Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Heimilislæknar íhuga uppsagnir SAMNINGAR heimilis- og heilsugæslulækna við rikisvaldið eru lausir eða um það bil að losna og hafa samningaviðræður engan árangur borið hingað tU. Læknar telja laun sín hafa rýrnað í samanburði við laun annarra laun- þega og vilja að það verði leiðrétt að sögn formanns Félags heimilis- og heilsugæslulækna, Olafs Mixa. í hópi lækna hefurr verið rætt um uppsagnir komist ekki skriður á samningaviðræður fljótlega. Ólafur sagði að um mjög flókna samningagjörð væri að ræða, þar eð þrír samningar giltu gagnvart heimilis- og heilsugæslulækning- um og um tvo hópa lækna væri að ræða, heilsugæslulækna sem starfa á heilsugæslustöðvum og heimilislækna sem ekki hafa að- stöðu þar og starfa eftir öðrum samningi. Því væri erfitt og ekki vit í að meta kröfugerðina i pró- sentum. Einn þessara samninga, svonenfndur taxtasamningur, hefði verið laus frá því í mars, annar samningurinn rynni út um áramót og sá þriðji í febrúarlok. Heimilislæknar hefðu lagt fram tillögur sínar varðandi þann samning sem laus væri, en ekki fengið nein viðbrögð, né væru hafnar viðræður um þá samninga sem væru að losna á næstunni. „Það ríkir mjög mikil óánægja með kjör heimilislækna almennt. Þeir hafa dregist mjög mikið aftur úr öðrum stéttum og ekki fengist nein leiðrétting, þannig að það eru uppi um það mjög sterkar raddir að segja upp. Hins vegar meðan ekki er útséð um vilja til samn- inga, er ekki nein formleg ákvörðun um slikar aðgerðir fyrir- liggjandi," sagði Ólafur. ðlafur sagði heimilislækna gera kröfur um bætta aðstöðu, aðstaða þeirra til lækninga væri bágborin og ekkert gert til að bæta hana. Væri þetta þeim mikið kappsmál. Lög væru í landinu um heilsu- gæslu, en hemilislæknar á engan hátt í stakk búnir til að veita þá þjónustu sem lögin gerðu ráð fyrir. „Það er í raun landflótti meðal heimilislækna," sagði ólafur. „Sá heimilislæknir sem síðastur hóf störf í Reykjavík hefur sagt upp og ákveðið að flytjast úr landi vegna stöðunnar hér. Það finnst okkur vera talandi tákn um stöð- una í þessum málum," sagði ólaf- ur. Ef ekkert verður gert á næstu dögum, þá sé ég ekki annað en við verðum að gera eitthvað um ára- mótin. Þegar enginn taxti er í gildi er auðvitað nærtækast að við búum til okkar eigin taxta. Síðan verður bara að koma í ljós að hve miklu leyti Tryggingastofnunin vill koma til móts við sjúklinga hvað snertir endurgreiðslu," sagði Ólafur. Laufabrauð Bakstur laufabrauðs fylgir jólaundirbúningnum. í fjölskyldum þar sem einhver fjölskyldumeðlimur hefur vanist slíku í sínum uppvexti verður ekki undan bakstrinum vikist. Annars er þessi siður ekki mjög algengur meðal þeirra sem aldir eru upp í Flóanum. Myndirnar sýna konur við bakstur í húsi við Reyrhaga á Selfossi. Sig. jóns. Ávöxtunarfélagið stofnað um rekstur verðbréfasjóðs HINN 10. desember sl. var Ávöxtunarfélagið hf. stofnað til þess að starf- rækja verðbréfasjóð, að því er segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær, þar sem jafnframt segir, að þetta sé fyrsti sjóður af slíku tagi, sem stofnaður sé hér. f Morgunblaðinu í gær var skýrt frá stofnun verðbréfa- sjóðs á vegum Fjárfestingafélags íslands hf. í fréttatilkynningu Ávöxtunarfélagsins hf. segir að hluthafar séu nú rúm- lega 50 en hlutabréf séu til sölu hjá Kaupþingi. Hér fer á eftir í heild fréttatilkynning Ávöxtunarfé agsins hf.: Krefst endur- greiðslu