Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 20
• ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • • ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • • ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 SKÁLDSAGA EFTIR GÍSLA J. ASTÞORSSON Skáldsaga þar sem sögusviðið er Reykjavík í „Voistrítskrepp- unni“ fyrir stríð „þegar haft var eftir grandvörum og sannsögl- um manni að þeir aumustu þeirra allslausu væru farnir að éta hunda.“ C0 2 Bókaútgáfa /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 í stellingum ástarinnar Kvíkmyndír Árni Þórarinsson Kegnboginn: Nágrannakonan — La Femme d’a Coté irkVz Frönsk. ÁrgerA 1981. Handrit: Francois Truffaut, Suzanne Schiffman, Jean Aurel. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Kanny Ardant, Gerard Depardieu, Henri Garcin, Michele Baumgartn- er, Veronique Silver. Ekkert er sjálfsagðara í mynd- um Francois heitins Truffauts en að kona falli í yfirlið við að kyssa sína einu sönnu ást eftir átta ára aðskilnað eða að önnur kona kasti sér út um glugga úr ástarsorg. Hvoru tveggja kemur fyrir per- sónu í þessari mynd Frakkans sem Regnboginn hefur tekið til sýninga, en þetta kvikmyndahús er nú það eina á landinu sem sýn- ir annarri kvikmyndagerð en am- erískri og enskri einhverja rækt- arsemi. Lengi vel leitaðist bíó Háskóla íslands við að sinna þessu menningarstarfi, enda ekki óeðlilegt. Hvað er orðið um þann metnað Háskólabíós? Spurt í framhjáhlaupi. í myndum Truffauts er sem sagt talsvert um tilfinningabólgið fólk. Ég verð að játa að ég hef oft átt bágt með skynja meinta snilld þessa leikstjóra. Oftar en ekki hefur rómantískur húmanismi hans leitt hann út í innantómt melódrama, þar sem gert er ráð fyrir miklum tilfinningum en litlu öðru skilaö en tilgerð. Frá þessu eru sem betur fer undan- tekningar. Helstu kostir Truff- auts, mild gamansemi og samúð með sögufólkinu og breyskleika þess, eru til staðar í flestum mynda hans en njóta sín best í sjálfsævisögusyrpunni með Jean- -Pierre Léaud. Algengt yrkisefni hans, ófullnægðar ástríður og til- finningasviptingar, þykir mér hins vegar sjaldnast fá meðferð sem ristir djúpt. Einhvern veginn er það of mikið i stellingum. Þótt myndin um konuna í næsta húsi sé ekki laus við slíkar stellingar er hún samt vel yfir meðallagi í höfundarverki leik- stjórans. Gerard Depardieu er heimilisfaðir í Grenoble og virð- ist sáttur við tilveruna uns í næsta hús flyst gömul ástkona, leikin af Fanny Ardant, ásamt nýjum eiginmanni sínum. Óhjákvæmilega taka þau upp sitt fyrra samband, sem nú eins og þá er býsna stormasamt og endar með hörmungum. Lengi framan af virka allar persónur myndar- innar, samtöl og innbyrðis tengsl þeirra, óekta. Handrit Truffauts og félaga er strang symmetrískt, t.d. vinnur Depardieu við að kenna siglingar á platskipum og eiginmaður Ardants er flugum- ferðarstjóri; báðir leiðbeina þeir þannig fólki að komast frá einum stað á annan án þess að gera það Fanny Ardant sýnir heillandi leik sem konan í næsta húsi. sjálfir. Myndin er full af slíkum hliðstæðum sem samt ná ekki að auðga hana eða dýpka. Og um- gjörðin um ástarsögu Depardieus og Ardants, frásögn konunnar sem henti sér út um glugga af ástarsorg og rekur aðalsamkomu- stað þessa fólks, tennisvöllinn, er eintóm tilgerð, stelling með beinu ávarpi til myndavélarinnar. En um miðbikið nær ástarsagan þrátt fyrir allt tökum á áhorf- anda með sívaxandi þunga og ræður þar mestu afburða leikur Fanny Ardant, leikur sem kemur milliliðalaust frá sálinni. Leikur og hlutverk hins stæðilega stór- leikara Depardieus eru á hinn bóginn yfirborðskenndari. Per- sóna þessa manns er álíka hol að innan og mikið af verkum hins látna franska leikstjóra. Og fyrir hinum harmrænu endalokum skortir dramatísk rök. „Ég skil þetta ekki," segir Depardieu á einum stað um hið örlagaríka samband sitt við Ardant. Segjum tveir. SINGER SAUMAVÉL Á KR. 10.944.- Vegna hagstæðra sajjfcinga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á kr. 10.944, • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD í NOTKUN + SPÓLA SETT í OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SlMI 687910 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.