Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
kusch
co
Sit/mobelwerke KG
Stóllinn SÓLEY sem teiknaður er af Valdimar
Haröarsyni arkitekt, vekur nú athygli víöa um
heim.
SÓLEY er þœgilegur, nútímalegur klappstóll
framleiddur í fjöldamörgum lita- og efnistilbrigö-
um.
Meö stólnum er fóanlegt hringlaga felliborö.
Síðumú!a20 Reykjavík Sími 91-3 6677
Frá Umferðarráði:
Nokkur mikilvæg at-
riði úr jólaumferðinni
I SVARTANTA skammdeginu bend-
ir Umferðarráð á, að gangandi veg-
farendur geti aukið öryggi sitt veru-
lega með því að nota endurskins-
merki. Þau fást Ld. í apótekum um
allt land. Þeir sem ganga mikið ættu
skilyrðislaust að fá sér búnað til
hálkuvarna, sem flestir skósmiðir
hafa á boðstólum.
Ökumenn þurfa nú að ætla sér
meiri tíma til ferða en endranær,
og eiga að nota ökuljósin allan sól-
arhringinn. Ljósabúnaður verður
að vera í fullkomnu lagi, annars
minnkar notagildi hans verulega.
Að marggefnu tilefni beinir Um-
ferðarráð því sérstaklega til öku-
manna að þeir noti bíla sína alls
ekki nema þeir séu með tilskyld-
um vetrarbúnaði. Grófmynstraðir
hjólbarðar duga oft, en nú eru
víða þau skilyrði til aksturs að
þeir verða að vera negldir. Keðjur
þurfa menn einnig að hafa tiltæk-
ar.
Þá bendir Umferðarráð á að
nauðsynlegt er að þvo hjólborða
nokkuð oft þegar salt er borið á
akbrautir, að öðrum kosti rýrna
eiginleikar hjólbarðanna ótrúlega
mikið. Best er að nota steinolíu
eða olíuhreinsiefni í þessu skyni.
Þá minnir Umferðarráð á að nú
þegar allra veðra er von ættu
menn ekki að fara um erfiða
fjallvegi án samfylgdar, og alls
ekki nema á mjög vel búnum bíl-
um til vetraraksturs. Sérstaklega
er þetta brýnt fyrir fólki, sem
kennir sér einhvers meins, og á því
erfiðara með að reyna á sig en
aðrir.
Umferðarráð væntir þess að all-
ir landsmenn stuðli að slysalausri
umferð um jólahátíðina með
skilningi á þeim erfiþu aðstæðum
sem nú eru víða fyrir hendi, og
sýni ýtrustu varkárni.
\
Morgunblaðið/RAX.
Ný flugvél á Reykjavíkurflugvelli
NÝ FLUGVÉLATEGUND, Saab-Fairchild 340, hafði viökomu á Reykjavíkurflugvelli er verið var að ferja flugvélina
til kaupenda vestan hafs. Hér er um að ræða nýja kynslóð af skrúfuþotum og er flugvélin nýbyrjuð farþegaflug.
Fyrsta flugfélagið til að taka hana í notkun var svissneska flugfélagið Crossair, sem byrjaði að fljúga SF-340 síðla
sumars. Flugvélin ber 30 farþega.
*
A þriðja hundrað manns
án atvinnu á Suðurnesjum
Á ÞRIÐJA hundrað manns eru án
atvinnu á Suðurnesjum og hefur svo
verið um skeið, segir í ályktun frá
Verkalýðs- og sjómannafélagi Kefla-
víkur og nágrennis. í ályktuninni er
lýst hnignun í sjávarútvegi á Suður-
nesjum og hvatt til aðgerða til að
snúa við þeirri þróun.
í ályktuninni segir orðrétt:
Jafnframt bendir félagið á að
nú í haust hafa mörg skip og bátar
verið seldir burt af Suðurnesjum
og fylgir þessum skipum rúmlega
9000 tonna fiskkvóti.
Þá hefur útflutningur fersks
fisks eða óunninna fiskafurða með
gámum og siglingum fiskiskipa
vaxið risaskrefum að undanförnu.
f ár og í fyrra voru flutt út, án
þess að verkafólk snerti afurðirn-
ar nema að litlu leyti, samtals
91.354 tonn. En aukningin milli
áranna 1983 og 1984 er 54%. Ljóst
er að talsverður hluti þessa út-
flutnings kemur frá Suðurnesjum.
Verkalýðsfélagið lýsir þungum
áhyggjum sínum af þessari þróun,
sem hlýtur að valda viðvarandi og
vaxandi atvinnuleysi verkafólks
verði ekkert að gert.
Skorar félagið á stjórnvöld að
grípa nú þegar til aðgerða sem
tryggja að sjávarútvegur og fisk-
vinnsla á Suðurnesjum verði rekin
af fullri reisn og þrótti. Félagið
Sýningu Lars
Emils að ljúka
Sýningu Lars Kmils Árnasonar á
Mokkakaffi við Skólavörðustíg lýk-
ur nú um helgina. Myndirnar á sýn-
ingunni eru unnar með blandaðri
tækni og eru allar til sölu.
telur í þessu sambandi höfuðnauð-
syn að hlutdeild Suðurnesja-
manna í fiskkvóta verði ekki
minnkuð frá því í fyrra og því
ÁTTHAGASAMTÖK Héraðsmanna
hafa starfað á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu frá árinu 1972.
Þau hafa aukið og viðhaldið
tengslum við heimabyggð á
Fljótsdalshéraði og stuðlað að
kynningu brottfluttra Héraðs-
manna. Félagsmenn hafa undan-
farin ár haldið fjórar samkomur
árlega, auk aðalfundar; haust-
SIDASTLIDINN laugardag buðu
forráðamenn sérleyfisbíla Akureyrar
Mývatningum frítt far til Akureyrar
og til baka. Hófst ferðin frá Reykja-
hlíð klukkan 9 árdegis og farið var
frá Akureyri klukkan 20 sama dag.
Um 40 manns notuðu sér þetta
rausnarlega boð.
Margt varð til að gera þessa
ferð sérstaklega ánægjulega, hið
fegursta veður, færðin eins og á
skipulagi komið á gámaflutninga
á fiski og siglingar skipa, að
fjöldaatvinnuleysi verkafólks
verði ekki að veruleika."
fagnað, árshátíð, kaffiboð fyrir
aldraða og vorfagnað. Einnig hef-
ur verið efnt til sumarferðalaga.
Laugardaginn 29. desember nk.
bætist við nýr þáttur í starfi sam-
takanna. Þá verður haldinn jóla-
trésfagnaður í Tónabæ frá kl. 3—6
síðdegis. Allir Héraðsmenn innan
Átthagasamtakanna sem utan,
svo og vinir þeirra eru, velkomnir.
(FrétUtilkynning.)
sumardegi, ágætur farkostur og
síðast en ekki sízt lipur og traust-
ur ökumaður.
Sérleyfisbílar Akureyrar halda
á sumrin uppi daglegum ferðum
frá Akureyri til Mývatns og í vet-
ur tveimur ferðum vikulega. Ég vil
fyrir hönd okkar, sem tókum þátt
í þessari ferð, færa eigendum Sér-
leyfisbíla Akureyrar beztu þakkir
fyrir þeirra ágæta boð og óska
þeim alls góðs í framtíðinni.
Krístján
Jólatrésfagnaður
Héraðsmanna í Tónabæ
Mývetningum
boðið í bíltúr
Mývatnæveit, 19. desember.