Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö. HÖrmungar í Eþíópíu ótt lengi hafi sorfið að þeim sem búa á þurrka- svæðunum í Eþíópíu eru að- eins fáeinar vikur síðan hörm- ungarnar þar komust rækilega til vitundar þeirra þjóða sem aflögufærar eru. Má einkum rekja þá vitneskju til frétta- þáttar í breska sjónvarpinu, BBC, sem flutti lýsingar á hungrinu inn á heimili milij- óna manna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. í Bretlandi söfnuðust á örskammri stundu miklir fjármunir sem varið er til að létta hinum hungruðu kvölina. Þar í landi og annars staðar er enn unnið kappsam- lega að því að hjálpa hinum nauðstöddu. Hörmungarnar í Eþíópíu eru nálægari okkur íslending- um en ætla mætti við fyrstu sýn. Þar í landi hafa íslenskir kristniboðar starfað um langt árabil og nú hafa borist hingað lýsingar frá Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunar- konu, sem starfar á vegum Rauða krossins í Eþíópíu: „Hingað koma fleiri en þúsund flóttamenn á hverjum degi. Það er varla að við höfum und- an,“ hefur bandaríska vikurit- ið Time eftir Sigríði á dögun- um og í bréfi frá henni til Rauða kross íslands sem Morgunblaðið fékk leyfi til að birta úr í gær segir meðal ann- ars: „Það dóu 25 daglega er við komum en dánartalan hefur minnkað aðeins og er nú um 18 daglega... Við höfum 2.200 börn á okkar vegum og fáum við um 300 ný börn daglega. Þau eru öll mjög illa á sig komin og eru eins og lifandi beinagrindur." Sigríður Guð- mundsdóttir sér um það í þessum búðum í smábænum Bati að hjúkra og fæða börnin. 1.000 börnum gefur hún fjórar máltíðir á dag. Þar af eru 100 börn að deyja úr vatnsskorti og er þeim sinnt sérstaklega. 1200 börn fá tvær máltíðir á dag. „Við finnum að við getum ekki gert allt sem við viljum en við reynum að gera okkar besta,“ segir Sigríður Guð- mundsdóttir. Hér á landi hafa þeir aðilar sem annast alþjóðlega milli- göngu í tilvikum sem þessum hvatt íslendinga til að láta sitt af hendi rakna til bjargar Eþíópíumönnum, en talið er að 6 milljónir manna svelti þar um þessar mundir. Átakanleg lýsing Sigríðar Guðmunds- dóttur og gömul mannúðar- tengsl íslendinga við þetta fjarlæga land vegna trúboð- anna sem þar ganga á Krists vegum ættu að verða mönnum hvatning til að láta ekki sinn skerf eftir liggja. Áþján Eþíópíumanna minnkar ekki við að þeir lúta fátæktarstjórn marxista sem leggur meiri áherslu á að eiga vopn en mat- væli eins og aðrar slíkar stjórnir. Sú staðreynd má ekki fæla íslendinga frá því að rétta bjargarlausu, sveltandi fólki hjálparhönd í þeim anda sem Sigríður Guðmundsdóttir og kristniboðar frá íslandi hafa starfað meðal þess. Lélegur málstaður Krafa Alþýðubandalagsins um að útvarpað yrði frá lokaumræðu þingmanna um álsamninginn og álmálið svo- nefnda í gærkvöldi vekur sér- staka athygli fyrir þá sök, að engar ræður þeirra alþýðu- bandalagsmanna duga til að bæta þann lélega málstað sem þeir hafa í þessu máli. Þótt Hjörleifur Guttorms- son talaði í marga sólarhringa samfleytt um ekkert annað en álmálið gæti hann ekki talað sig frá þeirri staðreynd, að í þau tæp fimm ár sem hann var iðnaðarráðherra náði hann aldrei þeim tökum á ál- málinu sem gerðu honum kleift að gæta hagsmuna ís- Iands. Hjörleifur stóð álíka að álmálinu og Ólafur R. Gríms- son að þeim málum sem hann gerir að sínum, að þyrla upp svo miklu moldviðri að aðal- atriðin glatist. Allir þjóðhollir íslendingar fagna því að tekist hefur að binda enda á deilurnar við Alusuisse, eiganda álversins í Straumsvík. Eins og menn muna skorti Hjörleif Gutt- ormsson kjark til þess að gera nokkuð sem stuðlaði að lausn áldeilunnar, þvert á móti vildi hann að átökin út af álverinu í Straumsvík yrðu sem mest og hóf þau raunar með því að lýsa þeirri skoðun, að líklega væri skynsamlegast að loka þvi. Auðvitað má deila um niður- stöðuna í samningi sem þess- um. