Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 56
HLEKKUR i HBMSWEÐJU pglýsinga- er 2 24 80 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1 Formaður Sjómannasambandsins: „Viðbrögð útvegsmanna andstæð öllum hefðum“ UillrM, 2Mc«ember. Kri Hjálmmri jóiu^m. bUtemuai Mor(»bU4«u. KRISTJÁN RtgnarfHon, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, vísaði kröfum sjómanna frá Landssambandinu og til Vinnuveit- endasambands Íslands, er forseti Sjómannasambandsins, Óskar Vigfús- son, gekk á fund hans til að afhenda þ*r. Þessar upplýsingar komu fram hjá Óskari á almennum fundi sjó- manna á Austurlandi, sem hald- inn var í Valhöll hér á Eskifirði. Sagði Óskar, að þessi viðbrögð LÍO brytu allar hefðir sem skap- ast hefðu í samskiptum sjómanna og útgerðarmanna á undanförnum áratugum og kvað það sina per- sónulegu skoðun, að i framtíðinni bæri sjómönnum ekki að hlíta þeim hefðum, breyttu útvegsmenn ekki um afstöðu. Niðurstaða fundarins var sú, að ekki bæri að ákveða dagsetningu þeirra aðgerða sjómanna sem DAGAR TIL JÓLA gripið verður tii náist ekki samn- ingar. Á fundinum voru menn hins vegar sammála um, að mikill baráttuhugur væri í sjómönnum og að langt væri síðan slíkur ein- hugur hefði ríkt. Nokkuð skiptar skoðanir voru þó um það hvenær næsta árs væri best að fara út I aðgerðir. Annars vegar töldu menn hagstæðast að bíða með aðgerðir þar til um mán- aðamótin febrúar-mars, þegar vertíðin yrði komin f fullan gang. Hins vegar voru þeir, sem vildu fara í aðgerðir I janúar, og kom fram ótti hjá þeim um það, að yrði beðið myndi hin góða samstaða, sem nú væri með sjómönnum, bila. Kom fram, að þessi tvö sjón- armið spegla að nokkru mismun- andi hagsmuni togara- og bátasjó- manna. Forseti Sjómannasambandsins, óskar Vigfússon, lagði áherslu á, að samstaða sjómanna nú mætti ekki bresta. Sjómenn mættu ekki hugsa: „Hvað er í þessu fyrir mig“, heldur. „Hvað er í þessu fyrir mína stétt“. Þá lagði hann áherslu á að ekki bæri að tengja saman kjarasamninga sjómanna og ákvörðun fiskverðs. Fjörutíu manns voru á fundin- um og sköpuðust á honum al- mennar umræður um kjör og stöðu sjómanna. Kom m.a. fram, að sjómenn töldu sig geta látið hrikta I stoðum þjóðfélagsins stæðu þeir saman. „Það er ekkert vald meira en vald sjómanna í þessu þjóðfélagi, ef þeir ákveða að beita þvi. Stóra spurningin er, stöndum við sam- an?“ sagði Óskar Vigfússon á fundinum. Ensk-íslenzka orða- bókin fær einnar Farskips- menn fella samninga Talningu atkvæða í allsberjar- atkvæðagreiðslu meðal yfir- manna á farskipum um sam- komulag það, sem gert var f nóvember í kjölfar ASÍ. sam- komulagsins, lauk í gær og var samkomulagið fellt Voru 152 á móti samkomu- laginu en 136 greiddu atkvæði með því. Auðir seðlar og ógild- ir voru 4. Á kjörskrá voru 614; skipstjórar, stýrimenn, vél- stjórar, loftskeytamenn og brytar. Atkvæði greiddu 292 og var kosningaþátttaka þvi 47,56%. Farþegar SVR ánægöir Farþegar SVR ráku margir upp stór augu þegar búið var að byrgja peningabrúsa vagnanna. Skýringin er sú, að nú og næstu daga er ókeypis í vagnana og er það jólagjöf borgaryfirvalda til borgarbúa í ár. Jakob Sigurðsson, vaktformaður hjá SVR, sagði, að farþegum hefði fjölgað og greinilegt v*ri að fólk v*ri hrifið af þessari ráðstöfun. „Unglingar flykkjast nú úr úthverfunum og mæður eni ánsgðar yfir að það skuli ekki rýra heimilispeningana um jólin.“ Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, tók í sama strang. „Það er greinileg án*gja farþega og margir hafa skilið bifreiðir sínar eftir heima, enda er erfitt að fá st*ði í miðb*num núna. Kostnaður SVR vegna þessa er um ein milljón króna," sagði Sveinn. Landanir íslenzkra fiskiskipa í Bretlandi og Þýzkalandi í ár: milljónar króna styrk VIÐ afgreiðslu fjárlaga samþykkti Alþingi að veita Bókaforlaginu Örn og Örlygur 1 millj. kr. útgáfustyrk vegna nýju ensk-íslensku orðabókar- innar, sem er með alfræðilegu ívafi á skýringum 150 þúsund orða, en útgáfa orðabókarinnar er ein viðamesta bókarútgáfa sem um