Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 Hörpudiskdeilan á Bfldudal: Fulltrúar suð- ur til fundar ÁTTA bátar á Bíldudal, sem gerðir hafa verið út á rækju og hörpudisk, liggja nú bundnir við festar vegna deilu milli Ra kjuvers hf. annars vegar og Félags smábátaeigenda á Bfldudal hins vegar um greiðslu fyrir hörpudisk, sem landað var á Bíldudal í haust og unninn var hjá Kækjuveri hf. Fulltrúar beggja deiluaðila eru nú staddir í Keykjavík þar sem reynt er að finna lausn á deilunni. Þórður Eyþórsson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu sagði í samtali við blm. Mbl. að fjallað hefði verið um málið í ráðuneytinu, en hann kvað það sína skoðun að hér væri um að ■æða staöbundið deilumál, sem ráðuneytið hefði ekki tök á að ráða fram úr. Hins vegar yrðu allar leið- ir kannaðar til þrautar. Að sögn Gunnars Karls Garðarssonar, formanns Félags smábátaeigenda, munu bátarnir ekki fara aftur til veiða fyrr en lausn fæst á þessu máli, en Eyjólfur Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Rækjuvers hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi verkfall þetta ólöglegt. Með stöðvun bátanna vilja báta- eigendur mótmæla því fyrirkomu- lagi sem verið hefur á á uppgjöri vegna hörpudisksveiðanna, en auk þess fléttast inn í ágreiningur vegna þess að bátar þeir sem hér um ræðir eru ekki útbúnir flokkun- arvélum fyrir skelfisk, og telur Eyj- ólfur Þorkelsson að samið hafi ver- ið um nýtingu 10% aflans, en þessu mótmæla smábátaeigendur. „Við viljum fá greitt samkvæmt verð- Biðskákin varð jafntefli KARPOV og Kasparov tefldu i gær 41. skákina áfram, en hún fór f bið á mánudagskvöld. Karpov hafði peð yfir í biðstöðunni, en fáir menn voru eftir á borðinu, þannig að vinn- ingsvonir heimsmeistarans voru litlar. Hann tefldi þó áfram og reyndi að rugla andstæðinginn í ríminu, enda hefði sigur í skákinni fært honum sjötta vinninginn, sem nægt hefði til að ljúka einvíginu hinum í vil. Kasparov varðist af ör- yggi og var jafntefli samið eftir 71. leik hvíts. lagsráðsverði, sem við teljum eina rétta verðið, en Eyjólfur ákvað verðið eftir útkomunni í verksmiðj- unni. Okkur finnst það ekki koma til greina, og bátarnir fara ekki út fyrr en lausn fæst á þessu máli,“ sagði Gunnar Karl Garðarsson er Morgunblaðið hafði samband við hann vegna þessa máls. Eyjólfur Þorkelsson hjá Rækju- veri hf. sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að hann hefði strax 1983 farið þess á leit við eig- endur þeirra báta sem ekki höfðu hreinsivél um borð að slíkt yrði gert. Það hefði hins vegar ekki verið gert, og hann hefði því tekið bátana aftur í viðskipti með því samkomu- lagi að greitt yrði fyrir 10% nýt- ingu aflans óhreinsaðs, enda fylgdu þessari afurð gjarnan mikill sand- ur, steinar og ýmiss konar aðskota- hlutir. Eyjólfur kvaðst aldrei hafa fengið neitt bréflegt frá smábáta- eigendum fyrr en þeir gengu í verkaiýðsfélagið fyrir skömmu. „Verkfallið er ólöglegt að mínum dómi vegna þess að hér er um að ræða ágreiningsatriði sem eru viðskiptalegs eðlis. Það er um að ræða kaup og sölu á afla en ekki launakjör. Málið snertir því ekki verkalýðsfélagið eða