háskóla Islands væri bein- línis ógeðfellt. Samkeppnin milli há- skólanema væri orðin svo mikil i að komast áfram í einstökum deildum, að enginn bæði annan um glósur eða aðrar upplýsingar. Mikill og fullnægjandi námsárangur dugir ekki lengur til að fólk komist áfram i sumum deildum. Annar ungur maður kvaðst fyrir nokkr- um vikum hugleiða að hætta námi i við- skiptafræðideild á fyrsta ári, þar sem fyrirsjáanlegt væri að einungis rúmlega 10% af þeim sem þar væru við nám mundu komast í gegnum próf í vor. Enn annað stúdentsefni hafði orð á því fyrir skömmu, að liklega væri bezt að fara i handverk, þvi að möguleikar til atvinnu i lækningum, tannlækningum, viðskiptafræðum og lögfræði væru tak- markaðir. Lokað þjódfélag? Þessi vandamál horfa þannig við ungu fólki, sem hefur farið til útlanda til náms og dvalizt með öðrum þjóðum um skeið, að þegar komið er til íslands aftur sýnist ómögulegt að „komast inn i þetta þjóðfélag" eins og fleiri en einn hafa haft á orði. Þessi hópur þarf að gera margt i senn. Hann þarf að finna vinnu við sitt hæfi og þykir það ótrúlega erfitt í þjóðfélagi hins fræga kunn- ingsskapar. Á sama tima þarf þetta fólk að komast í húsnæði og fær ekki at- vinnu á þeim launum að dugi til þess að borga 14 þús. krónur í húsaleigu á mán- uði fyrir litla íbúð. Þá snýr þetta fólk sér að því að gera það sem allir aðrir hafa gert á undan þeim: að kaupa ibúð. Þau kynnast þá þeim vandamálum, sem Sveinbjörn I. Baldvinsson lýsti svo vel í sjónvarpsleikriti sínu. Hvers vegna er þetta svona erfitt? Samtöl við þetta unga fólk og leikrit hins unga rithöfundar urðu til þess, að erlendur maður sem um skeið hefur ver- ið búsettur og starfandi á íslandi, en hefur margt séð og viða komið við, starfað bæði í Asíu og Afríku, var spurður um það, hvernig islenzkt þjóð- félag kæmi honum fyrir sjónir og hvers vegna það væri augHóslega erfiðara að þessu leyti að búa á Islandi og koma sér fyrir en víða annars staðar. Þessi útlendingur svaraði þvi til, að þjóðfélag okkar virtist sinna betur eldra fólki en hinum yngri. Hann kvað íslend- inga ala börn sín upp á frjálslegri hátt en tíðkaðist i öðrum löndum og án þess að uppvaxandi kynslóð væri gerð nokk- ur grein fyrir þeim hættum, sem væru samfara nútima þjóðfélagi. Fram á sið- ustu ár hefðum við komizt upp með þetta vegna þess að ísland hefði fram að þessu verið mjög sérstakt þjóðfélag, frábrugðið öðrum. Nú væri „menningin" að hefja innreið sína á íslandi með neikvæðum hliðum nútíma þjóðfélags og þess vegna gætu þessar uppeldisvenj- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 24. nóvember ur íslendinga átt eftir að koma óþyrmi- lega í bakið á æskufólki okkar. I annan stað sagði þessi erlendi mað- ur, að það væri skoðun okkar íslend- inga, að við ynnum meira en aðrar þjóð- ir. Hann kvað þetta hins vegar koma sér þannig fyrir sjónir, að við ynnum minna en þjóðir í nágrenni við okkur og alla vega minna heldur en Bandaríkjamenn. Þetta ætti auðvitað þátt í því hversu erfiðlega okkur gengur að reka þjóðfé- lagið og væri undirrót að mörgum vandamálum sem hér væru á ferðinni ár eftir ár án þess að nokkur lausn fyndist á þeim. í þriðja lagi sagði þessi útlendingur það mjög áberandi fyrir aðkomumann, sem