Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
Morgunbladid/Júlíus.
Hér sést snjóruðningstækið, sem olli skemmdum á flugvél Sverris Þóroddssonar. Eins og sji má skemmdist stél
(lugvélarinnar mikió.
Snjóruðningstœki ekið á flugvél
í GÆRMORGUN skömmu fyrir hádegi varö það óhapp á Reykjavíkurflugvelli, að snjóruðningstæki var ekið á
flugvél.
Að sögn Sverris Þóroddssonar, eiganda flugvélarinnar, varð óhappið með þeim hætti, að ökumaður tækisins
virðist ekki hafa séð vélina, sem stóð á vellinum. Skipti því engum togum, að tækin rákust saman og skemmdist
stél flugvélarinnar töluvert. „Skemmdirnar voru umtalsverðar og hæðastýri skemmdist einnig,“ sagði Sverrir.
„Ég veit ekki hvað þetta óhapp á eftir að raska miklu hjá okkur í fluginu, en tafir verða óhjákvæmilega nokkrar.
Tjónið er líklega svipað og verð lúxusbifreiðar, en það er ekki búið að meta það. Ég veit ekki til þess að önnur
slík óhöpp haH átt sér stað, enda er óskiljanlegt að stjórnandi tækisins skuli ekki hafa séð flugvélina," sagði
Sverrir Þóroddsson að lokum.
Evrópuskák:
Karl gerði jafntefli
l .ronmgcn, 21. dnember. Frá Áriu Árnuyni,
OétUríUrn Mbl. á EvrópumeisUrnmóti unttlinga í skák.
Karl Þorsteins gerði í dag jafntefli við Vestur-Þjóðverjann Jörg Hickl á
Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen. Karl hafði svart og hefur hann nú
einn og hálfan vinning eftir tvær umferðir.
Næsta umferð verður tefld á og eins víst að Karl lendi gegn
morgun klukkan 13.00. Ekki er öll- honum á morgun ef aðrir verða
um biðskákum lokið hér í kvöld, ekki komnir með tvo vinninga.
en nú er efstur 011 frá Rússlandi
Starfsmenn fá launauppbót úr sjóðum Ríkisútvarpsins:
Án heimilda og ut-
an kjarasamninga
- segir ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis
FASTRÁÐNUM starfsmönnum útvarps og sjónvarps voru greiddar uppbæt-
ur á laun nú í desembermánuði, þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hefði
áður neitað forráðamönnum Ríkisútvarpsins beiðni um slíkar greiðslur.
Fékk hver starfsmaður í fullu storfi kr. 8.000 samkvæmt upplýsingum frá
fjármáladeild Ríkisútvarpsins, og aðrir storfsmenn í hlutfalli við storfs-
framlag sitL Að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu-
neytinu tók Ríkisútvarpið peninga til þessara greiðslna úr sérstökum sjóð-
um Ríkisútvarpsins, án nokkurra heimilda fjármálaráðuneytis.
Höskuldur sagði, að beiðni
Ríkisútvarpsins um þessar launa-
greiðslur hefði verið hafnað, er
hún barst þeim. Ljóst væri að
þessar greiðslur hefðu því verið
teknar úr sjóðum útvarpsins og
án samþykktar fjármálaráðu-
neytisins og ennfremur utan
*
Ahrif afnáms tollfrelsis á saltfiski og skreið hjá Evrópubandalaginu:
Tollar á Spáni lækka við
inngöngu á bandalagið
þeirra kjarasamninga. Eins og
málum væri nú komið sagði
Höskuldur fjármálaráðuneytið
ekkert geta gert, nema að vekja
athygli Ríkisendurskoðunar á
því, að þarna hefði ekki verið far-
ið eftir þeirra reglum, og biðja þá
um að athuga málið nánar.
Knútur Hallsson, ráðuneytis-
stjóri í menntamálaráðuneytinu,
sem Ríkisútvarpið fellur undir,
sagði að mál þetta hefði komið á
borð ráðherra á miðvikudag og
ekkert hefði verið fjallað um það
í ráðuneytinu. Hann sagði að
menntamálaráðherra hefði ekki
haft tíma til að kanna málið
vegna anna á Alþingi þessa síð-
ustu daga, en væntanlega yrði
það tekið fyrir í ráðuneytinu við
fyrsta tækifæri. Hann vildi ekki
tjá sig frekar um málið.
