Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 268. þáttur Reykvísk kona, sem ekki vill láta birta nafn sitt fullt, skrif- ar mér og sendir mér þess kon- ar lesmál, að mig furðar ekki, þótt hana hafi rekið í roga- stans. Þetta var klippa úr ein- hverju blaði, þar sem lesefnið var ætlað litlum börnum. Kon- an segir í bréfinu, að líklega hefði hún átt að senda ábyrgð- armanni blaðsins ljósrit, þar sem villurnar væru undirstrik- aðar, og vona ég að hún láti verða af því. Skemmst er af því að segja, að barnasagana sem ég fékk í hendur, er morandi í alls konar villum. Samkvæmt venju verður hér ekki rætt um stafsetningu, en reynt skal að fjalla um helstu málvillurnar eða stíllýtin, því að af nógu er að taka. ★ 1. Munur er á merkingu at- viksorðanna inn og inni. Hið fyrra táknar hreyfínguna til, en hið síðara dvölina á. Ég fer inn -í húsið og er síðan inni í því. í klippunni, sem mér var send, ruglaðist þetta. Rétt mál er að segja að einhver sé inni í skóg- ^ inum og inni í stofu. 2. Samtengingarnar þegar og eins og eiga ekki að taka að sér til fylgdar. í barnasögunni stóð meðal annars: „Þegar að skógarhöggsmennirnir voru farnir ..., þegar að þau voru komin inn í skóg ... og það var eins og að litla jólatréð brosti ..." I öllum þessum setningum á að að falla brott. 3. Lýsingarorðið einmana er með einu n-i bæði í bak og fyrir. Orðmyndin einmanna telst ekki rétt. 4. Sögnin að kvíða (fyrir) er persónuleg. Ég kvíði fyrir, ekki mér kvíðir (kvíður) fyrir. Að lokum er þess að geta að bréfritari vill hafa þætti um íslenskt mál oftar í Morgun- blaðinu en nú tíðkast. ★ Ástæða þykir mér til þess að taka hér undir það, sem fram kom i áliti stjórnskipaðrar nefndar um íslenskt mál í fjöl- miðlum ríkisins. Þá yrði síður hægt að finna að máli á frétt- um og öðru efni þeirra. ósköp var leiðinlegt að hlusta á ranga beygingu orðsins bygg- ing í kvöldfréttum sjónvarps- ins 11. desember. Þá var sagt skýrt og greinilega „vegna byggingu" í stað þess að rétt væri: vegna byggingar. Eign- arfall kvenkynsorða, sem enda á -ing, og annarra í sama flokki, er í mikilli hættu. Því miður heyrist einnig: til Rann- veigu, Guðrúnu, Þorbjörgu og Sigurlaugu í stað Rannveigar, Guðrúnar, Þorbjargar og Sigur- íaugar, svo að alþekkt dæmi séu nefnd. ★ Tvær vondar villur komust með einhverjum hætti inn í bréf Skúla Magnússonar, það er birtist í síðasta þætti. Bréfritari og lesendur eru beðnir að virða þetta til vor- kunnar. Hér fara á eftir máls- greinarnar eins og þær áttu að vera: „Ég er andvígur því að þýða „you“ á ensku með „yður“. „Líta við“ eða enn verra „kíkja við“ í stað „líta inn“ eða „koma við“. ★ Þá eru hugleiðingar umsjón- armanns í tilefni af bréfi Skúla. Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft, og það nema börn sem í bæ er títt. Vissulega er það rétt, að börn og unglingar nú á dögum læra málið ekki í sama mæli af fullorðnum og áður var. Dugir þó lítt að segja að þau eða þeir læri það af öðrum börnum eða táningum, því að af einhverj- um hafa þau (þeir) lært. Eitthvað tölum við (hinir full- orðnu) við börn og unglinga, og við berum ábyrgð á því lesefni og myndefni, sem þeim berst til augna, og við stjórnum skólahaldinu í landinu. Ef okkur ofbýður framburðarleti og orðfæð barna og unglinga, skulum við líta í eigin barm. Víst er það oft gott sem gamlir kveða, en við höfum mörg ráð til að bæta málfar ungmenna önnur en það að steypa saman elliheimilum og dagvistum barna. Besta ráðið er að vera hinum ungu góð fyrirmynd, ganga á undan með góðu eftir- dæmi. f þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Illíonskviðu standa þessi merkilegu orð: „Tunga dauðlegra manna er vökur. Á henni liggja margar og ýmiss konar ræður, og vítt er rúmsvæði orðanna. Þau orð, sem maður öðrum segir, þau orð fær hann aftur að heyra.