Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 47

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 47 Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa: Mótmælt óeðlilegri sam- keppni Edduhótelanna AÐALFUNDUR Sambands veitinga- og gistihúsa var haldinn í Skíðaskál anum, Hveradölum, 1. nóvember sl., að viðstöddum rúmlega 50 fulltrúum víAs vegar að af landinu. Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel Holti, var endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru: Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Hofi, Bjarni I. Árnason, Hótel Óðinsvéum, Einar Olgeirsson, Hótel Esju, Emil Guðmundsson, Hótel Loftleiðum, ólafur Laufdal, Broadway, og Pétur Geirsson, Hreðarvatnsskála. Varamenn eru: Jón Pálsson, Gafl-Inn, og Sigurður Skúli Bárðarson, Hótel Stykkis- hólmi. í fréttatilkynningu frá Sam- bandi veitinga- og gistihúsa um fundinn segir m.a.: „Á fundinum var fjallað um ríkisrekstur á ýmsum þáttum ferðaþjónustu, einkum sívaxandi umsvif Edduhótelanna, sem ráða yfir tæplega helmingi alls hótel- rýmis utan Reykjavíkur, þann tima sem þau starfa. Aðstöðumunur hvað varðar fjármagnskostnað, launagreiðslu- kerfi og markaðsstöðu er slíkur, að við óbreytta þróun getur einka- reksturinn ekki borið sig í sam- keppni við hið opinbera. Mikil umræða var um þann ara- grúa sundurleitra laga og reglu- gerða, er snerta rekstur vínveit- ingahúsa. Einkum var rætt um bann- og skattlagningartillögur þær um sérstakt átak í áfengis- málum, er fram komu á síðastlið- nu sumri, tillögur, sem öðru frem- ur beinast gegn veitingahúsum, sem þó aðeins selja um 10% af löglega seldu áfengi í landinu. Það eru félagslegir hagsmunir að draga úr heildarneyzlu áfengis. En því markmiði verður að ná með upplýsingum og fræðslu. Höft og bönn verða að vera innan þeirra marka, að allur almenningur við- urkenni og skilji tilgang þeirra og réttmæti. Veitinga- og gistihús eru einn aðalhlekkurinn í þeirri atvinnu- grein, sem kallast ferðaþjónusta. Hún aflar um 7% af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar og fer það hlutfall vaxandi með fjölgun er- lendra gesta. Takist þjóðinni að halda efna- hagslegu jafnvægi og ró á vinnu- markaði verður greinin æ öflugri stoð i atvinnulifi landsmanna og eykur fjölbreytni þess um byggðir landsins. Það ríkti þvi nokkur bjartsýni á framtiðina i röðum veitingamanna á aðalfundi Sam- bands veitinga- og gistihúsa." Tölvupappír ppp llll FORMPRENT Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566 rTOSHIBA örbylgjuofnar varanleg gjöf sem skapar gleöi og ánægju og kemur öllum í fjölskyldunni aö notum meö DEUAWAVE Allar geröir TOSHIBA örbylgjuofnanna (þó ekki ER 562) eru búnir DELTAWAVE örbylgjudreifingu sem er alger bylting í dreifingu og nýtni örbylgjanna. Allir TOSHIBA örbylgjuofnamir nema ER 562 eru búnir snúningsdisk til aö tryggja bestu matreiöslu. Kostir: Kynntu þér stórkostlega kosti TÖSHIBA örbylgjuofnanna sem hafa skipað þeim í fremstu röð ó heimsmarkaönum um árabil, — enda koma nýjungarnar frá TOSHIBA, stœrsta framleiðanda heims á örbylgjuofnabúnaöi. Þú getur bakaö, matreitt kjöt, fisk og grænmeti meö besta árangri svo leikandi létt. Þjónusta: Þú færö stóra litprentaöa matreiöslubók meö öllum ofnunum (þó ekki ER 562) og nákvæmar leiöbein- ingar og tímatöflur á ís- lensku. Dröfn Farestveit hússtjórnarkennari, sér- fræöingur okkar í mat- reiöslu í örbylgjuofnum, býöur þér síöan á mat- reiðslunámskeið án endurgjalds þar sem þú færö fullkomna kennslu, uppskriftir og námsleiö- sögn á íslensku. ER 694 tölvustýröur ofn meö klukku, kjöthitamasli og still- anlegu karfi fram í tímann. Verö kr. 24.800.- ER 674 heimilisofninn sem tullnssgir pörfum allra venju- legra heimila. 9-skiptur orkurofi, klukka stillanleg f 5 sek. Verö kr. 18.900. ER 684 tölvustýröur ofn meö klukku stillanlegri f 2 sek., orkustilli meö ýmsum stillingum. Verö kr. 21.300.- EINAR FARESTVEIT &COHF BERGSTAÐASTRÆTI 10A SfMI 91-16995 — 21565 ER 562 án snúningsdisks kr. 11.900.- ER 644 meö snúningsdiski kr. 15.900.- Ofnar fyrir einfaldari matreiöslu. TOSHIBA stærstir í örbylgjuofnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.