EINS og fram hefur komið í fréttum hefur sjávarútvegsráðherranefnd ráð-
herraráðs Evrópubandalagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt því
aðildarlöndum bandalagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt því
leggjast 13 til 20% tollar á þessar afurðir. Þetto hefur aðeins áhrif á útflutn-
ing okkar á skreið og saltfiski til aðildarlanda bandalagsins. Áhrif þessa eru
misjöfn. Hækkun tolla verður í núverandi aðildarlöndum bandalagsins, en
hingað til hafa þeir nánast engir verið. Hins vegar hefur þetto þau áhrif, að
við inngöngu Spánar í bandalagið lækka tollar þar um G prósentustig og við
inngöngu Portúgals í Bandalagið breytast tollar lítið sem ekkert. Hér fer á
eftir álit útflytjenda skreiðar og saltfisks á þessu máli.
Slæmar frétttir
„Þetta eru vissulega slæmar
fréttir og tollarnir eru skref aftur
á bak í viðskiptum okkar við Evr-
ópubandalagið. Það finnst mér
einna verst hvað þetta lýsir miklu
skilningsleysi á sérstöðu íslend-
inga, en kannski um leið þeirri að-
stöðu, sem við erum komnir í, sem
eina þjóðin við Norður-Atlants-
hafið, er lifir á óstyrktum sjávar-
útvegi. Flestar aðrar vestrænar
þjóðir líta á sjávarútveg og land-
búnaö sem vandamál, en við lifum
af þessu,“ ?agði Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóri Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda, er
Opnunartími
verslana
og banka
VERSLANIR á höfuðborgar-
svæðinu verða opnar til kl. 23 í
kvöld, en lokað verður á morgun,
Þorláksmessu.
Þeir, sem verða of seinir
fyrir með innkaupin fyrir jólin,
geta huggað sig við það, að
verslanir verða opnar til há-
degis á aðfangadag. Ef gleymst
hefur að taka út fé í banka, þá
skal á það bent, að engir bank-
ar hafa opið í dag, en einhver
útibú taka þó við peningum
kaupmanna frá kl. 23.30—01 í
kvöld. Engin almenn afgreiðsla
verður á þeim tíma. Á aðfanga-
dag eru bankar opnir til hádeg-
is.
hann var inntur álits á afnámi
tollfrelsis á saltfiski í aðildariönd-
um Evrópubandalagsins.
Um áhrif tollsins á saltfiskút-
flutning okkar sagði Friðrik, að
óljóst væri hvernig 25.000 lesta
tollfrjáls innflutningskvóti nýttist
einstökum framleiðslulöndum.
Ljóst væri að innflutningur um-
fram hann yrði tollaður. Því kæmi
hann á innflutning til Ítalíu,
Grikklands, Bretlands og Frakk-
lands frá og með 1. júlí næstkom-
andi, en til þessara landa hefðu
samtals verið fluttar 13.000 lestir
á síðasta ári en nokkru minna á
þessu ári. Öll þessi lönd hefðu ver-
ið nánast tollalaus en áhrif af-
náms tollfrelsisins ættu ekki að
þurfa að verða ýkja mikil á næsta
ári.
Þá sagði Friðrik að við væntan-
lega inngöngu Spánar og Portú-
gaís í Evrópubandalagið 1. janúar
1986 kæmi allt önnur mynd upp.
Þangað hefðu á síðasta ári verið
fluttar 33.000 lestir, 24.500 til
Portúgals og 8.500 til Spánar. Á
Spáni væri nú þegar allt að 19%
tollur á saltfiski og hann félli að
öllum líkindum niður við inngöng-
una í bandalagið, en i staðinn
kæmi 13% tollur Evrópubanda-
lagsins. Sem sagt 6 prósentustiga
lækkun. Alit að % hlutar útflutts
saltfisks færu til Portúgals. Þar
hefðu engir tollar verið þar til í
sumar, að 12% innflutningstollur
var settur á, en hann hefði fengizt
lækkaður í 3% til 12. desember
síðastliðins. Sá tollur félli líklega
niður þegar Portúgal gengi í
bandalagið og í staðinn kæmi 13%
tollurinn.
Þá bæri þess að geta, að sam-
kvæmt afnámi tollfrelsisins félli
20% tollur á söltuð þorskflök, en í
sölu þeirra ríkti verulegt verð-
stríð. Með þessu yrði Danmörk
eina þjóðin, sem kæmi til með að
sitja að kjötkötlunum þar sem hún
væri í Evrópubandalaginu. Færey-
ingar væru utan bandalagsins svo
tollurinn lenti á þeim að svo miklu
leyti sem fiskur þeirra teldist ekki
danskur.
