Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 7 Kennsla í fískeldi á „sporðbraut" Heilbrigðisráðuneytið setur nýjar reglur: Einföldun á greiðsium Heilbrigðisráöuneytið hefur ákveöið nýjar reglur um greiðslur sjúklinga vegna sérfræðilegrar læknismeðferðar og miða reglurnar að því að einfalda greiðslufyrir- komulag. Munu reglurnar taka gildi fyrir áramót. Hinn 1. desember síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur fyrir ellilíf- eyris- og örorkuþega þar sem við- talsgjald til sérfræðinga var lækk- að úr 135 krónum í 100 krónur og greiðslur fyrir lyf samkvæmt lyfjaskrá 1 úr 120 krónum í 100 krónur. Þessu til viðbótar hefur verið ákveðið að setja nánari regl- ur um greiðslur fyrir sérfræði- þjónustu, sem einfalda fyrirkomu- lagið þannig, að fólk greiði aðeins sérfræðingi og þurfi ekki að greiða aftur og aftur ef það þarf til dæm- is í framhaldi af komu til sérfræð- ings að fara á röntgendeild eða rannsóknardeild. Veiðimaðurinn kominn út Bændaskólinn á Hólum: BÆNDASKÓLINN á Hólum í Hjaltadal tók upp kennslu í fiskeldi haustið 1981 og var greinin felld sem valgrein inn í hið almenna bún- aðarnám. Siðastliðið haust var síðan tekin upp sérstök fiskeldisbraut sem hlotið hefur nafnið sporðbraut. Er hún ætluð þeim nemendum, sem hafa áhuga á að mennta sig í fiskeld- isfræöum. Tekur námið tvo vetur, er bæði bóklegt og verklegt, og endar með aðalverkefni, þar sem nemend- um gefst kostur á að fjalla sérstak- lega um það efni úr náminu sem þeim er hugleiknast. í fréttatilkynningu frá skólan- um er námi við sporðbrautina lýst í stuttu máli. Kemur fram að námið byggist upp á kjarna með almennum námsgreinum sem sameiginlegar eru með öllum nemendum skólans, verknámi í þrjá mánuði í fiskeldisstöðvum, valgreinum að eigin ósk þar sem loðdýrarækt og hrossarækt hafa notið mestra vinsælda og fiskeld- isgreinar. Kennslu í fiskeldisgreinum er skipt í þrjú svið. Þau eru í fyrsta lagi eldistækni, þar sem farið er í þær aðferðir sem notaðar eru við fiskeldi, og útskýrður sá grund- völlur, sem þær byggja á. I öðru lagi er um að ræða líffræðisvið, þar sem gerð er grein fyrir líf- fræði eldisdýranna, lífsferlum og lífsmunstri, og þá hvernig þau bregðast við misjöfnum aðstæð- um. Þriðja sviðið sem um er fjall- að varðar byggingafræði og rekst- ur fiskeldisstöðva, sem er veiga- mikill þáttur í fiskeldisnámi. Auk þessara sviða er svo talsverðu rúmi eytt í að fjalla um sjúkdóma, kynbætur og fleira í þeim dúr, auk þess sem grein er gerð fyrir þeim skipulagslega og lagalega ramma, sem fiskeldi starfar innan. Maigasn stai>gavtlí>i»n*fma - Ní t1* TÍMARITIÐ „Veiðimaðurinn“ er komið út, 40. árgangur, blað nr. 116. Er hann að vanda með fjöl- breyttu efni. Má þar nefna frásögn af veiði- ferð til Alaska eftir Garðar H. Svavarsson, grein um efsta svæði Stóru-Laxár í Hreppum eftir Ragnar Georgsson myndskreytt af Kristínu og Rafni Hrafnfjörð, grein um Veiðivötn á Land- mannaafrétti eftir Einar Hann- esson, greinar um eftirlætisflug- ur og veiðistaði eftir Gylfa Páls- son og Orra Vigfússon, veiði- skýrslur úr Norðurá og Stóru- Laxá í Hreppum og margt fleira. Útgefandi er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, ritstjórar eru Víg- lundur Möller og Magnús Ólafs- son, uppsetningu og útlit annað- ist Rafn Hafnfjörð. 1 Framhlaöið tæki á mjög hagstæöu veröi, og VC-481 þvi fylgirfjarstýring sem gerir þér kleift aö skoöa myndefniö hratt í báöar áttir, og frysta myndina (,,pause“). Tækiö hefur 7 daga upptökuminni, er útbúiö rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun. Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt í allri notkun. »-Vtk»o S—fcÞ--» □ FRONT LQADtNG ;<?• ip • | * 2 •3 •6 "6 I I 1 I I <a~ • 7 «8 «9 «,o »11 •« tt n i i □ * T tnm □ * m&zmm ► t-mmm 18eaá»g'r -mstm pi* $am: tauaa r. [ & Aðeins 39.800 Stg. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HlJOM*HEIMIUS*SKBIFSTOFUTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.