Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 \>etba. e.v ekk-i rétta. y/oiinsdxlan, en 'eg f«e hajna tiL cxb pasSA.'1 HÖGNI HREKKVÍSI Starfsmaður Ríkisútvarpsins bendir á að lesið sé jafnt úr forustugreinum allra dagblaða í útvarpi. Dagblöðunum gert jafnt hátt undir höfði Páll Heiðar Jónsson, dagskrár- deild Ríkisútvarpsins skrifar: f „Velvakanda" þriðjudaginn 18. desember birtist bréf frá „Hlust- anda“ um lestur forustugreina dagblaðanna í útvarpinu. Hér verður ekki fjallað um þann hluta bréfsins, sem varðar réttmæti lestrar slíks efnis né heldur hvort sanngjarnt geti talist að tvö dagblaðanna birti tvær forustu- greinar í sama blaði á laugardög- um, enda eru ákvarðanir um slíkt á valdi útvarpsráðs. Hinsvegar staðhæfir „Hlust- andi“ að það „heyri til undantekn- inga að lesið sé úr sunnudagafor- ustugrein Morgublaðsins samdæg- urs,“ og ennfremur að „þulir beiti þeirri afsökun að Morgunblaðið hafi ekki borist í tæka tíð.“ Við þessi atriði óskar undirritaður að gera eftirfarandi athugasemdir: 1. Það mun heyra til algjörra und- antekninga að forustugrein Morg- unblaðsins á sunnudögum sé ekki lesin samdægurs — en ein slík átti sér stað síðastliðinn sunnudag, enda barst þeim er þetta ritar ekki blaðið um þá helgi en slíkt heyrir einnig til undantekninga. 2. í tilviki eins og þessu er ljóst að þulur gefur þá skýringu, sem eðli- legt er — enda henni komið á framfæri af þeim er þetta ritar. Til frekari skýringar skal þess getið að sum blaðanna senda handrit forustugreina sinna til úr- vinnslu daginn fyrir útkomu við- komandi blaðs en það gerir Morg- unblaðið ekki. Á hinn bóginn er blaðið sent undirrituðum sérstak- lega — m.a. í því skyni að gera útdrátt úr forustugrein þess — og er að öðru jöfnu á því hin besta regla — nema í þetta tiltekna skipti. Sannleikurinn er sagna bestur Emil Gudmundsson, hótelstjóri llótels Loftleióa, skrifar: í dálkum Velvakanda birtist bréf þann 15. desember sl., sem sagt var vera frá nokkrum strák- um. Þar bera þeir starfsfólki Hót- els Loftleiða afar illa söguna. Seg- ir það hafa neitað að skipta 10 krónu peningi er þeir ætluðu að hringja heim eftir Lúsíuskemmt- un sem þeir hafi tekið þátt í á vegum Æskulýðsfélags Bústaða- kirkju. Þeim hafi ekki bara verið neitað um skiptimynt í síma, held- ur hafi verið kallað á dyravörð til að henda þeim út. Þetta var aðal- efni bréfsins. Ljótt ef satt væri — en stað- reyndir málsins eru nokkuð á ann- an veg. Ég hefi kannaö þetta mál mjög gaumgæfilega og eru mála- vextir þessir: í fyrsta lagi er símasjálfsalinn gerður fyrir 10 krónu peninga. Strákarnir hefðu því ekki þurft að biðja um að fá 10 krónu peningi skipt til að geta notað símann. I öðru lagi, var engum neitað um skiptimynt í símasjálfsalann og ef hann var upptekinn var fólki boðið að nota síma hótelsins. Hins vegar var mikil ásókn að fá skipt peningum í spilakassa Rauða krossins, og það svo að um tíma gengu fimmkallar hótelsins til þurrðar, þar til starfsmenn Rauða krossins komu með skiptimynt. í þriðja iagi verð ég því miður að geta þess, að einn drengur sem margoft var búið að skipta pen- ingum fyrir í spilakassann, reidd- ist heiftarlega þegar skiptimyntin var búin. Hann jós svívirðingum hárri röddu yfir afgreiðslustúlku í gestamóttöku hótelsins og er orð- bragðið ekki eftir hafandi. Áður hafði hann raunar vakið athygli sökum óheflaðrar framkomu og hávaða, auk þess sem hann var með ýmsa aðra uppivöðslusemi, sem hér skal ekki tíunduð. Með honum voru þrír strákar og var öllum fjórum visað út úr hótelinu, til að hlífa gestum við að hlusta á óprenthæft orðbragð fyrirliðans. Hins vegar bauð dyravörður hon- um að koma inn aftur og hringja heim í síma hótelsins. Þáði hann það og eftir skamma stund var faðirinn kominn á vettvang til að sækja soninn og félaga hans, og hafi orðbragð drengsins verið ófagurt, þá tók fyrst steininn úr þegar faðirinn var kominn á vett- vang. Fór ekki á milli mála hvar strákur hafði numið munnsöfnuð- inn. Ég vil í lengstu lög komast hjá, að skýra frá atvikum sem þessum opinberlega. En það verður ekki hjá því komist þegar starfsfólk Hótels Loftleiða er ausið auri í nafnlausu bréfi í stærsta dagblaði þjóðarinnar, þar sem staðreynd- um er gjörsamlega snúið við. Hins vegar eru þeir drengir sem hér um ræðir velkomnir aftur á Hótel Loftleiðir hvernær sem er, svo framarlega sem þeir koma kurt- eislega fram. Því eins og segir í fyrirsögn á bréfi þeirra: Kurteisi kostar ekki peninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.