eitthvað þekkti til, að þjóðfélags- kerfi okkar væri byggt upp að gömlum evrópskum fyrirmyndum, greinilega tekið í arf frá valdatíma Dana á íslandi. Því væri fyrst og fremst ætlað að hafa eftirlit með öllu sem gerðist og koma fyrirmælum ofan frá í gegnum allt kerf- ið. Það væri ekki sniðið með það í huga að það skilaði þeim verkefnum frá sér, sem því væri ætlað. Þessar meginástæð- ur taldi þessi erlendi maður vera fyrir því, hvað okkur íslendingum gengi erf- iðlega að reka þjóðfélag okkar, hversu erfitt væri fyrir ungt fólk að koma sér fyrir eftir að hafa dvalið í nokkur ár erlendis og kynnzt öðrum þjóðfélögum sem væru fastari í sessi og þægilegri við að búa, hversu erfiðlega gengi fyrir þetta unga fólk að aðlagast á ný ís- lenzku þjóðfélagi. Allt hlýtur þetta að verða okkur tölu- vert umhugsunarefni. Ekki er það til farsældar í bráð og lengd ef það verður niðurstaða íslenzks æskufólks, að það sé á allan hátt svo erfitt að búa á íslandi, ekki einungis af náttúrunnar höndum, heldur einnig af mannavöldum, að það verði ekki eftirsóknarvert í framtíðinni. Bjarghringurinn Síðari hluta októbermánaðar efndu samtökin Líf og land til ráðstefnu um stöðu atvinnuveganna. Á þessari ráð- stefnu voru flutt nokkur erindi, þ.á m. talaði Magnús Magnússon verkfræðing- ur um stóriðju. I þessu erindi sagði hann m.a.: „Það er merkilegt með okkur Islend- inga að bjarghringurinn sem við ætlum að fleyta okkur og lifa á þarf alltaf að vera sá sem er lengst undan og lengra er að synda að. Virkjanir áttu að bjarga öllu, en það var ekki lengi. Síðan varð það stóriðja, fiskeldi tók við, en þegar menn fóru að kynnast rekstri fiskeldis- stöðva og leysa varð vandamál sem þeim fylgja, eins og gengur og gerist í allri framleiðslu, þá varð lífefnaiðnaður ofan á og telst af mörgum framtíðar- lausn í atvinnumálum. Bjarghringur okkar hefur alltaf þurft að vera sá, sem fáir þekkja til hlítar og því geta allir tjáð sig um málið. Bjarghringinn sem við sjáum í fjarska rétt eins og í hilling- um. Nei, góðir lesendur, framtíðin er í dag. Ef við vinnum eins vel og við getum með árvekni og alúð og endurtökum það á morgun er framtíðin okkar. Ekki má skilja orð mín svo, að ég vilji gera lítið úr ábendingum og framtíðarspám þeirra manna sem visa okkur veginn að lífefnaiðnaði, fiskeldi, stóriðju og fleiri greinum, heldur vil ég benda á, að það er ekki skynsamlegt að einfalda hlutina um of og setja allt traust á eina grein iðnaðar, heldur á að hlú að þeim grein- um sem fyrir eru og eiga framtíð og horfa með raunsæi á möguleika okkar með arðsemi og annan ávinning í huga. Stóriðja getur skilað okkur nokkuð fram á veg, ef rétt er á málum haldið í átt að betra mannlífi og hagsæld." Síðan segir Magnús Magnússon: „Orkufrek iðnfyrirtæki í landinu eru íslenzka álfélagið, Islenzka járnblendi- félagið, Áburðarverksmiðjan og Kísil- gúrvinnslan. Þessi fyrirtæki og sérstak- lega þau fyrrnefndu, ollu gífurlegri byltingu í iðnaðar- og verkkunnáttu okkar íslendinga, þar sem við lærðum 4 1 * . EMILÍA BORG sem Olivía í Þrettándakvöldinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1933. STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR sem Guðný f Lénharði fógeta hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1913. ÞÓRABORG sem Guðný í Lénharði fógeta hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1929—1930. SUNNA BORG sem Guðný í Lénharði fógeta f sjónvarpsleikriti 1974. ANNABORG sem heilög Jóhanna í samnefndu leikriti f Þjóðleikhúsinu 1951. og fengum dýrmæta reynslu í undirbún- ingi og að standa að slíkum fram- kvæmdum... Margfeldisáhrif álversins sjást greinilega í Hafnarfirði, Járn- blendifélagsins á Akranesi og Kísilgúr- verksmiðjunnar við Mývatn. Þekking flyzt með einstaklingum en ekki fyrir- tækjum. Dæmi um einstaklinga sem fóru í eftirfarandi framleiðslu eða sjálfstæða starfsemi eftir þjálfun og vinnu hjá orkufreku iðnfyrirtækjunum eru: ráðgjöf í uppbyggingu örtölvuiðn- aðar, gerð hugbúnaðar í framleiðslu- stjórn fyrirtækja, framleiðsla grillkola, framleiðsla steinullar og hönnun og ráðgjöf við framleiðniaukningu í fisk- iðnaði. Dæmin sýna, að stóriðjan mynd- ar umhverfi, sem vekur upp nýjar hugmyndir og örvar menn til fram- kvæmda." Þá segir Magnús Magnússon: „Að virkja fallvötn og reka stóriðjufyrirtæki eru hlutir, sem við kunnum sæmilega vel og áframhald á þeirri braut skilar sér fljótt í atvinnu og nokkrum arði. Reynslan af tæknilegum málefnum ál- félagsins og árvekni og röggsemi starfsmanna og stjórnenda járnblendi- félagsins sem tóku við verksmiðju sem upphaflega var gerð fyrir 52 þús. tonna ársframleiðslu og framleiða nú í henni 59 þús. tonn sýna það og sanna. Lífefna- iðnaður og jafnvel fiskeldi þarf lengri aðdraganda, enda erum við byrjendur á þvf sviði og þær greinar krefjast tima til undirbúnings og fjármagns til að mæta þeim kostnaði sem lagt er út í við undir- búning og uppbyggingu þar til tekjur af fjárfestingunni skila sér. Ef erlendar skuldir væru ekki eins sligandi og í dag, væri val okkar í ýmsum málum annað og meira. Stefnan hlýtur að vera sú, að jafnframt stórfyrirtækjum í orkuiðnaði verði hlúð að smærri fyrirtækjum sem byggja á sköpunarmætti einstaklingsins og athafnaþrá og geta greitt hærra verð fyrir raforkuna en hinar stóru rekstrar- einingar orkuiðjunnar sem finna rekstr- argrundvöll sinn í lágu raforkuverði. Menn eiga ekki að velja á milli stóriðju og smáiðnaðar heldur að byggja fram- leiðsluna á breiðum grunni frá stóriðju til smáiðnaðar og allt þar á milli." Loks segir Magnús Magnússon: „Það er margt sem bendir til þess að það séu ekki einungis togarar sem eru of margir á Islandi heldur einnig frysti- hús. Eftir því sem ég kemst næst fæst á mörkuðum í Japan og Bandarikjunum hærra verð fyrir fisk sem er frystur og færður í umbúðir um borð í skipunum. Þetta mun leiða til þess að eldsneytis- notkun togara mun aukast á hvert kíló fisks þótt siglingum af miðum i land fækki. Nauðsyn þess að framleiða elds- neyti fyrir flotann með innlendri orku fer vaxandi og rannsóknir á þessu sviði ættu skilyrðislaust að aukast. Ef fra'm- leiðsla eldsneytis með innlendri orku er hagkvæm, þá skapast grundvöllur fyrir gífurlegri stóriðju sem væri mjög svo tímabær." Ekki er það til farsældar í bráð og lengd ef það verður niðurstaða ís- lenzks æsku- fólks, að það sé á allan hátt svo erfitt að búa á íslandi ... að það verði ekki eftirsóknarvert í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.