Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Pétur Jónsson óperusöngvari: Lærði þrettán óperur á nokkr- um mánuðum ÍSLENSKA óperan efnir í dag kl. 14.30 til hátíðartónleika í minningu Péturs Jónssonar óperusöngvara, en lidin eru 100 ár frá fsðingu hans. Munu fjölmargir íslenskir söngvarar heiðra minningu brautryðjandans mikla, sem söng í stsrstu óperuhúsum 1‘ýzkalands um langt skeið, og kom alltaf heim til sttlandsins á sumrin og hélt hljómleika fyrir landa sína. Um jólaleytið 1944 átti Valtýr Stefánsson, ritstjóri Mbl., viðtal við Pétur þar sem hann rifjaði upp nokkra atburði úr lífi sínu og merkilegum frsgðarferli, eins og segir í fyrirsögn. Til kynningar á Pétri Jónssyni fara hér eftir nokkrar glefsur úr viðtalinu: Ekki kveðst Pétur hafa hugsað til þess að læra að syngja: „Eng- inn benti mér á það. Sigldi til Hafnar til að læra tannlækningar. Tveim árum síðar kom Svein- björnsen tónskáld þangað og setti upp stóra hljómleika. Voru það einir mestu hljómleikar í Höfn þann vetur. Blöðin sögðu að ég hefði sungið best af þeim sem þar komu fram. Þetta var í fyrsta sinn sem ég söng opinberlega að heitið gæti. En það truflaði mig ekkert frá mínu tannlæknanámi fyrst í stað. En árið 1910 byrjaði ég nám við óperuskólann í Höfn. Næsta ár fór ég í söngför með dönskum stú- dentum til Ameríku. Var kominn að prófi í tannlæknaskólanum, en hætti við það því rétt um sama leyti var ég ráðinn við Kurfurst- en-óperuna í Berlín. Og hugsaði sem svo að úr því kæmu mér tannlækningar ekkert við. Þó ég væri ráðinn þarna þá kunni ég ekkert. Hafði alltof lítið lært til að geta keppt við bestu söngvara í Berlín og kunni ekki málið nægi- lega vel. Þegar til kom fékk ég því frest í eitt ár, tók að læra af kappi þangað til sumarið 1914.“ Ekki kveðst Pétur hafa haft efni á því. Hann borðaði fyrir 10 pfenninga á dag, þ.e. drakk eitt glas af öli og át með þurrt brauð sem kostaði ekk- ert. „Einu sinni átti ég að syngja inn á plötur. Þurfti þá að ganga gegn um hálfa Berlín, af því ég átti ekki fyrir strætisvagnafarinu. Þegar ég var hálfnaður að syngja, bað ég um frest á því sem eftir var því ég var svo svangur. Fékk borg- unina og flýtti mér á matsöluhús. Að þessu námi loknu byrjaði Pétur að syngja í Kiel og tók til óspilltra málanna að læra óperur. Lærði 13 á nokkrum mánuðum: „Tenórinn sem átti að leika aðal- hlutverkið í Aida hafði þannig samning að hann þurfti ekki að mæta á æfingum. Nú spurði ég forstjórann að því hvorrt ég mætti þá ekki syngja á æfingunum sem halda skyldi á sviðinu með hljómsveit. Hann féllst á það. Þeg- ar ég hafði sungið fyrsta þátt réð hann mig að nýju við óperuna og þá fyrir fjórfalt hærra kaup en fyrri samningur hljóðaði upp á. Síðan rann upp erfiður tími fyrir mig, því ég var látinn syngja þarna í öllum 13 óperunum sem ég hafði lært frá því ég kom til Kieí um sumarið 1914. Varð ég oft að HJÁLPARSJÓÐUR GÍRÓNÚMER 90000-1 Kveðjutónleikar Péturs Jónssonar í Gamla Bfói. taka tvær frumsýningar í sömu vikunni. Eftir fyrsta söng minn í Kiel barst sú fregn út um allt Þýzkaland að hér væri kominn nýr tenór fram á leiksviðið, sem mikið kvæði að. Næstu fjögur ár var ég svo við Kielar-óperuna. En fór oft sem gestur til annarra staða, eink- um til Hamborgar. Þeir vildu fá mig þangað. En mér fannst ég vera of ungur og óreyndur til að keppa við þá miklu naglahausa sem þar voru fyrir svo ég varð kyrr. Þangað til 1918. Þá bauðst mér góð staða við óperu í Darmstadt. Þar hafði verið mikill söngvari, Joseph Mann að nafni. Hann fór til Berlínar, en ég kom í staðinn. Meðan Pétur var ráðinn í Darmstadt fór hann oft til ann- arra borga í Þýzkalandi og söng sem gestur við óperur. M.a. söng hann hlutverk Siegfrieds