getur á íslandi. Verðmæti tæplega einn milljarður Þegar orðabók Sigfúsar Blön- dals kom út á fyrri hluta aldarinn- ar veittu stjórnvöld viðamikla styrki til verksins, en síðan hefur engin einstök útgáfa bókar á ís- landi verið styrkt eins og ensk- íslenska orðabókin sem talin er valda timamótum f stöðu fslenskr- ar tungu gagnvart enskri tungu. Orðabókin telur um 15 milljón stafi, byggð upp fyrir jafnt leik- menn sem lærða. Margir þættir í bókinni t.d. á sviði tækni og nátt- úrufræði eru sérstaklega unnir upp til þess að marka samræmda stefnu í nýyrðum. Ákvörðun Al- þingis er viðurkenning í hinni mikíu nýju ensk íslensku orðabók. ÍSLENZK fiskiskip seldu afla sinn, samtals tæplega 34.000 lestir, í Bretlandi og Þýzkalandi á þessu ári fyrir tæpan einn milljarð króna mið- að við gengi dagsins í dag. Alls lönd- uðu skipin 141 sinni í Bretlandi og 118 sinnum í Þýzkalandi. Eitt skip á eftir að landa afla sínum í Þýzka- landi milli jóla og nýars, en löndun- um í Bretlandi er lokið. Alls var landað í Bretlandi 13.806 lestum að verðmæti 9.471.000 pund eða um 445 milljón- ir króna á núverandi gengi. Meðal- verð á kíló í pundum var 0,69 eða 32,43 krónur. 1 Þýzkalandi var alls landað 19.738 lestum að verðmæti 40.913.700 þýzk mörk eða 532 milijónir króna. Meðalverð fyrir kíló í mörkum var 2,07 eða 26,91 króna. Eitt skip, Ásgeir RE, mun landa afla sínum i Þýzkalandi milli jóla og nýárs. Enn liggur ekki fyrir endanlegt magn og verð fyrir ísaðan fisk fluttan út i gámum, en töluvert hefur verið um slíka flutninga að undanförnu. Ennfremur hefur verið flogið með nokkurt magn af ferskum fiski vestur um haf. Þá hafa loðnuskip landað afla sínum í nokkrum mæli í Færeyjum og Danmörku, þannig að verðmæti fersk fisks landaðs erlendis á þessu ári er töluvert yfir einn milljarð króna. Eitt skip seldi í Englandi i gær. Jón Þórðarson BA seldi 56,8 lestir, mest þorsk, i Grimsby. Heildar- verð var 1.920.900 krónur, meðal- verð 33,81. Réttindalaus og ölvaður: Báðar bifreiðir gerðar upptækar HJÁ SAKADÓMI var í g*r kveðinn upp úrskurður yfir manni, sem var fundinn sekur um ítrekuð brot á umferðarlögum. Úrskurðurinn var á þá leið, að tvcr bifreiðir, sem eru skráðar eign mannsins, skyldu gerðar upptækar. Ingibjörg Benediktsdóttir, settur sakadómari, kvað upp dóminn. Að sögn hennar hafði maður þessi verið tekinn oft við akstur undir áhrifum áfengis og eftir að hann var sviptur öku- réttindum var hann einnig tek- inn og þá ýmist fyrir þá sðk að aka án réttinda, eða vegna réttindaleysis og ölvunarakst- urs. „Þessi maður var búinn að fá dóma á sig í um 20 ár og frá árinu 1980 hefur hann verið dæmdur 7 sinnum,“ sagði Ingi- bjðrg. „Dómur Sakadóms nú var byggður á 1. tölulið 1. málsgrein- ar 69. greinar hegningarlaga þar sem segir, að gera megi upptæka með dómi hluti, sem orðið hafa til við misgerning eða hafðir hafa verið til að drýgja brot með, nema þeir séu eign manns, sem ekkert er við brotið riðinn. I umferðarlögum er ekkert slíkt ákvæði um að gera megi bifreið- ar upptækar og þetta er fyrsti dómurinn sem gengur í þessa átt.“ Hilmar Ingimundarson, hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál mannsins, sagði að dómnum hefði verið áfrýjað. „Þarna er um það að ræða, að Sakadómur lögjafnar út frá ákv- æði í hegningarlögum, en í fyrstu grein þeirra laga er skýrt tekið fram, að lögjöfnun verðir að vera fullkomin svo hægt sé að beita hegningarlagaákvæði varðandi sérrefsilög, eins og um- ferðarlög eru,“ sagði Hilmar. „Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að lögjöfnun væri réttlætanleg í þessu tilviki." Bifreiðir mannsins eru nokkuð gamlar, að sögn Hilmars, og verðmæti þeirra ekki mikið. Hann sagði, að aldrei áður hefði verið dæmt svo I máli sem þessu, en að vísu hefði áður komið fram krafa um það frá ákæruvaldinu, að bifreiðir mannsins yrðu gerð- ar upptækar. Sú krafa var þó ekki tekin til greina í það skipt- ið. Maðurinn, sem bifreiðirnar á, er fertugur sjómaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.