Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 7 Kennsla í fískeldi á „sporðbraut" Heilbrigðisráðuneytið setur nýjar reglur: Einföldun á greiðsium Heilbrigðisráöuneytið hefur ákveöið nýjar reglur um greiðslur sjúklinga vegna sérfræðilegrar læknismeðferðar og miða reglurnar að því að einfalda greiðslufyrir- komulag. Munu reglurnar taka gildi fyrir áramót. Hinn 1. desember síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur fyrir ellilíf- eyris- og örorkuþega þar sem við- talsgjald til sérfræðinga var lækk- að úr 135 krónum í 100 krónur og greiðslur fyrir lyf samkvæmt lyfjaskrá 1 úr 120 krónum í 100 krónur. Þessu til viðbótar hefur verið ákveðið að setja nánari regl- ur um greiðslur fyrir sérfræði- þjónustu, sem einfalda fyrirkomu- lagið þannig, að fólk greiði aðeins sérfræðingi og þurfi ekki að greiða aftur og aftur ef það þarf til dæm- is í framhaldi af komu til sérfræð- ings að fara á röntgendeild eða rannsóknardeild. Veiðimaðurinn kominn út Bændaskólinn á Hólum: BÆNDASKÓLINN á Hólum í Hjaltadal tók upp kennslu í fiskeldi haustið 1981 og var greinin felld sem valgrein inn í hið almenna bún- aðarnám. Siðastliðið haust var síðan tekin upp sérstök fiskeldisbraut sem hlotið hefur nafnið sporðbraut. Er hún ætluð þeim nemendum, sem hafa áhuga á að mennta sig í fiskeld- isfræöum. Tekur námið tvo vetur, er bæði bóklegt og verklegt, og endar með aðalverkefni, þar sem nemend- um gefst kostur á að fjalla sérstak- lega um það efni úr náminu sem þeim er hugleiknast. í fréttatilkynningu frá skólan- um er námi við sporðbrautina lýst í stuttu máli. Kemur fram að námið byggist upp á kjarna með almennum námsgreinum sem sameiginlegar eru með öllum nemendum skólans, verknámi í þrjá mánuði í fiskeldisstöðvum, valgreinum að eigin ósk þar sem loðdýrarækt og hrossarækt hafa notið mestra vinsælda og fiskeld- isgreinar. Kennslu í fiskeldisgreinum er skipt í þrjú svið. Þau eru í fyrsta lagi eldistækni, þar sem farið er í þær aðferðir sem notaðar eru við fiskeldi, og útskýrður sá grund- völlur, sem þær byggja á. I öðru lagi er um að ræða líffræðisvið, þar sem gerð er grein fyrir líf- fræði eldisdýranna, lífsferlum og lífsmunstri, og þá hvernig þau bregðast við misjöfnum aðstæð- um. Þriðja sviðið sem um er fjall- að varðar byggingafræði og rekst- ur fiskeldisstöðva, sem er veiga- mikill þáttur í fiskeldisnámi. Auk þessara sviða er svo talsverðu rúmi eytt í að fjalla um sjúkdóma, kynbætur og fleira í þeim dúr, auk þess sem grein er gerð fyrir þeim skipulagslega og lagalega ramma, sem fiskeldi starfar innan. Maigasn stai>gavtlí>i»n*fma - Ní t1* TÍMARITIÐ „Veiðimaðurinn“ er komið út, 40. árgangur, blað nr. 116. Er hann að vanda með fjöl- breyttu efni. Má þar nefna frásögn af veiði- ferð til Alaska eftir Garðar H. Svavarsson, grein um efsta svæði Stóru-Laxár í Hreppum eftir Ragnar Georgsson myndskreytt af Kristínu og Rafni Hrafnfjörð, grein um Veiðivötn á Land- mannaafrétti eftir Einar Hann- esson, greinar um eftirlætisflug- ur og veiðistaði eftir Gylfa Páls- son og Orra Vigfússon, veiði- skýrslur úr Norðurá og Stóru- Laxá í Hreppum og margt fleira. Útgefandi er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, ritstjórar eru Víg- lundur Möller og Magnús Ólafs- son, uppsetningu og útlit annað- ist Rafn Hafnfjörð. 1 Framhlaöið tæki á mjög hagstæöu veröi, og VC-481 þvi fylgirfjarstýring sem gerir þér kleift aö skoöa myndefniö hratt í báöar áttir, og frysta myndina (,,pause“). Tækiö hefur 7 daga upptökuminni, er útbúiö rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun. Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt í allri notkun. »-Vtk»o S—fcÞ--» □ FRONT LQADtNG ;<?• ip • | * 2 •3 •6 "6 I I 1 I I <a~ • 7 «8 «9 «,o »11 •« tt n i i □ * T tnm □ * m&zmm ► t-mmm 18eaá»g'r -mstm pi* $am: tauaa r. [ & Aðeins 39.800 Stg. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HlJOM*HEIMIUS*SKBIFSTOFUTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.