Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 3 Stádentar „Þetta er allt í lagi, þaö hefur enginn fallið til þessa.“ Þessi mynd var tekin af verðandi stúdentum Fjölbrautaskólans á Selfossi sem héldu sína dimission sl. fímmtudag. Þau fór með söng og gleðilátum um byggingar skólans búin eins og nunnur og munkar. Prófin byrja 7. janúar en að þeim loknum verður haldið í suðurveg til Parísar til að kynnast heimsmenningunni. Nýr forstjóri í Framkvæmdastofnun STJÓRN Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum á fimmtudagsmorgun að leggja til við ríkisstjórnina að Gunnlaugur M. Sigmundsson, deildarstjóri f fjár- málaráðuneytinu, verði ráðinn for- stjóri stofnunarinnar frá 1. janúar næstkomandi. Á sama fundi sam- þykkti stjórn Framkvæmdastofnun- ar að leggja til við ríkisstjórnina að Tómas Arnason verði að eigin ósk leystur frá störfum sem forstjóri stofnunarinnar frá og 31. desember nk. Gunnlaugur M. Sigmundsson er 36 ára gamall og hefur undanfarin tæp þrjú ár starfað fyrir bankaráð Alþjóðabankans í Washington D.C. Hann hefur unnið í fjármála- ráðuneytinu frá 1971, fyrst með námi, en frá 1978—1982 var hann deildarstjóri gjaldadeildar ráðu- neytisins. Hann hefur setið í ýms- um stjórnum og ráðum fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, s.s. stjórn Gunnlagur M. Sigmundsson, næsti forstjóri f Framkvæmdastofnun: „Síðasti kommissarinn á forum — nú er ráðinn embættismaður.1* Fjárlög 1985: Rekstrarhalli ríkissjóðs áætl- aður um 719 milljónir króna Fjárlög fyrir árið 1985 voru sam- þykkt á Alþingi rétt eftir miðnætti aðfaranótt síðastliðins föstudags. Tekjuhlið frumvarpsins gerir ráð fyrir rúmlega 25 milljón króna ríkis- sjóðstekjum. Gjöld ríkissjóðs eru áætluð um 26 milljónir krona, og rekstrarhalli 719 milljónir króna. Greiðshijöfnuður er hagstæður um 29 milljónir króna. Við atkvæðagreiðslu um fjár- framlag til Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, UN- ESCO, lagðist formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hanni- balsson, ásamt fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Birgi ísleifi Gunnarssyni, Gunnari G. Schram, Birni Dagbjartssyni, Halldóri Blöndal og Ellert B. Schram, gegn framlaginu. Breytingartillaga Páls Péturs- sonar, formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins, og fulltrúa allra stjórnarandstöðuflokkanna um 7 milljón króna fjárveitingu til út- gáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka var samþykkt gegn at- kvæðum allra þingmanna Sjálf- stæðisflokks, að frátöldum Sverri Hermannssyni, iðnaðarráðherra. Fríhafnarinnar, Skipaútgerðar ríkisins, Þörungavinnslunnar, Fé- lagsstofnunar stúdenta o.fl. Hann hefur undanfarna mánuði verið ritari nefndar un endurskoðun sjóðakerfisins og fleira. Blaðamaður Mbl. spurði Gunn- laug eftir fundinn á fimmtudag hvort hann væri flokksbundinn Framsóknarmaður eins og Tómas Árnason, forveri hans í Fram- kvæmdastofnun ríkisins. „Já, ég er það,“ svaraði hann, „en vegna þess hvernig þú spyrð vil ég taka fram, að ég lít svo á, að síðasti kommissarinn sé á förum úr stofnuninni og að nú sé verið að ráða embættismann." Gunnlaugur er kvæntur Sigrfði G. Snæbjörnsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn. Muggur Fjóröa bókin í bókaflokknum ÍSLENSK MYNDLIST. Hinar eru: Ragnar í Smára, Eiríkur Smith og Jóhann Briem. Ævi Muggs og ferill allur er í hugum margra umvafinn ljóma ævintýrisins. Hannvar listamaðurinn, bóheminn, sem fór sínar eigin leiðir, frjáls og óhindraður; hugurinn opinn, sálin einlæg, viðkvæm og hlý. Myndir Muggs eru um margt eins og blóm sem spruttu upp í götu hans fremur en ávöxtur vísvitaðs starfs. Þær eru margar yndislegar, spegill mikillar kýmni eða angurtrega, og yfir þeim er ferskur blær vorsins í íslenskri myndlist. Bjöm Th. Bjömsson BjömTh. Bjömsson listfræðingur er þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. Bók þessa hefur Bjöm skráð og dregið upp eftir margvíslegum heimildarbrotum glögga mynd af sérstæðum Ustamanni með göfugt hjarta. LISTASAFN ASÍ lögbetg Bókaforiag Þhghottsstrætí 3, simi: 21960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.