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar að mjög viðunandi niðurstaða hafi fengist. Eitt er víst að Hjörleifi Guttormssyni hefði aldrei tekist að leiða þetta mál til lykta, einmitt þess vegna er málstaður hans jafn lélegur og raun ber vitni. Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri SVFI: Hundruð kölluð Starfsmaður Slysavarnafélagsins með neyðarpoka, sem Björgunarsveitin Ingólfur framleióir. Þessir pokar eru mun sterkari en áipokar og í lit sem sést vei úr fjarlægð. Þeir eru tveggja metra langir og 50 sm að breidd. saman — Einsdæmi að ná saman slíkum fjölda vel búinna og þjálf- aðra sjálfboðaliða „ÉG VIL taka fram, aö það var fró- bærlega unnið af þessum björgunar- aðilum. Það er áreiðanlega eins- dæmi, að það skuli vera bægt að kalla saman á augabragði hundruð vel búinna og þjálfaðra sjáifboða- liða Það sýndi sig bezt, þegar við gátum sent á leitarsvæðið á þriðju- dagsmorgninum hundruð óþreyttra manna til að taka við og aðstoða við leitina," sagði Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, er hann var spurður, hvaða lærdóma mætti draga af leitarstarf- inu við Laugarvatn í byrjun vikunn- ar. Hannes sagði, að lærdómurinn af leitinni væri tvíþættur. Annars vegar það sem snéri að björgun- arsveitunum og leitarmönnunum. Þ^rna hefði fengist reynsla í leit við mjög erfiðar aðstæður í áhlaupsveðri þar sem skipt hefði úr stormi og hríð yfir í slyddu og rigningu. Reynsla hefði þvi fengist á ýmsan búnað sveitanna. Varð- andi fjarskiptabúnað sveitanna sagði Hannes, að þó ekki hefði náðst samband við tvo vélsleða- menn, illu heilli, þá væri fjarskiptabúnaðurinn í heild mjög góður og ættu stjórnvöld þakkir skildar fyrir skilning í þeim efn- um. Nú væru fyrir hendi sérstakir endurvarpar til að taka með inn á afmörkuð leitarsvæði þar sem skilyröi væru slæm en tvímenn- ingana hefði vantað þessa endur- varpa. Reynslan af fjarskiptabún- aðinum hefði að öðru leyti verið mjög góð í leitinni. Framkvæmdastjóri SVFÍ sagði síðan: „Hinn þáttur þessa máls er sá, að allur sá fjöldi fólks, sem stundar fjallaferðir, útilegur og bílferðir um hálendið og afskekkt svæði utan alfaravegar, þarf að hafa að minnsta kosti þrjú megin- atriði í huga. 1 fyrsta lagi að fara ekki einbíla um afskekktar öræfa- leiðir, sérstaklega ef engin talstöð er í bílnum. I öðru lagi að gera ferðaáætlun til að skilja eftir heima. Það er sjálfsögð tillitssemi við ættingjana sem heima sitja og auk þess hrein og bein kurteisi við björgunaraðila. Þetta eru atriði sem eiga við bæði til sjós og lands. Þá er í þriðja lagi að nefna, að alls ekki á að yfirgefa bil við aöstæður sem þessar. Þar er að minnsta kosti skjól fyrir veðri og vindum. Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ. Menn ættu að hafa í huga í þessu sambandi, að hérlendis skipast veður skjótt í lofti og bíllinn er það sem fyrst er leitað að.