Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Minning: Annie Helgason Hinn 7. þessa mánaðar var til moldar borin háöldruð kona sem á sér að baki látiausan en litríkan æviferil. Með henni er að ganga til viðar merkilegt menningarskeið í sögu íslendinga. Annie Helgason fæddist í Reykjavík 1. desember 1895, dóttir hjónanna Jóns Helgasonar og Mörtu Maríu Licht. Jón Helgason sem þá var prestaskólakennari varð síðar for- stöðumaður Prestaskólans, pró- fessor cg loks biskup. Hann var sonur hjónanna Helga Hálfdan- arsonar forstöðumanns Presta- skólans Einarssonar prófasts á Eyri við Skutulsfjörð og konu hans Þórhildar Tómasdóttur pró- fasts Sæmundssonar á Breiða- bólstað. 1 ætt þessari er margt embættismanna, presta, lækna og lögfræðinga, karla og kvenna, ásamt öðru merkisfólki sem ávaxtað hefur sitt pund og skilað í arf til afkomenda sinna. Ættar- svipur er víða sterkur og kemur m.a. fram i stefnufestu, léttri lund, hvassri gamansemi, skap- höfn sem oft blómgast þegar há- um aldri er náð. Marta María Licht var dóttir Hans Henrik Licht sóknarprests í Horne á Fjóni og konu hans Ann- anie Vogelius sem Annie var heit- in eftir. Eru það prestaættir í marga ættliði. Ekki þekki ég ættir þær þótt kunnar séu í Danmörku. Ein frændkona af þessum stofni er þekkt hér á landi sem er Jonna Louis-Jensen prófessor i íslensku máli og bókmenntum við Hafnar- háskóla. Um þær mundir sem Jón Helga- son var við framhaldsnám í Hafn- arháskóla dvöldust systir hans og mágkona i Höfn á heimili tilvon- andi tengdamóður hans sem þá var orðin ekkja. Jón var léttur i lund og ritaði heim mörg gaman- söm ljóðabréf. Fjallaði hann oft um heimasætuna Mörtu Mariu. Þar kom þó að hann hætti að minnast á hana. Grunaði aðstand- endur hans fljótt hvað á seyði væri enda gekk hann nokkru siðar að eiga hana. Þegar heim kom settu þau fyrst saman bú í Bankastræti 7, sama húsi og foreldrar hans höfðu búið í, en þá var faðir Jóns fyrir ekki löngu fallinn frá. Þar fæddist Annie, elst systkinanna fimm. Hin voru Hálfdán prófastur á Mosfelli, Þórhildur hjúkrunarkona i Reykjavík, Páll raffræðingur í Hafnarfirði og Cecilia húsfreyja á Lindarhvoli i Þverárhlíð ein eftir- lifandi systkinanna. í Bankastræti bjó fjölskyldan um áratuga skeið eða þar til hún hafði komið upp húsi i Tjarnar- brekkunni, húsaröð þar sem hið næsta bjó Álfheiður Briem systir Jóns og Þórhildur móðir hans þar til hún lést árið 1923.1 hinum hús- unum fyrir miðri Tjörninni bjuggu vinir og tengdafólk. Bisk- upshúsið rauða er nr. 26 við Tjarn- argötu. Heimili Jóns Helgasonar bisk- ups má segja að hafi verið byggt um þjóðbraut þvera. Jón var þrátt fyrir embættisframa, annir og fræðistörf frændrækinn og sóttu hann heim ættmenn hans margir. Dvöldust sum frændsystkini lengi á heimilinu og var samband þeirra alla tíð með ágætum. Biskups- skrifstofan var á heimilinu og þangað komu prestar landsins ásamt mörgum sem biskup hafði kynnst á vísitasíuferðum sínum. Var þar oft mikill erill. Jón Helgason var mikill guðfræðing- ur, sagnfræðingur, sérfræðingur í byggð og sögu Reykjavíkur, af- kastamikill rithöfundur og málari. Þekkingarleitin bar hann víða og hafði hann daglegt samband við fjölda manna, af öllum stéttum við athuganir sínar á sögu Reykja- víkur. Jón Helgason var kirkjufrömuð- ur með ríkan metnað fyrir þá stofnun sem hann hafði stjórn á. Ekki