Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
17
Mínir menn bæði
léttir og
Stefán Jónsson: Mínir menn, ver-
tíðarsaga. Teikningar eftir Kristin
Jóhannsson. Útg. Reykjaforlagið
1984.
Stefán Jónsson bregður sér á
stað, sem hann kallar Ver-
mannahöfn. Skrifar um sjávar-
pláss á sjöunda áratugnum,
bregður upp mynd af fjölskrúð-
ugu lífi og kyndugum uppátækj-
um. Orðheppinn þótti Stefán
vera meðan hann var fréttamað-
ur (og kannski lika meðan hann
var þingmaður) og orðhnyttni
hans í þessari bók skilar sér
sannarlega.
Aðalpersónur sögunnar, eru
áhöfnin á Gandinum, gömlum
eikarbát sem lýtur formennsku
Péturs tólfta.
liðlegir
Stefán Jónsson.
Það er skemmtilegt hversu vel
Stefáni tekst að koma frá sér
hvernig lífi fólkið lifir í skítug-
um lúkar eða verbúð. Allt er
þetta skondið lotterí og allt
snýst um fisk og fólk.
Höfundur hefur ákveðið að
hafa þessa bók um „sína menn“
en ekki um sjálfan sig. Hann
fellur enda varla í þá gryfju, þótt
það hljóti að hafa verið freist-
andi að trana sér eða sínum
meiningum fram.
Stefán Jónsson er snjall stíl-
isti og í þessari bók raðar hann
saman orðum á þann hátt að les-
andinn vill fylgjast með, hvort
sem hann kann í sjálfu sér að
hafa áhuga á lífinu í Vermanna-
höfn eða ekki.
Það er fengur að þessari
endurútgáfu á „Mínum
mönnum“. Kjarntyrt mál og
léttur húmor skemmtir áreiðan-
lega fleirum en mér.
Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason
Jólasöngvar í Garðabæ
Á Þorláksmessu verður sérstök
dagskrá í safnaðarheimilinu Kirkju-
hvoli tengd söfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
Skólakór Garðabæjar og Bel
Canto-kórinn syngja jólalög undir
stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdótt-
ur. Þá fer fram helgistund, sem
prestarnir séra Bragi Friðriksson
og séra Örn Bárður Jónsson ann-
ast. Notað verður sérstakt bæna-
form, litanía, sem Hjálparstofnun
kirkjunnar hefur látið útbúa nú
fyrir jólaföstu.
Þá munu hinir landsþekktu
Magnús og Jóhann syngja andlega
söngva af nýrri plötu sem Skál-
holtsútgáfan sendi frá sér nú fyrir
jól.
Þessi stund er helguð starfi
Hjálparstofnunar kirkjunnar, en
framlögum til handa þjáðu fólki I
Eþíópíu verður veitt viðtaka frá
kl. 14-17.
Stundinni lýkur með almennum
söng og kertaljós verða tendruð.
Boðið verður upp á kaffi og pip-
arkökur. Allir hjartanlega vel-
komnir.
(Frá CarAasókn.)
£>•&& ekkl keitanudinn ktddan
KJÚKLINGA— OG RÆKJUFORRÉTTUR
HAMBORGARAHRYGGUR
LAMBAKÓTELETTA
KARTÖFLUSALAT
SALAT
SHERRYTRYFFLE
SÉRSTAKLEGA VILJUM VIÐ MINNA Á SMURÐA BRAUÐIÐ OKKAR,
EINKAR ÞÆGILEGT OG LJÚFFENGT, BLANDAÐ ÁLEGG
6-8 TEGUNDIR A VÆGU VEROI.
tendwn
SPARIÐ YKKUR TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN.
VIÐ SENDUM ÁN ENDURGJALDS.
M OKKAR VEGNA, VINSAMLEGAST PANTIÐ TÍMANLEGA.
/^antanaiúnjax 25640 -20490 -28470
ÓÐINSVÉ^ífek.
BRAUÐBÆR
VÖRN GEGN VERÐBÓLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur.
Betrí kjör bjóðast varia.^Samvinnubankinn