“ Hann- es bætti því við, að ef menn neydd- ust til að yfirgefa bifreið af ein- hverjum ástæðum, eða tækju þá ákvörðun, yrðu þeir að muna eftir að skilja eftir skilaboð þar sem fram kæmi af hverju og hvenær hann var yfirgefinn, ennfremur hvert haldið var frá bílnum. Varðandi unga fólkið sem týnd- ist sagði Hannes: „Þau stóðu sig vel eftir að í óefni var komið og ber að þakka þeim hugulsemina að rita SOS-merkið í snjóinn. Þá stóðu þau rétt að þvi að grafa sig niður og ganga um til að halda á sér hita.“ Hannes sagði í lokin, að góð vísa væri aldrei of oft kveðin hvað varðar útbúnað. Hlýr fatnað- ur, góður neyðarpoki, úr áli eða til þess gerðir plastpokar, sem hann sagði Björgunarsveitina Ingólf til dæmis framleiða, væru ómissandi. Unga fólkið hefði til dæmis haft gagn af þeim eina álpoka sem það var með, en fleiri pokar hefðu gert betur. Plastpokarnir eru í „neyð- arlit“ þannig að auðvelt er að koma auga á þá úr lofti. Þá sagði hann að á markaðnum væri nú mjög góður hlífðarfatnaður, auk þess væri lambhúshettan ætíð mikið þarfaþing. Af öðrum nauð- synlegum hlutum taldi Hannes m.a. upp áttavita, kort, flautu, aukafatnað, merkjaskot, hand- blys. Hann kvaðst mæla eindregiö með handblysum og minnti á að rauður litur væri ætíð neyðarlitur. Handblys sagði hann sjást mun betur en svifblys í kafaldi og slæmu skyggni, en það væri oft við þær aðstæöur, sem menn villtust af leið og erfiðlega gengi að finna skipbrotsmenn á sjó. Fyrstu eintök Guðbrands- biblíu tilbúin „ÚTGÁFA Guðbrandsbiblíu árið 1584 var rismikill atburöur í sögu þjóðarinnar, tæknilegt afrek við þau skilyrði sem fyrir hendi voru þá og bókmenntasögulegt afrek, sem þýðing á þessum mikla texta var. Það þótti því fyllsta ástæða til að minnast þess nú, er 400 ár eru liðin frá þessum viðburði,“ sagði dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, er ný útgáfa Guðbrandsbiblíu var kynnt á fundi með fréttamönnum í gær. Þessi Ijósprentun Guðbrandsbiblíu er gefín út af Lögbergi, og gerð í samvinnu við Hið ísienska biblíufélag, Kirkjuráð og Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Sverrir Kristinsson, útgefandi hjá Lögbergi, gerði grein fyrir útgáfu verksins og í máli hans kom m.a. fram, að hinn 6. júní 1584 hafi lokið prentun fyrstu íslensku biblíunnar á Hólum í Hjaltadal. Sama dag, 400 árum síðar, árið 1984, lauk ljósprent- un þessa verks í Kassagerð Reykjavíkur. Guðbrandsbiblía er nú gefín út í takmðrkuðu upplagi, 400 tölusettum eintök- um og kostar hún um 35 þúsund krónur, sem er rúmlega eitt kýr- verð í dag, en fyrr á öldum kost- aði biblían tvö til þrjú kýrverð. Við gerð þessarar útgáfu hefur mjög verið líkt eftir frumútgáf- unni og til fyrirmyndar við ljósprentunina voru höfð þrjú eintök í eigu Þjóðminjasafns, Háskólabókasafns og Lands- bókasafns. Sérstakur pappír var fram- leiddur í Danmörku til útgáf- unnar, sem er eftirgerð hand- unnins pappírs sem notaður var til bókagerðar fyrr á öldum. Bi- blían er bundin í alskinn. Eintak í Háskólabókasafni, sem talið er vera í upprunalegum búningi, var haft að fyrirmynd við gerð Morgunblaðið/KAX Aðstandendur hinnar nýju Ijósprentuðu útgáfu Guðbrandsbiblíu. Fremstir eru dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, með frumein- tak úr Háskólabókasafninu og séra Eiríkur J. Eiríksson og Sverrir Kristinsson útgefandi hjá Lögbergi með ný eintök bundin í geitar- og kálfskinn. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Ólafur l’álmason mag. art, Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, Leifur Agnarsson frá Kassagerðinni, Kristján Aðalsteinsson frá Bókfelli hf., Hilmar Baldursson frá Odda, og lengst til hægri er Einar Esrason gullsmiður. bandsins. Biblían fæst í tvenns konar skinni, geitarskinni og kálfskinni. Allt bókband er handsaumað og handunnið og bókarskraut á spjöldum og hornum og tvær bókarspennur eru í líkingu við það sem er á eintaki Háskólabókasafns. í útgáfustjórn Biblíunnar eru dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up, sem ritar eftirmála um Guð- brand biskup og Biblíu hans, séra Eiríkur J. Eiríksson, Her- mann Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Biblíufélagsins, dr. Jónas Kristjánsson og ólaf- ur Pálmason mag. art., sem hafði umsjón með útgáfunni. Biblían er prentuð ( Kassagerð Reykjavíkur hf., setningu eftir- mála annaðist Prentsmiðjan Oddi hf., Auk hf. teiknaði bók- band og bókarskraut, Bókfell hf. annaðist bókband og Einar Esrason gullsmiður hefur haft umsjón með gerð bókarskrauts og annast frágang þess. Ahrif stjórnmálaflokkanna á kosningar á ASI: „Botna ekkert í þessum pólitíska meydómi héra — sagði Guðmundur J. Guðmundsson HARÐAR umræður urðu um lagabreytingar á ASÍ-þinginu fyrr í þessari viku, einkum tillögur laganefndar um fjölgun miðstjórnarfulltrúa um sex og nýtt embætti 2. varaforseta sambandsins. Þær tillögur voru síðan samþykktar, eins og fram hefur komiö í Mbl. Ásakanir, sem fram komu við fyrri umræðu á mánudag um að á ferðinni væru fyrirframákveðin pólitfsk hlutaskipti, voru endur- teknar af nokkrum þingfulltrúum. Aðrir lýstu undrun sinni á þessum viðhorfum, það væri ekkert nýtt að flokkspólitík hefði áhrif á kosn- ingar í Alþýðusambandinu. Þannig sagðist Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, „ekkert botna í þessum skyndilega póli- tíska meydómi sumra fulltrúa hér.“ Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði eftir framsöguræðu Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur, að ASÍ væri pólitískt hlutafélag og að nú væru hluthafarnir búnir að koma sér saman um bræðinginn. Hann sagðist alls ekki vera andvígur auknum áhrifum kvenna í forystu ASÍ en minnti á að konum í mið- stjórn hefði verið fækkað um tvær á síðasta þingi og að engin trygging væri fyrir því að fjölgun í mið- stjórn þýddi endilega að konur þar yrðu fleiri. „Það ræðst af gengi hlutabréfa á hinum pólitíska mark- aði,“ sagði Jón. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, sagðist hissa á hve Jón Kjartansson og fleiri væru orðnir „hræðiiega ópólitískir. Það hefur auðvitað alltaf verið pólitík á bakvið hér í Alþýðusambandinu. Þeir sem tala um annað eru vilj- andi að reyna að blekkja þingheim. Það væri lygi að segja að pólitiskra hlutfalla væri ekki gætt — en það er ekkert nýtt. Eru þessir menn búnir að gleyma órólegu deildinni? Ég var með þeim í henni, svo ég veit allt um það,“ sagði Aðalheiður. „Hættið þessum fíflalátum og segið einu sinni satt!“ Henni var klappað lof í lófa eftir þessi orð. Fleiri konur komu upp og lýstu stuðningi sinum við tillöguna, sem hafði það yfirlýsta markmið að auka hlut kvenna i forystu sam- bandsins. Jóhanna Friðriksdóttir, formaður Snótar í Vestmannaeyj- um, kvaðst þó óttast að fjölgun miðstjórnarmanna leiddi af sér sterka og valdamikla fram- kvæmdastjórn í ASÍ en ef ekki væri hægt að auka hlut kvenna þar nema með fjölgun miðstjórnar- fulltrúa myndi hún styðja tillög- una. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku á Siglufirði, gagn- rýndi fyrirhugaða fjölgun harð- lega, sagði tillöguna runna undan rifjum „pólitískrar baktjalda- rnafíu", sem ætlaði að fótum troða lýðræðið innan hreyfingarinnar. „Þetta hefur allt verið ákveðið fyrirfram," sagði Kolbeinn. „Ég get vel sagt frá því, að nokkrum vikum fyrir þing fór 20—25 manna hópur í Reykjavik að kynna sér pólitískar skoðanir kjörinna þingfulltrúa í fé- lögunum. Þessir menn eru búnir að eyrnamerkja okkur öll og sam- kvæmt því á Alþýðubandalagið hér 150—160 sauði, Sjálfstæðisflokkur- inn 115—120, Framsókn um 70 og Alþýðuflokkurinn 110—112. Þetta vita allir, sem vilja vita það.“ Stefnt að atyinnugreinaskipulagi 1988: „Sofandahá ttur okkar gæti kostað lög 1 ?rá Alþingi" — sagði Karvel Pálmason í umræðum á ASÍ-þingi „NÆSTU fjögur ár verða að skera úr um hvort verkalýðshreyfingin sjálf aetlar að breyta sinu skipulagi eða hvort löggjafinn þarf að koma til. Sofandaháttur okkar i verkalýðshreyfingunni gæti orðið til þess, að röddum á Alþingi um að lögbjóða skipulagsbreytingar á okkar hreyfingu, muni fjölga verulega," sagði Karvel Pálma- son alþingismaður og fulltrúi á ASÍ-þingi í umræðum um skipulagsmál á þinginu f gær. Þingið afgreiddi sfðan mótatkvæðalaust ályktun um skipulagsmál, þar sem gert er ráð fyrir að tillögur um atvinnugreinaskipulag verði lagðar fyrir næsta þing, 1988. I ályktuninni segir að nauðsynlegt sé að gera þær breytingar á skipulagi og starfsháttum verkalýðssamtak- anna, „sem þarf til þess aö þau geti þjónað sem best þeim tveimur megin- verkefnum, að vera virkt og öflugt baráttutæki launafólks og að veita fé- lagsmönnum nauðsynlega þjónustu f síbreytilegu þjóðfélagi". Ályktunin er að öðru leyti i sex lið- um: 1. Þingið leggur áherslu á, að öll félög innan ASI eigi aðild að lands- sambandi og verði stefnt að þvf að koma þeirri skipan á fyrir 36. þing ASÍ 1988 (sem stendur eiga 33 félög með um 7.000 félaga beina aðild að sambandinu, innsk. Mbl.). Einnig verði gerð tillaga að verkaskiptingu milli ASÍ og landssambandanna. 2. Þingið felur skipulagsmálanefnd, í samráði við miðstjórn og landssam- bönd að leggja fyrir sambandsstjórn- arfund 1985, hugmyndir að atvinnu- greinaskiptingu er verði til leiðbein- ingar um skipan félagsmanna og fé- laga I landssambönd. Tillögur um atvinnugreinaskiptingu verði síðan lagðar fyrir 36. þing ASÍ 1988. 3. Þingið telur nauðsynlegt, að tekið verði upp aukið samstarf verkalýðsfé- laga innan hinna ýmsu atvinnugreina, í þvi skyni að láta reyna á kosti og galla atvinnugreinaskipulags, án þess þó að núverandi skipan landssam- banda og félaga verði breytt f grund- vallaratriðum, nema um það verði fuUt samkomulag. 4. Verkalýðsfélög, sem hafa innan sinna vébanda félagsmenn úr fleiri en einni atvinnugrein, verði aðilar að þeim landssamböndum, sem við á. Bent er á, að þau félög, sem svo stend- ur á um, verði deildaskipt með form- legum eða óformlegum hætti. 