voru allir ánægðir með stefnu hans eða sættu sig við þær kröfur sem hann gerði til kirkj- unnar þjóna. Leiddi sumt til deilna þar sem tekist var málefna- lega á um guðfræði og kirkjuleg efni sem hljómar framandi í okkar samfélagi þar sem kirkjulegur metnaður ber keim af stofnana- pólitík. Þótti ýmsum þá birta yfir kirkjunni. Meðal metnaðar Jóns Helgason- ar fyrir hönd kirkjunnar var að þar skyldi fyllstu sparsemi gætt í öllum greinum. Var sagt að hann hefði áunnið sér það traust hjá fjárveitinganefnd að þegar álit hans lá fyrir var það samþykkt. Sjálfur var hann mönnum eftir- dæmi og gætti í embættisrekstri sínum svo mikils aðhalds að mjög þrengdi að hans eigin efnahag. Segja má að öll fjölskyldan hafi verið starfsmenn kirkjunnar, í skrifstofuhaldi, gestamóttöku og fleiri greinum. Um eitt skeið var bróðurdóttir Jóns skrifstofustúlka í biskupsskrifstofunni. Ásta Tóm- asdóttir var óánægð með laun sín sem voru 75 kr. á mánuði. Biskup vildi ekki bera fram tillögu um hækkun og gréiddi hann 75 kr. úr eigin vasa til að haldast á aðstoð- inni og hafa starfsmanninn ánægðan. Það var ekki fyrr en löngu síðar að Guðmundur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri komst á snoðir um þetta og gekkst í ieiðréttingu málsins. Aðsjálni þessi setti svip á heim- ilið. Sjálfur var biskup lítt heima í fjármálum þess. Hann var vakinn og sofinn við önnur viðfangsefni. Kona hans og dætur sáu um þau. Sparsemi konu hans var ekki að- eins dyggð. Hún var nauðsyn. Á heimilinu var mikil glaðværð, gamanmál, söngur og hljóðfæra- sláttur. Því báru börnin vitni. Þau hlutu menningu í heimanmund en nutu ekki öll langrar skólamennt- unar. Annie settist i Menntaskólann í Reykjavík og tók þaðan gagn- fræðapróf. Síðar gekk hún líka í Kvennaskólann til að ávinna sér kunnáttu i hannyrðum og öðrum kvenlegum dyggðum. Siðar dvald- ist hún við nám í Danmörku og Sviþjóð. Sagan segir að biskupshjónin hafi ekki verið á eitt sátt um hver lifsbraut dótturinnar skyldi verða. Þegar þau ræddu um málið sagði Marta María: „Annie skal giftes.“ Þá svaraði maður hennar: „Men kære Marie, der skal jo to til.“ Þessi litla flökkusaga, sönn eða ósönn, segir þó meira en ýmislegt annað um lífshlaup Annie. Hún var góðum gáfum gædd, mörgum hæfileikum prýdd, dugandi verka- maður og eins og margir frændur hennar, hispurslaus og óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós. Hún krafðist mikils af sér og ætlaðist til hins sama af öðrum. Þegar Annie var þriggja ára komu fram sjúkdómseinkenni sem hljóta að hafa haft áhrif á allt hennar líf. Sjúkdómur var í tauga- kerfi sem olli því að hún gretti sig. Enginn kunni við þessu ráð. Hún var ávítuð sem barn en allt kom fyrir ekki. Smám saman varð þetta hluti af hennar persónu- leika, allir sem hana þekktu hættu að veita þessari fötlun athygli, hún hvarf fyrir kostum hennar. Samferðamennirnir mátu hana fyrir það sem gott var í fari henn- ar en það gerðu ekki alltaf þeir sem minna þekktu hana. Það var ekki fyrr en hún var komin á efri ár að hún fékk lyf sem réð bót á fötlun hennar að mestu. Ég ólst upp í nánasta umhverfi Annie frændkonu minnar. Ég veitti litla athygli sérkennum hennar. Eitt sinn átti ég leið með vinahópi um Ingólfsstræti. Þar mættum við Annie þar sem hún kom út af skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli þar sem hún starfaði. Allt