launakjör," sagði Eyjólfur. „Við höfum engar kröfur fengið frá þeim um það hvað þeir í raun og veru vilja í þessum efnum. Við gerðum samkomulag við þessa báta um það að þeir útveguðu okkur 10% nýtingu, sem er komin til af því að það er gert ráð fyrir því í verðlagsráðsákvæðum að 10% komi út úr þessari skel. Þetta eru einu bátarnir á landinu sem ekki eru útbúnir hreinsivélum, en ég tók þá samt í viðskipti eftir að formað- ur Félags smábátaeigenda hafði samþykkt tíu prósentin, þótt hann kannist ekki við það nú,“ sagði Eyj- ólfur Þorkelsson ennfremur. Unnið við lokafrágang brauta í keilusalnum í Öskjuhlíð. Morpinbitóia/Jóifus „Keila skal það heitau „ÍÞROTTIN heitir keila, sögnin verður því „að keila“ og keilari heitir sá sem leikur,“ sagði Jón Hjaltason, er Morgunblaðið spurði hann um nafngift á hinni nýju iþrótt sem fyrirhugað er að hleypa af stokkunum í Öskjuhlíð um næstu mánaðamót. „Ástæðan fyrir því að við notum orðið „bóling“ í auglýsingum, ásamt orðinu „keila“ er fyrst og fremst við- skiptalegs eðlis, en framtíðarorðið er keila,“ sagði Jón ennfremur. í leiðara Morgunblaðsins á laugardaginn sl. er m.a. fjallað um nafngiftina „bóling" í augl- ýsingum hins nýja fyrirtækis og segir m.a. í leiðaranum: „Hér í Morgunblaðinu hefur verið aug- lýst nýtt orð undanfarna daga, réttara sagt orðskrípið bóling, sem er misheppnuð íslenskun á enska orðinu „bowling“. Og síðar í leiðaranum segir m.a.: „Hitt er fráleitt að kenna keiluspil við „bóling" á íslandi. Helst virðist sem hin nýja keiluhöll eigi að bera nafnið „bóling“.“ Jón Hjaltason var spurður nánar um þessi atriði: „Ég vil fyrst geta þess, að þarna verður ekki um neina höll að ræða. Það er aðeins til ein höll í Reykjavík og hún er við Aðalstræti. Staðurinn ber nafniö „Öskjuhlíð" en ekki „bóling", en það orð mun hins vegar standa utan á húsinu vegna viðskipta- sjónarmiða, en þúsundir útlend- inga, sem hingað koma árlega, munu væntanlega þekkja orðið þótt stafsetningin hafi verið ís- lenskuð. Eins var það í auglýs- ingunum, að af hreinum við- skiptaástæðum töldum við ekki fært að gerast slíkir krossfarar í íslensku máli, á þessu stigi, að gera bæði í senn, að kynna nýja, óþekkta íþrótt, og koma með nýtt nafn. Það vita allir hvað „bowling" er, en það gæti vafist fyrir mörgum í hverju „keilu- spil“ er fólgið. Stefnan er hins vegar að festa orðið „keila“ yfir þessa íþrótt, og er það notað frekar en „keiluspil" þar sem orðið „spil“ . pessu samhengi er villandi. Þetta er íþrótt en ekki spil. Við ákváðum hins vegar að nota orðið „bóling" í kynning- unni, en í auglýsingunni sem leiðarahöfundur vitnar til er það aðeins nefnt í yfirskrift auglýs- ingarinnar, en orðið keila alls 11 sinnum í sjálfri auglýsingunni. við erum líka að láta prenta bæklinga og kennslubækur um þessa íþrótt og þar er eingöngu notað orðið „keila", sagði Jón ennfremur. Jón Hjaltason sagði að í júní hefði verið haft samband við „Is- lenska málnefnd" þar sem óskað var álits nefndarinnar og tillögu um nafngift á hina nýju íþrótt. Svar hefði hins vegar ekki komið fyrr en í byrjun desember sl., eða um sex mánuðum síðar þar sem því er lýst yfir að nefndinni