Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 27 Er trimmiö stórhættulegt? Lundúnum. 21. denember. London Press Service. L/EKNIRINN Bruce Davies lýsti þeirri skoöun sinni á læknaþingi nýlega, að ef fram k«mi lyf sem væri Ktlað sama hlutverk og lík- amsrækt, einkanlega skokk, þá yrði það lyf tafarlaust bannað. Davis fullyrðir að líkamsrækt sé ekkert annað en lyf sem hafi víð- tæk andleg og líkamleg áhrif. Því megi aldrei ráðleggja neinum manni að vera í líkamsrækt nema að aflokinni ýtarlegri rannsókn á viðkomandi, það verði sem sé að athuga hvort fólki sé hætta búin ef það skokki eða stundi aðra líkams- rækL Skoðanir Davies hafa vakið mikla athygli og margir eru á öndverðum meiði sem vænta mátti. Hann segir meðai annars að halda beri uppi eftirliti með fólki sem hvetji annað fólk til þess að gefa sig að líkamsrækt, svo sem fyrrum dansara og íþróttamenn. „Þó þeir hafi þolað ræktina er ekki þar með sagt að aðrir geri það og þetta fólk hefur ekki kunnáttu eða innsýn til að ákvarða hverjir þoli líkamsrækt og hverjir ekki.“ Davies hefur gert rannsóknir á 350 kaupsýslumönnum á aldr- inum 40 til 60 ára og komist að raun um að 80 prósent þeirra eigi við ýmsa sjúkdóma að stríða, þeir eru hjartveikir eða lifrarveikir, eru of þungir og hafa of háan blóðþrýsting. „Það myndi ganga fram af mörgum þeirra að taka upp á því að fara í líkamsrækt," segir Davies. Ein rannsókn sem hann stóð fyrir grennslaðist fyrir um dauða 30 skokkara sem skokkuðu árum saman allt frá 9 til 100 kílómetra á viku. 19 þeirra dóu meðan þeir skokkuðu og 6 til viðbótar er þeir köstuðu mæðinni eftir sprettinn. Tveir til viðbótar fundust látnir í rúmum sínum eftir skokkferð- ir. „Margir sem taka þátt í mara- þonhlaupum eiga þar ekkert er- indi og þeir storka örlögunum með því að taka þátt í slíku, menn eru svo misjafnlega úr garði gerðir, margir þola alls ekki það sem þeir vilja gjarnan leggja á líkamann, sérstaklega ef þeir hafa bitið í sig orð misvit- urra ráðgjafa að þeir séu að gera líkama sínum gott,“ segir Davies enn fremur. Hann sagði það af og frá að líkamsrækt ætti ekki rétt á sér, boðskapur sinn væri hins vegar að aukið eftirlit myndi bjarga mörgum mannslíf- um, einnig ráðgjöf, einkum kennsla í upphitun og kælingu. Símamynd/AP Hamar og sigð og Rolls Royce New England Journal of Medicine: Grein um læknis- frædirannsókn * Islendinga og Svía Í NÝJASTA hefti bandaríska læknaritsins The New England Journal of Medicine, sem er eitt höfuðtímarit læknisfræði á Vestur- löndum, birtist grein um rann- sóknir á heilablæðingum eftir ís- lenska og sænska vísindamenn. Þetta er í fyrsta sinn, sem tímaritið greinir frá læknisfræðilegum rann- sóknum, sem unnar hafa verið á íslandi. f tímaritsgreininni er fjallaö um áhrif efnisins gamma-trace, sem finnst í ýmsum vefjum manna og mænuvökva, og sýnt fram á, aö hlutfall þess lækkar hjá fólki, sem fengið hefur heila- blæðingu. Er það í fyrsta sinn, sem sýnt er fram á tengsl þessa efnis og taugasjúkdóma. fslendingarnir, sem unnu að rannsókninni, eru þeir dr. Alfreð Árnason líffræðingur, dr. Gunn- ar Guðmundsson yfirlæknir og prófessor og dr. Ólafur Jensson yfirlæknir. Þrír sænskir vísinda- menn, Anders Grubb, Helge Löfberg og Johan Malm, sem starfa við sjúkrahús og háskóla i Lundi og Malmö, unnu að rann- sókninni með íslendingum. Búnaður Rolls Royce bifreiðar- innar sem flutti Mikhail Gorbach- ev til og frá fundarhöldum í Lund- únum um daginn vakti mikla at- hygli. Það er ekki á hverjum degi scm menn sjá Rolls Royce-bifreið skrýdda hamar og sigð. ERLENT The New England Journal of Medi- cine. Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: • Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775,- • Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980.- • Skíðahanskar ............ kr. 240.- • Leikfangabílar .......frá kr. 30.- • Tölvuúr ...............frá kr. 233.- • Litlar, þunnar reiknitölvur • Barnabílstólar • Vasaljós • Rakvélar • Olíulampar • Kassettutöskur • Topplyklasett • Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margt fleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. uðin Grensásvegi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.