„Þetta hefur vafalaust töluverð
áhrif á viðskipti fslands við Evr-
ópubandalagið því háir tollar hafa
letjandi áhrif á viðskipti. Þá
hækkar tollarnir verð til neitenda.“
Bætir ekki stöðuna
„VIÐ erum lítið farnir að gera
okkur grein fyrir því hvaða áhrif
þetta hefur á skreiðarútflutning
okkar. Við flytjum aðeins um 200
lestir af skreið til Evrópubanda-
lagsins, nánar tiltekið Ítalíu. Það
er þó ljóst að afnám tollfrelsisins
bætir ekki stöðuna og hækkar alla
vega ekki verðið til framleiðenda,"
sagði Hannes Hall hjá Skreiðar-
samlaginu, er hann var inntur eft-
ir þvf, hver áhrif afnám tollfrelsis
á skreið hjá Evrópubandalaginu
hefðu.
Veðrið um helgina
Um þessa helgi mun lægð ganga
yfir landið. Að sögn veðurfræð-
inga Veðurstofu Islands lætur
lægð þessi á sér kræla í dag og
verður norðanátt um allt land á
morgun, með éljagangi á Norður-
landi. Lægðin verður líklega enn
ríkjandi á aðfangadag. Seinni
hluta dags í dag gæti rignt á Suð-
urlandi, en síðan frystir og er lík-
legt að það frost haldist á meðan
að lægðin er yfir landinu. Of
snemmt er að spá fyrir um jóla-
dag, en allt útlit er fyrir hvítum
jólum um land allt.
Blása lántakendur í herlúðrana:
„Breytingarnar með
öllu ófullnægjandi“
- segir Ögmundur Jónasson, einn af
talsmönnum Sigtúnshópsins, um vaxta-
ákvörðun Seðlabankans
„ÞESSAR breytingar á lánskjörum eru að mínu mati með öllu ófullnsgj-
andi. Það er blásið út að verið sé að lækka vexti af verðtryggðum útlánum
um 3% en þess ekki getið að nýlega voru vextir af þessum sömu lánum
hækkaðir um meira en þessu nemur. Eftir þessa breytingu eru vextirnir
enn mjög háir og er rétt að vekja athygli á því að þegar verðtrygging var
innleidd voru vextir af þessum sömu lánum 2—3% en verða nú 4—5%,“
sagði Ögmundur Jónasson fréttomaður, sem var einn af tolsmönnum Sig-
túnshópsins svokallaða sem lét að sér kveða í húsnæðismálum á síðasto ári,
þegar álits hans var leitað á nýlegri vaxtaákvörðun Seðlabanka (slands.
„Svo er önnur hlið á þessu máli. ir vextir. Þessi lánskjaravísitala
samanstendur að Vá hlutum af
framfærsluvísitölu og 'A af bygg-
ingavísitölu. Þegar framfærsla
lántakandans þyngist þá þyngist
afborgunarbyrðin að sama skapi.
Lánskjaravísitalan hefur á 2 ár-
um hækkað meira en þriðjungi
Hún er sú að eftir að vísitölu-
binding launa var afnumin þá
hefur greiðsluóyrðin af vísitölu-
bundnum lánum margfaldast.
Við þessar aðstæður er láns-
kjaravísitala, frá sjónarhóli
launamanns, ekkert annað er há-
meira en vísitala kauptaxta.
Þetta þýðir í raun meira en 15%
raunvexti gagnvart kauptaxta.
Þess má geta að í Danmörku hef-
ur verið hugsað fyrir þessu með
þeim hætti að þegar lánskjara-
vísitalan hækkar meira en nemur
launahækkunum á 6 mánaða
tímabili þá kemur til kasta reglu
sem tryggir að greiðslubyrðin
hækkar í hlutfalli við laun. Víðar,
til dæmis í Bandaríkjunum, tíðk-
ast að setja öryggishámark af
þessu tagi á afborganir. _
Þeir hafa sig nú mjög I frammi
sem bera hag sparifjáreigenda
fyrir brjósti. Eg hef trú á því að
með þessu áframhaldi fari fljót-
lega að heyrast frá því fólki sem
nú er okrað á fyrir hönd þessa
fólks, en það eru lánþegar sem nú
virðast ekkert gott eiga skilið,"
sagði Ögmundur.