“ Ég hef ekki minnstu trú á að íslenskt mál deyi út á svo sem 50 árum. Þjóðernisvitund okkar er miklu sterkari en svo og bókmenntaarfleifðin áhrifamikil. * Ég er hjartanlega sammála Skúla Magnússyni, þegar hann ræðir um merkingu orðanna starfskraftur og starfsmaður. Starfskraftur er hæfileiki manna til að starfa. Ofvöxtur hljóp í orðið starfskraftur vegna rangrar notkunar í auglýsingum, þegar reynt var að fara framhjá ákvæðum jafnréttislaganna. í mörgum auglýsingum mátti greina að starfskraftur var notað í merkingunni kona. Ég held að þessi della sé nú mun fátíðari en var um hríð. Ég vona svo að starfsmenn allra íslenskra stofnana, hvort sem þeir eru karlar eða konur, séu gæddir sem mestum og bestum starfs- kröftum. Þá vil ég taka rækilega í streng með Skúla, þegar hann amast við orðinu meðlimur, einkum í ýmiss konar sam- tengingum. Mér þykir þetta leiðindaorð og mjög oft er hægt að setja annað í staðinn, svo að vel fari, svo sem hann tók dæmin um. Ég held að meðlimur sé dansk-þýskættað. Stundum reyndu menn að stytta þetta og nota aðeins orðið limur. Það var litlu betra. Sr. Jón Reykjalín kærði Hjálmar Jónsson (Bólu- Hjálmar) ungan og komst þá svo að orði: „Hvorki vil ég sem prívat né má sem embættismaður leiða hjá mér að gjöra uppvísan fyrir yfirvaldinu þann hneykslanlega og blygðunar- lausa lim Lögmannshlíðar- kirkjusafnaðar, Hjálmar Jóns- son á Ytra-Krossanesi, til þess að leitast við að fá hann með réttarins meðulum agaðan, aðra aðvaraða og hneykslið burtu tekið ... “ ★ Þátturinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og góðs nýs árs, ekki gleðileg jól og gott nýtt ár, eins og stundum má sjá og heyra með sögninni að óska. Jólagjöf iðnaðarmannsins BROWN BOVERI MINIFIX 100 • Rafhlööuskrúfvél • Tvær stööur á handfangi • Hleöslutæki fylgir DREHFIX 101 • Rafhlööuborvél • Létt og öflug • Hleðslutæki fylgir Vatnagöröum 10, Reykjavík. Símar 685854, 685855. Hvernig breytast hílar milli ára? Toyota Camry fær nýja og stærri vél með 1985 árgerðinni auk tölvu- mælaborðs, rafmagnsrúða, rafmagnshliðarspegla o.fl. Ný Toyota Corolla leysir Tercel af hólmi og tölvutæknibúnaður ryður sér til rúms MIKLAR breytingar verða milli ára á ýmsum þeim bifreiðum, sem Toyota-umboðið á íslandi flytur inn, þ.á m. kemur ný gerð af Toyota ('orolla og ný ('ressida. Þá hefur háþróaður tölvutæknibúnaður verið settur í suma fjölskyldubfla Toyota af 1985-árgerðinni. Nýja Corollan er af svipaðri stærð og Toyota Tercel hefur verið og kemur í staðinn fyrir Tercel með tveggja hjóla drifi. Eini Tercelinn sem áfram verður til er fjórhjóladrifna útgáfan. Kemur nýja Corollan, 3000R/- 5000R Sedan, í 3ja og 5 dyra út- gáfu, allt frá STD-gerð upp í GT útgáfu, sem er með tveggja knastása 16 ventla vél, sem skil- ar bílnum á 8,9 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst hraða. Allir Corolla-bílarnir eru fram- hjóladrifnir. Nýja Corollan er ýmist með fjögurra eða fimm gíra bein- skiptingu eða þriggja gíra sjálf- skiptingu, vélin 1300—1600 rúm- sentimetrar eftir gerðum, hest- öflin 53—86, og GT-gerðin með rafstýrðri bensíninnspýtingu. Aðalbreytingin á Toyota Camry milli ára er fólgin í stærri vél og ýmsum aukabún- aði, svo sem tölvumælaborði, rafmagnsrúðum, rafmagnshlið- arspeglum, sjálfvirkum hurðar- læsingum o.fl. Nýja gerðin af Toyota Cress- ida verður mikið endurbætt og stækkuð miðað við forverann. Má þar nefna m. a. sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, tölvu- stýrða sjálfskiptingu og tölvu- stýrt bilanaleitarkerfi, auk þess vökvastýri sem er breytilegt eft- ir snúningshraða vélarinnar, veltistýri með minni, rafstýrða spegla, rafmagnsrúður, raf- magnshurðarlæsingar o.fl. Cressidan nýja verður aðal- lega flutt inn með díselvél með forþjöppu, en einnig er Cressida fáanleg með 6 strokka 24 ventla bensínvél með tvo ofanáliggj- andi knastása, ásamt tölvu- stýrðri bensíninnspýtingu sem stillir sig sjálf eftir ytri aðstæð- um, svo sem rakastigi og súr- efnismagni andrúmsloftsins. Er bensínvélin 180 hestöfl og skilar bílnum á innan við 9 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst hraða. Þá kemur 1985 árgerðin af Land Cruiser Stw. nú um ára- mótin og sú breyting verður á honum að hann kemur með sjálfskiptingu og verður þar með fyrsti Toyota-bíllinn sem kemur til íslands með fjórhjóladrifi og sjálfskiptingu. Loks flytur Toyota-umboðið inn nýjan „kassabíl", Dyna, sem er stærri gerð af sendiferðabíl- um. Hefur nýa gerðin 3,5 tonna burðarþunga. Er hann með velti- húsi, vökvastýri og fimm gíra gírkassa. Nýja gerðin af Toyota Corolla, sem leysir Toyota Tercel af hólmi. Corollan er bæði í 3ra og 5 dyra útgáfum, beinskipt eóa sjálfskipt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.