Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 50

Morgunblaðið - 19.12.1984, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 50 Gunnar Gunnarsson, Sigríður H. Porsteinsdóttir og Haukur F. Hannesson. Kaupmannahöfn: Þrír ungir tónlistar- menn halda tónleika Jóiuthús, 14. desember TÓNLEIKAR voru haldnir í Jóns- húsi 12. des. sl. og léku þar þrír ungir íslenzkir tónlistarmenn, sem ' stunda tónlistarnám hér í borg. Voru það Haukur F. Hannesson sellóleik- ari, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, sem leikur á fíðlu og Gunnar Gunn- arsson á fíautu. Fengu þau hinar beztu viðtökur áheyrenda. Verk margra tónskálda voru á efnisskránni, ýmist tríó, samleiks- eða einleiksverk. Lék Sigríður fiðlukonsert eftir Mozart nr. 3 í G-dúr, 1. þátt, við undirleik Kirst- en Frimodt, kennara og undirleik- ara við Konunglega danska tón- listarháskólann, en Sigríður nem- ur hér í vetur hjá prófessor Milan Vitek og lauk áður fiðlukennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982. Gunnar Gunnarsson lék 3 verk á flautu sína, Fantasíu nr. 2 eftir Teleman, Oisaux Tendres, fjörug- an fuglasöng eftir Rivier og Syr- inx eftir Debussy um skógarpúk- ann, sem lokkar til sín dísirnar. Gunnar Gunnarsson lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og stundar nú framhaldsnám hjá Toke Lund Christiansen, sem er 1. flautuleik- ari í Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins. Þá kennir Gunnar einnig við tónlistarskóla í Hró- arskeldu. Einn þeirra þriggja er hér að- eins í stuttu námsleyfi og nú á förum heim. Það er Haukur F. Hannesson, sem er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hauk- ur stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og við Guild- hall School of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi 1982 og var síðar við framhaldsnám við sama skóla. f Kaupmannahöfn hefur hann ver- ið nemandi próf. Asger Lund Christiansen, sem er prófessor við konservatoríið í Árósum, en bú- settur í Höfn. Á tónleikunum lék Haukur 4 verk við undirleik Rob- ert Hofstetter, sem er organisti við Hans Egede kirkjuna, Arioso eftir Bach, Svaninn eftir Saint- Sáens og verk tveggja höfunda, sem skrifuðu mest fyrir selló, Squ- ire og Bréval. Þá spilaði hann úr svítu nr. 1 fyrir einleiksselló eftir Bach. í upphafi og í lokin spiluðu hinir efnilegu ungu listamenn Lundúnatríó Haydns. G.L.Ásg. Sól er góð jólagjöf Sólböðin okkar hafa endanlega ágætí sitt Nú er vitað að ljósaböð í hófí eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. VISA OG KRETTT- KORTAÞJÓNUSTA NYJAR PERUR Sólbaösstofa Astu B. Vilhjáhns Grettisgötu 18, sími 28705. | Pv f Morgunblaðið/Júlíus. F.v. Jón Hjaltason, veitingamaður, Friðgeir Jónsson, yfírmaöur tækja- deildar íþróttamiðstöðvarinnar og Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri. íþróttamiöstöð rís í Öskjuhlíð Fyrsti áfangi með 12 keilubrautum tilbúin í janúar UM ÞESSAR mundir er unnið við byggingu fyrsta áfanga íþrótta- miðstöðvar í Öskjuhlíð, skammt fyrir ofan Bflaleigu Loftleiða, þar sem m.a. verður aðstaða fyrir keiluleik. Er það Sælkerinn-Oðal sf. sem stendur að framkvæmdum þessum en framkvæmdastjóri er Asgeir Pálsson. Að sögn Ásgeirs hefur íþrótta- miðstöðin hlotið nafnið Öskju- hlíð. Gólfflötur húsnæðisins er tæpir fimm þúsund fermetrar en þessi fyrsti áfangi er 1300 fer- metra salur, sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir keiluleik. Verða brautirnar alls 12 talsins og hver þeirra 18 metrar á lengd. Auk þess verða í salnum knattborð og ýmis önnur afþreying og veit- ingar verða seldar. Hafist var handa við fyrsta áfangann í júní sl. og er áætlað að að ljúka hon- um í janúar. Ásgeir sagði ennfremur að í framtíðinni væri ætlunin að koma á fót í Öskjuhlíð alhliða íþrótta- og tómstundastarfsemi fyrir fólk á öllum aldri. Fyrsta áfanga íþróttamiðstöðvarinnar, í baksýn byggingar Flugleiða. Iðnaðarmenn að störfúm f keilusainum. K rizia uomo THORELLA Laugavegs Apóteki THORELLA Miðbæ við Háaleitisbraut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.