hefði orðið lítið ágengt að ís- lenska nafn á hinni nýju íþrótt. Nefndar voru þó þrjár hugmynd- ir sem voru „veltingarleikur, „strýtuleikur" og „bölti". Jón sagði að eigendur hins nýja fyrirtækis hefðu ekki treyst sér til að ganga að tillögum mál- nefndarinnar. „Því hefur verið ákveðið að kalla þessa íþrótt „keilu" og unnið að því að vinna því orði fastan sess í málinu því keila skal það heita," sagði Jón Hjaltason. „Get ekki hugsað það til enda ef heimurinn miss- ir áhuga á hörmungunum“ - segir Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í Eþíópíu Addw Ababa, 15. janúar, frá Bernharúi (>udmund88yni. „FÓLKIÐ kemur ekki hingað fyrr en í síðustu lög, þegar það er búið að selja allt, skepnur og skartgripi. Þetta er stolt fólk,“ sagði Sigríður Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur í matgjafarbúðunum í Bati er við Arni Gunnarsson vorum þar á ferð um helgina. „Ástandið er stórum betra nú en það var fyrir jól, því nú höfum við nógan mat. Dánartalan er komin niður í 20 til 30 dauðsföll á dag en var áður flmmfalt meiri. Það sem við óttumst hins vegar mest er að fari að draga úr matarsendingum. Hingað hafa ekki komið fréttamenn í tíu daga en áður voru þeir hér daglegir gestir. Ég get ekki hugsað það til enda ef heimurinn missir áhugann á hörmungunum hér og hættir að senda mat“, bætti Sigríi Það var yfirþyrmandi reynsla en jafnframt uppörvandi að koma í matgjafarbúðirnar. Fólk þar á sér þó einhverja von. Mörg barn- anna líta prýðilega út og voru farin að leika sér. Mæðurnar höfðu komið sér upp eldstæðum fyrir utan tjöldin og önnuðust fjölskylduna eftir bestu getu. í búðunum eru nú 23 þúsund manns, en nýtt fólk kemur hundruðum saman á hverjum degi og búðirnar í landinu skipta hundruðum. Baráttan við dauð- ann heldur áfram, ekki síst í sjúkraskýlum búðanna. Gangan til matarins „Mörg þessara barna eru mun- aðarlaus og hafa hvorki fengið fæðu né blíðu og eru að slokkna andlega og líkamlega," sagði Anna, sænskur hjúkrunarfræð- ingur á barnadeildinni í Bati, og r við. gældi við litla telpu sem fannst úti í eyðimörkinni og hafði ekki fengist til að segja orð dögum saman. Nú var hún farin að brosa, en það er duglegasta fólkið sem kemur til búðanna. Enginn veit um tölu þeirra sem hungrið sverfur að í fjallabyggðunum í kring og enginn veit hve margir hafa gefist upp á göngunni til matarins, sérstaklega er barna- dauðinn mikill. Mæðurnar verða að velja hvernig þær skipta rýr- um matnum á milli barnanna og það er alsiða að þau sterkustu fái það sem til er í þeirri von að minnsta kosti þau lifi af. Vegna þessa gerði starfsfólkið í Bati gjarnan leit í tjöldun- um þar sem mæður földu veik- ustu börnin en reyndu að fá tvö- faldan matarskammt fyrir þau sterkustu. Þetta er hörð lífsbar- átta sem erfitt er fyrir Vestur- landamenn að skilja. Á leiðinni til Bati mættum við fjölda fólks að norðan sem hung- urvofan hafði sett mark sitt á. Margir áttu skammt eftir og fólk deyr við þjóðvegina í leit að mat. „Það er matarvon í Addis," sagði bílstjórinn okkar, „og þangað eru þau að fara,“ en landið er fjöllótt, sólskinið miskunnarlaust og kuldi næturinnar einnig