í óperu Wagners í Berlín. Og einnig söng hann í Sviss: „Varð að taka hlut- verkin hvar sem var án æfinga á staðnum. Þegar ég t.d. kom til Berlínar eitt sinn til að syngja í Stadtóperunni með Leo Blech sem stjórnanda, spurði hann mig hvort ég hefði sungið hlutverkið áður. Já. Engu sleppt úr. Nei. Síðan opnaði hann hurðina á herbergi sínu og sagði: Þarna er leiksviðið og benti mér þangað. Við sjáumst þar í kvöld. Sælir. Eftir 4 ár í Darmstadt ræð ég mig til Berlínar árið 1922. Átti að fá hæsta kaup sem þar var borgað í óperum. En þá kom hrunið. Þá tapaði ég öllu sem ég hafði sparað saman. Þá urðu mörkin svo lítils virði að maður fékk milljón á dag og varð að hlaupa í næstu búð til þess að fá eitthvað fyrir pen- ingana, því allt var orðið meira virði en þeir. Ég varð að syngja í Danzig til þess að fá fyrir kolum. 1 Berlín var ég í tvö ár. En réð mig svo til Bremen 1924. Þar voru önn- ur peningamál og því var ég þar. Þar fékk ég áfall. Hljóðhimnan sprakk. Það var árið 1926.“ Pétur fékk upp úr því slæma blóðeitrun og kom upp úr kafinu að hann var með sykursýki. „Árið 1929 flyt ég svo til Berlín- ar. Ætlaði mér þá að hverfa að því ráði að fastráða mig ekki við neitt leikhús, heldur syngja sem gestur hér og þar í Þýskalandi. Það tókst verr en ég hafði búist við. Þá fyrst gerði ég mér ljóst að ég hafði t.d. vanrækt það að leita mér sam- banda í Ameríku. Missti af því m.a. vegna þess að ég kom alltaf hingað heim á sumrin þegar ég mögulega gat. En þá fóru helstu söngvarar Þýzkalands í veg fyrir umboðsmenn amerískra söng- leikahúsa er þeir komu að vestan til þess að hitta, prófa og ráða nýja menn. Mér var alltaf vel tek- ið hér í Reykjavík ... Svo kom ég heim árið 1932. Ætlaði að vera heima í eitt ár eða svo, til að hvíla mig og jafna mig. En þá komst ég of mikið út úr, náði ekki sambönd- unum aftur. Þá breyttist lika margt í Þýzkalandi. Kannski var það gott að það fór svona. Kannski hefði ég orðið fastur þar og ekki komist þaðan þó ég hefði viljað. Valtýr spyr Pétur hvort þetta hafi ekki verið ógurleg áreynsla, sem óperusöngvararnir urðu að leggja á sig. „Jú. Þett er oft óskap- legt púl. Ég lék alltaf nokkuð sterkt. T.d. eftir Carmen var ég alltaf steinuppgefinn. Eða t.d. að syngja Sigfried-hlutverkið, hafa sungið í þrjá klukkutíma. Svo kemur Brynhildur, venjulega mik- ill kvenmaður, segir Pétur og mát- ar með faðminum hvað hinar þýsku söng-Brynhildar eru á að giska umfangsmiklar. Hún hefur hvílt sig, en syngur nú eins og hún hefur kraftana til. En Ieikhúsgest- ir eru ekki ánægðir nema maður syngi Brynhildarnar í kútinn áður en lýkur.“ Pétur játar því að hann hafi sungið mest Wagnerhlutverk. „Það átti best við mig. Og það var metið mest.“ Og með mestu og frægustu söngstjórum? „Já, t.d. með Sigfried Wagner, Rich, Strauss, Balling, Albert Leo Blech, Kleiber o. fl. Og vitanlega lærði maður mikið af því að kynnast þessum færustu mönnum á sviði tónlistar." Á tónleikum íslensku óperunnar í dag munu eftirtaldir söngvarar heiðra minningu Péturs Jónsson- ar: Anna Júlíana Sveinsdóttir, El- ín Sigurvinsdóttir, Elísabet Erl- ingsdóttir, Garðar Cortes, Guð- mundur Jónsson, Halldór Vil- helmsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Sigmundsson, Magnús Jónsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, Sigurður Björnsson og Simon Vaughan. „Viö álítum rétt og sjálfsagt aö leyfa ekki umræöur né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans.” Hjörleifur Guttormsson, fyrrum orku- og iðnaðarráðherra, Rauða bókin, bls. 47. Bókin er til sölu í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. HEIMPALLUTT samtók ungra sjálfstœöismanna i Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.