afnota- gjalds í verkfalli LEIFUR Sveinsson lögfræðingur sendi í gær Theodór Georgssyni inn- beimtustjóra Ríkisútvarpsins reikn- ing, þar sem hann krefst endur- greiðslu á hluta af afnotagjaldi út- varps og sjónvarps vegna þess að dagskrá féll niður í októbermánuði. í reikningnum sundurliðar Leifur kröfu sína og krefst endurgjalds vegna „skróps" starfsfólks dagana 1. til 3. október og vegna verkfalls BSRB frá 4. október til 30. október. Leifur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hygðist ganga eftir því að sér yrði endur- greidd þessi fjárhæð, sem samtals nemur 310,70 krónum. Hann kvaðst einu sinni áður hafa sent slíkan reikning í tíð Axels Ólafs- sonar innheimtustjóra og hafi hann þá fengið greiddan einn dag, sem dagskrá féll niður. Var þá um að ræða 22,50 gkrónur, sem í ný- krónum væri 22'/4 eyrir. Leifur kvaðst vænta þess að hugsanlega myndi Ríkisútvarpið draga þessa upphæð af innheimtu fyrri hluta næsta árs. Ef viðbrögðin yrðu hins vegar engin og Ríkisútvarpið neit- aði að endurgreiða honum þessa fjárhæð, kvaðst hann myndu sækja rétt sinn fyrir dómstólum. „Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag um að Fjárfestingafél.ig ís- lands hf. hafi ákveðið að beita sér fyrir stofnun fyrsta verðbréfa- sjóðsins á íslandi fyrir nk. ára- mót, óskast eftirfarandi frétt birt í blaði yðar: Fyrsti verðbréfasjóður á fslandi hefur þegar tekið til starfa. Hann var stofnaður og skrásettur þ. 10. desember sl. og heitir Ávöxtunar- félagið hf. Tilgangur Ávöxtunarfélagsins er „að skapa farveg fyrir sam- vinnu einstaklinga og Iögaðila um hámarksávöxtun sparifjár og um að dreifa áhættu sem slíkri ávöxt- un er samfara. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að leita eftir hámarksávöxtun á innborg- uðu hlutafé hluthafa og á öðrum eignum félagsins, svo sem með kaupum og sölum á verðbréfum eða annarri fjárfestingu eða ann- arri þeirri starfsemi svo sem lána- starfsemi sem á hverjum tíma þykir líklegust til að skila beztri ávöxtun miðað við áhættu að mati stjórnenda félagsins". Athuganir á hagkvæmni og Gætum tungunnar: 200 um ábendingar íslenskt mál - í 40 síðna kveri „GÆTUM íungunnar" heitir 40 síðna kver, sem komið er út á vegum Áhugasamtaka um islenskt nál og Hins íslenska bókmenntafélags. Þar eru 200 orðtök og ábendingar um málvillur, sem oft skjóta upp kollin- um í fjölmiðlum eða á öðrum vett- vangi. f formála gerir Helgi Hálfdan- arson, ritari Áhugasamtaka um íslenskt mál, svofellda grein fyrir ritinu: „Um nokkurt skeið birtust 3 Saglmr: Þ.ir h. l.ir nriNd bfkkun um tjö pr.V* Kf ri t KRI hækkun urn sjö/>n»W (( >rðiðpró\rntuilij! rr þarflaust t>g gæti \crid vilUndi ) ^ Sagt tar: f.g st ndi jilatrga rinu sinni í viku. Rf.rT V.MI íg syndi ad mtna.Ua kotti rinu sinni i viku (Ath.: allatrga merkir. i allan hátt, mrð ýmsu móti. HtdJjna gélt þrlmtrkt: Ég syndi bringusund. baksund, skriðsund og flugsund í hverri viku.) 10 Sagl rar Farsi getur verid gott Irikhús. RÉTT\.