5. Til þess að verkalýðsfélög geti gegnt hlutverki sinu sem baráttutæki og þjónustustofnun telur þingið æski- legt, að þau verði að öðru jöfnu ekki fámennari en svo, að þau geti haft starfsmann á sinum vegum. Fyrir því felur þingið skipulagsmálanefnd og miðstjórn, i samvinnu við landssam- böndin, að efla samstarf og samvinnu félaga þar sem landfræðilegar að- stæður gera það kleift með framan- greint markmið i huga. Þingið felur skipulagsmálanefndinni að undirbúa tillögur i þessum efnum og leggja þær fyrir viðkomandi félög, landssambönd og svæðasambönd. 6. Ráða skal starfsmann, sem hafi það verkefni að sinna skipulagsmálum samtakanna, fylgja eftir samþykktum og fylgjast með þróun þeirra mála. Ennfremur að aðstoða við lausn ágreiningsmála, sem upp kunna að koma milli landssambanda og/eða fé- laga. Miðstjómarkjör á ASÍ-þingi: Karl Steinar féll í kosningu um varamenn KARL STEINAR Guönason alþingismaður og varaformaður Verkamannasam- bands íslands féll i kosningu um varamenn í miðstjórn Alþýðusambands íslands í gærmorgun. Kjósa átti 9 fulltrúa og hafnaði Karl í 10. sæti með 36.150 atkvæði. I stað Karls kom inn í miðstjórnina Valdís Kristinsdóttir frá Stöðvar- firði, sem hlaut 37.150 atkvæði. Valdís er „eyrnamerkt“ Alþýðubandalaginu. í níunda sæti lenti Alþýðuflokksmaðurinn Hrafnkell A. Jónsson frá Eskifirði með 37.050 atkvæði. Tillaga kjörnefndar um aðal- menn í miðstjórn ASl næsta kjör- tímabil var samþykkt í allsherjar- atkvæðagreiðslu. Sjö konur munu eiga sæti i 21 manns miðstjórn næstu fjögur ár og hafa þær aldrei verið fleiri. Flest atkvæði hlaut óskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands íslands, alls 53.825. Aðrir miðstjórnarmenn eru: Kristín Hjálmarsdóttir frá Iðju á Akureyri (53.800 atkvæði), Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir frá Sókn (53.300), Guðjón Jónsson, Félagi járniðnaðarmanna (53.300), Hans- ína Stefánsdóttir, Verslunar- mannafélagi Árnessýslu (52.950), Benedikt Davíðsson, Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur (52.475), Ragna Bergmann, Framsókn (51.925), Jón A. Eggertsson, Verkalýðsfélagi Borgarness (50.825), Jón Helgason, Einingu á Akureyri (50.650), Guð- mundur Þ. Jónsson, Iðju i Reykja- vík (50.625), Þóra Hjaltadóttir, Fé- lagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri (49.550), Guðmundur Hallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur (48.325), Guðmundur J. Guðmundsson, Dagsbrún (47.550), Karvel Pálmason, Verka- lýðs- og sjómannafélagi Bolungar- víkur (46.950), Magnús Geirsson, Félagi ísl. rafvirkja (46.625), Guð- rún Thorarensen, Bárunni á Eyr- arbakka (45.800), Þórður ólafsson, Verkalýðs- og sjómannafélaginu Boðanum í Þorlákshöfn (43.750) og Hilmar Jónasson, Verkalýðsfélag- inu Rangæing á Hellu, (42.750). Þau fjögur, sem stungið var upp á úr salnum, voru Valdis Kristins- dóttir frá Stöðvarfirði (31.450 at- kvæði), Jóhanna Friðriksdóttir úr Vestmannaeyjum (22.050), Málfríð- ur Ólafsdóttir, Félagi starfsfólks í veitingahúsum (20.500) og Kol- beinn Friðbjarnarson, Vöku á Siglufírði (18.400). Flest atkvæði i kosningu um varamenn hlaut Karitas Pálsdóttir frá Verkalýðsfélaginu Baldri á Is- afirði (50.250 atkvæði). Aðrir vara- menn i miðstjórn, að frátöldum þeim sem áður er getið, eru: Ingi- björg Óskarsdóttir, Aftureldingu (46.450), Úlfhildur Röngvaldsdótt- ir, Einingu (44.975), Bjarni Jak- obsson, Iðju i Reykjavík (41.250), Sigrún Clausen, Verkalýðsfélagi Akraness (41.175), Halldói Björnsson, Dagsbrún (39.900) og Guðmundur M. Jónsson, Verka- lýðsfélagi Akraness (38.800).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.