Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 49

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 49 Afmæliskveðja: Hjalti og Skafti Þorsteinsson frá Dalvík sjötugir Á morgun, mánudag 26. nóv- ember, verða tvíburabræðurnir Hjalti og Skafti Þorsteinssynir frá Efstakoti við Dalvík, sjötíu ára. Þeir eru fæddir að Hamri í Svarfaðardal árið 1914, synir hjónanna Kristrúnar S. Frið- Björnsdóttur, Gunnarssonar frá Efstakoti og Þorsteins Antonsson- ar, Árnasonar á Hamri. Foreldrar þeirra höfðu tekið við búi á Hamri að hluta til það ár og var fæðing tvíburanna frumburð- ur ungu hjónanna, en þeim varð 6 barna auðið. Þeir bræður voru ekki fyrirferðarmikið við komu sína í þennan heim — sá fyrri vóg 10 merkur en sá er síðar kom var aðeins 8 merkur. En þrátt fyrir smæð sína döfnuðu þeir bræður vel og urðu með hærri og þreknari mönnum á sínu blómaskeiði. Árið 1918 fluttust foreldrar þeirra að Efstakoti á Upsaströnd, þar sem þau tóku síðar meir við búi af foreldrum Kristrúnar, sæmdarhjónunum Hólmfríði Sveinsdóttur og Friðbirni Gunn- arssyni. Þar bjuggu þau til dauðadags, en í Efstakoti hefur sama ættin búið óslitið allt frá árinu 1829 eða í 155 ár. Hugur þeirra bræðra — Efsta- kostsstrákanna — stóð snemma til sjávarins og ekki að furða, þar sem faðir þeirra var mikill sjó- sóknari og aflamaður, einn af fyrstu vélbátaformönnum hér á Dalvík. Og einnig það, að tíðar- andinn var nú þannig á þessum árum hér, að allt snerist um sjó- inn og það, sem honum við kom. Frá Efstakoti var töluverður út- vegur á þeirra tíma mælikvarða og snerist lífið eða daglegt amstur meðal annars mikið um veiðarfæri og gerð þeirra. Þeir bræður kynntust því á yngri árum uppsetningu þeirra og viðhaldi og tóku með því töluverð- an þátt f höfuðatvinnuvegi okkar, sjávarútveginum. Þeir fóru ungir með Þorsteini föður sínum til sjós, bæði til sfld- veiða á sumrin og haustin og þorskveiða á vorin, einnig voru þeir með föðurbróður sfnum Ant- Sýnir vatnslita- myndir á Mokka UM MIÐJAN nóvembermánuð opnaði Hrefna Lárusdóttir sýn- ingu á 29 vatnslitamyndum á Mokka við Skólavörðustfg. Hrefna er Reykvíkingur, sem búsett er í Lúxemborg og er þetta fyrsta sýning hennar hér á landi. Þessa dagana sýnir hún einnig acryl-myndir í Tiger í Þýzkalandi. Sýningin á Mokka mun standa í tvær vikur enn. JC Reykjavík Áróður til varnar slysum á börnum í heimahúsum ÁRIÐ 1979 stóð JC Reykjavík fyrir herferð gegn slysum á börn- um í heimahúsum. Verkefnið fólst i söfnun ónotaðra lyfja á heimilum er síðan var hent Nú hefur barnaöryggisnefnd JC Reykavíkur að gefnu tilefni ákveðið að ráðast á ný í verkefn- ið, þar sem frá var horfið. Ætl- unin er að taka sérstaklega fyrir og benda almenningi á þá hættu er að börnum snýr, hvað varðar rafmagn, bruna og slys af vðld- um lyfja og eiturefna. Leitast verður við að kynna almenningi þá hættu, sem að yngstu samborgurunum steðjar, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og með almennri fræðslu. Sú staðreynd blasir við að hér á landi hafa orðið hörmuleg slys, þar sem börn hafa örkuml- ast eða látið lffið, sýnir svo ekki verður um villst þörfina á fram- angreindu. Þeir sem áhuga hafa á að að- stoða eða styrkja framangreint verkefni geta haft samband við Kristínu Alfreðsdóttur, Valgarð Halldórsson, ólaf Gunnarsson, Þórheiði Einarsdóttur, Valdi- mar