£*l Fani getur vrridgott Irikrrrk. (Knska orðtð Ihralrr merkir fleira rn islenska orðtd Itikhúi og verður því rkki inlega þ> tt mrð þvl.) | | Sagliar. Mrstur hluti sjúklingan.na halði fótavist. BF. m\ V.FItl Flestir sjúklinganna hö®u liStavist (Mtilar hlali ijúkhngaana k\nni ad merkja. að búkur sjúklinganna hafl verið i flakki höfuðlaus ) ið frá frekari aðgerðum á vegum dagblaða." Sama snið er haft á í kverinu og var í dagblöðunum. Bókin kostar 230 krónur til félagsmanna Hins íslenska bókmenntafélags. hentugasta skipulagi verðbréfa- sjóðs af þessu tagi höfðu staðið lengi, en til hliðsjónar voru hafðir „mutual funds" dða „unit trusts" sem víða þekkjast erlendis. Niður- staðan var sú að stofna til slíkra ávöxtunarsamvinnu í hlutafélags- formi. Hlutaféð í félaginu skiptist í 5 þúsund króna einingar og eru viðskipti með hlutabréfin frjáls. Ávöxtunarfélagið hf. hefur samið við Kaupþing hf. um að annast framkvæmdastjórn félagsins. Hluthafar í Ávöxtunarfélaginu hf. eru þegar orðnir rúmlega 50, en hlutabréf eru nú til sölu hjá Kaupþingi hf. Snemma á næsta ári verður byrjað að birta viðmið- unargengi hlutabréfa Ávöxtunar- félagsins, skv. daglegum útreikn- ingum á verðbréfaeign félagsins. Standa vonir til að regluleg skrán- ing á verðmæti hlutabréfa Ávöxt- unarfélagsins hf. geti stuðlað að þróun hlutabréfaskráningar og hlutabréfamarkaðar á tslandi. íslenzk skattalög eru starfsemi af þessu tagi að mörgu leyti and- snúin. Stjórnendur Ávöxtunarfé- lagsins hyggjast beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum þar á, með hliðsjón af þeirri reynslu sem fæst af rekstri slíks ávöxtunarfé- lags. Stjórn Ávöxtunarfélagsins hf. skipa þeir Baldur Guðlaugsson hrl. formaður, Eggert Hauksson framkvæmdastjóri og dr. Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur." 21. desember 1984. Ávöxtunarfélagið hf. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri daglega í Reykjavíkurblöðum smákiausur undir fyrirsögninni Gætum tungunnar. Þar var reynt með stuttorðum leiðréttingum að sporna við ýmsum málvillum, sem skotið hafa upp kollinum ýmist í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi. Sumt af ábendingum þessum var endurtekið nokkrum sinnum i ein- hverri mynd, þegar um mjög áleitnar villur var að ræða. Að til- raun þessari stóð félagsskapur, sem nefnir sig Áhugasamtök um íslenskt mál. Góð samvinna tókst við blöðin þegar í upphafi og ýmsir meðal íesenda hvöttu til áframhalds. Þó er skemmst frá því að segja, að misjafnlega fór um framkvæmdir. Bagalegast var, að ósjaldan þurfti prentviílupúkinn að leggja sitt til málanna. Tókst þá stundum svo hrapallega til, að ráðlagðar voru þær málvillur, sem annars var barist gegn. Mjög var þetta þó misjafnt eftir blöðum. En bæði af þessum sökum og öðrum var horf- MAGNÚS Jóhannesson, deildar- verkfræðingur hjá Siglingamáia- stofnun ríkisins, tekur við starfi sigl- ingamálastjóra um næstu áramót. Hjálmar R. Bárðarson lætur þá af starfi siglingamálastjóra að eigin ósk, en hann hefur gegnt því starfi frá 1970, þegar það var sett á stofn. Hjálmar hafði áður gegnt embættum skipaskoðunarstjóra og skipaskráningarstjóra frá ár- inu 1954. Magnús Jóhannesson var fyrr á þessu ári settur siglingamálastjóri um sex mánaða skeið. Hann fædd- ist 23. mars 1949 og lauk M.Sc.-prófi í efnaverkfræði frá háskólanum í Manchester 1975. Hann hefur síðan starfað hjá Siglingamálastofnun að undan- skildum nokkrum mánuðum. Aðrir umsækjendur um starf siglingamálastjóra voru Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur, Einar Hermannsson, skipaverk- fræðingur, Jón Bernódusson, skipaverkfræðingur, og ólafur Jón Magnús Jóhannesson, deildarverk- fræðingur hjá Siglingamálastofnun ríkisins, tekur við starfl siglinga- málastjóra um áramótin. Briem, deildarverkfræðingur hjá Siglingamálastofnun ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.