í einu var ég í vanda, ég var hluti af strákahópi og mátti ekki í þeim hópi vamm mitt vita. En ég var lika frændi hennar. Enn minnist ég hve mjög mér létti þeg- ar ég afréð að heilsa henni, að þess tíma sið, með því að þrífa ofan höfuðfatið og hneigja mig. Félag- arnir sáu nú allt í einu frænku mína í nýju ljósi og bjartara. í Tjarnargötunni var sterkt samfélag á fyrstu áratugum ald- arinnar. í húsunum við Tjörnina var fjöldi barna á liku reki. Þeirra milli myndaðist vinátta og náin tengsl. Fjölskyldurnar sóttu hver aðra heim og áttu félagsskap af ýmsu tagi. Margt hefur breyst í Tjarnargötunni en vináttusam- band þeirra sem bjuggu þar i nágrenni endist fram á þennan dag þótt fólkið hafi dreifst og týni óðum tölunni. Þarna bjó biskupsfjölskyldan til 1945 þegar bæði biskupshjónin voru fallin frá. Þórhildur og Annie giftust aldrei en bjuggu á heimili foreldra sinna þar til yfir lauk. Eftir það var gamla húsið selt og þær systur fluttust í Sörlaskjól þar sem þær festu kaup á lítilli risibúð og settu upp heimili með sama menningarblæ og fyrr. Bjuggu þær þar meðan þeim ent- ist líf og heilsa. Þórhildur andað- ist 1979 og Annie 27. desember sl. Eftir að Annie lauk námi starf- aði hún um skeið í Höfn og Stokkhólmi. Eftir það hóf hún störf hjá oliuverslun og síðar um skeið í skrifstofu biskups. Eftir það starfaði hún alla tið hjá sama vinnuveitanda þótt heiti embætt- isins breyttist í aldanna rás. Fyrst hjá bæjarfógeta, síðar á Lög- mannsskrifstofunni og eftir að embættinu var skipt í skrifstofu borgardómara. Ekki þekki ég náið til starfa Annie þar. Mikið var lát- ið af hæfileikum hennar sem rétt- arskrifara á þeim tíma er öll rétt- arhöld voru handskrifuð í doðr- anta. Reyndi þá mjög á skrifarann ef allt átti vel að ganga. Hún var vel látin af samstarfsmönnum sín- um og umgekkst þar háa og lága sem jafningja. Á heimili Annie hitti ég stundum fyrir sam- starfsmenn hennar. Hef ég oft dáöst að þvi hve gott samband tókst og vinátta milli samstarfs- fólks hennar á ungum aldri og hennar sem komin var á efri ár. Reyndust þeir margir henni vel fram á síðustu daga hennar. Þegar halla tók undan fæti hin síðustu ár kom I ljós vilji margra frændsystkina hennar til að endurgjalda með hjálpsemi það sem hún hafði verið þeim með ein- um eða öðrum hætti. Hið síðasta reyndi mest á Cec- ilíu systur hennar, Inger ekkju Páls bróður hennar og aldavin- konu fjölskyldunnar önnu Krist- mundsdóttur. Hún var búin að vera fjölskyldunni stoð í hátt í fimm tugi ára eða frá því að hún ung réðst til starfa hjá biskups- fjölskyldunni í Tjarnargötu. Vin- áttan og hjálpfýsin héldust þótt hún hefði fyrir löngu horfið til annarra starfa. Þá reyndist sam- býlisfólkið í Sörlaskjóli 74 þeim systrum vel til hinsta dags. Það var skarð fyrir skildi í Tjarnargötunni þegar biskups- fólkinu fækkaði og það hvarf það- an. Enn er eyða í Sörlaskjólinu og i brjóstum vina og frænda þegar þær biskupssystur hafa enn flust i betri stað. Eggert Ásgeirsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. *g82* Á VILLER0Y & BOCH FLISUM Rýmum fyrir nýjum flísum, og seljum restar á tilboðsverði. Nú er hægt að gera hagstæð kaup á hinum vinsælu Villeroy og Boch vegg- og gólfflísum, með 15-50% afslætti. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. ER BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.