Bergsson eða Jakob Krist- jánsson. rfii nnmmjiiif) oni Antonssyni á mótorbátnum Víkingi á „transporti" milli Dal- víkur og Akureyrar, en það voru að mestu beitu- og vöruflutningar. En það átti ekki fyrir þeim að liggja að stunda sjóinn og gera sjómennsku að aðalstarfi sínu. Þeir voru með afbrigðum sjóveikir og fylgdi sú veiki þeim ætíð ef þeir fóru til sjós. Þess vegna hösluðu þeir sér völl í landi, en alltaf við þau verk, sem tengdust sjónum. Með Kristni Jónssyni netagerð- armeistara störfuðu þeir um ára- raðir við neta- og nótaviðgerðir eða þar til þeir stofnuðu sitt eigið fyrirtæki árið 1964 ásamt fjórum öðrum mönnum, en það er Neta- gerð Dalvíkur hf. Ásamt þessari þjónustugrein hafa þeir bræður lagt gjörva hönd á hin ýmsu störf um dagana og farnast vel. Til þeirra hefur verið gott að leita um aöstoð og má segja að þeir hafi rétt hjálparhönd hverjum manni, hvenær sem var, hafi eftir henni verið leitað. Ungir að árum urðu þeir Efsta- kotsbræður kunnir íþróttamenn hér um slóðir. Þeir lærðu sund hjá hinum kunna sundfrömuði Kristni Jónssyni og urðu miklir sundgarp- ar, þó ekki neinir keppnismenn, sem lögðu allan sinn metnað I slaginn við skeiðklukkuna. Með Kristni stofnuðu þeir hina vösku sveit Brimbátsins á Dalvík, sem ætíð var viðbúin til starfa, þegar stormur og brim buldi við Böggvisstaðasand. í þessa sveit völdust þrek- og kjarkmiklir strákar, sem undir stjórn Kristins veittu sjómönnum og fjölskyldum þeirra öryggistil- finningu á þessum hafnleysisár- um. Það má segja, að þarna hafi ver- ið stofnsett ein fyrsta björgun- arsveit á vegum SVFl. Þeir bræð- ur voru miklir þátttakendur í starfi Slysavarnafélags karla á Dalvík og um áraraðir f sjó- mannadagsnefndinni svokölluðu. í starfi Ungmennafélags Svarfdæla voru þeir einnig virkir þátttakendur og létu þau mál mik- ið til sín taka. Hjalti og Skafti gengu að eiga systurnar Kristínu og Guðrúnu Jóhannsdætur héðan frá Dalvík. Hjalti og Kristín byggðu sér íbúð- arhúsið Bjarkarbraut 15 á Dalvík og hafa þau eignast þrjár dætur en Skafti og Guðrún tóku við í Efstakoti. Þau eiga ein son og eina dóttur. Þeir bræður hafa alltaf verið með eindæmum samrýndir og má fullyrða að varla hafi liðið svo dagur að kveldi, að þeir hafi ekki náð saman á einhvern hátt. Þeir eru mjög líkir í útliti og hefur samferðafólk þeirra átt erfitt með að þekkja þá tvíbura I sundur. Á góðviðriskvöldi einu sfðast liðið sumar var ég staddur á smábáta- bryggjunni f Dalvíkurhöfn, ásamt Óla Ragnarssyni apótekara okkar, þegar þeir bræður voru að koma að á trillubáti sínum Bjarma. Þeir voru eins klæddir og fórum við Óli að tala um hversu lfkir þeir væru. Ég spurði apótekarann að þvf hvort hann ætti gott með að greina í sundur þá bræður. Jú hann sagðist eiga létt með það — þar sem Hjalti ætti gulan Skoda. En það vildi svo til að bfll Skafta er einnig gulur Skodi. Þannig að óli talaði oftast við þá bræður sitt á hvað í þeirri góðu trú að um Hjalta væri að ræða. Á þessum tímamótum, þegar Efstakoststrákarnir standa á sjö- tugu, þakka ég þeim gott samstarf við okkur félagana hjá Netagerð Dalvfkur hf. og óska frændum mfnum allra heilla um ókomin ár. Júlfus Krfstjáiiamn Sýnum SNORRAHUS um helgina að Hverafold 70, Grafarvogi HÚSASMIÐJAN HF. SÚÐARVOGI 3—5, REYKJAVÍK SÍMI: 687700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.