og hundruð kílómetra á leiðarenda. Skyldi þessu umkomulausa fólki með eigur sínar í einni skjóðu og börn sin á baki takast að lifa af þá löngu ferð? Hvað tekur við? Neyðarhjálpin sem nú er veitt af nær 40 hjálparstofnunum og mörgum ríkisstjórnum er sam- hæfð af RRC, hjálpar- og þróun- arstofnun Eþíópíu. Hún hefur nú fengið völd, ekki meiri né minni en ráðuneytin, því skapast oft erfiðleikar í kerfinu þegar þrír aðilar geta fjallað um hjálpar- starfsmál, RRC, viðkomandi ráðuneyti og flokkurinn. Að sögn erlendra hjálparstarfsmanna er RRC vel virk og skipulögð hjálp- arstofnun, hins vegar er hlutverk þeirra ekki alltaf auðvelt. Hjálp til sjálfshjálpar Ahmed Ali, einn yfirmanna Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingur með eitt fórnarlamba hörmunganna í Eþíópíu. RRC, sagði okkur Árna að auðvit- að væru þeir þakklátir fyrir alla þá neyðaraðstoð sem látin er í té, en það væri sárt að vera þiggj- andi og finna að erlendar hjálp- arstofnanir treysta ekki heima- mönnum. „Við höfum langa reynslu í neyðarstarfi, hér var hungursneyð 1974. Við þekkjum okkar fólk, þarfir þjóðarinnar og höfum virkt skipulag, en sumir útlendinganna telja sig vita betur en við hvað best kemur að gagni hér,“ sagði Ahmed Ali. Hann ræddi sérstaklega um fiskveiði- verkefni fslendinga í Massawa og benti á það sem gott dæmi um vinnubrögð útlendinga við að veita hjálp til sjálfshjálpar. Hin eþíópíska mold er svo frjósöm að hún gæti brauðfætt alla Austur-Afríku ef regnið bregst ekki, en nú er hin stolta eþíópíska þjóð brauðfædd af öðr- um og dugar ekki til. Borgara- styrjöldin í norðurhluta landsins bætir ekki úr skák. Sæmileg loðnuveiði Margir að klára kvóta sína LOÐNUVEIÐI befur verið sæmileg frá áramótum, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd, enda hefur verið ágætt veiðiveður allt árið. Bátum hefur verið að smá fjölga á miðunum, sem eru djúpt undan Þist- ilflrði, og eru þar nú 40—50 bátar að veiðum og landa aðallega á Norður- landshöfnum. ísleifur VE tilkynnti um 500 lesta afla á laugardagskvöldið. Á sunnu- dag tilkynntu 5 bátar samtals um 2.460 lesta afla. Þeir eru: Hrafn GK 650 tonn. Ljósfari RE 580, Guð- mundur Olafur ÓF 200, Helga II RE 510 og Magnús NK 520. Á mánudag tilkynntu 10 loðnu- bátar samtals um 5.210 lesta afla. Þeir eru: Jöfur KE 450 lestir, Hilm- ir II SU 550, Heimaey VE 470, Berg- ur VE 530, Erlingur KE 460, Gígja RE 730, örn KE 300, Húnaröst AR 620, Fífill HF 600 og Þórður Jónas- son EA 500. Fram til klukkan 15 á þriðjudag tilkynntu 11 loðnubátar samtals um 7.320 lesta afla. Þeir eru: Gfsli Árni RE 620 lestir, Gullberg VE 610, Ljósfari RE 580, Sjávarborg ÞH 800, Dagfari ÞH 520, Keflvfkingur KE 530, Kap II. VE 690, Huginn VE 520, Hákon ÞH 800, Börkur NK 1.100 og Hrafn GK 550. Sumir bátanna eru langt komnir með úthlutaðan loðnukvóta. Tveir bátar, Grindvíkingur GK og Svanur RE, fylltu sína kvóta fyrir áramót. Á þriðjuda g voru tveir bátar, Hilmir II. SU og örn KE, að landa úr sinni síðustu veiðiferð á þessari vertíð. Þá voru fimm bátar til viðb- ótar að fara í sínar síðustu veið- iferðir að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.